Morgunblaðið - 12.10.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 41
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Ferðalög
Skíðaferð til Austurríkis?
Stærsta skíðasvæði í Evrópu.
Leigjum út hús og íbúðir fyrir 4-12
manns. Kynnið ykkur verð og skil-
mála á heimasíðu okkar
www.talbachschenke.at eða í
síma 00436503333660. Öllum fyrir-
spurnum verður svarað á
íslensku.
Nudd
Klassískt nudd Árangursrík olíu-
og smyrslameðferð með ívafi ísl.
jurta.
Steinunn P. Hafstað
s. 692 0644, félagi í FÍHN.
Snyrting
Snyrtisetrið
Áhrifarík andlitsmeðferð. Betri en
Botox!? Byggir upp og þéttir húð
og bandvef. Árangur strax. Afslátt-
ur af 5 og 10 tíma kortum þ.v.
SNYRTISETRIÐ, sími 533 3100.
Domus Medica,
Hljóðfæri
Harmonika til sölu. Ný „Vict-
oria“-harmonika til sölu! Fjögurra
kóra, 37 tónar, Cassotto, Hand
Type Reeds, 96 bassa, Swarow-
sky-kristalsskreyting! Verð
440.000. Uppl. 865 7640.
Húsnæði í boði
Falleg 4ra herbergja fullbúin 110
fm íbúð með húsgögnum í hjarta
miðbæjarins. Íbúðin er á 4. hæð.
Lyftuhús. Langtímaleiga.
Nánari upplýsingar veitir Óskar
í síma 824 9092.
Sumarhús
Kolaofn og ýmislegt dót úr litlum
sumarkofa til sölu. Upplýsingar
í síma 824 0060 eftir kl. 18.00.
Til sölu
Tékkneskar hágæða postulíns-
styttur.
Mikið úrval.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Kristalssprey
Ný sending af kristalsspreyi
fyrir kristalsljósakrónur o.fl.
Slovak Kristall, Dalvegi 16b,
Kópavogi, s. 544 4331.
Kristalsljósakrónur.
Mikið úrval.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Handskreytt rúmteppi
Mikið úrval af allskonar rúmtepp-
um frá kr. 3.900.
Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15.
Sigurstjarnan,
Bláu húsin Fákafeni,
sími 588 4545,
netfang: postulín.is
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti,
endurnýjun á raflögnum.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025 • lögg. rafverktaki
Ýmislegt
TILBOÐ Herraskór sterkir og
þægilegir úr leðri, skinnfóðraðir
með gúmmísóla og höggdeyfi.
Litir: Brúnt og svart.
Verð kr. 2.800,-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Handíðir - Námskeið haust 2005
Útsaumur–Prjón – Tauþrykk
Ullarútsaumur, frjáls tækni í þæft
efni. Dagsnámskeið, laugard.
15. okt., kl. 10:00 -16:00, 8 kest.
Upphækkaður útsaumur
(stumpwork). Laugard. 22. okt. og
5. nóv., kl. 10:00 -16:00, 16 kest.
Frjáls útsaumur, jólabróderí.
Dagsnámskeið, laugard. 29. okt.,
kl. 10:00 – 16:00, 8 kest.
Tauþrykk. Mánud. og miðvikud.
24. okt. – 2. nóv., 16 kest.
Lopapeysuprjón. þriðjud. kl. 19:00
– 22:00, frá 11. okt. 2005, 16 kest.
Lærið að prjóna, fyrir óvana, 28
klst., okt.- nóv. 2005
Innritun og upplýsingar í síma
616 6973, netfang:
hs@heimsnet.is
Ítarlegri upplýsingar á heimasíðu
www.handidir.is
HANDÍÐIR eru í Hamraborg 1,
2. hæð, Kópavogi.
Ull o.fl. til þæfingar.
Opið þriðjud., miðvikud. og
fimmtud. kl. 16:30-18:30 og
á laugardögum kl. 10-15.
Veiði
Vest
Vest
Verkfæri
Bátar
Til sölu Linni SH 308, sknr.
1371. Selst án aflaheimilda. Bát-
urinn er 77,9 brl. og 75 bt. Aðalvél
Scania 488 hö. 1996/06. Með
bátnum fylgir neta- og snurvoðar-
búnaður. Uppl. gefa Eiríkur í s.
893 7768 og Gautur í s. 893 7745.
GÚMMÍBÁTAR & GALLAR
www.gummibatar.net Viðgerðir
á slöngubátum og göllum.
Á vefsíðu okkar er að finna allar
uppl. um Seago vörurnar.
