Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafía Benja-mínsdóttir fæddist á Katastöð- um í Núpasveit 12. febrúar 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Rann- veig Jónsdóttir, f. 3.10. 1879, d. 24.6. 1912, og Benjamín Jósefsson, f. 23.12. 1862, d. 3.9. 1946. Systkini Ólafíu voru Guðlaug, f. 22.3. 1901, d. 6.6. 1988, maður hennar Jón Skúli Þor- steinsson, f. 6.12. 1892, d. 13.11. 1961, Sigmar, f. 15.3. 1903, d. 8.12. 1984, og Kristbjörn, f. 27.5. 1905, d. 2.8. 2005. Hinn 12. nóvember 1932 giftist Ólafía Óskari Jörgenssyni, f. 5.4. 1911, d. 2.9. 1979. Börn þeirra eru: Hjördís, f. 10.6. 1937, maki Örn B. Ingólfsson, Jó- hanna, f. 15.3.1940, maki Sigurður Í. Ámundason; Anna Jóna, f. 1.9. 1943, maki Lárus Lárus- son; og Óskar, f. 1.11. 1947, maki Erna Elísdóttir. Barnabörnin eru sex og langömmu- börnin eru sjö. Ólafía var hús- móðir fram á miðjan aldur en starfaði svo um árabil við saumaskap hjá Jóhanni Friðriks- syni, frænda sínum í Kápunni, og síðar hjá Sjóklæðagerðinni. Síð- ustu fjögur árin átti hún heimili á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Ólafíu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þú ert fjólum fegurri á grund, faldar sólin hlýja. Þín á hjólum leikur lund, litla Ólafía. Þetta ljóð var ort um Ólafíu ömmu þegar hún var lítil stúlka og má segja að það hafi verið lýsandi fyrir hana allt til dánardags. Amma var alltaf svo falleg, fín og vel til höfð en hún var líka góð og réttlát manneskja og margs er að minnast þegar horft er til baka. Það var gaman að koma í heim- sókn til ömmu og afa í Skipasundinu. Amma gat spilað við mig tímunum saman, kenndi mér að leggja kapal og byggja spilaborgir. Einnig átti hún alltaf kökubita í gogginn og aldr- ei fór neinn svangur frá ömmu sem var algjör snillingur í matargerð. Mér fannst líka jólin hvergi vera nema hjá ömmu og afa í Skipasund- inu þar sem öll fjölskyldan kom sam- an á aðfangadag, naut góðra veitinga ömmu og opnaði gjafir. Amma var mikil handavinnu- og listakona. Hún málaði myndir, saum- aði, prjónaði, heklaði, föndraði og féll aldrei verk úr hendi. Við systkinin áttum alltaf hlýjar húfur, vettlinga og ullarsokka sem amma prjónaði handa okkur fyrir kalda vetur. Amma og afi byggðu sér bústað- inn Litlafell í Skorradalnum og átti ég með þeim þar margar góðar stundir. Þar var farið út á bát og dreginn silungur í net, veitt á stöng, leikið við lækinn og farnar ótal gönguferðir. Amma ræktaði líka í sveitinni kartöflur og rabarbara og sá auðvitað um að allir sem komu til hennar í Litlafell fengju eitthvað gott að borða og nýbakaðar kökur úr kolaeldavélinni. Amma var mjög glaðlynd og mikil baráttukona, hún sigraðist á brjósta- krabbameini og ekki lét hún bugast þegar afi dó. Þá flutti hún í litla íbúð í blokk í Ljósheimunum og var fljót að eignast þar góðar vinkonur. Í heim- sóknum þangað var ég oft dregin inn í stofu til að horfa á sápuóperur sem amma og vinkonur hennar skemmtu sér vel yfir og þá var mikið hlegið. Amma var afar stolt af fjölskyldu sinni og hvatti barnabörnin sín óspart til dáða við nám og störf. Þeg- ar langömmubörnin fæddust, sá hún ekki sólina fyrir þeim og þau sóttu í að vera hjá langömmu með hlýja faðminn sinn. Síðustu fjögur ár ævi sinnar bjó amma á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar var hún mjög ánægð og fékk góða umönnun. Við fjölskyldan kveðjum ömmu með söknuði, en gleði yfir góðum árum í samvistum við bestu ömmu í heimi. Sigríður Lóa Sigurðardóttir. Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Ein af mínum fyrstu minningum sem barns er hvað það var alltaf gaman á jólunum í Skipasundinu hjá ömmu og afa, en þar hittist alltaf öll fjölskyldan á aðfangadagskvöld. Þá var það ein jólin að systir mín veikt- ist og ákveðið var að halda jólin heima, en ekki var ég sáttur við það þar sem mér fannst jólin ekki koma nema ég væri hjá ömmu og afa. Var ég því sendur í flýti til þeirra svo ekki missti ég af jólunum. Margar góðar stundir áttum við saman í Skorradalnum þar sem við spiluðum oft olsen, olsen og lúdó. Stóð ég í þeirri trú að ég væri mjög góður í þeim spilum þar sem ég vann hana oftast. En hef ég ömmu nú grunaða um að hafa stundum tapað viljandi fyrir mér þar sem ég var frekar tapsár. Einnig veiddi ég margan silunginn úr Skorradalsvatni og fannst mér ekkert betra en þegar amma mat- reiddi fiskinn og við borðuðum hann með kartöflum og smjöri. Oft minntist amma á það þegar bóndi einn í dalnum sem í vantaði annað augað kom stundum í heim- sókn. Skreið ég þá undir rúm því ég hélt að þarna væri bófi kominn og var skíthræddur við hann. Varð amma þá að leggja sig mikið fram við það að sannfæra mig um að þetta væri góður karl. Við amma vorum alltaf í góðu sam- bandi. Þegar ég var í framhaldsskóla kom ég stundum til hennar í hádeg- inu og var hún þá alltaf búin að elda dýrindis mat fyrir okkur og oftar en ekki baka appelsínukökuna góðu. Þarna við eldhúsborðið hennar átt- um við margar góðar stundir enda var hún vinmörg og hafði frá mörgu að segja. Amma mín var falleg kona sem naut þess að eiga falleg föt og vera hugguleg til fara. Hún var mikil listakona og lék allt í höndunum á henni, hún málaði fallegar landslags- myndir úr sveitinni sinni, saumaði og prjónaði. Amma mín var heilsuhraust kona enda varð hún 95 ára gömul þrátt fyrir að hafa á tímabili þurft að berj- ast við krabbamein sem hún sigrað- ist á. En síðustu fjögur árin hefur hún dvalist á Hrafnistu í góðu yf- irlæti. Þótti henni mjög gaman að fá okkur í heimsókn með barnabarna- börnin sem veittu henni mikla ánægju. Við fjölskyldan kveðjum nú ömmu með söknuði í þeirri vissu að hún er á góðum stað með afa. Finnur. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig, elsku amma mín. Ég er þakklátur fyrir öll árin sem við höfum fengið að hafa þig hjá okk- ur, allar góðu og skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman. Ég man sérstaklega eftir því þegar við spiluðum olsen, olsen sem var mjög oft. Ég var aðeins sjö ára gam- all og gerði mér grein fyrir því að ég yrði að leyfa þér að vinna annað slag- ið, því annars hefði einhver orðið tapsár. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og þegar þú passaðir mig þá vildir þú að ég kúrði hjá þér því ég hélt alltaf svo þétt um hálsinn þinn. Ég kveð þig, amma mín, með söknuði. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Lárus Óskar Lárusson. Gefðu mér, Drottinn, gáfur og sýn að greina það fegursta og besta, svo hér eftir megi ég heilræðin þín í huga mér geyma og festa. (K.B.) Elsku langamma, takk fyrir allar góðu stundirnar og hafðu það gott hjá Guði. Þín langömmubörn, Jóhanna Sif, Ámundi Örn, Ólafía Ósk, María Lóa, Jón Emil, Sigurður Ísfeld og Óskar. Þegar ég frétti að mín elskulega frænka væri látin flugu allar góðu minningarnar henni tengdar í gegn- um hugann. Við áttum heima í Núpa- sveit, sem okkur fannst besta sveit í heimi. Ólafía og systkini hennar þrjú áttu heima á Katastöðum. Við systk- inin vorum tíu og bjuggum á næsta bæ, Efrihólum. Það var mikil vinátta og frændsemi milli bæjanna. Benja- mín og Friðrik faðir minn voru systrasynir. Ólafía var yngst af systkinunum. Þau misstu móður sína ung. Anna