Morgunblaðið - 23.11.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.11.2005, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR 1945 og starfaði þar þangað til hann hóf störf í viðskiptaráðuneytinu í ársbyrjun 1948. Gegndi hann þar í fyrstu starfi skrifstofustjóra en tók síðan við stöðu ráðuneytisstjóra sem hann sinnti þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Um fjögurra ára skeið gegndi hann stjórnarsetu í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu sem leiðir hugann að því að faðir hans, Ásgeir Ásgeirsson, var einn af þrem- ur fulltrúum hins nýstofnaða ís- lenska lýðveldis á Bretton Woods- ráðstefnunni í júlí 1944, þegar grunnurinn var lagður að stofnun Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Þórhalls verður lengi minnst fyrir embættisstörf sín, þar sem hann var oft í lykilhlutverki við lausn erfiðra viðfangsefna. Þar má nefna opinber- ar efnahagsráðstafanir í hinum margvíslegu þrengingum þjóðarbús- ins á fyrstu áratugunum eftir stríðs- lokin og hið mikla framlag hans til þess að tryggja utanríkisviðskipti þjóðarinnar, ekki síst þegar algjör- lega tók fyrir útflutning á ísvörðum fiski til Bretlands í tilefni af útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 4 sjó- mílur. Var stjórnsýslurammi utan- ríkisviðskipta stöðugt viðfangsefni hans um áratuga skeið í nánu sam- starfi viðskipta- og utanríkisráðu- neytanna. Ekki er rými til að rekja það hér, en ágætlega er gerð grein fyrir því mikla starfi og árangri þess í ritverki Péturs J. Thorsteinssonar um utanríkisþjónustu Íslands og ut- anríkismál. Þórhallur var jafnframt í lykilhlutverki í samningagerðinni um inngöngu Íslands í EFTA og við gerð viðskiptasamnings að því loknu við Efnahagsbandalag Evrópu. Þórhallur hafði mjög fágaða fram- komu, rökfestu og gætni, sem oft reyndi á í alþjóðlegu samstarfi og skilaði miklum árangri fyrir íslenska hagsmuni. Hann ávann sér óvenju mikillar virðingar hjá þeim sem við hann áttu samskipti. Í allri um- gengni var hann þægilegur og ná- kvæmur. Hann naut jafnan mikils trausts hjá þeim ráðherrum sem fóru með viðskiptamál á hverjum tíma og nutu í ríkum mæli ráðgjafar hans og reynslu. Hann var einnig vinsæll hjá starfsliði ráðuneytisins og öðru samstarfsfólki fyrir mann- kosti sína og forystuhæfileika. Þegar Þórhallur lét af störfum, sjötugur að aldri, hafði hann enn nær óskerta starfsorku og hélt hann um nokkurra ára skeið áfram stjórnar- setu í Norræna fjárfestingarbankan- um og var þar áhrifamaður. Hann hélt einnig áfram setu sinni í Hrafns- eyrarnefnd sem hann taldi til ánægjulegustu verka sinna og sér vera heiður að. Um leið og við hjónin sendum Lillý og fjölskyldu þeirra Þórhalls okkar innilegustu samúðarkveðjur biðjum við Drottin að blessa minn- ingu Þórhalls Ásgeirssonar. Björn Friðfinnsson. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri viðskiptaráðuneytisins, var einn af embættismönnum aldarinn- ar, einkum sökum starfa við aðild Ís- lands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) 1970 og gerð frí- verslunarsamningsins við Efnahags- bandalag Evrópu 1972. Þar sýndi hann dugnað, baráttugleði, útsjónar- semi og hagkvæmni í þágu íslensku þjóðarinnar og laðaði fram lausnir, jafnvel frá vinum sínum erlendis. Of langt er að telja upp önnur prýðisstörf ráðuneytisstjórans. Ann- ar góður maður, Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, lýsti ferli hans eitt sinn við mig í síma með tveimur orðum: „Ekkert apaspil.“ Samstarf er þakkað og samúð vottuð eftirlifandi eiginkonu, Lilly, og ættingjum. Það sakna margir góðs drengs. Jón Ögmundur Þormóðsson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Ægi Látinn er mætur félagi og einlæg- ur Lionsmaður, Þórhallur Ásgeirs- son. Honum var gott að kynnast. Ég minnist þess fyrir mörgum árum, þegar við fylgdumst að og seldum Sólheimakerti niðri á Lækjartorgi og áttum saman góðar stundir. Þór- hallur var maður hógvær og lítillátur og hafði fágaða framkomu. Hann var mikilsmetinn í klúbbnum, gegndi ýmsum embættum og lét að sér kveða. Ægisfélagi varð Þórhallur ár- ið 1965. Á þeim árum miðaðist allt starfið við að styðja við bakið á Sess- elju á Sólheimum. Þá var viðbygg- ingin við gamla húsið aðalverkefnið og pöntuð höfðu verið fullkomnustu tæki, sem við átti í eldhúsið. Aðflutn- ingsgjöld af tækjum þessum voru æði há og þá veltu félagar því fyrir sér, hvort unnt væri að fá þau felld niður. Það var þá sem Þórhallur tók málið að sér og lagði á ráðin um það, hvernig leita skyldi liðsinnis ráða- manna og málið leystist á farsælan hátt. Oft var Þórhallur til þess kvaddur að fræða félaga um mál, sem efst voru á baugi. Hann flutti er- indi um Sameinuðu þjóðirnar árið 1967 og um EFTA ári síðar. Seinna sagði hann á skemmtilegan hátt frá ferð í austurveg til Tékkóslavakíu og Póllands. Þegar klúbbfélagar fóru í ferðalag til Rússlands í júní árið 1989 var gott að eiga Þórhall að, en hann lagði á ráðin um það, hvert skyldi fara og hvað skyldi skoða. Hann var manna kunnugastur rússneskum staðhátt- um vegna tíðra viðskiptasamninga- ferða fyrir