Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 31 DÓMUR HÆSTARÉTTAR Umræðufundur um skólamál Þriðjudaginn 11. október kl. 20:00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Breiðholti. fundarstjóri: Flosi Kristjánsson, aðstoðarskólastjóri umræður leiða: Ingibjörg Kristleifsdóttir, leikskólastjóri Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Komdu og taktu þátt í skemmtilegum umræðum. Heitt á könnunni og allir velkomnir! www.gislimarteinn.is Hver er framtíðin í skólastarfi í Reykjavík? almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. og 3. tl. 85. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994 um árs- reikninga.“ Með framangreindum 33. til 36. lið ákæru eru varnaraðilunum Jóni Ás- geiri, Tryggva, Stefáni Hilmari og Önnu gefin að sök brot gegn nánar tilteknum ákvæðum almennra hegn- ingarlaga og laga nr. 144/1994 um ársreikninga með því að ekki hafi verið greint í ársreikningum Baugs hf. vegna áranna 1998 til 2001 frá ætluðum lánum félagsins til stjórn- enda þess og annarra nátengdra á þann hátt, sem um ræðir í 36. gr. og 43. gr. síðarnefndu laganna. Í ákær- unni er gerð grein fyrir þeim kröfum félagsins, sem af hálfu ákæruvalds- ins er talið að vanrækt hafi verið að tilgreina sérstaklega í hverjum árs- reikningi, en sakargiftir í þessum lið- um hennar eru samhljóða að því er varðar verknaðarlýsingu, að frátöld- um atriðum, sem snúa að ártölum, skuldurum og fjárhæðum. Auk þess er sökum beint að þremur varnarað- ilum í 33. og 34. lið ákæru, en að fjór- um varnaraðilum í þeim 35. og 36. Eins og ráðið verður af texta þessara ákæruliða hér að framan er þó auk þess, sem nú hefur verið getið, greint í tölulegum upplýsingum við hvern þeirra frá ætluðum lánveitingum á viðkomandi reikningsári, sem séu „andstæðar 104. gr. laga um hluta- félög nr. 2, 1995.“ Ekki verður séð hvernig þessar upplýsingar geta tengst þeim sökum, sem hafðar eru uppi í 33. til 36. lið ákærunnar, og gera þær málatilbúnað af hálfu ákæruvaldsins óskýran. Þrátt fyrir þetta verður ekki litið svo á að ann- markar séu á þessum ákæruliðum, sem staðið geta því í vegi að efn- isdómur verði felldur á málið að því er þá varðar. X. Í IX. kafla ákærunnar er sökum beint að varnaraðilunum Jóni Ás- geiri, Jóhannesi og Kristínu fyrir tollsvik og rangfærslu skjala, sem nánar greinir í 37. til 40. lið ákær- unnar, en þeir hljóða þannig: „37. Ákærði Jón Ásgeir með því að hafa við innflutning í nafni Bónus sf. á bifreiðinni PX 256, með sending- arnr. D 779 01 11 8 US NYC 0884, gefið rangar upplýsingar á aðflutn- ingsskýrslu dags. 6. nóvember 1998, innlagðri sama dag hjá Tollstjór- anum í Reykjavík, ásamt til- hæfulausum vörureikningi dags. 20. október 1998, útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkj- unum, sem tilgreindi kaupverð bif- reiðarinnar ranglega USD 29.875,00 í stað USD 37.000,00 samkvæmt kaupsamningi dags. 13. október 1998 frá Colonial, Miami, Flórída í Banda- ríkjunum, en reikninginn hafði við- skiptafélagi ákærða, Jón Gerald Sul- lenberger, gefið út að ósk ákærða í þessu skyni, og með því að aðflutn- ingsgjöld voru reiknuð á grundvelli aðflutningsskýrslunnar kom ákærði sér undan því að standa skil á virð- isaukaskatti að fjárhæð kr. 202.510,00 og vörugjaldi að fjárhæð kr. 325.618,00 eða samtals kr. 528.128,00. 38. Ákærði Jón Ásgeir með því að hafa við innflutning á bifreiðinni OD 090, með sendingarnúmeri S HEG 10 11 9 CA MTR W004, í nafni hluta- félagsins Baugs, gefið rangar upplýs- ingar á aðflutningsskýrslu dags. 3. desember 1999, innlagðri 7. desem- ber 1999 hjá Tollstjóranum í Reykja- vík, ásamt tilhæfulausum vörureikn- ingi dags. 23. september 1999, útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkjunum, sem til- greindi kaupverð bifreiðarinnar ranglega USD 27.600,00 í stað USD 34.400,00 samkvæmt vörureikningi dags. 29. október 1999 frá Automot- ores Zona Franca, Miami, Flórída í Bandaríkjunum, en fyrrnefnda reikninginn hafði viðskiptafélagi ákærða, Jón Gerald Sullenberger, gefið út að ósk ákærða í þessu skyni, og með því að aðflutningsgjöld voru reiknuð á grundvelli aðflutnings- skýrslunnar kom ákærði sér undan því að standa skil á virðisaukaskatti að fjárhæð kr. 225.900,00 og vöru- gjaldi að fjárhæð kr. 363.229,00 eða samtals kr. 589.129,00. 