Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið
frá Disney .
Toppmyndin í USA.
Þegar maður er þetta lítill
verður maður að hugsa
stórt.
Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði.
Þar sem er vilji,
eru vopn.
Þar sem er vilji,
eru vopn.
Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nico-
las Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins fl ókinn.
Tvær frábærar á dönsku
Drabet (morðið) - opnunarmynd oktober-
bíófest sem Hlaut kvikmynda verðlaun Norður-
landaráðs SÝND KL. 8 og 10 M. ÍSL. TEXTA
Voksne Mennesker sigurvegari eddu
verðlaunanna! frábærlega skemmtileg mynd eftir
Dag Kára SÝND KL. 6 M. ÍSL. TEXTA
Mörgæsirnar slá í gegn á Íslandi!
Þriðja vinsælasta mynd landsins eftir 3 vikur í sýningu!
Forsala hafi n
„Meistarastykki!“
-F.G.G., Fréttablaðið
„Tilvalin
fjölskylduskemmtun
sem auðgar
andann!“
-S.P., Rás 1
S.V. MBL
Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 ára
March of the Penguins kl. 6 - 8 og 10
Litli Kjúllinn kl. 6 íslenskt tal
Elizabeth Town kl. 8 - 10.30
Wallace & Gromit kl. 6 enskt tal
Corpse Bride kl. 8 - 10
„Sjón er sögu ríkari!“
-H.J., Mbl
S.V. MBL
Þau eru góðu vondu gæjarnir.
H.J. Mbl.
V.J.V. topp5.is
H.J. Mbl.
V.J.V. Topp5.is
H.J. Mbl.
Nýjasta stafræna
teiknimyndaundrið frá Disney.
Vinsælasta myndin á íslandi í dag
SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐIN Örninn, sem
Danska ríkisútvarpið framleiðir í samvinnu við
aðrar norrænar ríkissjónvarpsstöðvar, þar á með-
al Ríkisútvarpið, hreppti aðfaranótt þriðjudags al-
þjóðlegu Emmy-verðlaunin sem besta alþjóðlega
dramaþáttaröðin. Þær Elva Ósk Ólafsdóttir og
María Ellingsen eru meðal leikara í þáttaröðinni,
sem sýnd hefur verið í Sjónvarpinu.
Elva Ósk fer með hlutverk Jóhönnu, systur að-
alpersónunnar Hallgríms Arnar, sem er hálfur Ís-
lendingur. Elva var viðstödd verðlaunaafhend-
inguna þar vestra.
„Þetta var auðvitað þvílíkt kvöld,“ sagði Elva
Ósk í samtali við Morgunblaðið.
„Við vorum þessi skemmtilegi hópur í okkar fín-
asta pússi. Við byrjuðum á að skála í kampavíni á
hótelinu okkar þar sem yfirmaður DR1 hélt smá-
tölu. Svo var lagt af stað í grenjandi rigningu og
okkur var því fylgt um allt með regnhlífum. Þetta
var allt saman allt öðruvísi en ég hafði ímyndað
mér. Rauði dregillinn var ekkert mjög langur en
þar stóðu hundruð ljósmyndara og tóku myndir.“
Verðlaunin fyrir besta dramaþáttinn voru
fyrstu verðlaun kvöldsins en Elva segir að hóp-
urinn hafi orðið mjög hissa þegar ljóst var að verð-
launin rynnu þeim í skaut.
„Ég held að flestir hafi spáð því að Spooks
myndu vinna verðlaunin,“ segir hún. „En það
brutust auðvitað út mikil fagnaðarlæti og við vor-
um strax tekin afsíðis í miklar myndatökur fyrir
dönsku blöðin.“
Elva segist sannfærð um að verðlaunin hafi
mikla þýðingu fyrir bæði íslenskt og danskt sjón-
varp.
„Þetta hlýtur að beina athyglinni í auknum
mæli að okkar menningu, eins og hefur nú verið að
gerast í kvikmyndagerð að undanförnu,“ segir
hún.
Elva var stórglæsileg við verðlaunaafhend-
inguna en hún klæddist hvítum síðkjól úr smiðju
Þórunnar Maríu Jónsdóttur sem samanstendur
meðal annars af laxaroði.
„Um leið og ég vissi að ég ætti að vera viðstödd
hátíðina ákvað ég að klæðast einhverri flottri ís-
lenskri hönnun,“ sagði hún.
