Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 4

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 4
4 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Átakasaga byggð á einstökum heimildum www.jpv.is „Fróðleg og skemmtileg aflestrar…“ Soffía Auður Birgisdóttir / MORGUNBLAÐIÐ „Merkileg bók um litríkt og misviturt og misheiðarlegt og misgott fólk … undarlega hrífandi.“ Illugi Jökulsson / TALSTÖÐIN „Ég hvet fólk eindregið til að lesa þessa áhugaverðu og heillandi ævisögu þar sem ýmsum steinum er velt við … efnismikil og skemmtileg.“ Þórdís Gísladóttir / KISTAN.IS GEIR H. Haarde utanríkisráðherra sagði í ræðu sinni á ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Hong Kong í gær að Ís- land væri tilbúið til að draga úr tollum og stuðningi við innlenda framleiðslu að því gefnu að jafn- vægi skuldbindinga yrði viðunandi. „Veruleg niðurfelling krefst þess að töluverð aðlögun verði varðandi stefnu okkar í landbúnaðarmálum. Þegar endanlegt skipulag er útfært verður að gæta þess að grafa ekki undan þeim umbótum sem þegar hafa orðið,“ sagði Geir. Meginviðfangsefni ráðherrafund- arins, sem er sá sjötti í röðinni síð- an stofnunin tók til starfa árið 1995, eru svonefndar Doha- viðræður, sem snúast um aukið frjálsræði í viðskiptum. Geir fjallaði í ræðu sinni um mikilvægi fríversl- unar og stöðu innfluttrar matvöru á Íslandi og gat þess að meira en helmingur þeirrar matvöru sem neytt væri á Íslandi væri inn- fluttur. „Flestar þessar afurðir koma inn á markaðinn án tolla og magnbund- inna takmarkana, þar á meðal af- urðir frá vanþróuðustu löndunum. Sú tollavernd sem tiltölulega fáar innlendar vörur njóta endurspeglar einfaldlega efnahagslegan veru- leika,“ sagði ráðherra og bætti því við að Ísland hefði afnumið allar útflutningsbætur í upphafi tíunda áratugarins. „Þetta er mikilvæg tilslökun sem má ekki ganga að sem vísri, án þess að grafa undan góðvilja þeirra aðildarríkja sem hafa tekið af skar- ið með umbætur umfram lagalegar skuldbindingar sínar.“ Gæti lokið á næsta ári Geir hvatti aðildarríkin til að leggja sitt að mörkum til þess að samningaferlið gæti þokast áfram. Hann sagði að þrátt fyrir að flestir hefðu vonað að viðræðurnar væru lengra á veg komnar gæti ferlinu verið lokið fyrir lok næsta árs. „Doha-samningalotan stendur á tímamótum. Jákvæð niðurstaða er augljóslega innan seilingar. Við getum, og ættum að ljúka samn- ingaviðræðunum fyrir lok næsta árs. Til þess að svo megi vera þurfa öll aðildarríkin að taka þátt á öllum sviðum,“ sagði Geir. Hann ræddi nokkuð um landbún- aðarvörur og sagði að hvað Ísland varðar hafi lykilorðin í viðræðum á því sviði verið sveigjanleiki, aðlög- un, meðalhóf og virðing fyrir þörf- inni á ólíkum tegundum landbún- aðar. Taka yrði með í reikninginn ólík tollaumhverfi og ýmsa þætti, sem ekki tengjast viðskiptum. Geir sagði að á nokkrum áratug- um hefði íslenska þjóðin unnið sig úr fátækt yfir í að njóta lífskjara sem eru meðal þeirra bestu í heim- inum. „Aukið frelsi í viðskiptum hefur skipt sköpum í þessari þróun. Við trúum ekki eingöngu, við vitum að frjáls viðskipti virka,“ sagði Geir og bætti því við að Íslendingar fögn- uðu tímabærri inngöngu Rússa og Úkraínumanna í Heimsvið- skiptastofnunina. Geir H. Haarde flutti ræðu á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar Tilbúið að draga úr framleiðslu- stuðningi, geri aðrir það líka Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Geir H. Haarde í ræðustól í gær. FORSVARSMENN Mjólku ehf. hafa kvartað yfir því við landbún- aðarráðherra að þeim sé gert að skila keppinautum sínum upplýsing- um um rekstur á grundvelli búvöru- laga. Bændasamtökin hafa krafið Mjólku, sem nýverið hóf framleiðslu á mjólkurafurðum án ríkisstyrkja, um upplýsingar um framleiðslu, sölu og birgðir, á grundvelli búvörulaga. Segja forsvarsmenn Mjólku að það séu trúnaðarupplýsingar, og hafa farið fram á að landbúnaðarráð- herra endurskoði fyrirkomulagið. „Lögin, eins og þau liggja fyrir í dag, og allt regluverkið í kringum mjólkuriðnaðinn, gera ráð fyrir því að þar sé einokun um aldur og ævi,“ segir Ólafur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku. Hann segir augljóst að ýmsum reglum þurfi að breyta til að koma á nútímalegri starfsháttum í mjólkuriðnaðinum, nú þegar samkeppni sé að komast á í mjólkuriðnaði, og Mjólka skori á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því. Í bréfinu er bent á að eðlilegra væri að óháður aðili, t.d. landbún- aðarráðuneytið, tæki að sér að safna umbeðnum upplýsingum