Morgunblaðið - 12.10.2005, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Kristján Ólafsson, hrl. og löggildur
fasteignasali www.klettur.is
STÍLL, FÁGUN, BIRTA, RÝMI, LOFTHÆÐ
- FRÁBÆR EIGN
Erum með í einkasölu stórglæsilegt einbýlishús á frábærum
stað við Elliðavatn. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan
en fokheldu að innan, eða eftir nánara samkomulagi
lengra komið. Húsið er staðsett á góðri lóð. Alls er eignin
355 fm. Frábært útsýni yfir Elliðavatn og að fjallahringnum
þar í kring. Stutt á að vera í þjónustu í hverfinu í framtíðinni
sem og í skóla og leikskóla. Allar nánari upplýsingar er
hægt að nálgast á skrifstofu okkar í Skeifunni 11, 108 Rvík.
Sölumenn frá Kletti
taka vel á móti ykkur
GLÆSIHÚS MEÐ EINSTÖKU ÚTSÝNI Á BÖKKUM ELLIÐAVATNS
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SUÐURNES
Suðurnes | Hitaveita Suðurnesja
hefur gert samkomulag við Nátt-
úruverndarsamtök Íslands (NSÍ)
og Landvernd þess efnis að leggja
allt að 2 km langan jarðstreng í
stað háspennulínu frá virkjuninni á
Reykjanesi innan 8–10 ára. Bæði
NSÍ og Landvernd höfðu gert at-
hugasemdir við þá spillingu á yf-
irsýn yfir náttúrufyrirbæri sem
loftlína myndi valda.
Í kjölfar samkomulagsins var
leitað til Skipulagsstofnunar um
samþykki fyrir nýrri leið fyrir loft-
línuna sem mun flytja orku frá
virkjuninni þar til jarðstrengurinn
verður lagður. Skipulagsstofnun
samþykkti tillöguna sem gerir ráð
fyrir að línan verði lögð með aust-
urhlíð Sýrfells suður að skarðinu á
milli Sýrfells og Sýrfellsdraga. Þar
verður línan lögð vestur um skarðið
að spennuvirki Reykjanesvirkjunar.
Með þessu fyrirkomulagi mun
línan liggja lægra í landinu og nær
iðnaðarsvæðinu en fyrri áform
gerðu ráð fyrir. Svæðinu sem lín-
unni er ætlað að fara um hefur þeg-
ar verið raskað með vegi og vatns-
lögn. Umhverfisrask vegna
vegaslóða o.þ.h. verður því óveru-
legt.
Samkvæmt samkomulagi Hita-
veitu Suðurnesja, Náttúruverndar-
samtaka Íslands og Landverndar
verður allt að 2 km af loftlínunni
skipt út með jarðstreng innan 8–10
ára svo fremi sem rannsóknir á
jarðskjálftavirkni og yfirborðsjarð-
hita leiði ekki í ljós að slíkt sé
tæknilega óframkvæmanlegt, segir
í sameiginlegri fréttatilkynningu
frá NSÍ, Landvernd og Hitaveitu
Suðurnesja.
Skipaður verður samráðshópur
sem verður falið að finna heppileg-
ustu leiðina fyrir línuna sem þarf að
reisa, kanna viðhorf ferðamanna og
útivistarfólks til línunnar og ann-
arra mannvirkja á svæðinu, vöktun
á áflugshættu fyrir fugla, vöktunar
á skjálftavirkni yfirborðsjarðhita
með tilliti til áhættu við lagningu
jarðstrengs og ítarlegt kostnaðar-
mat á mismunandi valkostum til að
draga úr sjónrænum áhrifum há-
spennulínu.
Samkomulag
um jarðstreng
Hlíðar | Ekki er ljóst með framhald
framkvæmda við íþróttahús Mennta-
skólans við Hamrahlíð, en Skipulags-
nefnd Reykjavíkur barst á dögunum
kæra Hróbjarts Jónatanssonar hrl. til
úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingamála, þar sem þess er kraf-
ist að framkvæmdir við austurhlið
skólans verði stöðvaðar með vísan í
skipulags- og byggingalög.
Kærunni var vísað til umsagnar
lögfræði og stjórnsýslu.
Dagur B. Eggertsson, formaður
skipulagsráðs, segir kæruna byggjast
á formsatriðum, en þar sé því velt
fram að formsatriðum hafi ekki verið
fylgt í skipulagsferlinu. „Í raun er
verið að biðja um að byggingarleyfi sé
ekki gefið út á meðan,“ segir Dagur.
„Þá er gerð athugasemd við það að
húsið sé stærra en gert var ráð fyrir í
skipulagi frá 1990, en það er í sam-
ræmi við niðurstöður í sérstakri sam-
keppni sem menntamálaráðuneytið
stóð fyrir hvað varðaði útlit og innra
fyrirkomulag hússins og nýtt skipu-
lag tók mið af þeim niðurstöðum.“
Dagur segir áhöld hafa verið uppi
um hvaða skipulag væri í gildi á reitn-
um, þegar málið var í skipulagsráði.