móðuramma þeirra hjálpaði til við uppeldið. Við krakkarnir í Efrihólum kepptumst um að fara út í Katastaði, ef reka þurfti smá erindi, alltaf var svo gaman að koma þar. Ólafía og Magga systir voru ferm- ingarsystur og miklar vinkonur. Stundum fengum við litlu systur, Gunna Sigga og Svana, að vera með, t.d. þegar Katastaðafjallið var blátt af aðalbláberjum. Þá var mikið tínt og veisla á báðum bæjum, þegar heim var komið. Fólkið heimsótti hvert annað á hátíðum. Ég man sér- staklega eftir einu gamlárskvöldi, þegar allt fólkið á Katastöðum kom. Það var kveikt stórt bál upp í klöpp, dansað var kringum bálið og sungið. Þá var gaman að lifa og ég horfði aðdáunaraugum á Ólafíu og Möggu, sem voru orðnar gjafvaxta og falleg- ar stúlkur, enda þurftu þær ekki að bíða lengi eftir sínum prinsum. Það fréttist að ungur myndarlegur mað- ur úr Reykjavík væri kominn á prestsetrið, Presthóla og ætlaði að vera þar um sumarið. Þetta var Ósk- ar Jörgensen. Honum þótti fallegt í hrauninu, lágvaxinn fjalldrapinn og margskonar gróður, svanir syntu á tjörnunum, hrafnaþing í gjánni og allt fullt af mófugli. En það sem var best, var yndislega falleg stúlka á næsta bæ, sem hét Ólafía. Það fylgdi sögunni að Óskar kæmi kannski heldur oft í Katastaði og jafnvel hafði hann og heimasætan sést ganga í hrauninu. Það var ekki sök- um að spyrja, þau urðu hjón og settu saman bú í Reykjavík, eignuðust fjögur mannvænleg börn, þrjár dæt- ur og einn son. Þegar ég kom til Reykjavíkur 1938 var mitt fyrsta verk að heim- sækja Ólafíu og Óskar, eins og margir Núpsveitungar gerðu. Þau tóku mjög vel og elskulega á móti sínum gestum og mér leið ætíð vel á heimili þeirra, eins og maður væri á einhvern hátt kominn heim í Núpa- sveit. Á aðfangadagskvöld kom ég seint úr vinnu, klukkan að verða tíu, ég svöng og þreytt. Þá hringdi síminn og elskuleg rödd sagði gleðileg jól og komdu strax. Þetta var Ólafía frænka. Ég fór í betri fötin og hljóp niður Spítalastíginn. Betri og elsku- legri viðtökur var ekki hægt að hugsa sér. Bjart og hlýtt, afburða matur, Hjördís litla var að leika sér á gólfinu með slaufu í hárinu, allt var svo hátíðlegt. Þetta var ekki í eina skiptið sem Ólafía breytti lífi mínu til betri vegar. Eitt sinn var ég í vand- ræðum með barnfóstru, þá hringdi Ólafía og heyrði vandræði mín, ég sendi þér bara eina stelpuna. Anna Jóna kom og betri barnfóstru var ekki hægt að hugsa sér. Ég þakka Ólafíu og hennar börn- um alla elskusemi í gegnum árin. Svanhvít Friðriksdóttir. ÓLAFÍA BENJAMÍNSDÓTTIR ✝ Kamilla Briemfæddist á Mel- stað í Miðfirði 5. nóvember 1916. Hún lést á elliheim- ilinu Grund 1. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Krist- ján Briem, f. 3.12. 1882, d. 8.6. 1959, prestur á Melstað í Miðfirði, og Ingi- björg Jóna Ísaks- dóttir, f. 3.9. 1889, d. 7.7. 1979. Systk- ini Kamillu voru Steindór Briem, f. 3.9. 1913, fulltrúi hjá Löggild- ingarstofunni, Ólöf Briem, f. 23.9. 1914, hjúkrunarkona í Kaupmannahöfn, og Sigurður J. Briem, f. 11.9. 1918, deildarstjóri í Menntamálaráðu- neytinu. Þau eru öll látin. Kamilla bjó hjá foreldrum sínum á Melstað til 1954 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Kam- illa vann lengst af við saumaskap í Reykjavík og síðan við umönnun aldr- aðra. Hún tók þátt í kirkjustarfi Hall- grímskirkju. Kamilla var ógift og barnlaus. Útför Kamillu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Kamilla föðursystir mín var ógift og barnlaus. Hún bjó hjá foreldrum sínum á Melstað í Miðfirði þangað til þau fluttu til Reykjavíkur 1954 þegar afi lét af prestsskap. Hann dó 1959 og Kaja, eins og