Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 70
70 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pálmi Ólafssonfæddist í Ketu í
Hegranesi í Skaga-
firði 12. október
1916. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi 6.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jósefína Þór-
anna Pálmadóttir,
f. 14. mars 1887, d.
4. sept. 1986, og
Ólafur Björnsson,
f. 19. júní 1890, d.
13. febr. 1985.
Systkini Pálma eru: Helga
María, f. 1915, d. 1982, Ingimar
Guðmundur, f. 1922, d. 1938, og
Sigríður, f. 1924. Auk þess ólu
foreldrar Pálma að mestu upp
barnabarn sitt Sigríði Svanhildi
Skaftadóttur, f. 1939. Á fyrsta
aldursári flutti Pálmi ásamt fjöl-
skyldu sinni að Mörk á Laxárdal
fremri í Austur-Húnavatnssýslu
og dvaldi þar til ársins 1938. Frá
Mörk flutti fjölskyldan að
Brandsstöðum í Blöndudal,
Austur-Húnavatnssýslu og
seinna að Eyvindarstöðum í
sömu sveit.
Pálmi kvæntist 14. júní 1947
eftirlifandi eiginkonu sinni Aðal-
björgu Guðrúnu Þorgrímsdótt-
ur, f. 20. apríl
1918, frá Syðra-
Tungukoti (nú Brú-
arhlíð) í Blöndudal.
Það sama ár
keyptu þau jörðina
Holt á Ásum og
hófu þar búskap.
Þau bjuggu í Holti
til 1991 er þau
fluttu til Blöndu-
óss. Pálmi og Aðal-
björg eignuðust sjö
börn, en þau eru: 1)
Jósefína Hrafnhild-
ur, f. 1. maí 1948,
maki Ingimar Skaftason. 2) Vil-
hjálmur Hróðmar, f. 3. ágúst
1949, maki Ingibjörg Jóhannes-
dóttir. 3) Guðrún Sigríður, f. 1.
mars 1951, maki Andrés Arn-
alds. 4) Þorgrímur Guðmundur,
f. 1. maí 1954, maki Svava Ög-
mundardóttir. 5) Ólöf Stefana, f.
24. febrúar 1956, maki Valdimar
Guðmannsson. 6) Elísabet
Hrönn, f. 16. ágúst 1957, maki
Jón Ingi Sigurðsson. 7) Bryndís
Lára, f. 12. janúar 1959, maki
Sighvatur Smári Steindórsson.
Barnabörnin eru tuttugu og
barnabarnabörnin átján.
Pálmi verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Aðventan er gengin í garð með
öllum sínum jólaljósum, friði og
gleði í hjarta. Þannig finnst manni
að minnsta kosti að það eigi að vera.
En það er ekki alltaf þannig. Sorgin
bankar upp á og spyr ekki um tíma.
Pabbi minn var burt kallaður
úr þessum heimi aðfaranótt 6. des-
ember, reyndar háaldraður maður
og þrotinn að kröftum, en samt er
maður ekki tilbúinn, þó svo ég vissi
að hverju stefndi hjá honum síðustu
vikurnar.
Margs er að minnast frá upp-
vaxtarárum mínum heima í Holti
hjá pabba og mömmu í stórum
systkinahópi og ekki var verra að
hafa afa og ömmu þar líka. Pabbi
lifði miklar breytingar sem orðið
hafa í búskap fram til þessa dags.
Ég man þegar ég var í heyskap með
pabba og mömmu og verið var að
fanga, gera lanir, bera saman hey í
sæti, allt þetta var gert með hand-
afli. Þegar pabbi var að slá upp í
Efra-Holti með orfi og ljá fékk ég
að fara með kaffið til hans. Mamma
setti þá heitt kaffi á flösku og ull-
arsokk utanum til að halda því
heitu. Þetta þættu skrítin vinnu-
brögð í dag.
