Morgunblaðið - 12.10.2005, Side 45

Morgunblaðið - 12.10.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 45 DAGBÓK Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Fjölbýli í Garðabæ Okkur hefur verið falið að útvega fjársterkum kaupanda íbúð í fjölbýli í Garðabæ, t.d. Sjálandi. Sérstaklega koma eignir til greina sem eru á efri hæðum, helst „penthouse“-íbúðir. Íbúðin þarf að vera 120-160 fm að stærð. Rýming eignarinnar er samkomulag. Um er að ræða staðgreiðslu fyrir réttu eignina. Íbúð við Þorragötu óskast Traustur kaupandi óskar eftir íbúð við Þorragötu. Rýming er samkomulag. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Íbúð við miðborgina óskast - t.d. í 101 Skuggi, við Klapparstíg eða Skúlagötu. Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgar- svæðinu - einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - traustir kaupendur. Dæmi úr kaupendaskrá: Félagsstarf Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl. 9 og kl. 13. Leikfimi kl. 9, sögustund kl. 13. Ferð í Listasafn Íslands 13. okt. kl. 14, íslensk myndlist frá 1945– 1960. Farið frá Aflagranda kl. 14, rúta og aðgangseyrir 450 kr. Skráning í síma 562 2571. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30. Spil kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, glerlist, spiladagur. Haustfagn- aður fim. 20. okt. kl. 17. Skráning í síma 535 2760 fyrir þriðjud. 18. okt. Dalbraut 18–20 | Framsögn á mánu- dögum 13.30–15. Skráning stendur yfir í Bænahópinn. Aðstaða til frjálsr- ar hópamyndunar. Handverkstofa Dalbrautar 21–27 býður upp á fjöl- breytta starfsemi kl. 8–16. Upplýs- ingar í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | FEBÁ-stafgangan. Gengið frá íþróttahúsinu mán., mið. og föstudaga, mæting kl. 10 f.h. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mið- vikudagur kl. 13–16. Grétudagur. Postulínsmálun. Spilað, teflt, spjallað. Gróukaffi. Félag eldri borgara í Garðabæ | Fundur í dag kl. 16 í Garðabergi. Um- ræðuefni: Á léttum nótum. Gestir fundarins verða Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Félagar fjölmennið. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Fé- lagsvist spiluð í Gjábakka í dag kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngvaka kl. 14.30, undirleikari Sig- urður Jónsson. Söngfélag FEB, kór- æfing kl. 17. Fræðslufundur verður 14. okt. kl. 15 í Stangarhyl 4. Siv Friðleifs- dóttir kemur og segir frá stefnu Framsóknarflokksins í málefnum eldri borgara. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Eldri borgarar lesa saman Brennu- Njálssögu í félagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, alla miðvikudaga kl. 15.45 frá og með 12. okt. Stjórnandi og leiðbeinandi Arngrímur Ísberg. Ókeypis aðgangur. Leshópur FEBK, Gullsmára. Línudansinn í umsjá Sig- valda í félagsheimilinu Gullsmára, alla miðvikudaga kl. 17.15. Gömlu- dansarnir þar á eftir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11 og bútasaumshópur kl. 13 í Kirkjuhvoli. Opið hús í Holtsbúð kl. 13. Brids spil- að í Garðabergi kl. 13. Kennsla á staf- ræna myndavél í Garðabergi kl. 19. Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi al- þingismaður og séra Hjálmar Jóns- son flytja gamanmál í Garðabergi kl. 16 á vegum FEBG. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna. Kl. 9.30 (ath. breyttur tími) sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug (úti). Kl. 10.30 gamlir ís- lenskir og erlendir leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur opinn, vist, brids, skák. Kl. 14.30 kóræfing. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin, fótaaðgerð og hárgreiðsla. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 13. Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gafl- arakórinn kl. 16.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaík, ull- arþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Samverustund kl. 10.30, byrjað á lestri á nýrrar bókar. Böðun fyrir há- degi. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Framsagnarnámskeið hefst 13. okt. Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skráning stendur yfir í List- vefnaðarnámskeið. „Út í bláinn“ laug- ardaga kl. 10. Upplýsingar í síma 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Keila í Mjódd á morgun kl. 10. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Söngur og sund á sunnudegi kl. 13–14. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona, leiðir sönginn í Gerðubergi og á eftir skella allir sér í sund í Breiðholtslaug- ina. Við fáum góða gesti í heimsókn. Næsta sunnudag er gesturinn hjá okkur Valgeir Guðjónsson. Verð 500 kr. hvert skipti. Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin fótaað- gerðarstofa, sími 568 3838, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Félagsfundur fim.13. okt. nk. Á dag- skrá er fræðsluerindi fulltrúa Lands- bjargar ásamt almennum fund- arstörfum. Fundurinn hefst í Höllubúð kl. 20. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt alm. kl. 9.30– 16.30, morgunstund kl. 10–11, bók- band kl. 10–13, verslunarferð kl. 12.30. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa opnar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Kirkjuprakkarar kl. 15.30. TTT-starf kl. 17. – ÆFAK (8.–10. bekkur) kl. 20. Árbæjarkirkja | TTT – 10–12 ára starf í Selásskóla kl. 16. STN – 7–9 ára starf í Selásskóla kl. 15. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II kl. 11. Foreldrum boðið til samveru með börn sín í safn- aðarheimili kirkjunnar alla fimmtu- dagsmorgna milli kl. 10–12. