Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 23 MENNING Háskólabíói sunnudaginn 16. október Hljómleikar hefjast kl. 20.00 Miðaverð kr. 6.900 - 5.900 - 4.900 Ath. Aðeins selt í sæti (númerað) Miðasala á Esso: Ártúnshöfða og Geirsgötu www.midi.is Einnig: anderson@visindi.is & kynnir Söngvara YES 2005 ÍS LA N D S P R E N T Ja hérna! Jon einn á sviðinu. Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við þar sem ég hef ekki séð mynddiskinn frá tónleikaferðinni, en þetta reyndist vera alveg jafn af- slappað og ég hafði vonast til. Jon hefur bestu söngrödd sem hægt er að fara fram á. Ég kom fyrst og fremst til að heyra hann syngja og hann sannaði fullkomlega að góð söngrödd dugar vel til að gleðja áhorfendur. Það þarf heilmikinn kjark til að stíga á svið einn síns liðs, en Jon stendur vel undir því og sýningin er bæði mjúk og hrífandi. Ég get ekki ímyndað mér að neinir aðdá- endur hans verði fyrir vonbrigðum með hann á þessari ferð. Mig langar til að þakka Maestro Anderson fyrir að koma við í Stokkhólmi í þessari ferð. Hans Dahlgren, Stokkhólmi, Svíþjóð, 12. september. Ég skemmti mér konunglega á sýningu Jons Andersons á Cirkus í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ég gerði mér engar sérstakar væntingar fyrirfram og skemmtunin kom mér því einkar þægilega á óvart! Þvílík rödd! Hún hefur ekkert látið á sjá síðan fyrir 35 árum. Hann flutti okkur fjögur Jon & Vangelis-lög (State Of Inde- pendence, I’ll Find My Way Home, Change We Must og Polonaise). Allt prýðisgóðar útsetningar og meðal hápunkta sýningarinnar. Styttar og endurút- settar útgáfur Yes-söngvanna voru afar vel fluttar og afar gaman að hlusta á þær. Hápunktarnir úr Yes-kafl- anum voru And You And I, Long Distance Runaround, Close To The Edge, Soon og svo Wonderous Stories. Ég átti afar skemmtilega kvöldstund og bæði peningunum og tímanum var vel varið. Stefan Polzer, Stokkhólmi, Svíþjóð, 12. september. 5 dagar í tónleika ÞETTA er ekki fyrsta samsýning þeirra Guðbjargar Lindar, Guðrúnar og Kristínar en þær hafa sýnt í Lista- safni ASÍ og Santiago de Compostela á Spáni. Samvinna þeirra hefur jafn- an verið lánsöm og snertifletir verka þeirra margir og áhugaverðir, bæði sýnilegir og undirliggjandi. Það sem einna helst einkennir samstarfið er tilfinning fyrir hægum rytma, end- urtekningu og látleysi. Hér er enginn æsingur á ferð heldur norræn kúl- heit, dramað er í lágmarki en þó er það frekar æðruleysi en skapleysi sem einkennir verkin. Listakonurnar virða allar umhverfi sitt vandlega fyrir sér og skoðun þeirra tekur langan tíma, hún tekur birtubrigði lífsins með í reikninginn. Þessi skoðun birtist á mismunandi hátt í verkum þeirra. Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá er sú eina þeirra sem notar orð og texta í verk- um sínum. Hingað til hefur hún að- allega notað heiti, nöfn bóndabæja, mannanöfn, örnefni, og oftlega sett þau fram á gegnsæjum plötum sem varpa skuggum. Hér hefur Kristín leitað til íslenskra skálda í leit að ljóðlínum sem fjalla á einhvern hátt um vatn, strauma o.fl. Ljóðlínunum hefur hún valið leturtýpu sem ann- aðhvort er hennar eigin snotra rit- hönd eða tölvuletur. Letrinu kemur hún fyrir á bútum af gegnsæjum plexíglerleiðslum sem varpa skugga letursins á vegginn svo oftast nær er það læsilegt aðeins sem skuggi. Skáldin sem hún leitar til eru mörg og hugsunin á bak við verkið er lunk- in en þó nær þetta verk ekki að snerta við áhorfandanum eins og best væri á