Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 46

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SAGA sjávarútvegs á íslandi er gagnmerkt rit. Nú er þriðja og síð- asta bindi sögunnar, Nýsköpunar- öld, komið út. Í bókinni heldur sagnfræðingurinn Jón Þ. Þór áfram að rekja sögu sjávarútvegs á Ís- landi, en í bindunum þremur hefur hann fjallað um þennan mikla at- vinnuveg á upphafi Íslandsbyggðar til ársins 1973. Sagan í þessu síðasta bindi hefst árið 1939 þegar heimsófriðurinn vofir yfir þjóðinni og alger óvissa ríkir um framvindu mála. Reyndar fór það svo að stríðsárin skiluðu ís- lenzkum miklum tekjum, svo mikl- um að hann reis úr öldudal krepp- unnar til slíkra álna að til ríkis- afskipta kom til að ráðstafa tekjunum. Íslendingar stóðu þessi árin einir að miðunum umhverfis landið, sem við það fengu góða frið- un eftir gífurlega sókn Breta, Þjóð- verja og annarra þjóða hingað. Skipin sigldu með ferskan fisk og segja má að verð hafi farið hækk- andi allan tímann. Þessu skammrifi fylgdi þó böggull, því margir ís- lenzkir sjómenn fórust í þessum siglingum, bæði í slæmum veðrum og vegna árása Þjóðverja á skipin. Höfundur skiptir bókinni í nokkra meg- inkafla; Sjávarútveg í heimsstyrjöld, Ný- sköpun, Togara- útgerðin 1946–1973, Vélbátaútgerðin 1946–1973, Sel- og hvalveiðar, Landhelg- ismál og landhelg- isgæzla og Fisk- verkun og fiskvinnslu. Loks fjallar hann um haf- og fiskirann- sóknir og sjávar- útveginn og rík- isvaldið. Í aðfaraorðum bókarinnar segir höfundur svo: Engum blöðum er um það að fletta, að með nýsköpuninni hófst nýtt tímabil í sögu íslensks sjávarútvegs og stóð í fullan ald- arfjórðung, allt fram um 1970. Það einkenndist af látlausri endurnýjun og uppbyggingu á öllum sviðum út- vegsins náði jafnt til fiskiskipaflot- ans, fiskvinnslu, hafnargerðar og markaðsmála, og reyndar er rétt að telja landhelgismálið einn anga þess. Oft var þróunin öfgakennd, og má víst benda á ýmis dæmi þess, að menn hefðu betur flýtt sér hægar en raun bar vitni. Miklu var hins vegar áorkað, og lífs- kjör urðu betri en nokkru sinni fyrr. Munu fáir hafa dregið það í efa, að það bæri öðru fremur að þakka sjávarútveginum.“ Þessi stutta lýsing á tímabilinu er raunsönn og bókin lýsir þessu vel. Gefin er heildarmynd af gangi mála studd ýms- um afmörkuðum dæm- um og það er virkilega fróðlegt að sjá hvernig staðið var að málum. Á þessum árum voru af- skipti stjórnvalda af sjávarútveg- inum í hámarki. Öllu var stýrt að of- an og ætlan stjórnvalda þess efnis að nota sjávarútveginn til að halda byggð í landinu og skapa aukna at- vinnu var öllum ljós. Það má segja að markmiðið hafi verið að fá ný- sköpunartogara í hvert sjávarpláss og helzt fleiri en einn. Svipað var svo við skuttogaravæðinguna sem hófst upp úr 1970. Það kom svo í ljós að misjafnlega gekk að græða á útgerðinni. Flestir gerðu vel en aðr- ir fóru á hausinn, rétt eins og geng- ur og gerist. Oft á tíðum var nýi togarinn frekar böggull en skamm- rif. Þessi saga sýnir okkur að sjáv- arútvegurinn hefur alla tíð gengið í gegnum öldudali en alltaf hefur fleyið staðið af sér öldurótið og út- vegurinn staðið sterkari á eftir. En líklega hefur áfallið aldrei verið meira en þegar síldin hvarf. Þá var leiðin úr öldudalnum löng. Eins og áður sagði voru afskipti ríkisvaldsins af sjávarútveginum mikil á þessum árum. Um það segir höfundurinn meðal annars svo: Þeg- ar litið er yfir sögu íslensks sjávar- útvegs á tímabilinu 1945–1970 og hugað að samskiptum hans við stjórnvöld, blasir við næsta und- arleg mynd. Hún minni að sínu leyti á klessumálverk eftir marga mál- ara, þar sem hver listamaður hefur bætt sínum lit og sínu málning- arlagi í myndina. Grunnliturinn táknar nýsköpunina, en þegar tók að halla undan útgerðinni um 1950, jukust afskipti