Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 35
MINNINGAR
eiginlega kornungur sína löngu ævi.
Og það skiptir kannski ekki öllu
hversu lengi maður lifir, aðalatriðið
er að njóta þess sem manni hlotnast
og það vissi frændi vel.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til þeirra hjónanna á Ak-
ureyri, þar var sko vel tekið á móti
manni og frændi hafði greinilega
mikla ánægju af að hitta ættingja
sína.
Það var líka sannarlega gagn-
kvæmt, satt að segja var það sann-
kölluð upplifun. Þessi aldraði heið-
ursmaður hafði frá ýmsu að segja,
til dæmis þegar hann sigldi um
heimsins höf, bæði á tímum stríðs og
friðar. Það var fyrir svo óralöngu, að
því er virðist, áður en menn eins og
undirritaður fengu grænt ljós á að
líta þennan heim. Þó voru þessir
tímar svo ljóslifandi í minni öldungs-
ins unga að þeir hefðu alveg eins
hafa getað átt sér stað daginn áður.
Fyrir landkrabba eins og mig voru
þessar sögur eins og ævintýri úr
öðrum heimi. Eflaust var þetta líka
á vissan hátt annar heimur en nú
þekkist. Stundum las frændi fyrir
okkur vísur og kvæði sem hann
byrjaði að yrkja um áttrætt og hafði
hann að mér finnst töluverða hæfi-
leika á því sviði. Sá kveðskapur var
eiginlega um allt á milli himins og
jarðar sem honum var hugleikið, til
dæmis um kött sem fjölskyldan átti
á Stokkseyri, bláa Fordinn sem var
sannkallaður eðalvagn og föðurafa
hans sem hann var skírður eftir.
Ekki má svo gleyma æskustöðvun-
um á Stokkseyri og í Vestmanna-
eyjum sem hann hafði svo miklar
taugar til. Þegar ég leit þennan
heim fyrst augum var frændi kom-
inn yfir sjötugt og því orðinn „löggilt
gamalmenni“ eins og það heitir.
Slíkt orðalag hefur þó eflaust hljóm-
að sem brandari í eyrum þessa
manns sem vissi svo vel hvað það er
að vera ungur í anda, enda var hann
held ég aldrei neitt eldri en honum
fannst sjálfum, að minnsta kosti á
meðan hann hafði heilsuna. Fyrir
þremur árum heimsóttum við þau
hjónin en þá vildi þannig til að á
meðan við stóðum úti í garði og
spjölluðum veiktist frændi skyndi-
lega. Hann var fluttur með sjúkrabíl
á spítala en hafði ekki miklar
áhyggjur af sjálfum sér, hugur hans
var hjá Rebekku. Einnig fannst hon-
um slæmt að hafa ekki getað spjall-
að meira við okkur. Svona minnist
ég frænda míns sem sannarlega
þekkti tímana tvenna. Og ég minnist
hans sem hetju, því það var hann.
Hetja í lífsins ólgusjó. Alþýðuhetja
sem fæddist snemma á síðustu öld á
sveitabæ við Stokkseyri og lifði svo
miklu meira en við flest hin, til
dæmis tvær heimsstyrjaldir og alla
þessa tæknibyltingu. Hvaðan kom
hún annars? Benedikt Elías var elst-
ur af börnum langömmu og langafa.
Systkinahópurinn var stór en af
þeim eru á lífi Þorvaldur og Ást-
bjartur móðurafi minn, sem er
yngstur, heilum nítján árum yngri
en elsti bróðirinn sem við nú kveðj-
um.
Þó að dauðinn sé líkn fyrir þá sem
eru veikir og þreyttir er alltaf erfitt
að kveðja, en nú ertu frjáls kæri
frændi og búinn að finna hana Re-
bekku þína, foreldrana, systkinin og
vinina sem fóru héðan á undan þér.
