Morgunblaðið - 12.10.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 23
MINNSTAÐUR
HVERNIG NÆST AFBUR‹A ÁRANGUR Í
STJÓRNUN OPINBERRA STOFNANA?
Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is
Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00
Ísafjörður | Þessa dagana stendur yfir á
kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði all-
sérstök sýning á ýmiss konar teikningum,
málverkum og skissum eftir Magnús Þór
Jónsson eða Megas. Fyrir þá sem ekki eru
innvígðir inn í fornmálin, þá má rekja lista-
mannsnafn Megasar til þess að Magnús þýðir
mikill á latínu, en Megas þýðir það sama á
grísku.
Verkin á sýningunni eru afar ólík og fjöl-
breytt, en þar má finna m.a. fantasíur, blý-
antsteikningar og mannamyndir með spek-
ingslegum spássíuathugasemdum
listamannsins.
Elvar Logi Hannesson, leikari og fyrrver-
andi vert á Langa Manga, sem nýlega skipti
um eigendur, segir myndirnar allar í einka-
eigu. „Það var nú þannig að ég kem oft við
hjá honum Ara Bragasyni í fornbókabúðinni
Bókinni á Klapparstíg, en hann er skemmti-
legur viðræðufélagi,“ segir Elvar Logi, sem
sjálfur er þekktur fyrir að bregða sér í líki
meistarans á tyllidögum. „Við ræðum oft
heima og geima, en svo kom þetta einhvern
tíma til tals að ég var að segja honum frá sýn-
ingu sem við héldum á Langa Manga á verk-
um eftir Dag Sigurðarson listamann. Þá
sagði Ari mér að hann ætti margar myndir
eftir Megas. Ég fékk að kíkja á þær og í fram-
haldinu spurði ég hvort það væri ekki grá-
upplagt að halda sýningu á verkum Megasar
á Vestfjörðum. Og Ari er slíkur öðlingur að
hann brást vel við því.“
Elvari Loga finnst myndirnar að eigin sögn
frábærar, en hann á eina af þeim. „Þessi mað-
ur er náttúrlega frábær listamaður, hvort
sem um er að ræða tónlist, ritlist eða mynd-
list,“ segir Elvar Logi. „Því miður hefur fólki
fyrir vestan ekki gefist kostur á að kynnast
þeirri hlið á Megasi fyrr en nú.“
Ari Gísli Bragason, bóksali í Bókinni, segir
myndirnar að sínu mati einstakar og mikill
andi og breidd sé í þeim. „Hver mynd er líka
með ákveðna sögu,“ segir Ari. „Megas er
náttúrlega myndlistarmenntaður og hann
gerði verkin á því tímabili þegar hann hafði
nýlokið myndlistarnámi.“
Verkin komust í eigu Ara Gísla fyrir u.þ.b.
tíu til fimmtán árum síðan í gegnum sam-
skipti þeirra varðandi bókaverslunina og
miðlun á bókum og ritum, en að sögn Ara
Gísla er Megas einn öflugasti sérprentana- og
tímaritasafnari hér á landi. „Hér var um að
ræða nokkurs konar vöruskipti, við höfum í
gegnum árin skipst á ritum og myndum.“
Að sögn Guðmundar Hjaltasonar, verts á
Langa Manga, hafa gestir tekið sýningunni
mjög vel og hafa hæfileikar Megasar komið
sumum gestum í opna skjöldu þó aðrir hafi
þekkt til þessarar hliðar á honum. „Sýningin
var sett upp núna um helgina og fólk er mjög
ánægt með þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta
er mjög fjölbreytt, mig minnir að elsta mynd-
in sé frá því snemma á sjöunda áratugnum.“
Guðmundur segir veggi Langa Manga
opna fyrir þá listamenn sem þar vilja sýna,
enda sé búið að bóka þá út næsta árið og byrj-
að að bóka út 2007. Sýningin á verkum Meg-
asar stendur til loka október, en þá tekur við
sýning Árnýjar Herbertsdóttur ljósmyndara.
Á Langa Manga er einnig að sögn Guð-
mundar vettvangur upprennandi trúbadora
og er það ætlunin að hann verði nokkurs kon-
ar „uppeldisstöð“ fyrir söngvaskáld og tón-
listarfólk. „Það er því við hæfi að sýna hér
verk eftir sjálfan Megas, sem hefur verið
mörgum fyrirmynd,“ segir Guðmundur.
Sýning á myndverkum eftir Megas á Langa Manga
Skipti á myndum og bókum
Ljósmynd/Halldór Sveinbjarnarson
Listavert Guðmundur Hjaltason, vert á Langa Manga, er ánægður með sýninguna á verkum
Megasar, en forveri hans í starfi, Elfar Logi Hannesson leikari, setti sýninguna upp.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
LANDIÐ
Sauðárkrókur | Fjörutíu og átta út-
lendingar vinna í sláturhúsi KS á
Sauðárkróki í haust. Þetta er mesti
fjöldi erlendra starfsmanna sem þar
hefur verið til þessa. Fólkið kemur
flest frá Póllandi, sextán. Tólf koma
frá Svíþjóð og Nýja-Sjálandi. Þá eru
sjö Serbar og einn frá Frakklandi.
Sumt af fólkinu er nú að koma í ann-
að skipti og nokkrir í þriðja sinn til
að vinna við sauðfjárslátrunina. Að
sögn Ágústs Andréssonar er slátrað
2.600–2.700 kindum á dag. Slátrunin
hefur gengið mjög vel enda húsið vel
mannað. Fallþungi er um hálfu kíló-
grammi meiri en á sama tíma í fyrra
og flokkun betri. Ágúst áætlar að
slátrað verði um 95 þúsund fjár hjá
KS í haust og að slátrun ljúki um 25.
október. Þar á eftir fer í gang slátrun
á folöldum og nautgripum.