Því hafi skipulagið verið auglýst til að
hafa allan varann á. „Við vitum þó að
það eru íbúar sem næst búa sem hafa
lagst gegn þessari uppbyggingu,“
segir Dagur. „Á elstu skipulagsupp-
dráttum var að vísu gert ráð fyrir
húsinu á öðrum stað á lóðinni, en það
breyttist 1990. Þetta hús tekur mið af
nýjustu kröfum til íþrótta og kennslu-
rýma og verður byggt samkvæmt
þeim. Það er búið að bíða eftir þessu
húsi í áratugi og nú er þetta mál kom-
ið á framkvæmdastig og ég held að
flestir, ef ekki allir, séu fegnir því.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íþróttahús Skipulagsnefnd barst kæra á dögunum vegna framkvæmda við íþróttahús MH.
Bygging íþróttahúss MH í uppnámi
Fréttasíminn
904 1100
Kópavogur | Nýr grunnskóli við
Vatnsenda var vígður við hátíðlega
athöfn á föstudag sem leið og ber
hann nafnið Vatnsendaskóli.
Þegar er risinn fyrsti áfangi skól-
ans og skólastarf með 120 nem-
endum í 5 bekkjadeildum hefur
þegar hafist. Næsti áfangi skólans
verður tekinn í notkun að ári.
Athöfnin hófst með ávarpi skóla-
stjóra, Guðrúnar Soffíu Jón-
asdóttur. Síðan tók formaður skóla-
nefndar, Ármann Kr. Ólafsson, til
máls og rakti uppbyggingu svæð-
isins sem hann þekkir allvel sem
fyrrverandi formaður skipulags-
nefndar bæjarins. Gerði Ármann
náttúrufar svæðisins að umræðu-
efni sínu og kom með ýmsan áhuga-
verðan fróðleik um náttúru þess.
Að loknu ávarpi formanns skóla-
nefndar tók bæjarstjóri, Gunnar I.
Birgisson, til máls, kom á framfæri
árnaðaróskum og afhenti skólann
formlega.
Við hönnun á Vatnsendaskóla
var gert ráð fyrir að í skólanum
verði ríkjandi áherslur á raun-
greinanám með sérstökum
áherslum á náttúrufræði. Í skóla-
byggingunni er gert ráð fyrir sér-
stakri aðstöðu sem á að styðja við
þessar áherslur en umhverfi skól-
ans við Elliðavatn er að sögn að-
standenda skólans sérstaklega vel
til þess fallið að fara með nemendur
í vettvangsferðir umhverfis vatnið
og inn í Heiðmörkina sem er hinum
megin við vatnið.
Nýr 120 barna leikskóli mun taka
til starfa í Vatnsendahverfi 1. nóv-
ember nk.
Nýr grunnskóli við Vatnsenda vígður við hátíðlega athöfn á dögunum
Ljósmynd/Krissý
Ánægja Ármann Kr. Ólafsson, formaður Skólanefndar, Guðrún Soffía Jón-
asdóttir skólastjóri og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, voru að
vonum ánægð með hinn nýja skóla.
Raungreinafræðsla í náttúrunniHlíðar | Nokkrir íbúar í Hlíðahverfií Reykjavík hafa tekið höndumsaman við að vekja athygli á því að
Hlíðahverfið er orðið að því sem
þeir kalla „eins konar hverfi smá-
eyja, sundurskornu af stórum og
umferðarþungum stofnæðum með
óþolandi umferðarhávaða og
hættulegri mengun sem oftsinnis á
vetrum fer yfir heilsufarsmörk“.
Segja íbúarnir einfalda leið til að
takast á við þessi vandamál, en hún
sé að koma Miklubrautinni í lok-
aðan stokk frá Kringlu og að
Hringbraut. Tími sé kominn til þess
að Hlíðahverfið verði sameinað á
ný.
Á vefnum www.hlidar.com er
hafin undirskriftarsöfnum við
áskorun á borgarfulltrúa, borg-
aryfirvöld og þingmenn að beita
sér fyrir því að sameina hverfið.
Segja aðstandendur málið varða
hagsmuni 5.700 íbúa Hlíðahverfis
og 43.000 ökumanna sem fara um
Miklubrautina á hverjum degi.
Vilja sameina
Hlíðarnar
Seltjarnarnes | Seltjarnarnesbær
hefur samið við Og Vodafone um að
bjóða upp á svo kallaðan „heitan
reit“, eða þráðlausa háhraða int-
ernettengingu, á Bókasafni Sel-
tjarnarness.
Þetta frumkvæði gerir gestum
með fartölvur mögulegt að vafra
um á Netinu, sýsla með tölvupóst og
miðla gögnum sín á milli án fastrar
tölvutengingar. Þá er hægt að
tengjast skólanetum um vinnuhlið
(VPN-gátt og TELNET) en þjón-
ustan er án endurgjalds fyrir gesti
bókasafnsins.
Heitur reitur
á bókasafninu
Hafnarfjörður | Nemendur og kenn-
arar Víðistaðaskóla og starfsmenn
félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins,
sem staðsett er inni í Víðistaðaskóla
blása til unglingaþings í dag, í tilefni
dags borgaravitundar og lýðræðis.
Þingið hefst kl. 9 í dag í íþrótta-
húsi skólans og kl. 17–19 verður síð-
an uppskeruhátíð þar sem hópar
lesa upp tillögur sínar.
Unglingaþing í
Víðistaðaskóla