Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 18
18 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„VIÐ Íslendingar erum furðu lostnir yfir þeim
samningi sem Norðmenn og Evrópusambandið
hafa gert um norsk-íslenzku síldina. Hann er al-
gerlega einhliða, án nokkurs samráðs við önnur
ríki sem eiga aðild að nýtingu stofnsins. Þetta
er að mínu mati mikið ábyrgðarleysi enda
ganga Norðmenn miklu nær stofninum með
þessu en fiskifræðingar telja ráðlegt,“ segir
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.
Einar segir ennfremur að með þessum samn-
ingi séu Norðmenn að auka aflahlutdeild sína
um 35% sé tekið mið af fyrri samningum og til-
lögum fiskifræðinga um hámarksafla. „Norð-
menn juku hlutdeild sína í fyrra og nú ganga
þeir ennþá lengra. Þetta er mikið ábyrgðarleysi
sem neyðir okkur Íslendinga til að hugsa okkar
gang,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
„Með samkomulagi Norðmanna og ESB um
veiðar á norsk-íslenzku síldinni er ljóst að kvót-
ar næsta árs verða langt umfram veiðiráðgjöf-
ina sem að sjálfsögðu er afar óæskilegt. Við eig-
um hinsvegar engan annan kost í stöðunni
vegna þessa framferðis Norðmanna, en auka
okkar kvóta einnig,“ segir Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóri LÍÚ, í frétt á heimasíðu
samtakanna.
Samkvæmt samkomulaginu munu Norð-
menn veiða 564.200 tonn af norsk-íslenskri síld
2006 og skip aðildarríkja ESB 62.000 tonn. Þá
fá ESB-skip að veiða síld í norskri lögsögu og
einnig verður banni við löndun þeirra á síld í
Noregi aflétt. Með samkomulaginu er ljóst að
veiði úr norsk-íslenzka síldarstofninum verður
langt umfram veiðiráðgjöf Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins sem er 732.000 miðað við sam-
komulag strandríkjanna, Íslands, Noregs,
Færeyja, Rússlands og ríkja ESB um
langtímanýtingu stofnsins.
Árið 1996 gerðu strandríkin samning um
skiptingu veiða úr stofninum þannig að í hlut
Noregs komu 57%, Íslands 15,54%, Rússlands
13,62%, ESB 8,38% og Færeyja 5,46%. Vegna
krafna Normanna um aukna hlutdeild þeim til
handa hefur samkomulagið verið í uppnámi frá
árinu 2003. Þetta hefur leitt til þess að meira
hefur verið veitt úr stofninum en markmið um
langtímanýtingu hans gerir ráð fyrir. Á þessu
ári settu Norðmenn sér einhliða kvóta úr stofn-
inum sem var um 14% hærri en hlutur þeirra
samkvæmt samningnum frá 1996 kvað á um.
Það leiddi til þess að hin strandríkin hækkuðu
einnig kvóta sína.
Samkvæmt samkomulagi Norðmanna og
framkvæmdastjórnar ESB er kvóti Norð-
manna um 35% hærri en hlutur þeirra væri
samkvæmt samningnum frá 1996 miðað við að
veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins væri
fylgt. Hlutur ESB samsvarar hinsvegar hlut
þeirra samkvæmt samningnum frá 1996. Að
mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmda-
stjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna,
blasir við að íslensk stjórnvöld auki kvóta ís-
lenskra skipa samsvarandi og Norðmenn hafa
gert. Þá verði að gera ráð fyrir að Færeyingar
og Rússar bregðist einnig við. Friðrik kveðst
hafa heyrt í útgerðarmönnum í ESB sem séu
afar ósáttir við samkomulag framkvæmda-
stjórnarinnar við Norðmenn. Í fréttatilkynn-
ingu norskra yfirvalda vegna málsins segir
norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Store
að með samkomulaginu hafi verið komið á fót
fyrirkomulagi um sjálfbærar veiðar úr stofn-
inum til langs tíma. „Það er langt síðan maður
hefur heyrt önnur eins öfugmæli höfð eftir jafn-
háttsettum manni,“ segir Friðrik J. Arngríms-
son.
