Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 64
64 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
jólaguðspjallið í helgileik. Kenn-
arar í skólanum hafa annast und-
irbúning og þátttaka nemenda ver-
ið almenn.
Þessar samverur hafa verið fjöl-
sóttar og kærkomin stund í erli
jólanna til þess að setjast niður og
hugleiða inntak aðventunnar og
boðskap heilagra jóla.
Látum jólasöngvana hljóma með
allri fjölskyldunni og syngjum
saman um frið og helgi hátíð-
arinnar.
Athugið að þennan sunnudag
verður aðeins messan kl. 11, sem
er sameiginleg fyrir yngri sem
eldri.
Pálmi Matthíasson.
Guðsþjónusta
með Þorvaldi
AÐVENTUGUÐSÞJÓNUSTA
verður sunnudagskvöldið 18. des-
ember kl. 20 í Seljakirkju. Prestur
séra Valgeir Ástráðsson. Þorvald-
ur Halldórsson tónlistarmaður
syngur með okkur aðventu- og
jólasálma ásamt kirkjukór Selja-
kirkju. Stjórnandi kirkjukórs er
Jón Bjarnason tónlistarstjóri kirkj-
unnar. Altarisganga. Verið vel-
komin.
Tónlistarguðsþjón-
usta og hjálparstarf í
Hafnarfjarðarkirkju
FJÓRÐA sunnudag í aðventu 18.
desember kl. 11 verður tónlistar-
guðsþjónsta haldin í Hafnarfjarð-
arkirkju.
Þá mun Kristin Lárusdóttir
leika fagra tónlist er hæfir vel að-
ventunni sem er undirbúningstími
jóla. Ritningarorð verða lesin á
milli tónlistaratriða og fluttar
stuttar hugvekjur út frá þeim.
Prestur er sr. Gunnþór Þ. Inga-
son. Tekið verður við söfn-
unarbaukum og framlögum til
Hjálparstarfs kirkjunnar í þessari
tónlistarguðsþjónustu í Hafn-
arfjarðarkirkju.
Góðar gjafir í
Hjálparsjóð
á Selfossi
AÐ lokinni messu í Selfosskirkju á
þriðja sunnudag í aðventu, hinn
10. desember síðastliðinn, afhentu
hjónin Árni Valdimarsson og Nína
Björg Knútsdóttir, eigendur Fast-
eignasölunnar Bakka á Selfossi,
Hjálparsjóði Selfosskirkju kr.
250.000. Sóknarpresturinn, síra
Bænatónleikar
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
NK. MÁNUDAGSKVÖLD 19. des-
ember verða bænatónleikar í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði og hefjast
kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er
Sorgin og lífið. Það er Erna Blön-
dal sem stendur fyrir þessum tón-
leikum ásamt prestum kirkjunnar
og mun Erna syngja við undirleik
þekktra tónlistarmanna og prest-
arnir lesa ritningarorð.
Kirkjugestum gefst einnig kost-
ur á því að tendra kerti í minningu
látinna ástvina. Margir eiga um
sárt að binda þegar jólin eru í
nánd og eiga tónleikarnir því er-
indi við marga auk þess sem þetta
er gott tækifæri til þess að eiga
kyrrðarstund á aðventu.
Þorgeir Ástvalds og
Raggi Bjarna
í Laugarneskirkju
FJÓRÐA árið í röð er það Þorgeir
Ástvaldsson sem tekur að sér tón-
listarmálin í Laugarneskirkju við
guðsþjónustu kl. 11 á fjórða sunnu-
degi í aðventu.
Í fyrra fékk hann hinn ástsæla
söngvara, Ragnar Bjarnason, með
sér og svo verður einnig nú. Munu
þeir félagar bæði flytja tónlist og
leiða safnaðarsöng, en Bjarni
Karlsson sóknarprestur mun þjóna
ásamt Sigurbirni Þorkelssyni
framkvæmdastjóra safnaðarins.
Sunnudagaskólinn heldur sínu
striki eins og alltaf undir stjórn
Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis
Haraldssonar og Þorvalds Þor-
valdssonar.
Vert er að minna á að á að-
fangadag jóla kl. 16 verða að venju
haldnir „jólasöngvar barnanna“
þar sem jólaatburðurinn er svið-
settur og endursagður og við há-
tíðarguðsþjónustu jóladags verður
einnig boðið upp á sunnudagaskóla
í safnaðarheimilinu.
Jólasöngvar
fjölskyldunnar
í Bústaðakirkju
SUNNUDAGINN 18. desember
verða jólasöngvar fjölskyldunnar í
fjölskyldusamveru í Bústaðakirkju
kl. 11.
Þetta er samvera fyrir alla fjöl-
skylduna, þar sem jólalögin eru
sungin og börnin ásamt foreldrum,
öfum og ömmum koma saman til
kirkju og eiga helga stund.