Tæplega 50 útlendingar
vinna við slátrun
Stykkishólmur |
Það var góður dag-
ur í sögu Golf-
klúbbsins Mostra í
Stykkishólmi, mið-
vikudagurinn 5.
október sl. Þá var
undirritaður sam-
starfssamningur á
milli golfklúbbsins
og bæjarstjórnar
Stykkishólms um
áframhaldandi upp-
byggingu á Vík-
urvelli, golfvelli
Hólmara.
Ríkharður Hrafn-
kelsson, formaður
Mostra, var kátur
með að hafa náð
samkomulagi við
bæjaryfirvöld um uppbyggingu
vallarins og var þakklátur bæj-
arstjórn fyrir mikinn velvilja og
gott samstarf.
Ríkharður segir að samning-
urinn sé í framhaldi af samskon-
ar samningi sem var gerður 1998
um uppbygginu fyrsta áfanga
Víkurvallar sem lauk árið 2002.
Hann segir að gengið sé til verks
um að klára uppbygginu golfvall-
arins. Framkvæmdirnar miðast
að mestu við grunnteikningu eftir
Hannes Þorsteinsson frá árinu
1997.
Að sögn Ríkharðs felur samn-
ingurinn í sér að Víkurvöllur
verði byggður upp í endalega
mynd, ásamt því að byggð verður
upp æfingapúttflöt á milli golf-
skála og tjaldstæðis, sem, auk
kylfinga, eldri borgarar, tjald-
stæðisgestir og bæjarbúar geta
almennt nýtt sér til æfingar og
ánægju.
Áætlað er að framkvæmdir
hefjist á næstu vikum með greftri
og ýtuvinnu, þ.e. grófvinna á
svæðið áður en vetur konungur
skellur á. Vinnan mun svo halda
áfram af fullum krafti í vetur og
alveg fram á sumarið 2008.
Framkvæmdunum á að ljúka á
þremur árum með opnun vall-
arins í endalegri mynd á miðju
sumri 2008.
„Stykkishólmsbær mun leggja
til 18 milljónir til fram-
kvæmdanna á þremur árum og er
það góður styrkur frá ekki
stærra bæjarfélagi,“ segir Rík-
harður. „Með tilkomu þessa
áfanga í uppbyggingu golfvall-
arins náum við því markmiði okk-
ar að eignast góðan golfvöll. Við
erum að stíga mjög stórt skref
inn í framtíðina, ekki eingöngu
fyrir kylfinga í Stykkishólmi,
heldur er góður golfvöllur mjög
gott innlegg í ferðaþjónustuna
hér í bæ því hann hefur mikið og
gott aðdráttarafl. Við erum þess
fullvissir að framkvæmdum lokn-
um verður hér í Stykkishólmi níu
holu golfvöllur í fremstu röð á Ís-
landi,“ segir hinn dugmikli for-
maður Mostra.
Það kom fram í máli Erlu Frið-
riksdóttur, bæjarstjóra, að bæj-
aryfirvöld hafa verið jákvæð fyr-
ir því í gegnum árin að byggja
upp góða og fjölbreytta íþrótta-
aðstöðu í Stykkishólmi. Hún segir
að með góðri íþróttaaðstöðu sé
verið að koma til móts við þarfir
íbúanna og til þess sé litið þegar
verið er að bera saman þjónustu
sveitarfélaga við íbúa sína. Erla
segir ennfremur að ferðaþjón-
ustan njóti góðs af slíkum fram-
kvæmdum, þær hafa aðdráttarafl
fyrir ferðamenn eins og sund-
laugin og golfvöllurinn hafa
sannað.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Golfvinir Það er gott samstarf á milli bæjar-
stjórnar og Golfklúbbsins Mostra. Erla Friðriks-
dóttir bæjarstjóri og Ríkharður Hrafnkelsson, for-
maður Mostra, undirrituðu samstarfsamning um
að gera góðan golfvöll í Stykkishólmi
„Við erum að eignast
góðan golfvöll“
Stokkseyri | Um helgina var nýr
sparkvöllur vígður á Stokkseyri við
hátíðlega athöfn. Stendur hann við
Barnaskólann á Stokkseyri og hefur
verið mjög vinsæll af æsku staðarins
frá því hann var settur upp í sumar.
Völlurinn er afrakstur samstarfs
sveitarfélagsins Árborgar og Knatt-
spyrnusambands Íslands og einn af
mörgum gervigrasvöllum sem lagðir
hafa verið vítt og breitt um landið í
sumar. Á opnunarhátíðinni á föstu-
daginn færðu fulltrúar Knatt-
spyrnusambandsins barnaskólanum
á Eyrarbakka og Stokkseyri tvo
keppnisbolta og Ungmennafélagi
Stokkseyrar 20 æfingabolta, í tilefni
dagsins.
Tveir nemendur í barnaskólanum
klipptu á borða með aðstoð Einars
Njálssonar bæjarstjóra og opnuðu
völlinn þannig á táknrænan hátt.
Leikinn var stuttur opnunarleikur
og síðan gæddu krakkarnir sér á
íspinnum og fullorðnir á kaffi og
meðlæti í boði Íþrótta- og tóm-
stundanefndar Árborgar.
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Klippt á borða á sparkvelli