Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 52

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 52
52 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TÓNLEIKAR Roundtrip frá Nor- egi voru ágætlega kynntir og sóttir eftir því sem gerast vill þegar tíu dagar eru til jóla. Afturá móti sá ég hvergi þá háværu gagnrýnendur sem finnst flest sem gert er í djass- tónleikahaldi hér fánýtt: það vanti nýja djassinn og unga fólkið erlendis frá – ekki síst Njújorkarana og Norðmennina. Þarna voru þrír frábærir norskir ungdjassistar á ferð og Norræna húsið bauð ókeypis inn; en ekkert sást til þeirra háværu frekar en fyrri daginn. Roundtrip var stofnað í Þrándheimi 2002 og vann Norrænu ungdjasskeppnina 2003, en er nú kvartett. Sænskri víbrafón- leikarinn Matthias Ståhl sem leikur með þeim komst ekki til Íslands vegna veikinda föður síns og var það skaði. Aftur á móti lék Davíð Þór á píanóið í tveimur síðustu lögunum, en hann er góðkunningi þremenn- inganna frá Þrándheimsdvöl sinni og lék m.a. með hljómsveit Vågens, Motiv, sem oft hefur komið til Ís- lands. Það fór ekki á milli mála að Holm var hljómsveitarstjórinn og snerist spilið að mestu kringum hann. Ég býst við að öll lögin á efnisskránni hafi verið eftir Holm utan Sun Ra klassíkin The satellites are spinning af The solar myth approach frá 1970. Þar lék Davíð Þór með og spann kröftugar leikandi línur með botn- þungum hljómum. Ekki mjög Sun Ra-legur en ákaflega skemmtilegur sem jafnan. Hann þarf að fara að senda að nýju frá sér alvöru djass- plötu. Þegar blásið er frjálst, hvað þá í altósaxófón, kemur Ornette Colem- an upp í hugann, áhrifamesti djass- leikari frjálsa spunans. Mér finnast flestir ungu drengirnir sem nú eru að leika frjálst sækja mest til hans, þótt áhrifa frá Ayler og jafnvel Dolphy og Braxton gæti einnig. Tón- list Roundtrips var að vísu dálítið nútímalegri en fyrstu verk Colem- ans, en hefðu sómt sér vel að Atl- antic-skeiðinu loknu. Vågen, sem nú leikur m.a. með Bugge Wesseltoft, og Kolberg voru fínir í rýþmanum, sér í lagi Vågen sem þrátt fyrir stut- tóma tón spilaði margan kitlandi sólóinn. Eitt af skemmtilegri lögum kvöldsins var Gipsy love, það eina sem Holm kynnti með nafni af verk- um sínum (og það á ensku í Norræna húsinu), og þar blés hann í bary- tonsaxófón auk altósins. Tónninn var fínn á nótum Carneys og Adams, og hefði ég viljað heyra hann blása meira í þann saxófón. Hann blés líka í klarinett með nokkuð kaldskærum tóni – langt frá Jimmie Giuffre, en tónlist gömlu hvítu frjálsdjassarana, Giuffres og Paul Bleys, sem Holm tileinkaði eitt laganna, hefur greini- lega haft áhrif á hann. Holm var jafnan yfirvegaður í spuna sínum og oft langar þagnir milli línanna, sem voru nokkuð stuttar í upphafi sóló- anna en lengdust er leið á. Hann byggði sólóa sína vel og blés ekkert útí loftið einsog David Murray ofl. gerðu gjarnan í hálftíma sólóum sín- um eftir 1970. En hann hefði stund- um átt að sleppa fram af sér beislinu einsog í fimmta verkinu á efnis- skránni, þar sem hann urraði dálítið og Ayler gægðist fram. Hafi Norræna húsið þökk fyrir gott gestaboð. Vernharður Linnet Frjálst og bundið DJASS Norræna húsið Klaus Ellerhusen Holm altó-barrý- tonsaxófón og klarinett, Ole Morten Våg- an bassa og Ole Thomas Kolberg tromm- ur. Gestur: Davíð Þór Jónsson píanó. Norræna húsið 14.12. 