Börn úr Fossvogsskóla flytja
Gunnar Björnsson og Valdimar
Bragason, kirkjuvörður, veittu
gjöfinni móttöku fyrir hönd sjóðs-
ins, og tjáðu hjónunum innilegar
þakkir.
Fimmtudaginn 15. desember sl.
afhentu þær Ragnheiður Ágústs-
dóttir, formaður Lionsklúbbsins
Emblu á Selfossi, og Unnur Ein-
arsdóttir, gjaldkeri klúbbsins,
Hjálparsjóði Selfosskirkju kr.
50.000. Fjáröflun Lionsklúbbsins
Emblu byggist á því, að konurnar
hafa tekið að sér ræstingu og þrif í
nýbyggingum, áður en flutt er inn.
Síra Gunnar Björnsson sókn-
arprestur og Eygló Jóna Gunn-
arsdóttir, djákni Selfosskirkju,
færðu þeim Ragnheiði og Unni
innilegustu þakkir af hálfu Hjálp-
arsjóðsins.
Þessar gjafir koma sér einkar
vel á þessum árstíma, þegar Sel-
fosskirkja réttir þeim hjálparhönd
fyrir jólin, sem þurfandi eru.
Fjölskyldusamvera
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA á
sunnudag kl 14. Hugljúf stund með
leikinni helgisögu, þar sem börnin
taka virkan þátt. Mikið verður
sungið, tónlistin verður í umsjá
Önnu Sigríðar Helgadóttur, Carls
Möller og Fríkirkjukórsins. Gam-
aldags englamyndir handa öllum
börnum og andabrauð á sínum
stað í lokin. Stundina leiða prestar
safnaðarins.
Stórtónleikar í Frí-
kirkjunni í Reykjavík
STÓRTÓNLEIKAR til styrktar
geðsviði Reykjalundar verða á
sunnudag kl. 17. Kirkjukór Lága-
fellssóknar og Fríkirkjukórinn í
Hafnarfirði ásamt hópi lands-
þekkts söng- og tónlistarfólks
heldur tónleikana. Allur ágóði
rennur óskiptur til málefnisins.
Heilunarguðsþjónusta
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
HEILUNARGUÐSÞJÓNUSTA í
samstarfi Fríkirkjunnar í Reykja-
vík og Sálarrannsóknarfélags Ís-
lands verður á sunnudag kl. 20. Í
stundinni er vitnisburður, ritning-
arlestrar og hugleiðing, söngur og
tónlist í umsjá Önnu Sigríðar
Helgadóttur og Carls Möller. Um-
sjón stundarinnar er í höndum Ásu
Bjarkar Ólafsdóttur.
Morgunblaðið/Ásdís
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
NÝLEGA birtist grein eftir mig í
Mbl. undir nafninu „Fjölmenning –
nei“. Margir hafa séð ástæðu til að
hringja í mig og þakka mér fyrir
þessa grein og jafnframt ræða þau
mál nokkuð sem hún fjallar um. Vil ég
þakka þau viðbrögð og sérstaklega
skynsamleg og yfirveguð sjónarmið
sem ég fékk að heyra hjá ýmsum
varðandi þessi mál.
En ein rödd var þó fölsk og vil ég
fara nokkrum orðum um það fyr-
irbæri.
Blaðamaður frá DV hringdi og
byrjaði á því að ljúka
miklu lofsorði á grein
mína, en síðan fór hann
að leggja út af henni
með þeim hætti að ég
skildi strax að hann
gerði sér nánast far um
að misskilja hana. Ég
reyndi góðfúslega að
benda honum á hvað ég
væri að meina, en hann
hélt áfram að leggja
mér orð í munn. Svo
spurði hann mig hvort
ég myndi vilja búa við
hliðina á araba, og vís-
aði í því sambandi á einhverja skoð-
anakönnun þar sem fólk hafði verið
spurt þeirrar spurningar. Ég svaraði
því til að hann gæti ekki sett alla
araba undir sama hatt, sumir þeirra
væru t.d. kristnir og það gæti breytt
miklu að áliti margra í þessu sam-
bandi. Hann spurði þá hvort ég gæti
hugsað mér að búa við hliðina á
kristnum araba. Ég sagði að það gæti
vel verið, en þó arabi segðist vera
kristinn segði það ekki allt, múslímsk-
ur arabi gæti þess vegna verið miklu
heilsteyptari og betri nágranni, nið-
urstaðan færi auðvitað eftir því mann-
gildi sem viðkomandi maður hefði.
Við ræddum svo fordóma og ég sagði
við hann að allir menn hefðu sína for-
dóma og hann virtist samþykkja það.
Svo setur maðurinn í blað sitt, í út-
lagningu af samtali okkar, fyrirsögn-
ina „Myndi búa við hlið kristins
araba“, og ennfremur að ég hefði
sagt, að ég teldi mig ekki hafa for-
dóma í garð innflytjenda. Auðvitað
sagði ég aldrei neitt slíkt enda hefði
það verið heimskulegt. Hvorki ég né
nokkur annar er dómbær um eigin
fordóma.