39. Ákærði Jóhannes með því að hafa við innflutning á bifreiðinni KY 293, með sendingarnr. D 779 28 05 0 US NYC 0160, gefið rangar upplýs- ingar á aðflutningsskýrslu dags. 30. maí 2000, innlagðri sama dag hjá Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt til- hæfulausum vörureikningi dags. 11. apríl 2000, útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkjunum, sem tilgreindi kaupverð bifreið- arinnar ranglega USD 34.850,00 í stað USD 43.400,00 samkvæmt vöru- reikningi dags. 17. maí 2000 frá Automotores Zona Franca, Miami, Flórída í Bandaríkjunum, en fyrr- nefnda reikninginn hafði viðskipta- félagi ákærða, Jón Gerald Sullenber- ger, gefið út að ósk ákærða í þessu skyni, og með því að aðflutningsgjöld voru reiknuð á grundvelli aðflutn- ingsskýrslunnar kom ákærði sér undan því að standa skil á virð- isaukaskatti að fjárhæð kr. 231.691,00 og vörugjaldi að fjárhæð kr. 293.487,00 eða samtals kr. 525.178,00. 40. Ákærða Kristín með því að hafa við innflutning á bifreiðinni KY 835, með sendingarnr. D 779 28 05 0 US NYC 0159, gefið rangar upplýs- ingar á aðflutningsskýrslu dags. 30. maí 2000, innlagðri sama dag hjá Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt til- hæfulausum vörureikningi dags. 11. apríl 2000, útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkjunum, sem tilgreindi kaupverð bifreið- arinnar ranglega USD 46.780,00 í stað USD 58.200,00 samkvæmt vöru- reikningi dags. 17. maí 2000 frá Automotores Zona Franca, Miami, Flórída í Bandaríkjunum, en fyrr- nefnda reikninginn hafði viðskipta- félagi ákærðu, Jón Gerald Sullenber- ger, gefið út að ósk ákærðu í þessu skyni, og með því að aðflutningsgjöld voru reiknuð á grundvelli aðflutn- ingsskýrslunnar kom ákærða sér undan því að standa skil á virð- isaukaskatti að fjárhæð kr. 307.598,00 og vörugjaldi að fjárhæð kr. 389.639,00 eða samtals kr. 697.237,00.“ Ætluð brot varnaraðilans Jóns Ás- geir samkvæmt 37. og 38. lið ákær- unnar, Jóhannesar samkvæmt 39. lið og Kristínar samkvæmt 40. lið eru þar talin varða við 2. mgr., sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 2. mgr. 158. gr. almennra hegning- arlaga. Á framangreindum 37. til 40. lið ákærunnar eru engir þeir ann- markar, sem valdið geta því að efn- isdómur verði ekki felldur á málið að því er þá varðar. XI. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, eru slíkir annmarkar á 1. til 32. lið ákæru að vísa verður málinu frá héraðsdómi að því er þá varðar. Öðru máli gegnir um 33. til 40. lið ákær- unnar, svo sem áður er getið. Síðast- nefndu liðunum er skipað í tvo kafla, sem standa ekki í tengslum við hina kaflana sex í ákærunni varðandi þær sakir, sem bornar eru á varnarað- ilana. Er því engin nauðsyn að vísa málinu í heild frá dómi vegna ann- marka á hluta þess. Af þessum sök- um verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi að því er varðar 33. til 40. lið ákærunnar og lagt fyrir hér- aðsdóm að taka málið að því leyti til efnismeðferðar. Með þeirri niðurstöðu, sem að framan er getið, standa eftir í máli þessu til efnisúrlausnar ákæruliðir, sem einn eða fleiri varða alla varn- araðila. Lýkur því málinu ekki með dómi þessum gagnvart neinum þeirra. Ákvæði hins kærða úrskurð- ar um sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun, verða þessu til sam- ræmis felld úr gildi og ákvörðun um þau atriði látin bíða efnisdóms í mál- inu. Kærumálskostnaður skal á hinn bóginn greiðast úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi að því er varðar 1. til og með 32. lið ákæru ríkislögreglustjóra 1. júlí 2005. Hinn kærði úrskurður er að öðru leyti felldur úr gildi og lagt fyrir hér- aðsdóm að taka málið til efnis- meðferðar að því er varðar 33. til og með 40. lið fyrrnefndrar ákæru. Allur kostnaður af kærumáli þessu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda varnaraðila, hæstaréttarlögmann- anna Gests Jónssonar, Jakobs R. Möller, Kristínar Edwald og Þór- unnar Guðmundsdóttur og Einars Þórs Sverrissonar héraðsdóms- lögmanns, 75.000 krónur til hvers þeirra. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.