2005. Roundtrip Davíð Þór Jónsson ÓÐFLUGUR nefnist ný geislaplata sem gefin er út af Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Á plötunni er að finna sautján frum- samin lög, sem Jóhann Helgason hef- ur samið við kvæði eftir Þórarin Eld- járn úr barnabókunum Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna. Það var Jóhann sjálfur sem átti frumkvæðið að gerð plötunnar, en lögin samdi hann í byrjun árs í fyrra. „Það var nú hálfgerð tilviljun að þetta fór af stað,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Þannig var að strákurinn minn, sem er sjö ára, kom heim með þessar bækur Þórarins af bókasafninu. Ég fór að glugga í þær og fannst þær svo skemmtilegar og frábærar í alla staði, að ég tók til við að semja við nokkur kvæðanna.“ Kvæðin taka völdin Jóhann segir óvenjuvel hafa gengið að semja lögin, enda kvæði Þórarins einstaklega vel til fallin að semja við. Meðal kvæðanna sem hljóma á plöt- unni eru Á hundagötu 100, Símalandi í Símalandi, Óli njóli njólasali og Halló þarna halastjarna. „Það er nú mjög oft þannig, þegar maður er með góð kvæði í höndum, að lögin koma eins og af sjálfu sér – maður ræður ekki öllu sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi hingað til ekki mikið fengist við að semja við kvæði af þessu tagi; galsafullum barnakvæðum. „Andinn í ljóðinu kall- ar á ákveðið yfirbragð og ljóðin hans Þórarins eru skemmtilega súrrealísk. Maður getur ekki annað en fylgt þeirri stemningu.“ Þekktir tónlistarmenn Ernst Backman hannaði útlit disksins í kringum myndskreytingar Sigrúnar Eldjárn og kvæðin fylgja einnig myndskreytt. Þá kemur fríður flokkur tónlistarfólks við sögu á Óð- flugum, meðal annars hljóðfæraleik- ararnir Guðmundur Pétursson, Jó- hann Hjörleifsson og Hjörleifur Valsson, auk þess sem Jóhann sjálfur dustar rykið af bassanum eftir 30 ár, eða allt frá því hann lék með hljóm- sveitinni Change á öldinni sem leið. Þá syngja Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Hilmarsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Valgeir Guðjónsson og Andrea Gylfadóttir á plötunni, svo dæmi séu tekin. Jón Ólafsson stjórn- aði síðan upptökum á plötunni. Að sögn Jóhanns voru allir hlut- aðeigandi tilbúnir til að taka verkið að sér fyrir málefnið, fyrir lægri þóknun en undir venjulegum kring- umstæðum. „Það voru allir mjög já- kvæðir, en það er ekki hægt að ætlast til að tónlistarmenn eigi að gefa vinnu sína að fullu, því hún er þeirra lifi- brauð. Þá gæti maður allt eins sagt að læknar eða aðrir ættu að gefa vinnu sína,“ segir hann. „Það væri erfitt að útskýra fyrir fjöl- skyldunni að maður ætlaði að vinna í nokkra mánuði kauplaust að svona plötu, en það tóku allir miklu minna en þeir gera venju- lega. Allur ágóði af plötunni rennur síðan til Um- hyggju.