Ég, mamma, pabbi og bræður
mínir sendum samúðarkveðjur okk-
ar til Valgerðar frænku, afa-
barnanna og langafabarnanna,
bræðranna afa Ástbjarts og Þor-
valdar og allra vinanna sem ég veit
að Benedikt Elías Sæmundsson átti
nóg af.
Ég sé frænda minn fyrir mér sigla
yfir móðuna miklu standandi í stafni
á dýrum knerri, orðinn jafnungur
aftur og hann var jafnan í hjarta
sínu þrátt fyrir langa ævi.
Hann brosir, fullur tilhlökkunar
yfir væntanlegum endurfundum.
Vertu sæll, elsku frændi. Blessuð sé
minning þín hér á jörðu. Minn var
heiðurinn og ánægjan að mega
þekkja þig. Bestu kveðjur fylgja þér
frá ættingjum þínum á Akranesi.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Kveðja, þinn frændi,
Bjarki Þór Jónsson.
✝ Katrín Júl-íusdóttir fædd-
ist á Siglufirði 28.
ágúst 1919. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 30. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru, Jóhann Júlíus
Jóhannsson, f.
14.11. 1886, d. 1923,
og Ólöf Bessadóttir,
f. 4.8. 1899, d. 1988.
Fósturfaðir Katrín-
ar var Símon Márus-
son, f. 3.11. 1902, d.
1985. Systur Katrínar sammæðra
eru: Júlíana Símonardóttir, f.
17.3. 1930, d. 2002, maki Bjarni S.
Bjarnason og Ingibjörg Símonar-
dóttir, f. 16.12. 1944, maki Atli
Dagbjartsson.
Katrín giftist Matthíasi Helga-
syni sjómanni frá Hnífsdal 19. maí
1945. Þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra
eru: 1) Júlíus Anton,
f. 9.9. 1945, maki
Maríanna Haralds-
dóttir, 2) Valgeir
Hafþór, f. 21.3.
1947, 3) Hörður, f.
22.4. 1948, og 4) Ás-
dís, f. 4.8. 1950, sam-
býlismaður Egill Gr.
Thorarensen.
Barnabörn Katrínar
eru 14 alls og barna-
barnabörnin 15.
Katrín var heima-
vinnandi framan af ævi en tók
jafnframt þátt í síldarvinnunni á
Siglufirði á árum áður. Eftir að
hún fluttist suður starfaði hún við
ýmiss konar þjónustustörf.
Katrín verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku amma, nú ertu farin frá
okkur og upp koma margar minn-
ingar í hugann. Við vorum alltaf
mjög nákomnar og okkur þótti mjög
vænt um þig. Alveg frá því að við
vorum litlar stelpur, passaðir þú
okkur oft og okkar fyrstu minningar
af þér eru frá Sogaveginum. Það var
alltaf jafn gaman að koma til þín,
amma, því við fengum að umturna
íbúðinni alveg eins og við vildum,
búa til alls konar kastala og því um
líkt. Svo ekki sé talað um allar
strætóferðirnar okkar, þú varst svo
dugleg að fara með okkur í bæinn og
gefa öndunum brauð og enduðu oft
þær ferðir, að þú keyptir „hákarls-
bita“ sem við höfðum með okkur
heim til þín. Þegar þú varst að vinna
á Halta hananum fengum við stund-
um að koma með þér, við sögðumst
ætla að vera ægilega góðar og dug-
legar stelpur og hjálpa til. En ærsla-
gangurinn tók alltaf yfirhöndina og
fljótlega vorum við komnar á fullt í
heimi kokkanna. Við urðum ekki
minna nánar eftir að þú fluttir á
hæðina fyrir ofan okkur í Bólstað-
arhlíðinni, þær urðu ekki ófáar ferð-
irnar á milli hæðanna.
Svo fluttum við systurnar til Nor-
egs og urðum mæður báðar tvær, þá
tókst þú þig til og saumaðir fullt af
ungbarnafatnaði á strákana okkar.
