Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 51
kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 6 Íslenskt tal Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXX I I Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  Ó.H´T / RÁS 2  H.J. / MBL  S.V. / MBL Miða sala opn ar kl. 17.15 Sími 551 9000í i Sýnd kl. 6, 8 og 10.20 B.i. 14 ára HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY 553 2075Bara lúxus ☎ "BRÚTAL, BLÓÐUG, ÓGNVEKJANDI OG SLÁANDI ... SVO MAGNÞRUNGIN AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI!" EMPIRE MAGAZINE. UK "ÉG SEF ENN MEÐ LJÓSIN KVEIKT" INTERNET MOVIE DATABASE FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Sýnd kl. 10Sýnd kl. 8 og 10.20 RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM Topp5.is  S.V. / MBL Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16 ára Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. 450 kr. Síðustu sýningar Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 51 ÞEIR Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að finna mismunandi leiðir fyrir Dani að spara pening. Það er liður í starfi þeirra við sjónvarpsþáttinn Rabatt- en sem sýndur er hjá danska rík- issjónvarpinu, DR1. Bjarni lýsti forsögu málsins í samtali við Morgunblaðið: „Danmarks Radio (DR) auglýsti eftir nýjum kynni í neytendaþáttinn Rabatten. Ég var þá starfandi sem tökumaður og klippari hjá DR og ákváðum við Davíð, bróðir minn, að sækja um starfið undir yfirskriftinni „tveir fyrir einn“,“ upplýsir Bjarni. „Yfirmanni deildarinnar, Kim Fogh, leist svo vel á umsóknina okkar að hann sendi það til yf- irmanna sinna ásamt umsókn frá öðrum umsækjanda. Sá fékk starfið þar sem við vorum með of sterkan íslenskan framburð. Fogh var þó ekki ánægður með það og bauð okk- ur samning sem fól í sér að við ger- um tíu innslög í Rabatten,“ bætir hann við. Hálf milljón áhorfenda Í þessum tíu innslögum munu þeir Bjarni og Davíð kanna verð á ýmsum hlutum, prófa þá og leita skoðunar almennings. „Við förum til dæmis báðir í klippingu, annar hjá rándýrum hár- greiðslumeistara og hinn hjá hræ- ódýrum og svo spyrjum við fólk á listasafni hvort það sjái muninn,“ segir Bjarni. „Einnig keyptum við dýr og ódýr sængurföt og buðum fólki að leggj- ast upp í til okkar til að kanna hvort það fyndi muninn. Við fengum 22 til að leggjast upp í til okkar og alla- vega helmingurinn voru stelpur,“ bætir hann við hróðugur. Bjarni segir markmiðið vera að kanna á skemmtilegan og fjöl- breyttan hátt hvort raunverulegur munur sé á því dýrasta og ódýrasta sem er í boði. Þeir hafi komist að því að munurinn er sjaldan mikill og aldrei afgerandi. „Annar okkar fór meðal annars í rakstur á rakarastofu á meðan hinn rakaði sig með einnota rakvél úr Tiger. Svo báðum við vegfarendur að kyssa okkur á kinnina til að at- huga hvort það fyndi mun. Nið- urstaðan var sú að munurinn var enginn,“ segir Bjarni. Rabatten er einn af vinsælli sjón- varpsþáttum í dönsku sjónvarpi en talið er að um hálf milljón manna fylgist með í viku hverri. Fyrsta innslag Bjarna og Davíðs verður í Rabatten í kvöld klukkan 19.30 að dönskum tíma (17.30 að ís- lenskum tíma) á DR1. „Við hvetjum alla sem geta til að fylgjast með Íslendingum kenna Dönum að spara pening!“ sagði Bjarni að lokum. Sjónvarp | Íslenskir bræður bregða á leik í dönsku sjónvarpi Kenna Dönum að spara Davíð og Bjarni kanna mun á dýrum og ódýrum sængurfatnaði í Árósum. TÓNLISTARMYNDIN Garg- andi snilld gerir nú víðreist á kvikmyndahátíðum og er hún svo eftirsótt að tæplega næst að anna eftirspurn, að því er segir í til- kynningu frá Zik Zak kvikmynd- um sem framleiðir myndina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og leikstjóranum Ara Alexander. Myndinni hlotnaðist sá heiður nýverið að vera valin til þátttöku á AFI (American Film Institute) kvikmyndahátíðinni, 3.–13. nóv- ember, auk þess að vera boðin þátttaka á hinni virtu heimild- armyndahátíð IDFA (Int- ernational Documentary Festival Amsterdam) sem fram fer 24. nóvember til 4. desember. Einnig verður hún á CPH DOX í Kaup- mannahöfn 4.–13. nóvember þar sem hún fær sérstaka athygli og verður hljómsveitin Apparat, sem m.a. kemur fram í myndinni, með tónleika á hátíðinni. Undanfarið hefur Gargandi snilld þrætt hátíð- ir m.a. í Póllandi, Belgíu, Finn- landi, Króatíu og Melbourne svo fátt eitt sé nefnt og hefur hvar- vetna fengið mikið lof. Gargandi snilld var frumsýnd hérlendis í vor. Vegna fjölda áskorana verða örfáar sýningar á myndinni í Háskólabíói í kringum tónlistarhátíðina Iceland Air- waves nú í október. Nýverið kom út á vegum Smekkleysu geisla- diskur með lögum úr myndinni. Mugison er á meðal tónlistarfólksins sem fram kemur í myndinni. Gargandi snilld fer víða  www.screamingmasterpiece.com  www.idfa.nl  www.afi.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.