“ Málum er þannig háttað að kostn- aður við gerð plöt- unnar er greiddur af styrktarfyr- irtækjum Umhyggju, sem getið er í bæklingi geislaplötunnar. Ágóðinn af hverju seldu eintaki rennur síðan óskiptur til félagsins og starfsemi þess. Skemmtileg plata til styrktar góðu málefni Jóhann segist telja að hér sé um fína jólagjöf að ræða, fyrir alla ald- urshópa. „Ég held að þetta sé mjög góð jólagjöf; skemmtileg plata til styrktar góðu málefni,“ segir hann að síðustu. Tónlist | Jóhann Helgason tónlistarmaður semur við ljóð Þórarins Eldjárns til handa langveikum börnum á geisladisknum Óðflugum sem kom út nýlega Ljóðin hans Þórarins eru skemmtilega súrrealísk Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Hægt er að nálgast Óðflugur með því að hringja í grænt símanúmer, 800 6633. Þórarinn Eldjárn Jóhann Helgason HVAÐ er meira freistandi fyrir drif- mikinn plötuframleiðanda hér á sjóskíðaöld glamúrsins þegar í hlut á glæsilega útlítandi ungur tenór – sem í þokkabót kann ekki aðeins að syngja heldur líka vel – en að nýta sér hvort tveggja fram í hörgul? Þetta var hið fyrsta sem mér datt í hug þegar ég kynnti mér þriðja disk PlanB Rec- ords, „Cortes“. Enda fylgja alls átta heil- sformatsmyndir af söngvarum, sjö í heft- inu, ein á hulst- ursbakhlið, og allar fallnar til að koma hjörtum ung- meyja (og e.t.v. einnig hinna eldri) til að slá örar. En er nokkuð að því? Er það ekki einmitt það sem (kven)fólkið vill, og markaðurinn heimtar? Það má vel vera. Kæmi svosem ekki á óvart ef forstjóri PlanB hafi reynzt vita sínu viti og diskurinn eigi eftir að mala gull. Á dvergvöxnum plötumarkaði Klakans yrði það ekki lítið afrek út af fyrir sig. Og jafnvel þótt sjálfum kæmi mér seint í hug að festa ótilneyddur fé í þessar tíu dí- sætu ástarballöður, þá væri meira en meðaldul að ímynda sér að allir hefðu sama smekk og ég. Hér er náttúrulega umfram allt átt við lagavalið, sem erfitt er í sjálfu sér að bæsa niður í flokka, þó í gróf- um dráttum mætti kannski kalla nú- tíma „easy listening“ ballöðupopp í léttklassískum strengjaumbúðum. Sumt af því tagi sem blindi tenórinn Andrea Bocelli tendraði með smér- taugar fagra kynsins milli tvítugs og sjötugs, annað næsta bæ við. En sem fyrr sagt kann piltur sem betur fer að syngja, og hljómmikil röddin hefur m.a.s. ekki ólíka burði til að lyfta iðnaðarsykrinum í svip- aðar hæðir og Sissel Kirkjebø tókst hér fyrr um árið, jafnvel þótt glass- úrað lagaval þessa disks hafi hvað mig varðar langt í frá sömu fersku tilhöfðun og þjóðlagaskotið pró- gramm norska næturgalans. Það kann auk þess að stafa af því að ég sé einfaldlega af röngu kyni. Get að vísu ekki neitað því, að hefðu að- eins verið 2–3 hressi- lega hraðrokkuð eða djössuð tóndæmi á meðal allra eldhúsróm- anzanna hefði matseð- illinn verið mér mun auðteknari í fjarvist klassískra númera. Og raunar grunar mann að fleiri hlustendur eigi eftir að sakna álíka bitastæðra kontrasta við hægferðugt hvunn- dagsrómantíska draumóramókið. En sem skjótvirkur skotpallur upp á (a.m.k. staðbundinn) frægð- arhimin gæti þessi að flestu öðru leyti vel unni diskur hins vegar átt eftir að reynast hreinasta snilld- arstrik á stuttum ferli. Og það bezta af öllu er, að eftir sem áður ættu Garðari Thór áfram að standa flest- ar klassískar dyr opnar. Nema auð- vitað ef svo bölvanlega skyldi vilja til að hann festist í farinu. „Tæp- kastist“, eins og þeir segja vest- anhafs. Væri harmur að því. Gasalega sætt TÓNLIST Hljómdiskur Cortes. 