Þú varst alveg einstaklega lagin í
höndunum og saumaðir alltaf mikið.
Við systurnar vorum alltaf svo fínar
í kjólunum sem þú saumaðir á okk-
ur.
Þú fékkst að upplifa það einu sinni
að heimsækja okkur til Noregs, það
var þegar þú komst til okkar og
hélst upp á 80 ára afmælið þitt, þú
varst svo alsæl með ferðina og varst
alveg staðráðin í því að koma aftur.
Það var rosalega gaman að fá þig í
heimsókn en því miður fengum við
nú ekki að sjá þig aftur í Noregi.
Elsku amma, takk fyrir að vera
alltaf svona góð við okkur. Minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Katrín og Agnes.
Elsku amma, mér er bæði ljúft og
skylt að minnast þín.
Þau eru orðin nokkuð mörg árin
síðan þú passaðir mig, lítinn gutta,
þegar mamma og pabbi voru að
byrja sinn búskap. Ég var það lítill
að þú gast ennþá burðast með mig á
handleggnum. Þegar ég var orðinn
þreyttur þá sagði ég einfaldlega:
,,Halli lúinn“ og þá vissi ég að amma
myndi taka mig upp.
Mér finnst líka eins og það hafi
gerst í gær, heimsóknirnar á veit-
ingastaðinn Halta hanann þar sem
þú vannst lengi, þú vissir að ,,fransk-
ar og kokteilsósa“ myndu slá í gegn
og þú sparaðir ekki við mig skammt-
ana, þú veittir svo hressilega að ég
gat ekki borðað kokteilsósu í 20 ár.
Upp í hugann koma ótal góðar
minningar um þig, hörkuduglega
konu sem sveifst upp stigana í Ból-
staðarhlíðinni, upp á fjórðu hæð rétt
eins og ekkert væri. Jafnvel þótt þú
værir komin langt á áttræðisaldur-
inn. Það kom aldrei til mála í þínum
huga að fara inn á elliheimili. Það
var því erfitt að horfa á þig inni á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Ég held að ég geti talið á fingrum
annarrar handar þau skipti sem ég
hitti þig í seinni tíð að þú hafir ekki
komið, tekið utan um mig og sagt:
,,Er Halli lúinn? Á amma að halda á
þér?“
Nú er komið að skilnaðarstund,
þangað til næst. Þá verður Halli
sennilega líka orðinn lúinn og þá er
gott að vita af ömmu til að lyfta
stráknum.
Haraldur Júlíusson.
Þegar gamalt fólk deyr getur
dauðinn verið kærkomin lausn sem
jafnframt er blandin eftirsjá. Þannig
er það með Katrínu systur mína.
Fyrir einu og hálfu ári gekk hún
hnarreist upp stigana upp á fjórðu
hæð í íbúðina sína í Bólstaðarhlíð-
inni, hugsaði um sig sjálf og afþakk-
aði alla aðstoð. Eitt fall og lífið var á
förum.
Kata systir var sjálfstæð kona.
Hún lenti í því að ala upp sín fjögur
börn að mestu leyti ein en átti góða
hauka í horni þar sem voru móðir
okkar og faðir. Fyrir mér sem barni
náðu jólin hápunkti þegar Kata
mætti með barnahópinn sinn
prúðbúinn á aðfangadagskvöld.
Kata var alla tíð hreinskiptin. Hún
beit frá sér þegar hún taldi sig þurfa
og grét aldrei framan í heiminn. Þótt
veikindi og sjúkrahúsvistir framan
af ævi héldu henni fjarri börnum
sínum tímabundið var hún alla tíð
mjög meðvituð um þeirra hag og
alltaf reiðubúin til að hjálpa þeim
síðar í lífinu þegar á reyndi. Hún var
um tíma heimavinnandi amma og
lagði á sig óteljandi strætóferðir til
að koma og hugsa um barnabörnin,
alltaf tilbúin þegar til hennar var
leitað. Á sama hátt var hún vinnu-
veitendum sínum trygg og trú.