Ofveiði á norsk-
íslenzku síldinni
blasir við
Norðmenn taka sér sífellt aukna aflhlutdeild
ÍSLAND fær 17,63% kol-
munnakvótans í Norð-
austur-Atlantshafi á næstu
árum. Miðað við tveggja
milljóna heildarkvóta á
næsta ári koma 352.600
tonn í hlut Íslendinga á
næsta ári. Aflaverðmæti
þess gæti numið um 2,4
milljörðum króna og út-
flutningsvermæti fiskimjöls
úr því magni gæti verið ná-
lægt 5 milljörðum króna.
Kolmunnaafli okkar á þessu
ári verður um 260.000 tonn.
Skrifað var undir samkomulagið á strand-
ríkjafundi Íslands, Færeyja, Noregs og Evr-
ópusambandsins í Ósló í gærmorgun. Eftir
fund strandríkjanna í Kaupmannahöfn, í
byrjun nóvember, lá fyrir samningur í meg-
inatriðum en ganga þurfti frá lokaútfærslu
hans, áður en hægt var að skrifa undir end-
anlegan samning. Samkvæmt samningnum
munu strandríkin skipta leyfilegum heildar-
afla sínum úr kolmunnastofninum þannig að
Evrópusambandið fær 30,5%, Færeyjar
26,125%, Noregur 25,745% og Ísland 17,63%.
Gert er ráð fyrir að leyfilegur heildarafli
strandríkjanna verði 2.000.000 tonna árið
2006 og koma 352.600 tonn í hlut Íslendinga.
Til viðbótar kvóta strandríkjanna er gert ráð
fyrir því að á vettvangi Norðausturatlants-
hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) muni
verða veittar heimildir til veiða á úthafinu ár-
ið 2006 þar sem Rússar fái 100.000 tonna
kvóta og Grænlendingar 10.000 tonn. Þar af
leiðandi verður hlutdeild Íslands í heildarafl-
anum lítið eitt lægri hlutfallslega, þegar allt
er talið, en strandríkjakvótinn segir til um.
Miðað við verðmæti afla undanfarinna
tveggja ára má ætla að aflaverðmæti Íslend-
inga 2006 gæti orðið um 2,4 milljarðar króna.
Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ís-
lenskra fiskimjölsframleiðenda má gera ráð
fyrir að útflutningsverðmæti á mjöli sé u.þb.
tvöfalt aflaverðmæti. Með samkomulaginu er
endi bundinn á stjórnlausar veiðar undanfar-
inna ára, sem hafa ógnað kolmunnastofn-
inum, en hann er sá fiskistofn sem mest hefur
verið veiddur undanfarin ár í Norður-
Atlantshafi.
Sögulegt samkomulag
Stjórnlausar veiðar úr kolmunnastofninum
undanfarin ár hafa stefnt stofninum í hættu,
en með samkomulaginu hefur tekist að koma
í veg fyrir þær. Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna, segir á heimasíðu LÍÚ að hér
sé um sögulegt samkomulag að ræða. Mik-
ilvægt sé að ná stjórn á veiðunum. Málið hafi
hingað til verið í sjálfheldu en samningurinn
geri mögulegt að stunda veiðarnar á sjálf-
bæran hátt, að byggja stofninn upp til fram-
tíðar og að skipuleggja veiðarnar þannig að
þær verði hagkvæmari en verið hefur.
Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri sjáv-
arútvegsráðuneytisins, sem undirritaði
samninginn fyrir Íslands hönd, segir enn-
fremur á heimasíðunni að ástæða sé til þess
að óska öllum sem að samningnum komu til
hamingju með hann, en með honum náist tök
á veiðunum þannig að þær geti orðið sjálf-
bærar. Jafnframt sé búinn til grundvöllur
fyrir aukinni hagkvæmni veiðanna. Vil-
hjálmur segir að það sé þakkarvert hve hags-
munaaðilar í sjávarútvegi í samningslönd-
unum hafi lagt mikið á sig til þess að gera
samninginn mögulegan.
Skrifað undir samning
um veiðar á kolmunna
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Útgerð Kolmunnaveiðum er nú lokið þetta árið. Aflinn varð um
260.000 tonn. Hér er Jón Kjartansson að koma úr sinni síðustu
veiðiferð fyrir Eskju á Eskifirði, en útgerð hans verður nú hætt.