„Mér finnst kjóllinn rosalega fínn og það voru
margir sem spurðu mig úr hverju hann væri. Mér
fannst líka gaman að klæðast hvítu því það eru svo
margir svartklæddir á svona hátíðum.“
Þetta er í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum
sem danska ríkisútvarpið hreppir verðlaunin fyrir
bestu alþjóðlegu dramaþáttaröðina. Áður hafa
þættirnir Nikolai og Julie og Rejseholdet hlotið
þessi verðlaun og einnig hefur þáttaröðin Krønik-
en verið tilnefnd til verðlaunanna.
Að þessu sinni kepptu fjórar þáttaraðir til úr-
slita. Auk Arnarins voru það rússnesk þáttaröð
um lífið í hernum og bresku þáttaraðirnar Spooks
eða Njósnadeildin, sem sýnd hefur verið í Sjón-
varpinu, og New Tricks, sem sýnd er á Skjá ein-
um.
Danska ríkisútvarpið fékk önnur Emmy-
verðlaun á verðlaunahátíðinni í New York, en
þáttaröðin Unge Andersson var valin besta sjón-
varpsmyndin.
Sjónvarp | Alþjóðlegu Emmy-verðlaunin afhent
Reuters
Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir er þriðja frá vinstri á myndinni en hún er hér í félagsskap sam-
starfsmanna sinna í Erninum á Emmy-verðlaunahátíðinni sem haldin var í New York.
Örninn besti
dramaþátturinn
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
HLJÓMSVEITIRNAR Ampop og Worm is
Green halda saman útgáfutónleika í kvöld
á NASA við Austurvöll. Ampop kynnir
plötu sína My Delusions en Worm is Green
plötuna Push Play.
Fyrir utan að standa í plötuútgáfu þessa
dagana eiga hljómsveitirnar það sameig-
inlegt að hafa verið að reyna fyrir sér á er-
lendum mörkuðum. Fyrsta smáskífa Am-
pop mun koma út á vegum útgáfu-
fyrirtækisins Stimulus Records í Bretlandi
sem hefur áður gefið út tónlistarmann á
borð við KT Tunstall og Josh Stone en
plata Worm is Green, Push Play er vænt-
anleg til útgáfu í Bandaríkjunum af út-
gáfufyrirtækinu Rock Arena Recordings.
Ampop heldur til Bretlandseyja strax
Ampop er á góðri siglingu í Bretlandi um
þessar mundir.
Í eina sæng
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22.
Aðgangseyrir er 700 kr.
Tónlist | Ampop og Worm is Green á NASA
eftir tónleikana til að kynna smáskífuna
sem þegar hefur vakið athygli þungavigt-
arútvarpsmanna þar í landi.
STUTTMYNDIN Síðasti bærinn í dalnum
eftir Rúnar Rúnarsson vann til verðlauna
á árlegri stuttmyndahátíð í Teheran í Íran
um helgina.
Rúnar sagðist í samtali við Morg-
unblaðið hæstánægður með viðurkenn-
inguna en henni deilir hann með kollega
sínum Tanon Sattarujawong frá Taílandi
sem gerði myndina Enlightenment.
Að sögn Rúnars eru veitt tvenns konar
verðlaun fyrir bestu stuttmyndina og
hlaut Síðasti bærinn í dalnum verðlaun í
flokknum Spiritual Awards sem þykir
mikill heiður auk þess sem vinningshafar
hljóta 10 þúsund bandaríkjadali í verð-
laun.
„Ég var því miður ekki viðstaddur verð-
launaafhendinguna,“ sagði Rúnar en bætti
við að verðlaunin væru mikill heiður fyrir
sig og hvatning til áframhaldandi starfa.
Rúnar er búsettur í Danmörku þar sem
hann stundar nám við danska kvikmynda-
gerðarskólann. Hann segir erfitt að vinna
að myndum með skólanum en komandi
sumar muni hann líklega byrja að vinna í
næstu mynd.
Síðasti bærinn í dalnum var valin besta
stuttmyndin á Eddu-verðlaunahátíðinni
hér á landi í fyrra. Hún var auk þess valin
besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðunum
Nordisk Panorama og Kiev International
og Huesca-kvikmyndahátíðinni í fyrra.
Kvikmyndir | Kvikmyndahátíð í Íran um helgina
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Sigurbjörnsson, aðalleikari myndarinnar, og Rúnar Rúnarsson leikstjóri.
Síðasti bærinn hans
Rúnars verðlaunaður