Morgunblaðið - 23.11.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.11.2005, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. AUSTURBÆJARSKÓLI bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykja- víkur og Íþrótta- og tómstundaráðs, á úr- slitakvöldi keppninnar sem fram fór í Borg- arleikhúsinu í gærkvöldi. Álftamýrarskóli var í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja. Gríðarleg stemning myndaðist þegar þeir sex skólar sem kepptu til úrslita fluttu verk sín fyrir fullu húsi af áhorfendum. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar ein vinsælasta hljómsveit á Ís- landi um árabil, Sálin hans Jóns míns, lék nokkur lög á meðan úrslita var beðið. Skrekk- ur hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í skólastarfi í Reykjavík en keppnin var nú haldin í fimmtánda skipti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Austurbæjarskóli sigraði í Skrekk EKKI hefur tekist að opna nýja hæð hjúkrunar- heimilisins Droplaugarstaða við Snorrabraut í Reykjavík að fullu vegna skorts á starfsfólki, en hæðin var tekin í notkun í síðasta mánuði. Enn vantar fólk í 15 stöðugildi, en hægt væri að halda uppi þjónustu ef 10 starfsmenn fengjust til starfa. Ingibjörg Þórarinsdóttir, talsmaður hjúkrun- arforstjóra, segir að sem stendur sé ekki tekið við neinum nýjum innlögnum á Droplaugarstaði vegna manneklunnar. „Við vorum nokkuð vel stödd framan af sumri en um leið og við ætlum að auka starfsemina þá strandar á skorti á fólki.“ Ástandið á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er víða slæmt á höfuðborgarsvæðinu, og hafa mannaráðningar gengið illa frá því í haust, og ástandið lítið lagast. Ástandið hefur batnað að- eins frá því í ágúst á hjúkrunarheimilinu Eiri, segir Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri. Hún segir þó álag á starfsfólk mikið við að kenna nýju starfsfólki að komast inn í störfin. Staðan er áþekk og hún var í sumar á hjúkr- unarheimilinu Skjóli við Kleppsveg. Fólk hefur horfið til betur launaðra starfa annars staðar á vinnumarkaðinum, segir Aðalheiður Vilhjálms- dóttir hjúkrunarforstjóri. „Vinna á hjúkrunar- heimilum er kannski ekki framtíðarvinna sem margur vill leggja sig niður við. Auðvitað er sleg- ist um faglært fólk líka en í heild er staðan ekki verri en hún var í sumar,“ segir Aðalheiður. Gríðarlegt álag á starfsfólk „En ég get aldrei fullþakkað hvað starfsfólkið mitt stendur vel með okkur í þessu stríði, hvort heldur sem eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar eða ófaglærða fólkið okkar,“ segir Aðalheiður. Hún segir álag á starfsfólk gríðarlegt, og enginn haldi út viku eftir viku án þess að fá hvíldartíma. Enn erfitt að manna störf á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu Ekki hægt að opna nýja deild vegna manneklu Eftir Örlyg Sigurjónsson og Brján Jónsson Hagnaðist um 2,86 milljarða á easyJet GENGISHAGNAÐUR FL Group af hlut félagsins í lággjaldaflugfélaginu easyJet nam um 2,35 milljörðum króna í gær eftir að bréf í easyJet hækkuðu um tæp 11% á markaði í gær. Þegar við bætist að gengi breska pundsins hækkaði um tæpar 2 krón- ur jókst verðmætið um samtals 2,86 millj- arða króna. EasyJet birti í gær uppgjör sem var yfir meðalspá erlendra markaðsrýna, og tók markaðurinn uppgjörinu opnum örmum og hækkaði gengi í félaginu strax. Hagnaður easyJet nam 68 milljónum punda fyrir skatt á síðasta rekstrarári, sem lauk 30. septem- ber sl., sem jafngildir um 6,7 milljörðum króna miðað við gengi pundsins í gær. FL Group er næststærsti eigandi félagsins með 16,18% hlut.  