ríkisvaldsins að mun og á tímabilinu frá því um 1950 og fram um 1970 voru „ráðstafanir í sjávarútvegsmálum“ eitt helsta við- fangsefni hverrar ríkisstjórnar, og málaði þá hver með sínum lit. Þess- ar ráðstafanir fólust í ýmiss konar aðgerðum, sem stundum minna helst á efnahagslega loftfimleika, bátagjaldeyriskerfið 1951–1956, endalausar færslur á fjármunum úr einum vasa í annan, bóta- og upp- bótakerfi, og þannig mætti lengi telja. Þegar svo allt var komið í þrot, var gengisfelling þrautaráðið, en aldrei tókst að koma rekstri sjávarútvegsins í heild á réttan kjöl, þó vissulega væru dæmi um ágæt- lega rekin útvegsfyrirtæki víða um land.“ Síðari dæmi virðast sanna það að bezt er að þessi opinberu afskipti séu sem minnst. Þetta er vel skrifuð saga, sem lýsir á skýran hátt gangi mála á þessu umbrotatímabili. Lesandinn verður miklu betur að sér en áður og skilur betur hvernig og hvers vegna málin þróuðust á sinn hátt. Þegar litið er á bindin þrjú, sem eina heild hefur sagnfræðingurinn Jón Þ. Þór skráð samfellda sögu sjávarútvegs íslenzku þjóðarinnar með þeim hætti að vart verður bet- ur gert. Eftir lestur þessarar sögu kemur æ betur í ljós hve mikil und- irstaða sjávarútvegurinn hefur ver- ið þjóðinni og líkast til væri hér fá- tæklegt um að litast ef ekki hefði verið róið til fiskjar héðan. Sjávar- útvegurinn hefur verið sá aflvaki sem fært hefur íslenzkt samfélag inn í nútímann með hraðari og glæsilegri hætti en gerzt hefur með öðrum þjóðum. Jón Þ. Þór og sjáv- arútvegsráðuneytið eiga heiður skil- ið fyrir að færa þjóðinni þessa sögu. BÆKUR Sjávarútvegur Jón Þ. Þór 286 bls., Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 2005. Nýsköpunaröld Saga sjávarútvegs á Íslandi III. bindi Nýsköpun í ölduróti Jón Þ. Þór Hjörtur Gíslason JÓLATÓNLEIKAR Kamm- ersveitar Reykjavíkur eru orðnir fastur liður í jólaundirbúningi margra, enda er þetta 32. árið sem sveitin efnir til tónleika skömmu fyr- ir jól. Að þessu sinni verða tónleik- arnir haldnir í Áskirkju á morgun, sunnudaginn 18. desember, og hefj- ast þeir kl. 17, undir yfirskriftinni Faðir undrabarnsins Mozarts. Fjögur verk Leopolds Á næsta ári verða liðin 250 ár frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozarts og þótti Kammersveitinni vert, sem upptaktur að því mikla ári, að kynna Leopold Mozart, föður undrabarnsins Wolfgangs Amadeus- ar. Á efnisskrá tónleikanna eru fjög- ur verk eftir Leopold; Sinfonia di Camera í D-dúr fyrir horn, fiðlu, strengi og fylgirödd, konsert í Es- dúr fyrir tvö horn, strengi og fylgi- rödd, konsert í D-dúr fyrir trompet, tvö horn, strengi og fylgirödd og Sinfonia di Caccia í G-dúr fyrir fjög- ur horn, strengi, fylgirödd og pákur. Einleikarar á tónleikunum verða hornleikararnir Jósef Ognibene, Emil Friðfinnsson, Stefán Jón Bern- harðsson og Þorkell Jóelsson, Eirík- ur Örn Pálsson trompetleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Með þeim leikur þrettán manna strengjasveit. „Ef Wolfgang hefði ekki verið til hefði Leopold verið frægi Mozart- inn, það er enginn vafi á því. Hann var það gott tónskáld,“ svarar Jósef Ognibene hornleikari, aðspurður hvort Leopold sé á einhvern hátt jafnoki sonar síns. „Hann er ekki sami snillingur og sonurinn, en það er dálítið merkilegt að hugsa til þess að einleiksverkin þrjú fyrir horn, sem leikin verða á tónleikunum, eru öll samin um það leyti sem Wolfgang fæðist – sinfónían fyrir fjögur horn er meira að segja samin á árinu sem hann fæðist. Þetta er því líklega fyrsta tónlistin sem ungi Mozart heyrir, sem er áhugavert í ljósi þess sem síðan varð um hann.