íslensk stjórnvöld. Þeim fer nú fækkandi félögunum í Ægi, sem í öndverðu, með öflugu og kraftmiklu starfi björguðu Sesselju Sigmundsdóttir á Sólheimum frá því að gefast upp, eins og hún sagði síð- ar. Þórhallur Ásgeirsson var einn af þeim. Góður maður er genginn. Við fé- lagarnir þökkum samveruna og góð kynni og biðjum honum blessunar á ferðinni yfir móðuna miklu. Hugheilar samúðarkveðjur send- um við Lilly og fjölskyldunni. F.h. Lionsklúbbsins Ægis Þórhallur Arason. ÞÓRHALLUR ÁSGEIRSSON Elsku hjartans afi minn og fósturpabbi. Í dag hefð- irðu orðið 74 ára gamall hefðirðu lifað. Innilega til hamingju með af- mælið. Ég er ennþá að átta mig á því að þú sért farinn og komir aldrei aft- ur. Ég er alltaf að vona að ég vakni af þessum draumi, en ég er löngu vöknuð Það vantar rosalega mikið í sveitina þegar þú ert ekki þar. Það verður aldrei samt aftur. Ég sit hér með tárin í augunum þegar ég skrifa þessi fáu orð um þig. Mikið rosalega er þetta búinn að vera erf- iður tími. Ég vissi ekki að það væri hægt að gráta svona mikið. Fyrsta minningin um þig er sennilega sú að alltaf varstu að troða í pípuna þína. Afi í sveitinni var alltaf með pípuna, skildi hana nánast aldrei eftir á glámbekk. Ég hugsa að það séu fáir bændur sem helga sig alveg búinu eins og þú gerðir, alltaf varstu að huga að húsunum, girðingum eða gera við það sem hafði bilað eða skemmst. Hlutirnir þurftu að vera í lagi. Þú passaðir að henda helst aldrei neinu, gæti komið að notum seinna. ÞORLEIFUR GUNNARSSON ✝ Þorleifur Gunn-arsson frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði fæddist á Svalbarði í Þistil- firði 23. nóvember 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 25. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Svalbarðs- kirkju í Þistilfirði 2. apríl. Aldrei hef ég kynnst eins sterkum og duglegum manni eins og þér, þú kvart- aðir aldrei yfir neinu og vildir að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig. Allar ferð- irnar sem þú skutl- aðir mér í skólann hvort sem það var á bíl eða á sleða í hvernig veðri sem var. Gamla Súkkan þín komst allt, enda jepplingurinn þinn. Aldrei léstu veðrið koma í veg fyrir að ég kæmist í skólann og það á réttum tíma. Stundum þurftum við nú samt að labba heim smáspöl, vegna þess að ekki var alltaf fært alla leið heim á veturna. Það besta sem barn getur alist upp við er að fá að vera innan um dýrin. Þú gafst mér fullt af dýrum. Við áttum alltaf saman einn hest í sveitinni, í sveitasælu þar sem allt- af er friður og ró. Það var gott að fá að alast upp hjá ömmu og afa. Ég vil að lokum þakka þér fyrir alla hjálpina á meðan ég var í skóla og allt sem þú hefur gefið mér. Þú hefur gefið mér meira en nokkur annar. Ég gleymi þér aldrei á með- an ég lifi. Ég vona að þér líði vel núna. Sjáumst. Valur þinn biður að heilsa þér og saknar þess að geta ekki talað við þig þegar við komum í sveitina. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég elska þig, afi minn og fóst- urpabbi. Þín Anna. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Minningargreinar LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐLEIFSDÓTTIR, Markarflöt 28, áður búsett í Ólafsvík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstu- daginn 25. nóvember kl. 15:00. Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Valtýsson, Guðleifur Guðmundsson, Guðný Hildur Árnadóttir, Steinþór H. Guðmundsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Þorgeir Þorvaldsson, Svanhildur E. Guðmundsdóttir, Guðríður Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR frá Beitistöðum, Garðabraut 22, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555 og 588 7559. Guðmundur Óskarsson, Sesselja Haraldsdóttir, Þuríður Óskarsdóttir, Guðbrandur Þorvaldsson, Ólafur Óskarsson, Kristný Lóa Traustadóttir, Magnús Óskarsson, Jóna María Örlaugsdóttir, Sesselja Óskarsdóttir, Örlygur Sveinsson, Rúnar Þór Óskarsson, Ingimundur Óskarsson, Sif Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN VIGNIR SÆMUNDSSON, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 11.00. Kolbrún Matthíasdóttir, Matthías Jón Björnsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Ingi Már Björnsson, Hjördís Rut Jónsdóttir, Kristín G. Ólafsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, ELÍN HERDÍS FINSEN, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt fimmtudagsins 3. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir aðhlynningu og stuðning færum við hjúkrunarfólki Karitas, hjúkrunarþjónustu og krabbameins- og blóðlækningadeilda Landspítalans við Hringbraut. Edda Einarsdóttir Clark, Róbert Stefán Clark, Elín Kristín Gardner og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA BJARNADÓTTIR, andaðist á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahúsins á Ísafirði laugardaginn 19. nóvember. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 26. nóvember kl. 14.00. Bjarni L. Gestsson, Ágústa Benediktsdóttir, Sævar Kr. Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir, ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.