Að sjálfsögðu verða
aðrir að meta það, m.a.
af skrifum mínum, hvort
ég sé fordómafullur í
þeim. Þeir sem lesa
grein mín „Fjölmenning
– nei“ geta metið það
hvort hún sé fordóma-
full gagnvart innflytj-
endum eða málefnalegt
innlegg í umræðuna. Ég
læt öðrum það full-
komlega eftir í trausti á
almenna, þjóðlega dóm-
greind. Margt annað í
greinarkorni blaðamannsins og
reyndar flest er mistúlkað og rang-
fært og vil ég benda þeim sem vilja
kynna sér málið að lesa grein mína og
bera hana svo saman við túlkun blaða-
manns DV.
Viðræðan við þennan blaðamann
DV var í sjálfu sér fánýt en fræddi
mig þó nokkuð frekar um þennan um-
deilda fjölmiðil og þau vinnubrögð
sem þar virðast iðkuð. Mér finnst því
ástæða til að vara fólk við og benda
því á að fara varlega í skiptum sínum
við þetta blað.
Ég sagði að lokum við manninn, að
ef hann ætlaði að skrifa eitthvað um
þetta, færi hann með það eins og hann
væri maður til. Ég sé að hann hefur
gert það, og að mínu mati, fallið á því
manndómsprófi. Viðmið hans hefur
greinilega ekki verið að hafa það sem
sannara reyndist. Fyrir hvað standa
stafirnir DV annars – Daglega Verra?
Um eina falska rödd
Rúnar Kristjánsson fjallar um
samskipti sín við blaðamann DV
Rúnar Kristjánsson
’Viðræðan við þennanblaðamann DV var í
sjálfu sér fánýt en
fræddi mig þó nokkuð
frekar um þennan um-
deilda fjölmiðil og þau
vinnubrögð sem þar
virðast iðkuð.‘
Höfundur er húsasmiður.
TIL STENDUR að skera fram-
haldskólann niður um eitt ár og færa
kennsluefni niður í grunnskólana.
Lýsingarnar á því hvernig fyrirhugað
er að standa að þessu og hvernig eigi
að „nýta tímann betur“ í grunn-
skólum landsins minna helst á
„Nürnberger Trichter“, hugmynd frá
sautjándu öld um trekt sem notuð er
til að hella námsefni ofan í nemendur.
Staðreyndin er hins vegar sú að
námshæfileikar eru mismunandi og
sumir geta lært meira
en aðrir. Hugsjónin um
einstaklingsbundið
nám er frábær en hún
er ekki framkvæm-
anleg nema að hluta
miðað við þær að-
stæður sem grunn-
skólakennarar búa við.
Því fá margir nem-
endur, sem gætu bætt
við sig námsefni, ekki
kennslu við hæfi. Þess
vegna er tímabært að
athuga hvort grunn-
skólinn ætti ekki að fá meira svigrúm
til að sinna þeim betur sem geta lært
meira. En að gera núna meiri kröfur
til allra jafnt þýðir að gera nákvæm-
lega sömu mistökin og áður, bara á
hinn veginn. Sennilega eru það verri
mistök ef horft er til þess þáttar sem
kannski skiptir mestu máli eftir allt
saman, nefnilega líðanar nemenda í
skóla. Góð líðan er meginforsenda
góðs náms og heilbrigðs þroskaferils
fyrir hvern og einn. Ef gera á meiri
kröfur til allra jafnt til þess að ljúka
grunnskólaprófi er hætt við að of
miklar kröfur verði gerðar til margra
– og það getur haft alvarleg, nið-
urdrepandi áhrif á líðan ungs fólks.
Það stuðlar einmitt að brottfalli nem-
enda úr námi.
Hvernig væri að hætta um stund
að „reikna vit“ í skóla-
kerfið eins og tölur
gætu skýrt lífið sjálft?
Af hverju má ekki fara í
skólana, spyrja, athuga
og reyna að skilja og
átta sig á raunveruleik-
anum sem þar er og
hefja síðan á þeim
grundvelli umbætur
sem gætu leitt til góðs?
Er ekki búið að reyna
nógu lengi að troða hug-
sjónum ofan á raunveru-
leikann, skipa kenn-
urum að gera „undur og kraftaverk“
og loka síðan augunum þegar raun-
veruleikinn segir annað? Af hverju
má ekki vinna með kennurunum? Er
ástæðan sú að raunveruleikinn er svo
óþægilega margþættur að miklu
þægilegra er að leika sér bara að töl-
um? Eitt er þó víst: Það reiknar eng-
inn raunveruleikann í burtu, sama
hversu snjallir menn eru að leika sér
að tölum.
Að reikna vit í lífið
Maja Loebell fjallar um
íslenska skólakerfið
Maja Loebell
’ Það reiknar enginnraunveruleikann í burtu,
sama hversu snjallir
menn eru að leika sér
að tölum.‘
Höfundur er þýskukennari við
Menntaskólann í Reykjavík.
UMRÆÐAN