hún var jafn- an kölluð, bjó þá áfram með mömmu sinni þangað til hún dó árið 1979. Mamma hennar, amma mín, þótti nokkuð ráðrík kona. Þótt Kaja hafi auðvitað haft það gott hjá for- eldrum sínum breyttist líf hennar mikið þegar þau voru bæði dáin. Hún var þá orðin 65 ára og vinir hennar og frændfólk veltu því nokk- uð fyrir sér hvernig henni tækist nú til. Og svarið er: Hún blómstraði. Hún ferðaðist utan lands sem inn- an, hún tók þátt í félagslífi, lang- mest með Hallgrímskirkjusókn og hún tók upp og hélt við tengslum við fjölda vina, kunningja og ætt- ingja. Hún var þeirrar gerðar að öllum þótti vænt um hana. Líklega stafaði það af því að henni þótti vænt um alla. Hún naut sín innan um fólk. Hún var ávallt kát og skemmtileg í margmenni. Og marg- ar sögurnar sagði hún, sem bæði hún og aðrir hlógu mikið að. Þær voru reyndar flestar um hana sjálfa og margar með afbrigðum skemmti- legar. Það gerðust alltaf einhverjir spaugilegir hlutir í kringum hana. En það sem var mest einkenn- andi við Kaju var hversu góð og trúuð hún var. Ef einhver mann- eskja kemst nærri því að vera full- komlega góð, þá var það hún. Við konan mín höfum oft sagt það okk- ar í milli að ef einhver ætti að eiga greiða leið inn í himnaríki þá væri það Kamilla. Jón G. Briem. Þegar ég minnist Kamillu er mér efst í huga tryggð, vinátta og glað- værð. Hún var fljót að kynnast fólki og átti marga góða kunningja og vini sem ég veit að minnast ánægju- legra stunda á heimili hennar hvort sem var á æskuheimili hennar Mel- stað eða Grettisgötu 74. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fylgjast með Kamillu alla leiðina frá unglingsárum og fram á síðasta dag. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Anna Guðmundsdóttir. Margar góðar minningar koma upp í hugann, er ég hugsa um Kamillu. Það eru rúm 40 ár síðan okkar kynni hófust, sem aldrei hef- ur skugga borið á og urðu að ein- lægri vináttu. Margt hefur á dagana drifið, en vináttan sú sama, þó að vík væri milli vina. Það var alltaf gaman að koma við á Grettisgötunni. Hún tók á móti manni með útbreiddan faðm- inn og fagnaði manni. Eins var það eftir að hún kom á Grund. Fagnaði hún mér innilega, þegar ég kom í heimsókn. Henni leið vel þarna. All- ir voru góðir við hana, ekki síst Guðrún herbergisfélagi hennar. Það myndast ákveðið tómarúm þegar vinirnir kveðja. En þegar heilsan er þrotin, þá er ljúft að fá að sofna. Björg Ísaksdóttir. Langri ævigöngu kærrar systur í Kristi er lokið. Vinkona okkar til margra ára Kamilla Briem er öll. Um langa hríð hafa leiðir okkar leg- ið saman enda höfum við þekkst frá æskuárum okkar. Við minnumst hennar fyrst og fremst, frá fyrstu tíð og allar götur síðan, fyrir kær- leikann, jákvæðnina og glaðværð- ina. Hún var hláturmild og lagði sig frekar fram um það að hrósa öðrum og horfa á björtu hliðarnar en að rífa niður með neikvæðni og nöldri. Hegðun hennar, atferli og fram- koma kenndi okkur og öllum þeim sem hana þekktu hvernig maður á að umgangast aðra. Áherslan á að koma fram við aðra af virðingu, vel- vild og skilningi. Hjá henni var gullna reglan ætíð höfð í heiðri: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (Matteus 7:12.) Við hittum Kamillu seint í sumar og þá fundum við að heilsan var far- in bila, líkaminn lasinn en andinn öflugur sem áður með glaða og létta lund í öndvegi. Við þökkum sam- fylgd og vináttu við Kamillu í gegn- um árin öll og biðjum Guð blessa minningu hennar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) María, Helga og Margrét. KAMILLA BRIEM Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.