Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrslit sameiningar-kosninganna síð-astliðinn laugar- dag komu dr. Grétari Þór Eyþórssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Við- skiptaháskólann á Bifröst, að sumu leyti á óvart og að öðru leyti ekki. Hann hefur rannsakað sameiningar sveitarfélaga hér og er- lendis og skrifaði m.a. doktorsritgerð sína um viðhorf kjósenda og sveit- arstjórnarmanna til sam- einingar sveitarfélaga. „Ég var í sjálfu sér ekki hissa á að einungis ein tillaga var samþykkt og mögulega ein til tvær til viðbótar í framhaldinu. Það sem er óvænt er einkum tvennt: Að sameining skyldi víða hreinlega vera kolfelld, sem er athyglisvert, og mjög lítill stuðningur við sam- einingu í mörgum sveitarfélögum. Allt niður í 1% sem ég held að sé Íslandsmet,“ sagði Grétar. „Annað athyglisvert er að það er algengt að stóru kjarnarnir, sem ég hef skilgreint sem þjónustu- og stjórn- sýslukjarna í væntanlegu sveitar- félagi, felli sameininguna nú. Það gerðist nú í 6 tilvikum af 14 en hef- ur gerst aðeins einu sinni áður í sögu sameiningarkosninga. Ég er þarna t.d. að tala um Akureyri og Skagafjörð og Vesturbyggð. Þá virtist andstaðan við sameiningu einnig vera mikil í þeim sveitar- félögum sem ekki hefðu gegnt kjarnahlutverki í sameinuðu sveit- arfélagi.“ Málstaður andstæðinga náði í gegn Háskólinn á Akureyri gerði könnun á liðnu vori um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði, meðan Grétar var þar við störf. Hún leiddi í ljós mun meiri stuðning við sam- einingu þá en kosningin leiddi nú í ljós. Grétar sagði greinilegt að málstaður andstæðinga samein- ingar hafi náð í gegn. „Það er at- hygli vert að sveitarfélögin sitt hvorum megin væntanlegra Héð- insfjarðarganga horfa jákvæðum augum á sameiningu. Það gæti verið ávísun á að Siglufjörður og Ólafsfjörður eigi eftir að sameinast í framtíðinni í tengslum við opnun jarðganganna, en það þarf að kjósa aftur um það.“ Þrátt fyrir að sameiningartillög- ur fengju ekki brautargengi í kosn- ingunum 1993 fylgdu margar sam- einingar í kjölfarið næstu árin á eftir. Grétar telur næsta víst að einhver kippur í sameiningarmál- um fylgi kosningunum nú. „Það voru þrátt fyrir allt tuttugu sveit- arfélög sem sögðu já. Það getur vel gerst að það verði einhverjar sam- einingar í framhaldinu. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að sameining er kolfelld mjög víða og það gefur ástæðu til svartsýni um að jafnmikil hreyfing verði á þess- um málum og varð eftir kosning- arnar 1993.“ En er hægt að benda á einhver atriði sem geta hafa skipt sköpum um úrslit sameiningar- kosninganna nú? Grétar nefndi að ef til vill hefði meira þurft að liggja fyrir um fyr- irhugaðan verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaga í aðdraganda kosninganna. Eins hefðu stjórn- völd þurft að kveða skýrar á um áhrif breytinga á reglum Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga fyrir sveitar- félögin. „Það lá fyrir í Eyjafjarð- arsameiningunni veruleg lækkun á framlögum Jöfnunarsjóðs og fékkst engin trygging fyrir því að það yrði lagað. Sagt að málið yrði skoðað og að framlögin yrðu óbreytt í fjögur ár, en engu svarað almennilega um hvað gerðist að því loknu. Ég tel að það hafi verið ákveðin mistök,“ sagði Grétar. Tilfinningaþátturinn leikur stórt hlutverk í afstöðu fólks til samein- ingar, einkum í minni sveitarfélög- um. Sama gilti í stóru sameining- arkosningunum 1993. Grétar sagði að munurinn á úrslitunum 1993 og nú sé að sameiningartillögur séu nú að fá mun minni stuðning hlut- fallslega. Frumkvæði komi frá sveitarfélögunum „Ef sameiningar eiga að vera frjálsar verður frumkvæðið að þeim að koma frá sveitarfélögun- um, fólkinu og fulltrúum þess,“ sagði Grétar og tók undir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar- stjóra um að upptök sameininga verði að koma frá fólkinu. „Það er ljóst að það gerist á mun lengri tíma, en valdhafar og reyndar sumir þingmenn Samfylkingarinn- ar sem ég hef heyrt í, eru tilbúnir að sætta sig við. Þeir vilja endur- skipuleggja sveitarstjórnarkerfið á skemmri tíma en þessi aðferðar- fræði getur skilað. Ætli menn að halda sig við að stækka sveitar- félögin og flytja til þeirra aukin verkefni er ekkert annað en vald- boð, lagasetning, framundan.“ Eru þá horfur á setningu laga um sameiningar sveitarfélaga á næsta eða þarnæsta kjörtímabili Alþingis? „Það kæmi mér ekki á óvart að farið yrði farið í lagasetningu um sameiningu sveitarfélaga á næstu fimm árum, eins og mér finnst tónninn vera í mörgum þingmönn- um. Ég tala ekki um ef Samfylk- ingin kemst í ríkisstjórn. Hún er ef til vill sá stjórnmálaflokkur sem hefur tjáð sig hvað mest um að setja lög um sameiningu sveitarfé- laga. Ég hallast að því að þetta gæti gerst, innan ekki mjög langs tíma.