Pabbi var mjög natinn við allar
skepnur og fór vel með þær og öll
útihús báru vott um snyrtimennsku
hans.
Pabbi hafði mikið yndi af söng.
Var hann í Karlakór Bólstaðarhlíð-
arhrepps, Húnum og Vökumönnum.
Hann söng alltaf bassa. Þegar við
Ingimar fórum að búa í Árholti taldi
pabbi ekki eftir sér að hjálpa okkur
við hin ýmsu störf. Þau voru mörg
dagsverkin hans þar.
Ég vil þakka starfsfólki Heil-
brigðisstofnunarinnar á Blönduósi
góða umönnun og hlýhug sem það
sýndi pabba þau ár sem hann dvaldi
þar. Mamma sagði við mig eftir að
pabbi dó að hann hefði örugglega
fengið góða heimkomu, því hann
hefði aldrei talað illa um neinn. Ég
er henni sammála.
Pabbi minn, ég vil að lokum
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig með
þessum orðum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín dóttir
Hrafnhildur
(Abba).
Látinn er í hárri elli elskulegur
tengdafaðir minn, Pálmi Ólafsson,
fyrrum bóndi í Holti á Ásum í Aust-
ur-Húnavatnssýslu.
Pálmi var fæddur og uppalinn í
sveit og helgaði sig sveitastörfum
alla tíð. Hann var mikill dýravinur,
vinnusamur, handlaginn og nýtinn.
Þessi rólegi trausti maður leysti öll
verkefni vel af hendi og var sívinn-
andi á sinn hljóðláta hátt. Hann var
af þeirri kynslóð sem upplifði mikl-
ar byltingar í vélvæðingu í sveitum
landsins og var óhræddur við að til-
einka sér þær, var t.d. einn af þeim
fyrstu í hreppnum sem eignuðust
dráttarvél.
Pálmi og kona hans Aðalbjörg
keyptu jörðina Holt á Ásum og hófu
þar búskap árið 1947. Þar biðu
þeirra mörg verkefni í uppbygg-
ingu og ræktun jarðarinnar. Með
mikilli vinnu, nýtni og útsjónarsemi
tókst þeim að eignast gott bú, en oft
var vinnudagur þeirra hjóna mjög
langur.
Þau eignuðust sjö börn sem öll
eru á lífi og eru afkomendur þeirra
hjóna nú orðnir fjörutíu og fimm.
Tvö barnanna reistu sér nýbýli á
jörðinni, stunduðu þar búskap og
nú hafa börn þeirra tekið við búun-
um. Það var Pálma mikils virði að
sjá ættingjana nýta jörðina sem
hann hafði byggt upp og ræktað og
fylgdist hann vel með búskapnum
til hinstu stundar.
Kynni okkar hófust fyrir um það
bil þrjátíu og fimm árum og á vin-
áttu okkar bar aldrei skugga.
Pálmi hafði mikla ánægju af að
skoða landið og vorum við svo hepp-
in fjölskyldan að fá að verða honum
samferða í hans fyrstu ferð í kring-
um landið fyrir meira en tuttugu ár-
um. Þá kom vel í ljós hversu víðles-
inn hann var og minnugur.
Tengdafaðir minn hafði mikla un-
un af tónlist og söng. Á sínum yngri
árum söng hann með Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps og síðar með
Karlakórnum Húnum og Karla-
kórnum Vökumönnum.
Árið 1991 fluttu þau hjónin til
Blönduóss og settust að í nýrri íbúð
fyrir aldraða. Oft var gestkvæmt í
Flúðabakkanum og þar undu þau
hag sínum hið besta í allmörg ár,
eða þar til heilsan bilaði, en þá urðu
þau vistmenn á Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi þar sem þau hafa
notið góðrar umönnunar.
Ég kveð þig full þakklætis fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
fjölskyldu mína.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg.
