Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 57

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 57 UMRÆÐAN ÞAÐ KENNIR ÝMISSA GÓMSÆTRA GRASA Í SANDHOLT BAKARÍI VIÐ LAUGAVEG. INNAN UM GERÐAR- LEG BRAUÐ, GIRNILEGAR KÖKUR OG RJÚKANDI KAFFI LEYNAST GULLMOLAR OG STOLT BAKARÍSINS. HANDGERÐIR KONFEKTMOLAR Í HUNDRAÐA VÍS, HVER ÖÐRUM LJÚFFENGARI OG HREIN LISTAVERK Á AÐ LÍTA. EFTIR AÐ HAFA SÉRVALIÐ ALLT SEM ÞIG LANGAR Í GENGUR ÞÚ ÚT MEÐ MOLANA ÞÍNA Í FALLEGRI ÖSKJU OG BROS Á VÖR. Það er ekki bara kaffið sem er gott með súkk- ulaðinu. Styrkt vín með miklu ávaxta- bragði tvöfalda ánægjuna. Rivesalte Grenat 1999 frá Pujol er verðlaunað vín með löngu eftir- bragði sem gott er að drekka sem fordrykk og jafnvel enn betra með eftir- réttinum, þá gjarna úr rauð- um ávöxtum og ekki síst mildu súkkulaði. Ráðlagt er að drekka vínið við 15°C, og það fæst í flest- um vínbúðum fyrir 1.990 kr. Bragðbestu jólatrén í bænum Opið til kl. 22 til jóla JÓLAVÍN MEÐ SÚKKULAÐINU OG EKKI NÓG MEÐ AÐ ÞAR FINNIST GÓÐIR KONFEKTMOLAR HELD- UR HEILU JÓLATRÉN ÚR HANDGERÐU KONFEKTI ÚR HINU HEIMSÞEKKTA GÆÐASÚKKULAÐI FRÁ VALRHONA. ÞAÐ GETA FÁIR STAÐIST. HUGSJÓNIR Sjálfstæðisflokks- ins hafa alla tíð heillað mig: Frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi í opnu og frjálsu – mannúðlegu markaðsþjóðfélagi með borg- aralegu lýðræði. Ég fæddist þegar kalda stríðið var ennþá eitt stærsta hreyfiafl al- þjóðlegra stjórnmála. Og fljótlega eftir að ég byrjaði að lesa af ein- hverju viti fór ég að fylgjast með skrifum ritstjóra Morgunblaðsins um þá ógn sem fylgdi alræði kommúnismans og baráttu borg- aralegra lýðræðisafla fyrir frelsi. Seinna urðu knapplega skrifuð Helgispjöll þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins mér mikill inn- blástur. Rauði þráðurinn í þessum „essayum“ – sem einkenndi líka oft bæði Reykjavíkurbréf og leið- ara – voru listilega skrifaðar hug- leiðingar um undrið einstakling- inn, einræði vs. lýðræði, refagryfju stjórnmálanna og dýrið í mann- inum vs. hinn guðdómlega inn- blástur sem í honum býr. Allt í einu heggur sá sem hlífa skyldi Í áraraðir var Morgunblaðið vissulega málgagn Sjálfstæð- isflokksins. Og þegar það hætti því hélt það áfram að vera samvizka hans samt. Atriði eins og virðing fyrir einstaklingnum og frelsi hans, markaðsbúskapur án íhlut- unar ríkisins og kristilegt siðgæði voru ríkur þáttur í áminningum Morgunblaðsins ásamt hugleið- ingum um yfirburði borgaralegs lýðræðis þrátt fyrir ófullkomleika þess eins og við þekkjum það. Fyrir þessum hugsjónum barðist Sjálfstæð- isflokkurinn flokka bezt öll kald- astríðsárin. Og flokk- urinn náði að hefta útbreiðslu alræð- ishugmynda í stjórn- málum og skapa hér opið og frjálst þjóð- félag með dyggum stuðningi Morg- unblaðsins. En nú virðist þetta hafa breyst. Þótt ótrúlegt sé virð- ast margar af helstu hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og Morg- unblaðsins hafa verið að breytast í andhverfu sína á síðum blaðsins undanfarið. Morgunblað nútímans ver til dæmis af mun meiri ákafa athafnafrelsi embættismanna rík- isins til afskiptasemi og íhlutunar í líf borgaranna heldur en athafna- frelsi þeirra síðarnefndu. Þetta hefur komið fram í ítrekuðum áköllum blaðsins um sífellt harka- legri eftirlitsstofnanir ríkisins. Mikilvægar hugsjónir bjóða ekki upp á undantekningar Það tók opinbera embættismenn ellefu hundruð daga að rannsaka gögn frá Baugi, sem var aflað með mjög harkalegum aðgerðum af hlægilega litlu tilefni. Og þrátt fyrir öflugt aðhald virtustu dóm- stóla landsins ætlar þetta „mál“ að verða að einhvers konar þráhyggju hjá sumum kjörnum fulltrúum og embætt- ismönnum þjóð- arinnar. Þessi sterka eftirfylgni vekur mjög óþægilegar