Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRESKUR Giotto di Bondone í Cappella Scrovegni í Padúa eru frá 14. öld en hafa lítið misst af upp- haflegri fegurð sinni, rammaðar inn af ótrúlegum ójarðneskum og vel varðveittum bláma loftsins í kapellunni eru þær með frægustu verkum endurreisnarmálarans og nýsköpunarmálarans Giotto. Freskurnar í kapellunni eru 53 og skiptast í fjóra hluta, þær segja frá lífi Jóakims, föður Maríu meyj- ar, lífi Maríu, lífi Krists og fjórða röðin sýnir dyggðirnar sjö og syndirnar sjö. Freskurnar sem segja frá ævi Jóakims eru sex. Sú fyrsta fjallar um höfnun Jóakims og sýnir hvernig honum var neitað um inngöngu í hofið vegna barn- leysis síns. Önnur sýnir hann dapr- an í bragði á meðal hirðingja. Sú þriðja lýsir boðun Önnu. Fjórða segir frá fórn Jóakims, fimmta frá draumi hans og sú síðasta sýnir Önnu og Jóakim mætast og kyss- ast við Gullna hliðið eftir langan aðskilnað. Draumur þeirra um getnað og barn er að verða að veruleika, sannarlega hjartnæm mynd. Næsta myndröð, sem lýsir lífi Maríu hefst síðan með fæðingu hennar. Myndlistarmaðurinn Stefán Jónsson hefur í verkum sínum ein- beitt sér að því að velta fyrir sér einstökum verkum í listasögunni og skoða þau í nýju ljósi, hann hef- ur m.a. endurgert fræg verk lista- sögunnar með legókubbum. Sér- staða hans sem listamanns felst í þessari sífelldu skoðun á listaverk- um fyrri tíma, vangaveltum um eðli þeirra og merkingu en ein- kennist einnig af húmor, rétt eins og verkið Við gullna hliðið sem hann sýnir nú í Safni við Laugaveg sýnir vel. Hér einbeitir Stefán sér að kossi Jóakims og Önnu í fresku- röð Giottos í Padúa, einskonar tákn þess langþráða getnaðar sem mun eiga sér stað. Í tilfelli Stefáns getur þessi koss af sér eitthvað allt annað, nefnilega 21. aldar skúlptúr sem allt í senn vísar til sjónrænna þátta í fresku Giottos, veltir fyrir sér hugmyndum um karl- og kveneðli og hefur merk- ingu í samtímanum.Yean Fee Quay hefur skrifað læsilegan og upp- ýsandi texta sem fylgir þessu verki, en án hans myndi margt fara fyrir ofan garð og neðan hjá hinum almenna áhorfanda. Skúlp- túr Stefáns er í tveimur hlutum, annar minnir á kubbslegan arki- tektúr gullna hliðsins sjálfs og er að hluta holaður innan að of- anverðu. Þessi hluti á að vera kvenlegi hluti verksins, hinn karl- legi hluti er síðan linur og ræksn- islegur, sýnist vera duft í plast- sekkjum sem samsvara holunum í hörðu forminu. Á meðan þessi hörðu og mjúku form endurspegla hörð form arkitektúrsins og mjúk form klæða persónanna á fresk- unni minnir mjúkt form hins karl- lega hluta á getnaðarliminn eftir getnaðinn, en hið mótsagnakennda harða kvenlega form er virkið sem geymir kraftaverkið sem er í þann mund að verða til. Það er fyrst og fremst saga freskunnar sem gefur þessi verki þá merkingu sem það hefur í dag. Þessi saga um útskúfun og endur- fundi, langþráður draumur um barn, og staðsetning persónanna á myndfletinum þar sem þau mætast á brúnni, Jóakim tilheyrir hinum ytra heimi en Anna hinum innra, allt eru þetta þema sem bergmála margvíslega í listasögunni og mannlegu lífi. Nútímalegt form, efniviður og útlit skúlptúrs Stefáns ljær verkinu síðan mátulega blöndu af kímni og alvöru en vekur áhorfandann einnig til umhugs- unar. Listamanninum tekst að gefa fortíðinni líf og nútímanum merk- ingu, sannarlega vel af sér vikið í offlæði kaldhæðins merking- arleysis dagsins í dag. Endurfundir MYNDLIST Safn Blönduð tækni, Stefán Jónsson Safn er opið miðvikud. til föstud. frá kl. 14–18 og 14– 17 um helgar. Til 31. október eða lengur. Við gullna hliðið Ragna Sigurðardóttir BENJAMIN BRITTEN the turn of the screw ef t i r 25 ára og yngri: 50% afsláttur af miða- verði í sal Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 21. okt. kl. 20 - Frumsýning 23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning 4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning 12. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess. Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði. Sun. 16/10 uppselt, sun. 23/10 uppselt, sun. 6/11 uppselt, sun. 13/11 aukasýning Sun. 16/10 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 23/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus, lau. 29/10 kl. 20:00 örfá sæti laus, sun. 6/11 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 13/11 kl. 14:00 nokkur sæti laus Frumsýning fös. 14/10 uppselt, 2. sýn. lau. 15/10 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 20/10 örfá sæti laus, 4. sýn. fös. 21/10 örfá sæti laus, 5. sýn. lau. 22/10 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 27/10 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 28/10 örfá sæti laus. Sun. 16/10 nokkur sæti laus, þri.18/10 uppselt, mið 19/10 uppselt, sun. 23/10, mið 26/10 uppselt. Sýningum lýkur í október. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.00 STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00 Forsýningar mið. 26/10 uppselt og fim. 27/10 uppselt. Frumsýning fös. 28/10 uppselt, sun. 30/10, fim. 3/11, lau. 5/11. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00 EDITH PIAF KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR KODDAMAÐURINN FRELSI HALLDÓR Í HOLLYWOOD Fim. 13/10 kl. 21:00 - Tónleikar Harðar Torfasonar Lau. 15/10 kl. 21:00 - Broadway-söngleikjakvöld í umsjá Björgvins Fr. Gíslasonar Sun. 16/10 kl. 21:00 - Múlinn - Útgáfutónleikar Tómasar R. Einarssonar og félaga Miðasala við innganginn. LEIKHÚSKJALLARINN LJÓSIÐ Í MYRKRINU – Dagskrá um Jon Fosse Sun. 16/10 kl. 15:00, mán. 17/10 kl. 20:00 eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN Sun. 16/10 kl. 14 Laug. 22/10 kl. 15 Laug. 30/10 kl. 14 Miðasala í síma 551 4700 alla daga frá kl. 13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI www.annie.is • www.midi.is  - DV Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup kl. 20 Fim 20. okt Frumsýning UPPSELT Fös 21. okt 2. kortasýn UPPSELT Sun 23. okt 3. kortasýn UPPSELT Fim 27. okt 4. kortasýn Örfá sæti laus Fös 28. okt 5. kortasýn UPPSELT Lau 29. okt 6. kortasýn UPPSELT Fös 4. nóv Örfá sæti laus Lau 5. nóv UPPSELT Lau 5. nóv kl. 23.30 AUKASÝNING Síðustu dagar korta- sölunnar! Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI HÍBÝLI VINDANNA Aðeins þessar 2 aukasýningar eftir Su 16/10 kl. 20 Su 23/10 kl. 20 LÍFSINS TRÉ Fi 27/10 kl. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT Fö 28/10 kl. 20 - UPPSELT Fi 3/11 kl. 20 Fö 4/11 kl. 20 Lau 5/11 kl. 20 Fi 10/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20 MANNTAFL Fö 14/10 kl. 20 Lau 15/10 kl. 20 Forðist okkur - Aðeins sýnt í október Nemendaleikhusið/CommonNonsense e. Hugleikur Dagsson Í kvöld kl. 20 Fi 13/10 kl. 20 Lau 15/10 kl. 20 Mi 19/10 kl. 20 Fi 20/10 kl. 20 SALKA VALKA Fö 14/10 Forsýning - Miðaver kr. 1000 Lau15/10 Frumsýning - UPPSELT Mi 19/10 kl. 20 Styrktarsýning - MND Félagið á Íslandi Fö 21/10 kl. 20 Gul kort Lau 22/10 kl. 20 Rauð kort Su 30/10 kl. 20 Græn kort Fi 3/11 kl. 20 Blá kort WOYZECK Í samstarfi við Vesturport og Barbican Center í London Frumsýnt í London 12. október Fi 27/10 kl.20 Forsýning - UPPSELT Fö 28/10 kl. 20 Frumsýning - UPPSELT Lau 29/10 kl. 20 Gul kort Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 16/10 kl. 14 - UPPSELT Su 23/10 kl. 14 Su 30/10 kl. 14 Su 6/11 kl. 14 Nýja svið/Litla svið ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Su 16/10 kl. 20 UPPSELT Su 23/10 kl. 20 UPPSELT Þr 25/10 kl. 20 AUKASÝNING Lau 29/10 kl.20 UPPSELT Su 30/10 KL. 20 UPPSELT Su 6/11 kl. 20 AUKASÝNING Tvennu tilboð Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur Geðklofin gamanleikur eftir Árna Ibsen Pantanir í s. 555 2222 og á midi.is Fullkomin leikhússkemmtun! Valgeir Skagfjörð Fréttablaðið 28/9 2005 Frábær sýning, allir í Fjörðinn... Helga Vala Helgadóttir Talstöðin 18/9 2005 ... ýktara, litríkara og fyndnara en 1995-útgáfan ... Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið 19/9 2005 Næstu sýningar Fös. 14. okt. kl. 20 I Lau. 15. okt kl. 20 Fim. 20. okt kl. 20 I Fös. 21. okt. kl. 20 Lau. 22. okt. kl 20 Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Næstu sýningar Lau 15. október kl. 20 Lau 22. október kl. 20 Geisladiskurinn er kominn! kvikmyndatónleikar í háskólabíói Í KVÖLD, MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Alfred Hitchcock ::: Leigjandinn (The Lodger, 1927) Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Samhljómur meistara kvikmyndasögunnar og sinfóníu- hljómsveitar er einstök upplifun. Það sannast örugglega þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur ískyggilega tónlist Emmy-verðlaunahafans Ashley Irwin undir klassískri hrollvekju meistara Hitchcocks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.