Gengi bréfa | 13 ALLAR líkur eru á því að bræðslum, fiskimjölsverksmiðjum, hér á landi fækki um helming á næstu árum. Þær eru nú 18 alls. Skýringin á því er sú að nú má segja að öll síld fari í vinnslu til manneldis, aðeins afskurður í bræðslu. Líklegt er að byrjað verði að vinna kolmunna á svip- aðan hátt í auknum mæli á næsta ári og óvissa ríkir um loðnuveiðar. Þetta gerist á sama tíma og heimsmarkaðsverð á fiskimjöli og lýsi er í sögulegu hámarki. Engu að síður skilar vinnsla uppsjáv- arfiska til manneldis mun meiri tekjum. Fyrirsjáanlegt er að framleiðsla á fiskimjöli og lýsi hérlendis mun dragast saman á næstu árum. Framleiðslan nú er mun minni en í fyrra, enda hefur engin loðna veiðzt í sumar og haust, botninn datt úr kolmunnaveiðunum seinni hluta sumars og nær engin kol- munnaveiði hefur verið í haust. Þá fer nú nánast hver einasta síld til manneldis, aðeins afskurðurinn fer í bræðslu. „Allt þetta mun óhjákvæmilega leiða til þess að fiskimjölsverk- smiðjum, sem nú eru um 18, muni fækka um helming á næstu fimm árum. Verksmiðjurnar eru þegar allt of margar og má í því efni benda á að samanlagt í Noregi og Danmörku eru verksmiðjur um helmingi færri en hér á landi en þessi lönd vinna árlega nánast tvöfalt meira af hráefni en Ísland eitt og sér,“ segir Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri SR mjöls. Helmingi færri bræðslur?  Verð | B2 Framleiðsla á fiskimjöli og lýsi dregst saman þrátt fyrir mjög hátt verð MJÓLKURBÍLL Mjólku kom að bænum Brúarreykjum í Borgarfirði í gær og sótti um 400 lítra af mjólk sem notaðir verða við fyrstu framleiðsluvöru fyrirtækisins, fetaost, á næstunni. Að sögn Ólafs Magnússonar, framkvæmdastjóra Mjólku, markaði gærdagurinn viss tímamót, lík- lega sé um hálf öld síðan annar aðili en mjólkursamlögin sæki mjólk til bænda í landinu. Mjólka mun borga bændum 48,88 krón- ur fyrir lítrann af fyrsta flokks mjólk, að því tilskildu að meðaltals próteinhluti sé a.m.k. 3,1 yfir árið, en að sögn Ólafs er það rúmlega 10% hærra verð en af- urðastöðvar bjóða fyrir innankvóta mjólk og 48% hærra en þær bjóða fyrir umfram mjólkina. Einnig býður Mjólka að sögn Ólafs ódýrari flutning á mjólkinni, 1,55 krónur fyrir hvern lítra á meðan bændur borga mjólkurstöðvunum a.m.k. 2,30 krónur á lítrann. Ólafur segir að verið sé að leggja loka- hönd á þrjá samninga við bændur um að skaffa mjólk fyrir Mjólku en vonast er til að búið verða að semja við 10–15 bændur fyrir áramót. Bændur hafa að sögn Ólafs tekið Mjólku vel og það hafi einmitt átt við bændur að Brúarreykjum, þau Bryndísi Haraldsdóttur og Bjarna Bæringsson, sem sendu fyrsta innlegg sitt af mjólk til Mjólku í gær. Osturinn á markað í vikunni Stefnt er að því að setja fetaost Mjólku, Léttfeta, á markað fyrir lok þessarar viku og verður hann seldur í öllum helstu mat- vöruverslunum. Þá verður osturinn einnig seldur beint til stærri kaupenda eins og veitingahúsa og stóreldhúsa. Mjólka er með fjórar aðrar afurðir á teikniborðinu. Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Bæringsson, bóndi á Brúarreykj- um, fylgist með því þegar Haraldur Magn- ússon mjólkurbílstjóri dælir mjólkinni. Mjólka sótti mjólk í Borgar- fjörðinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.