spurn- ingar. Það er dyggð að standa með vinum sín- um í pólitískri baráttu. Og það er dyggð að sýna ýtrasta trúnað og traust sínum sam- herjum. En þegar menn taka þátt í því að mikilvægar hug- sjónir breytist í andhverfu sína af hálfu samherja hættir það að vera dyggð að styðja málatilbúnað þeirra um leið og farið er yfir viss mörk. Mikilvægar hugsjónir eru ekkert gamanmál. Þær eru ekki heldur einkamál né áróðursmál. Og ef þær eiga rétt á sér gera þær ekki mannamun. Þar eru engar undantekningar. Og allir ein- staklingar eiga að njóta þeirra. Líka þótt þeir hafi eignast valda- mikla óvini í Sjálfstæðisflokknum. Skemmdarstarfsemi í skjóli opinberra embætta Borgaralegu lýðræðisþjóðfélagi var aldrei ætlað að einkennast af stórum gráum svæðum sem menn í opinberum embættum gátu vals- að um að vild. Í borgaralegu rétt- arríki áttu að vera skýr takmörk fyrir því hve langt menn gætu gengið til að klekkja á andstæð- ingum sínum. Um það átti hið borgaralega lýðræðis- og rétt- arríki að snúast sem grundvall- arhugsjónir Sjálfstæðisflokksins hvíla á. Vandi fylgir vegsemd hverri. Það er vandi að auðgast eins og það er vandi að fara með völd. Þessi vandi snýst ekki síst um það að kunna að hemja sjálfan sig. Mér virðist Morgunblaðið ekki hafa kunnað að hemja sjálft sig í skrifum sínum um Baugsmálið. Og ekki heldur nokkrir áhrifa- og valdsmenn í Sjálfstæðisflokknum. Á sama tíma virðist mér efna- mennirnir sem um ræðir hafa valdið undraverðri velgengni sinni furðuvel. Yfirmaður Ríkislögreglustjóra- embættisins er dómsmálaráðherra og fyrrverandi aðstoðarritsjóri Morgunblaðsins. Hans yfirmaður er forsætisráðherra. Þetta eru og voru allt heiðursmenn. En heið- ursmenn geta líka gerst sekir um siðferðisbrest. Ætlar einhver að halda því fram að deildarstjóri efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóraembættisins hafi farið í tug- eða hundraða milljóna króna rannsókn á tilteknu einkafyrirtæki úti í bæ í þrjú ár af nær engu til- efni án samþykkis síns yfirmanns? Og svo koll af kolli? Baugsmálið virðist í fljótu bragði hafa falið í sér meira en „veiðileyfi“. Þetta virðist hafa ver- ið hnitmiðuð skemmdarstarfsemi og hefndaraðför valdsmanna og opinberra embætta undir stjórn Sjálfstæðisflokksins að tilteknu einkafyrirtæki og forsvarsmönnum þess. Þessi skemmdarstarfsemi í skjóli embætta ríkisins er að mín- um dómi mun alvarlegri en allt sem Morgunblaðið hefur skrifað um eignasamþjöppun í þjóðfélag- inu í leiðurum sínum undanfarið. Hún er lögleg. Aðför opinberra embætta og valdhafa að einkafyr- irtæki og forsvarsmönnum þess er það sannarlega ekki og brýtur gróflega í bága við helztu hug- sjónir Sjálfstæðisflokksins. Skaðinn er skeður Það sem er ekki síst gagnrýni vert í aðdraganda Baugsrannsókn- arinnar er auðvitað aðkoma rit- stjóra Morgunblaðsins og lyk- ilmanna í Sjálfstæðisflokknum. Og það sem er mjög gagnrýnisvert við rannsóknina sjálfa er þvílíkum skaða hún hefur valdið þessu fyr- irtæki sem rannsóknin miðaðist við að vernda – á yfirborðinu. Undir yfirskini þess að verið sé að vernda fyrirtækið er því valdið meiri skaða en orð fá lýst. Og það af lögregluyfirvöldum með fulltingi dómsmálaráðherra! Segja má að ef einhverjum var í mun að klekkja á þessu fyrirtæki eða forsvars- mönnum þess ætti þeim sömu að vera sama hvernig mál hafa þróast hjá dómstólum. Skaðinn er skeður. Sjálfstæðisflokkurinn, Morgunblaðið og Baugur Ragnar Halldórsson fjallar um stefnu Sjálfstæðisflokksins, Baugsmál og Morgunblaðið ’…ef einhverjum var ímun að klekkja á þessu fyrirtæki eða forsvars- mönnum þess ætti þeim sömu að vera sama hvernig mál hafa þróast hjá dómstólum.‘ Ragnar Halldórsson Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.