“ Fréttaskýring | Sameiningarkosningar Lög um sam- einingu líkleg Eigi að stækka sveitarfélögin blasir við setning laga um sameiningar þeirra Dr. Grétar Þór Eyþórsson Tilgangurinn að efla sveitarstjórnarstigið  Niðurstöður kosninganna um sameiningu sveitarfélaga síðast- liðinn laugardag sýna að meiri- hluti íbúa í tveimur af þremur sveitarfélögum, sem kosið var í, vill óbreytt ástand. Í aðdraganda kosninganna var boðað að nauð- synlegt væri að efla sveitarfé- lagastigið til að það gæti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu og sinnt betur þjónustu við íbúana. Í því skyni þyrftu sveit- arfélög að stækka og eflast. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EKKI er enn ljóst hvað undirbún- ingur og framkvæmd sameiningar- kosninganna síðastliðinn laugardag kostaði, að sögn Róberts Ragnars- sonar, verkefnisstjóra í félagsmála- ráðuneytinu. Hann sagði vilyrði fyrir því að sveitarfélög sem tóku þátt í kosningunni fái samtals allt að 90 milljónum króna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kynningu og atkvæðagreiðslu vegna kosningarinnar. Niðurstöður sameiningarkosning- anna komu Róbert mikið á óvart. Hann bendir á að niðurstaðan hafi ekki verið í samræmi við viðhorfsk- annanir sem Gallup og Háskólinn á Akureyri gerðu í fyrravetur og eins könnun ParX í Vogunum. Róbert nefndi sérstaklega kosningaúrslitin í Árborg og á Akureyri. „Þau eru þvert gegn því sem hefur verið hing- að til, að stóru sveitarfélögin hafa samþykkt og þau minni fellt. Nú er fólk ef til vill farið að hugsa öðruvísi í stóru sveitarfélögunum en það gerði.“ Dræm þátttaka var í sameining- arkosningunum, með fáeinum und- antekningum. Róbert sagði að á ýmsum stöðum sé skammur tími lið- inn frá síðustu sameiningar- kosningum, t.d. í Árborg og á Ak- ureyri. Hann velti því fyrir sér hvort þeim sem styðja sameiningu hafi ekki þótt taka því að mæta á kjörstað nú, því þeir hafi þegar lýst stuðningi sínum við sameiningu. Áhyggjur af lítilli þátttöku „Ef ég væri í stjórnmálum og að velta fyrir mér fjölgun þjóðarat- kvæðagreiðslna myndi ég hafa mest- ar áhyggjur af þessari kosningaþátt- töku,“ sagði Róbert. Hann kvaðst hafa verið viðbúinn lítilli kosninga- þátttöku nú, en ekki jafnlítilli og hún varð í raun. „Yfirleitt er minni þátt- taka í sameiningarkosningum en í t.d. sveitarstjórnarkosningum, nema í minnstu sveitarfélögunum. Þar er hún oft meiri.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, hefur bent á að það hafi gefist best að sameining sveitar- félaga eigi sér upptök hjá fólkinu á viðkomandi svæði. Róbert segir að það geti vel verið rétt. „Þetta verk- efni hefur komið þessu rækilega á dagskrá. Ef til vill taka íbúarnir bolt- ann núna. Ég vona að það gerist líkt og eftir kosningarnar 1993.“ Róbert segir að sér komi spánskt fyrir sjónir umræða um að ekki hafi verið búið að ganga frá tekjustofna- og verkefnaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og það haft áhrif á úr- slitin. Hann sat flesta íbúafundina í aðdraganda sameiningarkosning- anna. „Almenningur spurði ekki um tekjustofna eða verkaskiptingu, að- eins einstaka sveitarstjórnarmaður. En fjallskil og alls konar tilfinninga- mál fengu miklu meira pláss en tekjustofnaskipting eða verkefna- flutningur á fundunum,“ sagði Ró- bert. Niðurstaðan kom á óvart Róbert Ragnarsson Hofsós | Enn einn nýr og flottur völlur var formlega tekinn í notkun á Hofsósi um síðastliðna helgi og hafa þá milli 60 og 70 vellir í frábæru sparkvallaátaki KSÍ verið gerðir víðsvegar um landið. Vissulega voru það vonbrigði að frumkvöðull að þessu sparkvallaátaki, fyrrverandi landsliðsmaður Eyj- ólfur Sverrisson, átti þess ekki kost að vera viðstaddur, vegna anna sinna með unglingalandsliðið, og ekki held- ur neinn úr sveitarstjórn Skagafjarðar. Það var hinsvegar Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sem afhenti völlinn og sagðist hann þess fullviss að þessi völlur ekki síður en aðrir þeir sem gerðir hafa verið mundi nýtast krökkunum á staðnum vel til leikja og æfinga og þá væri tilganginum náð. Hann þakkaði ungmennafélaginu Neista fyrir frábært samstarf við gerð vallarins og færði félaginu svo og grunnskólanum boltagjafir frá KSÍ. Harpa Krist- insdóttir í félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar flutti einnig ávarp, en síðan voru kallaðir til tveir krakkar sem klipptu á borða og þar með var völlurinn formlega opnaður. Ljóst var að ungir sem hinir eldri kunnu vel að meta þennan góða völl, sem bæði er vel lýstur, sem nýtist vel þegar dag fer að stytta, svo og er undir honum hitalögn sem notuð verður þegar mannvirki á Hofsósi verða loks hituð með jarðvarma. Morgunblaðið/Björn Björnsson Nýr sparkvöllur á Hofsósi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.