Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEIMSFERÐIR kynna í dag sjö áfangastaði í Evrópu í beinu leigu- flugi og verður lægsta fargjald aðra leiðina 6.890 krónur. Þúsundir sæta verða í boði til Barselóna og Alic- ante á Spáni, Forli á Ítalíu, Düssel- dorf og München í Þýskalandi, Prag í Tékklandi og Búdapest í Ung- verjalandi. „Við köllum þetta loftbrú og ætlum með þessu að blanda okk- ur enn frekar í samkeppnina á lág- gjaldamarkaðnum,“ segir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, í samtali við Morgun- blaðið. Heimsferðir hafa um árabil selt þúsundir flugsæta til ýmissa áfanga- staða, ekki síst í sunnanverðri Evr- ópu, auk þess sem ferðaskrifstofan hefur boðið hefðbundnar sólarlanda- ferðir, þ.e. flug og gistingu. „Margir hafa ferðast með okkur til Prag, Búdapest og Barselóna og fyrst lág- gjaldaflugfélögin ætla að auka fram- boð sitt frá Íslandi ætlum við að gera það líka,“ segir Andri Már og telur að þessu aukna framboði verði vel tekið og að eftir sem áður muni Íslendingar ferðast til sólarlanda. Andri Már segir að eftir að fram kom að Heimsferðir muni næsta sumar bjóða reglulegar ferðir til Alicante á lágu fjargjaldi hafi þegar um 300 sæti verið bókuð. „Við höf- um líka náð mjög góðum samning- um við flugfélögin Futura og LTU og ætlum að leggja alla áherslu á að bjóða lægstu fargjöld hverju sinni á þessa áfangastaði,“ segir hann enn- fremur. „Það er deginum ljósara að með sífellt hagstæðari fargjöldum ferðast Íslendingar meira og ég tel því hreint ekki um offramboð að ræða þótt við bætum við þessum þúsundum sæta í leiðakerfi okkar í sumar.“ Heimsferðir bjóða sjö áfangastaði á lágum fargjöldum HELGI Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sum- arferða, segist fagna aukinni samkeppni á flug- leiðinni til Alicante, en Iceland Express hefur tilkynnt að það hyggist hefja flug þangað og Heimsferðir hafa tilkynnt að félagið hyggist taka þátt í samkeppninni, en það hefur flogið á þessari flugleið eins og Sumarferðir. Helgi sagði að þeir hefðu tvöfaldað sæta- framboð sitt í ár í 450 sæti á viku og það hefði ekki dugað til að anna eftirspurninni, þannig að honum fyndist fínt að fá einhvern valkost til að kaupa viðbótarsæti ef hann vantaði. Helgi sagði að þeir hefðu verið með sárafá sæti á tilboðsverði. Þeir hefðu hins vegar verið með 15 þúsund sæti á sérkjörum. Það væri mjög villandi að vera með takmarkaðan fjölda sæta á mjög lágu verði og á takmörkuðum brottförum og síðan önnur sæti á aðalferða- mannatímanum mun dýrari en það. Þeim fynd- ist það óheiðarlegt gagnvart sínum viðskipta- mönnum. „Þetta er kannski ekki mjög heiðarlegt gagn- vart neytendum að koma því inn hjá fólki að nú séu fargjöld allt í einu komin niður í 7–10 þús- und,“ sagði Helgi. Hann sagði að hann teldi það vandamál varð- andi ferðaþjónustuna að menn hefðu alltof lengi verið að fara í kringum hlutina og þess vegna þætt fólki hún almennt tortryggileg. „Við verðum áfram með 450 sæti í viku á Alicante. Við vorum tvisvar sinnum stærri í fyrra en hinir aðilarnir. Við vorum með tvö flug í viku með yfir 200 sæta vélum og við munum bara ef eitthvað er bæta við það,“ sagði Helgi. Hann sagði að þetta væri samkeppni sem væri spennandi, en þeim fyndist að menn þyrftu að vera heiðarlegir varðandi hvert verðið væri á þeim tíma sem 95% þjóðarinnar væri að fljúga og þar ætluðu þeir að vera lægstir. Þúsundir sæta á lægstu fargjöldunum Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði aðspurður að öll sætin til Alicante yrðu ekki á sama verðinu, enda yrðu menn fljótt gjaldþrota ef miðað væri eingöngu við lægsta verðið. Þessi flugleið væri tíu tíma hringur og þeir væru með hagkvæmasta sæta- gjaldið á þessari leið, því þeir væru með hag- kvæmustu flugvélina og treystu sér í sam- keppni við hvern sem er á þessari flugleið. Andri Már bætti því við hverri vél væri skipt upp í fjögur fargjöld til dæmis. 