ÚR VERINU
VERÐLAUNATILLAGA í hugmyndasamkeppni um
skipulag útivistarsvæðis við Nauthólsvík höfðar til
margra hópa, m.a. siglingafólks, hjólreiðafólk og
grillara, ásamt því að heiti lækurinn er heimtur aftur. Í
tillögunni er hugað að heildarmynd svæðisins og settar
eru fram hugmynd að stígakerfi sem liggur í hring og
má segja að við hvert fótmál sé eitthvað spennandi. Til-
löguna unnu þeir Auðbergur Daníel Hálfdánarson, Elv-
ar Örn Þormar og Hanus Jacobsen, nemendur í Verzl-
unarskóla Íslands, og voru verðlaunin 100.000 krónur.
Reykjavíkurborg efndi til hugmyndasamkeppninnar
sem bar nafnið „Ef ég mætti ráða…“ meðal meðal ungs
fólk á aldrinum 13 - 19 ára og bárust alls 36 tillögur í
keppnina frá 63 einstaklingum. Markmið keppninnar
var að hvetja ungt fólk til að hafa áhrif á skipulag
svæðisins en margir í þessum aldurshópi nýta það nú
þegar eða eiga eftir að stunda þar nám, vinnu eða jafn-
vel búa þar, segir í frétt frá Reykjavíkurborg.
Í öðru sæti varð tillaga þeirra Elínar Bjarkar
Tryggvadóttur og Helgu Guðrúnar Óskarsdóttur en
hún leggur áherslu á að gera svæðið aðlaðandi á öllum
árstímum. Míní-golfvöllur breytist þannig í skautasvell
á vetrum. Þar birtist líka evrópskt torg með íslensku
yfirbragði, en torgið er umkringt veitinga- og kaffi-
húsum í íslenskum bárujárnsstíl.
Þriðju verðlaun hlaut tillaga þar sem er m.a. að finna
frumlega hugmynd að neðansjávargöngum sem nýta
má til að skoða lífríki sjávarins. Þá tillögu unnu Fanney
Sigrid Ingólfsdóttir, Þóra Óskarsdóttir og Íris Stefanía
Skúladóttir.
Verðlaunatillögurnar verða fylgigögn í alþjóðlegri
hugmyndasamkeppni sem haldin verður um skipulag
alls Vatnsmýrarsvæðisins.
Hugmyndasam-
keppni um skipu-
lag Nauthólsvíkur
Verðlaunahöfum fagnað, frá vinstri Auðbergur Daníel
Hálfdánarson, Elvar Örn Þormar og Hanus Jacobsen.
KRISTINN á Berg – athafnamaður við Eyjar blár, er
heiti nýútkominnar bókar um skipstjórann og útgerð-
armanninn Kristinn Pálsson í Vestmannaeyjum. Krist-
inn var farsæll og þekktur skipstjóri um árabil á Berg
VE 44, en hann lést árið 2000. Hann var „athafnamað-
ur af lífi og sál, athafnaskáld í orðsins fyllstu merkingu.
Allt hans starf byggðist á íhugun og áræði og í þeim
anda er byggt hið öfluga fyrirtæki Bergur–Huginn ehf.
Fyrirtækið er í raun spegilmynd af þeirri athafnagleði
sem er aðalsmerki Vestmannaeyja og dregur dám af
öllum aðstæðum þar,“ segir m.a. á kápu bókarinnar.
Höfundar bókarinnar um Kristin á Berg eru Árni
Johnsen, sem jafnframt ritstýrði bókinni, og Þórleifur
Ólafsson blaðamaður. Byggist bókin á viðtölum við
Kristin heitinn og ýmsa samferðarmenn hans. Bókina
prýðir fjöldi ljósmynda sem flestar eru eftir Sigurgeir
Jónasson ljósmyndara. Útgefandi er Bergur–Huginn
ehf. og er bókin til sölu hjá Pennanum í Vestmanna-
eyjum.
Bók um at-
hafnaskáldið
Kristin á Berg
Morgunblaðið/RAX
Magnús Kristinsson, sonur Kristins á Berg, Árni John-
sen, annar bókarhöfunda og Þóra Magnúsdóttir, ekkja
Kristins, eru hér með nýútkomnu bókina.
Jól hjá fimm
tónlistarmönnum
Góðmennt á aðfangadag hjá
Jóni Sigurðssyni og fjölskyldu
á morgun