Í dag er til moldar borinn
tengdafaðir minn og vinur, Pálmi
Ólafsson frá Holti á Ásum.
Pálmi var fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem upplifað hefur eitt
mesta breytingaskeið í sögu ís-
lensku þjóðarinnar. Hann fluttist
ársgamall með foreldrum sínum að
Mörk á Laxárdal norðan Langadals
í Austur-Húnavatnssýslu og hans
fyrstu ár voru mótuð af lífsháttum
hins forna bændasamfélags í snjó-
þungri og afskekktri sveit við kröpp
kjör. Hann þótti snemma efnilegur
bóndi, og í merkilegum bréfum sem
faðir hans skrifaði systur sinni þeg-
ar Pálmi var á fjórtánda ári kemur
fram að hann hafi verið sérlega
hneigður fyrir skepnur, bráðlaginn
við öll verk og smiðsefni gott.
Pálmi hafði yndi af skepnum og
var einstaklega fjárglöggur. Hann
var farsæll bóndi, vinnusamur og
vandvirkur og féll aldrei verk úr
hendi. Drjúgur í verkum með sínu
hægláta fasi. Hann var afar nota-
legur maður, hlédrægur og sjálfum
sér nógur en glaðsinna og kíminn.
Hann var lítið fyrir að trana sér
fram en traustur, greiðvikinn og
grandvar. Ég heyrði hann aldrei
hallmæla nokkrum manni.
Pálmi stundaði búskap alla sína
starfsævi. Sem ungur maður bjó
hann í sambýli við foreldra sína á
Eyvindarstöðum í Blöndudal og
þegar hann kvæntist Aðalbjörgu og
þau keyptu jörðina Holt á Ásum
1947, fluttu foreldrar hans þangað
með þeim.
Þegar þau hjónin fluttu í Holt var
ræktun þar afar lítil og húsakynni
léleg, en þau byggðu jörðina af
miklum dugnaði. Kom sér þar vel
hve Pálmi var handlaginn, því lítil
voru efnin til að greiða fyrir að-
keypta vinnu. Á fyrstu búskaparár-
unum var allt gert með gamla lag-
inu, en búið óx hratt samhliða
aukinni ræktun. Ekki veitti af að
stækka búið, því börnin komu þétt,
sjö á tæpum ellefu árum. Auk þess
bjuggu foreldrar Pálma og systur-
dóttir hans á heimilinu. Í allsnægt-
um nútímans þætti gamla húsið í
Holti nokkuð lítið fyrir slíka stór-
fjölskyldu, en öll börnin voru fædd
áður en unnt var að ráðast í við-
byggingu við húsið. Eins og gefur
að skilja voru börnin sett ung til
verka, bæði við að gæta þeirra
yngri og að vinna að búinu. Þannig
mun kona mín, Guðrún, aðeins hafa
verið fimm ára þegar hún fékk það
hlutverk að gæta tveggja ára bróð-
ur síns og eldri bróðir hennar hóf
að aka dráttarvél sjö ára gamall.
Allt gekk þetta slysalaust.
Þegar ég kom inn í Holtsfjöl-
skylduna 1975 var mikið farið að
róast hjá þeim hjónum, börnin upp-
komin og tæknin tekin við í bú-
skapnum. Hrafnhildur var þá tekin
við hluta jarðarinnar með Ingimar
manni sínum og bjó þar sjálfstæðu
búi, en Þorgrímur var um það leyti
að koma inn í búskapinn með föður
sínum ásamt Svövu konu sinni. Hin
börnin bjuggu í næsta nágrenni
með sínum mökum, nema Guðrún
kona mín, sem var lengi vel eini af-
komandinn sem bjó ,,fyrir sunnan“.
Fyrir bragðið var oft gestkvæmt
hjá okkur hjónum.