kosið, ef til vill vegna þess hversu ljóðlínurnar eru sund- urslitnar og ná þar afleiðandi síður markmiði sínu. Margs kyns hugrenn- ingar má líka tengja við leiðslurnar, um ljóðlist, vatn, vatnsleiðslur o.fl. en þetta nær sér heldur ekki alveg á strik og að mínu mati þyldi verkið vel dramatískari útfærslu. Annað verk eftir Kristínu samanstendur af mörgum teikningum sem minna á ár- línur á landakorti, línur í lófa, hrukk- ur í húð, einnig hér er heildarsvip- urinn lágreistur og lítið um hápunkta. Guðrún Kristjánsdóttir sýnir mál- verk í glugga og á vegg, einnig myndband sem tengist þessu verki. Guðrún hefur lengi rannsakað lands- lag í málverkum sínum og á und- anförnum árum hafa skilin milli hönnunar og myndlistar orðið æ óljósari í verkum hennar, þannig eru sum verka hennar um þessar mundir í formi veggfóðurs. Gluggaverkið og systir þess hér koma mjög fallega út og eru síbreytileg eftir birtu, glugga- verkið teiknar sig t.d. skýrt á gólfið ef sólin skín. Veðurskrift nefnir Guð- rún verk sitt, en það er síbylja rign- ingar á rúðu sem er viðfangsefni hennar og hún vinnur vel úr. Mynd- bandið sýnir skemmtilega tilurð verksins og skerpir tilfinninguna fyr- ir listamanninum sem er kyrr; horfir, hlustar, túlkar og skapar, sem er ríkjandi á sýningunni í heild. Guðrún er á spennandi og hættulegum mörk- um listar og hönnunar, en fer ekki yf- ir strikið. Það er þó stutt yfir í mynstur og fjöldaframleiðslu í verk- um hennar sem gæti hugsanlega bitnað á dýptinni. Guðbjörg Lind er síðan með all- flókna innsetningu innst í rýminu, þar sem saman koma málverk á gler- plötur, skúlptúrar og olíumálverk á striga. Eins og hjá hinum tveimur er viðfangsefni Guðbjargar landslag í einhverri mynd. Hún hefur málað mikið af olíumyndum af ímynduðu landslagi, fossum, skerjum og fleiru en hér er það mýrarmosi sem er í að- alhlutverki. Ég á þó erfitt með að tengja verk hennar saman, gler- plötur hennar byggjast á gegnsæi, þokukenndum, ljósum litum sem minna á þokudag á heiði og tilheyra þeirri rómantísku og hástemmdu landslagshefð sem tíðkaðist á 19. öld þegar náttúran var upphafin og í henni mátti sjá handbragð almætt- isins. Olíumálverkin sem sýna ímyndað landslag með mosa eru fantasíukennd, svo óraunverulegt er myndefnið. Á borði með spegilplötu hefur mosa síðan verið raðað í mynstur áþekkt því sem sjá má á málverkunum, eins og um líkan sé að ræða, hjólaborð við hliðina með meira hráefni styrkir þessa hug- mynd. Í einu horni rýmisins hefur mosa verið komið fyrir á gólfinu og haldið áfram með hann fyrir utan gluggann, innsetningin brýst þannig út úr rýminu – eða inn í það. Þessi margbrotna nálgun á viðfangsefninu vekur vissulega til umhugsunar. Ef til vill má líta svo á að Guðbjörg leit- ist hér við að sýna ólíkar hliðar á sama myndefni, hún velti fyrir sér viðhorfi okkar til landslags fyrr og nú. Umbreytingu náttúrunnar úr einhverju háleitu sem við stóðum lítil og vanmegnug andspænis, í hráefni sem maðurinn mótar að vild. Saman skapa listakonurnar lág- stemmda en þó margradda sýningu, engin þeirra hefur hátt en þær hafa allar eitthvað að segja og það er þess virði að leggja við hlustirnar. Margradda heild MYNDLIST Sýningarsalur Orkuveitunnar, 100° Til 25. október. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30–16. Straumar, blönduð tækni Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Innsetning Guðbjargar Lindar, „Þar sem ég má næðis njóta“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.