30 sæti gætu verið á lægsta fargjaldi og 40 á næstlægsta far- gjaldi og svo framvegis. Síðan væru ákveðin tímabil sem hefðu hærra hlutfall af lægri far- gjöldum en önnur og það væri bara gert til þess að beina sölunni þangað. Einhver slík formúla lægi að baki og hún væri til stöðugs endurmats í ljósi þess hvernig samkeppnin þróaðist, en það væru þúsundir sæta á þessum lægstu fargjöld- um. Sama hugmyndafræði Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, sagði að sama hugmyndafræði væri að baki fluginu til Alicante og varðandi flug fé- lagsins til London og Kaupmannahafnar að þetta væru verðflokkar þannig að fyrstu sætin í vélina væru ódýrust og síðan hækkaði verðið eftir því sem meira seldist í vélina. Hins vegar yrði fjöldi sæta meiri í þessum verðflokki, þann- ig að það yrði um dálítið mörg sæti að ræða. „Við gerum okkar alveg grein fyrir hvar verð- punkturinn á markaðnum liggur og við munum náttúrlega bara verða lægri en hann. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum að fara í mikið verðstríð og erum bara til í það,“ sagði Birgir ennfremur. Hann sagði að þeim fyndist gaman að sjá það að um leið og þeir tilkynntu að þeir væru að fara til Alicante lækkuðu allir verðið. Það væri kannski ekkert ólíkt því sem gerðist þegar Ice- land Express hefði farið inn á Kaupmannahöfn og London. Sumarferðir fagna samkeppni Morgunblaðið/Golli Samkeppnin um ferðamennina næsta sumar til sólarlanda virðist ætla að verða hörð. SILVÍA Svíadrotting segir heimsóknina í ís- lenska Barnahúsið vorið 2004 hafa haft mikil áhrif á sig. Þetta kom fram í ávarpi hennar við opnun fyrsta sænska Barna- hússins þann 30. sept- ember síðastliðinn. Í ávarpinu sagði Silvía meðal annars: „Á meðan á heimsókn minni til Íslands stóð fyrir rúmu ári gafst mér tækifæri til að heimsækja Barna- húsið þar. Ég óskaði mér þess þá að hægt væri að opna sambærilegt Barnahús í Svíþjóð. Hús þar sem lögð yrði öll áhersla á þau börn sem verða fyrir kynferð- islegu ofbeldi“. Hún sagði einnig mikilvægt að barn þyrfti aðeins að segja sögu sína einu sinni í stað þess að þurfa að endurtaka hana allt að sex til átta sinnum. Þá sagði hún það hafa verið mikið gleðiefni þegar fram kom í heimsókninni að saksóknari og lögregla gætu spurt mikilvægra spurninga með aðstoð sérhæfðs barnasál- fræðings með mikla reynslu í að túlka frá- sagnir barna og lík- amstjáningu þeirra. Drottningin fékk því framgengt í kjöl- far heimsóknarinnar að veitt var sérstakt fjármagn úr sjóði World Childhood Fo- undation til þess að Barnahús gæti orðið að raunveruleika í Svíþjóð sem fyrst, en þau samtök stofnaði hún árið 1999. Á vef Barnarverndarstofu, bvs.is, er hægt að nálgast ávarp Silvíu í íslenskri þýðingu. Á vef Barnaverndarstofu kemur einnig fram að það sé þeim mikið gleðiefni að hafa haft slík áhrif á þetta málefni í Svíþjóð og tákn- rænt að Svíar hafi ákveðið að nota nafnið „Barnahus“ sem er þýðing á hinu íslenska heiti og er þetta orð nýyrði í sænsku máli. Silvía drottning við opnun Barnahúss Segir íslenskt Barnahús hafa haft mikil áhrif Silvía Svíadrottning BÆJARSTJÓRN Akraness hélt í gær sinn eitt þúsundasta fund en 63 ár eru frá því fyrsti fundurinn var haldinn, 26. janúar árið 1942 – þegar Ytri-Akraneshreppur fékk kaupstaðarréttindi. Fjöl- menni var við fundinn sögulega en að honum loknum var boðið til móttöku í Safnaskálanum að Görðum, þangað var öllum núver- andi og fyrrverandi bæjarstjórn- armönnum boðið ásamt öllum þeim sem gegnt hafa stöðu bæj- arstjóra á Akranesi í gegnum ár- in. Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.