10 lög eftir Dalla, Foster, Björg- vin Halldórsson, Friðrik Karlsson. Mala- vasi, Óskar Pál Sveinsson og Ástu Sveinsdóttur. Garðar Thór Cortes tenór (með Maríönnu Másdóttur á nr. 2 og Selmu Björnsdóttur á nr. 7). Friðrik Karls- son gítar/útsetningar, Óskar Einarsson strengjaútsetningar, Lee McCutcheon hrynsetning og forritun. Hljóðritað í Brat- islava (strengir) og London 9/2005. Blandað og meistrað í Reykjavík. Fram- leiðandi: Friðrik Karlsson. Yfirframleið- andi: Einar Bárðarson. Lengd (óuppg.): 43:19. Útgáfa: PlanB Records. PLANB003, 2005. Garðar Thór Cortes Ríkarður Ö. Pálsson Garðar Thór Cortes AÐVENTUTÓNLEIKAR eru fremur hefðbundnir; lög á borð við Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból eru flutt á þeim flest- um, sem gerir auðvit- að ekkert til þegar haft er í huga að jólin eru bara einu sinni á ári. Samt er alltaf gaman að því þegar manni er boðið upp á eitthvað nýtt og tón- leikar fjögurra kóra undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur var kærkomin til- breyting. Heims um ból var vissulega á dag- skránni, en mig rekur ekki minni til að hafa heyrt „negra- sálminn“ Mary Had a Baby á kór- tónleikum hérlendis fyrr. Og hafi ég gert það trúi ég ekki að hann hafi verið eins skemmtilega fluttur. Ég myndi muna eftir því! Rétta sveifl- an var til staðar, sem er ekkert sjálfgefið, og blúsaður einsöngur Margrétar var svo fullur af kóm- ískri innlifun að maður sprakk úr hlátri. Tónleikarnir voru haldnir í Hall- grímskirkju og kórarnir sem um ræðir voru Vox feminae, Vox junior, Stúlknakór Reykjavíkur og Gosp- elsystur Reykjavíkur. Þetta voru konur á öllum aldri og líka stúlku- börn; mér sýndist þau yngstu varla vera eldri en fimm ára gömul. Svo ungar stúlkur syngja ekkert endi- lega hreint og var söngur þeirra á tónleikunum því kraftaverki lík- astur. Hann var ótrúlega tær og vel mótaður; greinilegt er að Margrét hefur einstakt lag á börnunum. Líkt og einsöngur kórstjórans í Mary Had a Baby var innlifun barnanna skondin; í laginu Börnin sváfu eftir Mons Leidvin Takle geispaði eitt þeirra svo einlæglega að það gat ekki verið tilgerð. Enda var söngurinn mjúkur og fallegur og hafði svo róandi áhrif að það lá við að maður sjálfur hyrfi í draumalandið! Ýmiskonar hrífandi tónlist var á dag- skránni; Maria Mater Gratiae eftir Fauré, Salve Regina eftir Busto, fyrsti kafli úr Gloríu í D-dúr eftir Vi- valdi og nokkur gríp- andi lög eftir fyrr- nefndan Takle auk annarra. Söngur allra kóranna var glæsi- legur, prýðilega sam- stilltur og hreinn og mismunandi raddir voru í góðu styrkleikajafnvægi. Hljómsveit óbóleikarans Krist- jáns Þ. Stephensen, fiðluleikarans Hjörleifs Valssonar, trompetleik- arans Eiríks Arnar Pálssonar og pí- anóleikarans Ástríðar Haralds- dóttur, sem hér spilaði á litla orgelið í kirkjunni, var sömuleiðis með flest sitt á hreinu og lék af smekkvísi og öryggi. Slá þú hjart- ans hörpustrengi eftir Bach, sem var síðasta atriði tónleikanna, var þrungið andakt, en líka tæknilega vandað og var það viðeigandi endir á frábærri dagskrá. Af kómískri innlifun TÓNLIST Hallgrímskirkja Vox feminae, Vox junior, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystur Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur fluttu ýmis lög. Hljómsveit: Hjörleifur Valsson, Eiríkur Örn Pálsson, Kristján Þ. Stephensen og Ástríður Haraldsdóttir. Fimmtudagur 15. desember. Kórtónleikar Margrét Pálmadóttir Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.