Gúmmíbátar & Gallar,
sími 660 7570.
Bílar
VW Golf VR6 2800, 190 hö,
árg.'96 Vertu ekki of seinn í skól-
ann eða vinnuna! Kraftmikill og
flottur Golf VR6 2800, 190 hö.
Upplýsingar í síma 659 9966.
Til sölu VW Passat station,
árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur,
nýjar bremsur, sk. '06. Glæsilegur
bíl. Verð 750 þús. Áhv. 700 þús.
Uppl. í síma 669 1195.
Ódýr, góður og áreiðanlegur.
Hyundai Elantra 1800 árg. 1996,
5 gíra, ek. 139 þ. km. Skoðaður
10/06. Gullfallegur, reyklaus og
vel með farinn bíll. Gott verð.
Verð 350 þ. Sími 661 9660.
Ein gullfalleg á flottu tilboði 310
þús. Mazda 323, S/D, GLXi New,
09.'97, 1500 vél, ek. 120 þ., sjálf-
sk., nýskoðuð '06, útvarp, álfelg-
ur, toppbíll. Ásett 490 þús. Tilboð
310 þús. S. 661 8197.
Árg. '96, ek. 102 þ. km. Saab
árg. '96, ek. 102 þ. km. Sjálfskipt-
ur, 5 dyra, 4 sportfelgur fylgja,
geislaspilari. Listaverð 510 þús.
Tilboð 400 þús. Sjá myndir:
www.islandia.is/ovissuferdir.
Uppl. í síma 892 5219.
Sendibílar
Benz 410 D m. kassa og lyftu, 1,8
tonn. Ekinn 196 þús. mílur, kassi
(410x207x210). Bílnum getur fylgt
gjaldmælir og tjakkur. Vetrardekk
fylgja. Sjá myndir:
www.islandia.is/ovissuferdir, sími
892 5219.
Bílaþjónusta
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif - djúp-
hreinsun. Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmu-
vegi 22, sími 564 6415.
Hjólbarðar
Matador ný vörubíladekk tilboð
315/80 R 22.5 DR 1 kr. 28836 + vsk
295/80 R 22.5 DH 1 kr. 28032 + vsk
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
sími 544 4333.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Tjaldvagnar
Vetrargeymsla Geymum felli-
hýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu
rými. Nú fer hver að verða síðast-
ur að panta pláss fyrir veturinn.
Sanngjarnt verð.
Upplýsingar í síma 899 7012.
Varahlutir
JEPPAPARTAR EHF.,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr-
ano II '99, Subaru Legacy '90-'04,
Impreza '97-01, Kia Sportage '03
og fleiri japanskir jeppa.
TVÖ af SOS barnaþorpunum eru
staðsett nálægt svæðunum sem
urðu hvað verst úti í skjálftunum
8. október sl. Barnaþorpið Muzaff-
arabad (Azad Kashmir) varð illa
úti í skjálftanum en til allrar mildi
sluppu allir heilu á höldnu. SOS
barnaþorpið Dhodial varð ekki svo
illa úti eftir skjálftann og eru end-
urbætur nú þegar hafnar. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
SOS barnaþorpum.
Fyrsti liður í neyðaráætlun SOS
er að senda nauðsynjavörur eins
og lyf, mat og vatn. Þar sem vegir
hafa liðast í sundur á sumum
þeirra svæða sem urðu hvað verst
úti í skjálftanum, þá hafa SOS
barnaþorpin fengið í samvinnu við
pakistanska herinn að nýta loftbrú
til að koma vistum á þessi svæði.
Í Islamabad, hefur SOS í Pak-
istan tekið að sér að veita rúmlega
100 konum og börnum sem eru ein
síns liðs læknisaðstoð, skýli og mat
og enn bætast fleiri börn á þennan
lista.
Þá hafa SOS barnaþorpin á Ís-
landi nú þegar látið 500 þúsund
kr. af hendi rakna til hjálp-
arstarfsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Neyðarhjálp
SOS í Kashmir
Rangur myndatexti
Rangur myndatexti birtist með
skákþætti í blaðinu í gær. Réttur
myndatexti er: Þröstur Þórhallsson,
t.v., og Stefán Kristjánsson leiddu
sveit TR til forystu á Íslandsmóti
skákfélaga. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Rangur titill
Mishermt var í grein um Carl
Jörgensen mjólkurbússtjóra í síð-
asta sunnudagsblaði, að Jörgen son-
ur hans hefði verið stöðvarstjóri
BEA í Kaupmannahöfn. Hið rétta er
að Jörgen gegndi starfi aðalbókara
hjá British Airways, en hann vann
hjá flugfélaginu í á fjórða áratug.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Helgi P.