og vinna úr þeim á óvilhallan hátt, í stað þess að upplýsingunum sé safnað af Bænda- samtökunum, Samtökum mjólkuraf- urða eða annarra sem Mjólka líti á sem sína keppinauta. Eiga að greiða niður rekstur keppinauta Mjólka hyggst ennfremur ekki greiða svokölluð verðtilfærslu- og verðmiðlunargjöld, samtals 3,30 krónur á hvern mjólkurlítra, enda segja forsvarsmenn fyrirtækisins fullkomlega óeðlilegt að skattleggja fyrirtækið á þann hátt þegar ljóst sé að Mjólka njóti engra fyrirgreiðslna úr þeim sjóðum sem gjöldin renna í, eins og fram kemur í bréfinu til ráð- herra. Ólafur segir að miðað við það verð sem Mjólka greiðir bændum fyrir mjólk samsvari þetta gjald um 7% skatti á framleiðslu fyrirtækisins, sem þar að auki renni til keppinauta. Með þessum lögum sé þeim sem framleiða mjólkurvörur utan hins hefðbundna styrkjakerfis í raun gert að greiða niður rekstur keppi- nautanna, annars vegar flutning mjólkurinnar og hins vegar verð á einstökum vörum eða afurðum. Morgunblaðið/Þorkell Eðlilegra væri að landbúnaðarráðuneyti, eða hin nýja Landbúnaðarstofnun, safnaði upplýsingum um framleiðslu, sölu og birgðir að mati Mjólku. Mjólka vill ekki veita trúnaðarupplýsingar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is REKSTUR Sementsverksmiðj- unnar hf. hefur gengið vel að und- anförnu og stefnir sementssala verksmiðjunnar á Akranesi á þessu ári nú yfir 130.000 tonn. Miðað við árið 2004 hefur sementssalan auk- ist um 30%. Að sögn Gunnars Her- manns Sigurðssonar, nýs fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, hefur Sementsverksmiðjan í sam- starfi við eigendur sína staðið fyrir 150.000 tonna sementssölu fyrstu 10 mánuði þessa árs, en samkvæmt sölutölum verksmiðjunnar og op- inberum heimildum um innflutning sements er heildarmarkaðurinn um 200.000 tonn á sama tíma. Þetta samsvarar því að markaðshlutdeild verksmiðjunnar og eigenda hennar sé um 75%. Að sögn Gunnars er á næsta ári gert ráð fyrir áframhald- andi mikilli sementssölu og að bú- ast megi við að það ástand vari fram á árið 2007, en þegar helstu stóriðjuframkvæmdum lýkur má reikna með töluverðum samdrætti, komi aðrar framkvæmdir ekki til. Gunnar tók um síðustu mán- aðamót við starfi framkvæmda- stjóra af Gylfa Þórðarsyni, sem hafði eftir 27 ára starf hjá verk- smiðjunni tilkynnt, að hann hygðist láta af störfum fyrir lok ársins. Gunnar hefur starfað hjá Sements- verksmiðjunni frá árinu 1981. Sementssala eykst um þriðjung Á FUNDI sínum í Kaupmannahöfn í gær ákváðu heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna og embættismenn þeirra að halda áfram að leita sam- norrænnar lausnar á þróun og fram- leiðslu bóluefnis við fuglaflensu. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra segir að á fundin- um hafi verið ákveðið að fulltrúar Svía annars vegar og fulltrúar Dana hins vegar útfæri nánar hvorir sínar hugmyndir í þessum efnum og að þær niðurstöður verði kynntar vinnuhópum allra norrænu ríkjanna eftir áramót. „Stefnt er að því að annar ráðherrafundur verði haldinn í mars nk. og að þar verði endanlega gengið frá málinu.“ Jón segir að Danir og Svíar hafi mismunandi hugmyndir um það hverjir eigi að hafa yfirumsjón með þróun og framleiðslu bóluefnisins. Það hafi tafið afgreiðslu málsins hjá ráðherrunum. Danir vilja að verk- efnið verði í höndum danska sótt- varnaeftirlitsins en Svíar vilja skoða aðrar leiðir. Íslendingar hafa, að sögn Jóns, fylgt Dönum að málum. „Við teljum að danska sóttvarna- eftirlitið hafi yfirburðaþekkingu í þessu málum.“ Hann styður því það að danska sóttvarnaeftirlitið sjái um þróun bóluefnisins og að það verði skoðað hverjir muni sjá um fram- leiðsluna. Aðalatriðið sé þó það að norrænu ríkin standi saman að verk- efninu, komi til þess að fuglaflensan stökkbreytist og smitist milli manna. Ágreiningur tefur ákvörðun um þróun bóluefnis STÍGAMÓT tók við 500.000 kr. gjöf frá V-dags samtökunum í gær. Gjöf- in er gefin af því tilefni að í haust fengu V-dags samtökin 1.000.000 kr. styrk frá versluninni Debenhams og vildu þau í, anda jólanna, deila þeim styrk með Stígamótum. V-dags samtökin vilja styðja við samtök sem eru að vinna gegn of- beldi á konum og urðu Stígamót fyr- ir valinu að þessu sinni þar sem þau hafa alltaf verið V-dags samtökunum andlegur stuðningur í baráttunni gegn ofbeldi. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður V-dags samtakanna, afhenti Rúnu Jónsdóttur hjá Stígamótum pen- ingagjöfina. Deildu gjöf með Stígamótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.