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar kl. 10–12 og opið hús eldri borgara kl. 13– 16. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður eftir stundina. Kirkju- prakkarar kl. 16. TTT kl. 17. Æskulýðs- félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra. Sam- verur frá kl. 13. Spilað, föndraðog handavinna. Kl. 15 er kaffi og þá kem- ur alltaf einhver gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Nánari uppl www.kirkja.is. Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10– 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Bænarefnum veitt mót- taka í síma 520 9709. Garðasókn | Foreldramorgnar kl. 10– 12.30. Í dag kynnir Hrafnhildur Sig- urðardóttir „Tónlistarnámskeið fyrir börn“ á aldrinum 0–5 ára. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stund- inni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, organisti Hörður Bragason. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rima- og Hamraskóla, kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Samverur eldri borg- ara kl. 14. Boðið er upp á Biblíulestur og léttar veitingar. Það er kvenfélagið í kirkjunni sem heldur utan um sam- verurnar. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 árdegis. Íhugun, altarisganga. Ein- faldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Helga Magnúsdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Birna Hjaltadóttir rifjar upp minn- ingar frá Kúveit. Kaffiveitingar á vægu verði. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Fyrirbænastund kl. 11. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tíu til tólf ára krakkar kl. 16.30–17.30. Tólf spora námskeið kl. 20–22. Kynningarfundur kl. 20. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl. 12 bæn, kl. 20 Hjálparflokkur. Allar kon- ur velkomnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamvera „súpa og brauð“ frá kl.18–20. Biblíulestur hefst kl. 19 og skátastarf Royal Rangers, fyrir öll börn frá 5–17 ára. www.gospel.is. Keflavíkurkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund í Kapellu vonarinnar kl. 12.10. Kirkjan opnuð kl. 12. Sam- verustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Keflavíkurkirkju kl. 19–22.30. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Helgi Hróbjartsson sér um sam- komuna. Kaffi. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 (300 kr). Starf eldri borgara kl. 13–16. Söngur, tekið í spil, föndur, spjall, kaffisopi. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Kl. 14.10–15.30 Kirkju- prakkarar. (1.–4. bekkur.) Kl. 16.15 TTT (5.–7. bekkur) Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Laugalækjarskóla. (Mið- borgarstarf KFUM & K) Kl. 19.30 Fermingartími. Kl. 20.30 Unglinga- kvöld. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Slysavarnir barna. Herdís Storgaard hjá Árvekni kemur í heimsókn. Fyr- irbænastund kl. 12.15. Opið hús. Haustlitaferð í Skálholt. Ath. breytan tíma. Brottför frá Neskirkju kl. 10 og komið til baka kl. 18. Kostnaður 2.700 kr. Skráning í síma 511 1560. Seltjarnarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Ritningarlestur, bæn og alt- arisganga. Léttur hádegisverður. Geðhjálp | Félagsfælnihópur Geðhjálpar heldur fund kl. 20–22. Allir 16 ára og eldri sem eiga við félagsfælni að stríða vel- komnir. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Í erindi sínu á Fé- lagsvísindatorgi ræðir Sigursteinn Másson um forvarnir og viðbrögð við veikindum nemenda og kennara í menntastofnunum. Einnig fjallar hann um áfengisveitingar tengdar félagslífi skólafólks. Fyrirlesturinn er í stofu L201 á Sólborg. Íslensk erfðagreining | Kynning á erfða- og lyfjarannsókn Íslenskrar erfðagrein- ingar. Astma- og ofnæmisskólinn verður kl. 20, hjá ÍE. Hákon Hákonars. frkvstj. ÍE og Unnur Steina Björnsd. sérfr. í lyfl. ofn- og ónæmissj. kynna rannsóknir á astma í ÍE og á nýju rannsóknalyfi og byggist á nið- urst. erfðarannsókna. Sjá www.ao.is. Stígamót | Ragnheiður Harðardóttir rík- issaksóknari fer yfir lagaákvæði sem liggja til grundvallar ákvörðunar um saksókn og ræðir almennt um hlutverk saksóknarans varðandi lögreglurannsókn og dóms- meðferð mála sem varða kynferðisbrot. Hádegisverður og umræður á eftir. Fyr- irlesturinn er 13. okt. kl. 12–13. Kynning Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk- lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember til 10. desember eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá sig til leikswww.lydheilsustod.is. Málstofur Norræna húsið | Kynntar verða nið- urstöður loftslagsverkefnis Landverndar þar sem lagt er mat á til hvaða aðgerða megi grípa á Íslandi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fulltrúar hags- munasamtaka og stjórnvalda segja álit sitt á tillögunum. Kynningin fer fram kl. 16–18. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Einar Guðbjartsson, dósent í viðskipta- og hag- fræðideild, heldur fyrirlestur um „Blue Ribbon Report-áhrif á íslenska hlutabréfa- markaðinn“, kl. 12.20 í Odda stofu 101. Fjallað verður um Blue Ribbon-nefndina svokölluðu og tillögur er þar koma fram til að bæta reikningsskilagæði ársreikninga vegna fyrirtækja á hlutabréfamarkaði. Málþing Fríkirkjuvegur 1 | Á Degi lýðræðis verður málþing um málefni ungmenna, í sal Menn- ingarsviðs, Fríkirkjuvegi 1, undir fyrirsögn- inni „Jafnrétti, fordómar, áhrif“. Málþingið er á vegum ungmennaráða Mið- og Vest- urbæjar og hefst kl. 17–19. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús kl. 20.30 í sal félagsins að Álfabakka 14A. Gömlu damsarnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.