Í samtali við Ragnar Arnalds í
blaðinu á sunnudaginn var dr. Helgi
P. Briem prófessor kallaður Helgi B.
Briem. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Þórunn
Björnsdóttir
Í grein um Steindór Björnsson frá
Gröf og verk hans, örnefnaskrá
fjallahringsins í nágrenni Reykjavík-
ur, í Morgunblaðinu á sunnudag var
farið rangt með nafn Þórunnar, syst-
ur hans.
Beðist er velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
STUTTU eftir að nýjar mælingar
Landmælinga Íslands sýndu að
Hvannadalshnúkur væri 2.110 í
stað 2.119 kom fram í Morg-
unblaðinu að hnúkurinn héldi samt
sem áður sæti sínu sem annar hæsti
tindur Norðurlanda. Þetta er að
sjálfsögðu rangt og það sem blaða-
maður ætlaði að segja var að ef að-
eins væri litið til hæstu tinda hvers
Norðurlandanna, þá væri Hvanna-
dalshnúkur annar hæstur af þeim
tindum. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum sem og því
hversu seint þetta er leiðrétt.
Hæsta fjall Norðurlanda er hinn
norski Galdhøpiggen sem teygir sig
upp í 2.469 metra, skv. upplýs-
ingum frá norsku landmæling-
unum. Tvö önnur norsk fjöll eru
hærri en 2.400 metrar og alls eru
rúmlega 180 tindar hærri en 2.110
metrar. Rétt er að taka fram að í
nokkrum tilvikum setja norsku
landmælingarnar fyrirvara um ná-
kvæmni mælinganna.
Af þessu sést að Hvannadals-
hnúkur á talsvert langt í land með
að verða talinn annar hæsti tindur
Norðurlanda. Hann er þó eftir sem
áður hærri en hæsti tindur Svíþjóð-
ar, Sydtoppen, sem samkvæmt upp-
lýsingum frá sænsku landmæl-
ingunu er 2.070 metrar en ekki
2.113–2.117 m eins og eldri mæl-
ingar höfðu gefið til kynna.
Yfir 180 norskir
tindar hærri en
hnúkurinn
Leiðrétting um hæð
norrænna fjalla
SAMRÁÐSNEFND um Hekluskóga
stendur fyrir málþingi kl. 14–17 í
dag, miðvikudag, í fundarsal Ís-
lenskrar erfðagreiningar að
Sturlugötu 8 í Reykjavík. Á mál-
þinginu verða kynntar hugmyndir
um Hekluskógaverkefnið og
fjallað um bakgrunn þess. Þá
verða pallborðsumræður um gildi
Hekluskóga, meðal annars með
þátttöku landeigenda, sveit-
arstjórnarmanna og fulltrúa
stjórnmálaflokkanna.
Til forna var svæðið kringum
Heklu að mestu þakið skógi. Þeir
skógar virðast hafa beðið furðu lít-
inn hnekki af eldgosum í Heklu og
má sem dæmi nefna að skógurinn í
Þjórsárdal lifði af gosið mikla
1104 sem lagði dalinn í auðn.
Skógur stöðvar einnig öskuna og
varnar því að hún fjúki um og
rjúfi land. Eftir að skógar í ná-
grenni Heklu hurfu hófst hins veg-
ar sú mikla landeyðing sem þar
hefur orðið. Því kom upp sú hug-
mynd að endurheimta birkiskóga
og kjarr á svæðinu til að vernda
héruðin í nágrenni Heklu gegn
áföllum vegna gjóskufalls frá fjall-
inu.
Ætlunin er þó ekki að gróð-
ursetja í allt svæðið, enda yrði það
mjög kostnaðarsamt, heldur að
gróðursetja lundi af víði og birki
hér og þar um svæðið þaðan sem
fræ af þeim getur síðan dreifst og
numið stærri svæði.
Vorið 2005 var sett á laggirnar
samráðsnefnd til að vinna að
stefnumótun, fjármögnun og und-
irbúningi Hekluskóga. Í nefndinni
eru fulltrúar frá landeigendum á
Hekluskógasvæðinu, Land-
græðslusjóði, Landgræðslu rík-
isins, Skógrækt ríkisins, Suður-
landsskógum, Skógræktarfélagi
Árnesinga og Skógræktarfélagi
Rangæinga.
Málþing um
Hekluskóga