Morgunblaðið - 12.10.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.10.2005, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meira að gera hjá ráðgjöfum á morgun TILTÆKAR upplýsingar um tekjur á mann sýna að ójöfnuður hér á landi hefur stóraukist síðustu árin og er aukningin meiri en dæmi eru um frá nálægum löndum, að því er fram kemur í pistli á heimasíðu Þorvaldar Gylfasonar, prófessors við HÍ Í pistlinum gerir Þorvaldur ný- legt svar fjármálaráðherra við fyr- irspurn Sigurjóns Þórðarsonar á Alþingi að umtalsefni. Þar er vísað í svonefndan Gini-stuðul sem er við- tekinn mælikvarði um jöfnuð í skiptingu tekna milli manna. Sam- kvæmt stuðlinum er mestur jöfn- uður í Danmörku, en þar er stuðull- inn tæplega 25. Stuðullinn hér var 31 árið 2004 og hefur hækkað um eitt stig á ári frá árinu 1995. „Mér er ekki kunnugt um, að svo skyndi- leg umskipti í tekjuskiptingu hafi nokkurn tímann átt sér stað í ná- lægum löndum,“ segir Þorvaldur. Fram kemur að meiri jöfnuður er á öllum hinum Norðurlöndunum en hér á landi samkvæmt stuðlinum og sama gildir um Japan, Belgíu og Þýskaland. Meiri ójöfnuður er hins vegar í löndum eins og Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og í Bandaríkj- unum sem er efst þegar horft er til ríkja innan Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, en þar er stuðullinn 41. Fram kemur að ef þrefaldur munur er á tekjum ríkasta og fá- tækasta fimmtungs þjóðarinnar sé Gini-stuðullinn 25 eins og í Dan- mörku og víðar á Norðurlöndunum. Sé fjórfaldur munur á tekjum rík- asta og fátækasta fimmtungsins sé stuðullinn 30 eins og hér á landi og í Þýskalandi og Austurríki. Tölum ekki haldið til haga Þorvaldur gagnrýnir einnig að aðgengilegum upplýsingum um tekjudreifingu hér á landi sé ekki til að dreifa í opinberum skýrslum eftir að Þjóðhagsstofnun hætti starfsemi og að Ísland sé eina land- ið innan OECD, auk Lúxemborgar, sem hirði ekki um að halda til haga tölum um tekjuskiptinu og telja þær fram í skýrslum til alþjóða- stofnana. „Haldi Gini-stuðullinn hér heima áfram að hækka um heilt stig á hverju ári eins og hann hefur gert síðan 1995, þá verður hann með sama áframhaldi kominn upp fyrir Gini-stuðul Bandaríkjanna eftir ell- efu ár, og þar er ójöfnuður í tekju- skiptingu nú meiri en annars staðar á OECD-svæðinu eins og jafnan fyrr,“ segir ennfremur. Gini-stuðullinn hefur hækkað um 10 stig á 10 árum Ójöfnuður hér hefur stóraukist síðustu ár              !   "   #  #   $    %   &%%   '    !  ( " )   #%   *%  +%   '    " &,( "  - . /0         HÆSTIRÉTTUR kemst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum sl. fimmtudag, að dyravörður á hóteli sem slas- aðist í ryskingum við ölvaðan gest árið 1995 eigi rétt á 2,5 milljóna króna bótum úr ríkissjóði. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi úr gildi ákvörðun bótanefndar. Hlaut 25% varanlega örorku Dyravörðurinn var að vísa gestinum af hótelinu er hann lenti í átökum við hann og slasaðist með þeim afleiðingum að hann hlaut 25% varanlega örorku. Höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu bóta samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Hæstiréttur dró ekki í efa að sú ákvörðun dyra- varðarins að vísa gestinum af hótelinu, hefði verið réttmæt. Eins og atvikið hefði borið að væri ekki hægt að fallast á að um líkamsárás gestsins hefði ver- ið að ræða í skilningi almennra hegningarlaga. Hins vegar yrði að líta svo á, eins og framferði og athöfn- um gestsins var háttað, að dyravörðurinn hefði mátt búast við því að hann léti ekki af þeim eignaspjöllum sem hann hafði þegar valdið. Var því á það fallist að dyravörðurinn hefði, þegar hann varð fyrir tjóni, ver- ið að afstýra refsiverðri háttsemi gestsins og ætti því rétt á bótum úr ríkissjóði. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Hilmar Magnússon hrl. flutti málið fyrir dyravörðinn og Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. fyrir ríkið. Á rétt á bótum eftir átök við gest

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.