“ Brautryðjandi í hornleik Jósef segir Leopold Mozart á margan hátt hafa verið brautryðj- anda í hornleik. „Hann er einn af þeim fyrstu sem notfæra sér ríku- lega þá staðreynd að hornið er úti- hljóðfæri sem er gjarnan notað við veiðar, og tónlist hans ber mikinn keim af því. Wolfgang yngri átti síð- ar eftir að semja fjóra eða fimm hornkonserta á ævi sinni, sem allir enda með veiðistefi. Líklega hefur hann fengið þá hugmynd frá föður sínum,“ útskýrir Jósef. „Ég myndi segja að veiðimannastefið væri eitt af meginþemum jólatónleikanna, þar sem það kallast á við rómantískari hlið hornsins sem fær líka að syngja mikið í hægari köflum. Það eru mjög aðlaðandi andstæður sem skapast þar.“ Hann segir hornleikara lánsama að þó nokkuð er til af tónlist fyrir horn frá ýmsum tímabilum, og helgist það meðal annars af því að nokkrir þeirra höfðu aðgang að góð- um hornleikurum. „Faðir Richards Strauss var til dæmis hornleikari, og þess vegna skrifaði Strauss mikið fyrir horn. Þó að pabbi Mozarts hafi ekki leikið á horn var góður fjöl- skylduvinur þeirra einn snjallasti hornleikari síns tíma. Það var fyrir tilviljun að þeir þekktu þennan mann, sem var ostagerðarmaður að starfi, en sú staðreynd hvatti Wolf- gang engu að síður mjög til að semja fyrir hljóðfærið. Einhvern snjallan hornleikara hlýtur Leopold líka að hafa þekkt í Salzburg á þessum tíma, því þessi verk hans eru mjög krefjandi fyrir hornin.“ Jólaleg barokktónlist En er þetta jólaleg tónlist, sem verður leikin á tónleikunum á morg- un? „Einhverra hluta vegna þykir nútímafólki alltaf jólalegt að heyra barokktónlist; tónlist fram til miðrar 18. aldar. Í því ljósi myndi ég segja já,“ svarar Jósef. Og hornið er líka hátíðlegt hljóðfæri, ekki satt? „Vissulega, og það er trompetinn líka, enda hefð í kirkjum hérlendis að leika á trompeta þar fyrir jólin. Síðan þykja mörgum Árstíðir Vi- valdis jólalegar, og tónlist Leopolds Mozarts er mjög í ætt við tónlist hans. Ég held að fólk sem sækist eft- ir að heyra slíka tónlist á jólum verði ekki fyrir vonbrigðum.“ Tónlist | Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur undir yfirskriftinni Faðir undrabarnsins Mozarts haldnir í Áskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 Morgunblaðið/Ómar Hornleikararnir Jósef Ognibene, Emil Friðfinnsson, Stefán Jón Bernharðsson og Þorkell Jóelsson, Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari og Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari leika einleik á tónleikunum á morgun, en með þeim leikur þrettán manna strengjasveit. Fjögur horn, trompet og fiðla leika einleik á jólatónleikum Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir í Ás- kirkju á morgun og hefjast þeir kl. 17. Í GÆR fór út af lager bókaforlags- ins Bjarts Harry Potter-bók númer 100.000. Á síðu 333 í þessu eintaki bíður lesandans óvæntur glaðn- ingur, gjafabréf á ævintýralega helgarferð fyrir tvo til Edinborgar í boði Bjarts og Icelandair. Þetta eru þær slóðir þar sem J.K. Rowl- ing hóf að skrifa fyrstu Harry Pot- ter bókina, þá fátæk einstæð móðir. Bókaforlagið Bjartur hefur á undanförnum sjö árum gefið út sex bækur í bókaflokknum um galdra- strákinn knáa, Harry Potter en sem kunnugt er hefur sjötta Potter- bókin, Harry Potter og Blendings- prinsinn, setið í efstu sætum ís- lenskra metsölulista undanfarnar vikur. Búið er að dreifa þeirri bók í yfir 12.000 eintökum en áður en sala hennar hófst höfðu tæplega 88.000 eintök af eldri Harry Potter bók- unum selst hér á landi. 100.000 eintök af Harry Potter KÚARIÐA nefnist þetta verk danska myndlistarmannsins Jens Galschiot í Victoria-garðinum í Hong Kong. Verkið er tæplega þrjátíu feta vog með kýrskrokki í annarri skálinni og fimm soltnum afrískum börnum í hinni. Að sögn listamannsins á verkið að tákna þá staðreynd að ríkustu lönd heims verja fimm sinnum meira fé til að styrkja landbúnaðinn heima fyrir en til þróunaraðstoðar í þriðja heiminum. Reuters Kúariða í Hong Kong

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.