Með tímanum urðu Aðalbjörg og
Pálmi miðdepillinn í stórfjölskyldu
sem heldur þétt saman þótt mátt-
arstólparnir hafi elst og Pálmi nú
fallið frá. Árið 1982 var farið í
fyrstu ,,fjölskylduferðina“ og síðan
hefur ekkert sumar fallið úr með
slíkar útilegur. Þetta eru samkom-
ur án kynslóðabils og yngri árgang-
arnir passa upp á hefðirnar, svo
sem að farið sé í höfrungahlaup og
hlaupið í skarðið.
Pálmi hafði gaman af því að
ferðast og þegar um hægðist hjá
honum í búskapnum fór ég að grípa
hann með í gróðurskoðunarferðir
mínar um afrétti Húnvetninga. Það
kom sér vel, því hann var víða stað-
kunnugur og hafði einstakt sjón-
minni á landslag, staði og gróður.
Pálmi þekkti hverja þúfu á sínum
æskuslóðum. Fyrir fáeinum árum
heimsóttum við hjónin hann eftir að
hafa komið að Mörk á göngu okkar
milli Langadals og Sauðárkróks.
Pálmi hafði þá margs að spyrja;
hvort tóttabrot hafi ekki enn staðið
þar og á öðrum eyðibæjum sem
hann nefndi og hvort okkur hafi
ekki þótt grösugt. Alla staðhætti
mundi hann miklu betur en við, en
hafði þó ekki vitjað æskustöðvanna
síðan hann yfirgaf búskaparbaslið
þar ungur maður.
Möguleikar fátækra sveita-
drengja til menntunar voru áður
fyrr ekki miklir. Í áðurnefndu bréfi
föður hans frá 1930 kemur fram að
þennan sama vetur hafi Pálmi verið
sendur í skóla hálfan mánuð fyrir
jól, yfir janúar og svo hálfan mánuð
fyrir prófið. Þetta hafi verið nú ver-
ið ,,öll kollhríðin fyrir honum“
þennan veturinn. Pálmi var hins
vegar táknmynd þess að lengd
skólagöngu er ekki algildur mæli-
kvarði á námsárangur, því hann var
vel að sér og las mikið, einkum eftir
að næði fór að gefast á efri árum.
Mest þótti honum gaman að hvers
konar þjóðlegum fróðleik og hér-
aðssögu bæði Húnvetninga og
Skagfirðinga. Pálmi var líka söng-
elskur og tók í mörg ár þátt í hinu
frjóa kórstarfi Húnvetninga.
Pálmi og Aðalbjörg létu eftir sig
mikið ævistarf og Holt var mynd-
arbýli þegar þau seldu það Þor-
grími syni sínum 1991og fluttu til
Blönduóss. Þau nutu þess að koma
sér upp nýju heimili á Flúðabakk-
anum og í þetta sinn höfðu þau úr
meiru að spila. Þarna áttu þau
margar góðar stundir á meðan
heilsa þeirra leyfði og íbúðin þeirra
varð eins konar samkomustaður af-
komenda og vina. Pálmi fluttist inn
á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi
2003 og naut þar góðrar umönn-
unar sem aðstandendur hans eru
afar þakklátir fyrir.
Tengdafjölskyldu minni votta ég
mína innilegustu samúð á þessari
kveðjustundu.
Andrés Arnalds.
Nú líður að jólum. Jólin eru tími
fjölskyldunnar í okkar huga og sér-
staklega núna þegar stórt skarð
hefur verið höggvið. Afi okkar,
Pálmi Ólafsson frá Holti, lést að-
faranótt 6. desember, háaldraður
orðinn.
Margt kemur upp í hugann þegar
litið er til baka. Við systkinin vorum
svo lánsöm að eiga heima rétt við
bæjardyrnar hjá afa og ömmu. Því
var stutt að skjótast til þeirra og fá
eitthvað gott í gogginn ef svo bar
undir.
Afi var einstaklega ljúfur maður.