Þessi alúð hennar og samvisku-
semi birtist líka á fleiri vegu. Hún
var af gamla skólanum, vildi ekki
skulda neinum neitt og jafnframt
vera viss um að hún ætti peningana
sem hún borgaði með. Strax eftir
hver jól byrjaði hún að safna jóla-
gjöfum handa barnabarnaskaranum
fyrir næstu jól. Það varð að dreifast
því að tekjurnar voru ekki miklar.
Hún gerði líka fastar áætlanir um
hvernig hún gæti greitt þær skilvísu
greiðslur sem voru á hennar vegum,
hvort sem þær voru hennar eigin
eða annarra sem hún hafði tekið að
sér að vera í forsvari fyrir. Og allt
stóðst.
Eftir að Katrín flutti suður og
börnin voru uppkomin hélt hún
heimili ein. En hún var alltaf tilbúin
til að lifa lífinu. Hún hafði unun af að
dansa og sótti dansskemmtanir og
var um tíma félagi í Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur. Hún naut þess líka að
ferðast innanlands og utan, hvort
sem um var að ræða sleðaferð á jök-
ul þegar hún var komin á níræð-
isaldur eða heimsókn til mín til
Bandaríkjanna á áttunda áratugn-
um. Við áttum líka margar góðar
stundir hjá mér í sumarbústaðnum.
Að Katrínu systur minn genginni
eru horfin tengsl mín við mína
fyrstu fortíð. Ég var „litla didda“
sem Kata bar alla tíð mikla um-
hyggju fyrir og umbar miklu meira
en sínum eigin börnum, á svipuðum
aldri og aðeins yngri. Ég kveð syst-
ur mína með söknuði og þakka henni
alla ræktarsemina við mig og fjöl-
skyldu mína. Hvíli hún í friði.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra bið ég Guðs blessunar.
Ingibjörg systir.
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
systkinin
HELGA KATRÍN GÍSLADÓTTIR,
Unufelli 44,
Reykjavík,
og
HJÁLMTÝR GUÐMUNDUR HJÁLMTÝSSON,
Unufelli 44,
Reykjavík
verða jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. október kl. 13.00.
Sigurjón Magnússon,
Brynjar Mikael Mikaelsson,
Birkir Rafael Mikaelsson, Hjördís Árnadóttir,
Kristinn Ó. T. Jónsson, Tanya Lynn Williamsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Eiríkur Orri Hermannsson,
Arthúr Herbert Jónsson,
Ingvar Birgir Jónsson, Valgerður Gunnarsdóttir,
Hjálmtýr Valur Hjálmtýsson,
Þorgrímur Fannar Hjálmtýsson,
Jón Oddur Heiðberg Hjálmtýsson, Tinna Ýr Tryggvadóttir,
Guðrún Sigríður Hjálmtýsdóttir, Jón Gunnar Einarsson,
Kristinn Andri Hjálmtýsson
og barnabörn þeirra.
Elskuleg eiginkona mín,
MARGRÉT ANTONSDÓTTIR,
Lindasíðu 4,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 10. október.
Sigurður Lárus Kristjánsson.
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR ÓLAFSSON
fyrrv. kennari og bóndi,
Syðra-Holti,
Svarfaðardal,
sem andaðist miðvikudaginn 5. október, verður jarðsunginn frá Dalvíkur-
kirkju fimmtudaginn 13. október kl. 13.30.
Ástdís Lilja Óskarsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN BJARNADÓTTIR,
lést á Heilsugæslustöðinni, Seyðisfirði, laugar-
daginn 8. október.
Bjarni Valgeirsson, Sigfríð Ingólfsdóttir,
Helgi Valgeirsson, Klara Sveinbjörnsdóttir,
Jónborg Valgeirsdóttir,
Sveinhildur Ísleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.