Hallmælti aldrei öðrum og gerði
ætíð gott úr öllu. Hann var bóndi í
sér af Guðs náð og var natinn við
skepnurnar sínar. Snyrtimennskan
var alltaf í fyrirrúmi og sást það
best á öllu í útihúsunum, þar var
alltaf allt sópað og fínt.
Við fengum oft að fara með afa
þegar farið var með lambféð á heið-
ina, þá var nú oft gaman. Tekið var
með nesti og beðið eftir að ærnar
lembdu sig.
Árið 1991 fluttu afi og amma í
íbúðir aldraða á Blönduósi. Þar
komu þau sér vel fyrir og áttu þar
góð ár. Þá kom afi alltaf í Árholt
þegar hrossin voru rekin heim en
hann hafði mjög gaman af að sjá
folöldin. Mamma eldaði góðan mat
og þau fóru oft ekki heim fyrr en
komið var fram á kvöld. Það voru
notalegar stundir.
Elsku afi. Við þökkum þér fyrir
allt. Þú varst okkur góður afi.
Minning þín mun lifa í hjörtum okk-
ar.
Pálmi Þór og
Dómhildur.
Góðar minningar
skal varðveita.
Allir ættu að eiga sérstaka
manneskju sem þeir
virða og dá,
einhverja sem þeir læra af,
einhverja sem þeir elska.
Þess vegna ættu
allir að eiga
afa eins og þig.
Við vorum heppin að fá að eiga
þig sem afa. Í minningu okkar
varstu alltaf til staðar. Við munum
ætíð minnast þín þar sem þú tókst
okkur opnum örmum.
Allir ættu að eiga afa eins og þig.
Minning þín mun lifa skært í okkar
huga, elsku afi.
Hvíl þú í friði.
Þín barnabörn
Pálmi Geir, Fríða Rún
og Arnar Ingi.
Elsku afi. Nú þegar þú kveður
rifjast upp ótal góðar minningar.
Það eru ekki margir sem eiga þess
kost að fá að alast upp í faðmi afa
síns og ömmu, hvað þá faðmi lang-
afa og langömmu. En þetta fékk ég,
fyrstu þrjú árin undir sama þaki og
síðan var flutt í burtu í annað hús
örfáa metra frá. Alltaf var hægt að
leita til ykkar ömmu ef eitthvað
bjátaði á og voru ófáar ferðirnar til
ykkar. Var þá yfirleitt farið í búrið
og fengið eitthvert góðgæti. Oft var
ég að hjálpa þér við kindurnar og
man ég eftir hvað þú varst fljótur
að hlaupa. Ég hafði ekki við þér þó
að aldursmunurinn væri mikill.
Þar sem stutt er til jóla rifjast
upp fyrir mér aðfangadagskvöldin
þegar allir komu heim í Holt með
sínar fjölskyldur. Ég man aldrei
eftir öðru eins pakkaflóði undir
trénu og þröngt var við matarborð-
ið þótt stórt væri. En allt var í sátt
og samlyndi.
Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Þín dótturdóttir
Helga Björg.
Fyrir tæpri öld var búið víða í
fjalladölum í Húnavatnsþingi, m.a.
á Mörk á Laxárdal þar sem Pálmi
Ólafsson ólst upp með foreldrum og
systkinum. Foreldrar hans voru
Jósefína Pálmadóttir, ein Æsu-
staðasystkina, og maður hennar,
Ólafur Björnsson frá Ketu í Hegra-
nesi.
Bílaöld var að hefjast en Laxár-
dalurinn, þessi snjóþunga en grös-
uga sveit fékk ekki veg þótt fjölbýlt
væri þar á fyrstu áratugum 20. ald-
ar.
Þjóðleiðin hafði legið um Langa-
dal og yfir Stóra-Vatnsskarðiðog
þar var bílvegurinn lagður en mikill
munur þótti að fá bílveg upp að
PÁLMI
ÓLAFSSON
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR