Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 71
MINNINGAR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Gautsdal. Þaðan eru fáeinir kíló-
metrar að Mörk.
Ólafur á Mörk skrifaði mörg bréf
til Stefönu systur sinnar en hún
varðveitti vandlega. Þar geymast
sannar myndir frá lífi bóndans eins
og sést í bréfi frá 1. des. 1930:
„Við Pálmi erum nú fjármennirn-
ir, það gengur slysalaust ennþá en
svo missi ég Pálma bráðum, hann
verður hálfan mánuð á skóla fyrir
jól í Þverárdal og svo yfir janúar,
svo hálfan mánuð næstan fyrir
prófið seinna í vetur en þetta er nú
kollhríðin fyrir honum.“
Hér er pabbi hans að tala um
fullnaðarprófið, en heldur svo
áfram:
„Pálmi er sérlega hneigður fyrir
skepnur og gerir allt svo vel sem að
þeim lýtur að fullorðnir gera ekki
betur, hann er einnig bráðlaginn við
öll verk og ég hugsa smiðsefni
gott.“
Falleg ummæli velur bréfritari
syni sínum enda þótti þau rætast
þegar Pálmi fór sjálfur að stjórna
búi.
Þegar kom fram á unglingsár
Pálma flutti fjölskyldan fram í
Blöndudal og bjó þar á Brandsstöð-
um og Eyvindarstöðum hjá roskn-
um jarðeigendum. Þetta voru erfið
ár með fjárskipti og búferli en
Pálmi tók þátt í starfi Karlakórs
Bólstaðarhlíðarhrepps með söng-
glöðum frændum sínum þar í döl-
unum, starfaði að vegavinnu með
nágrönnum sínum, fór í göngur með
jafnöldrum sínum og auðvitað fór
hann að koma sér upp skepnum.
Þegar Pálmi hafði fastnað sér
konu, fluttu þau ásamt foreldrum
hans út að Holti á Ásum, keyptu þá
jörð og byggðu upp af miklum
dugnaði. Börn þeirra hafa síðan
haldið áfram uppbyggingarstarfi og
þar í Holti er fjölbyggt í dag af
börnum þeirra og barnabörnum.
Foreldrar Pálma höfðu einnig bú-
skap í Holti og góða samvinnu við
yngri hjónin.
Viðsýnt er frá Holti: Húnaflóinn
og Strandafjöll í norðvestri, Vatns-
nes, Víðidalur,Vatnsdalur, Axl-
aröxl, Sauðadalur og Reykjanibba
koma síðan frá vestri til suðurs, en
Spákonufell ríkir í norðri. Að bæj-
arbaki rís Holtsbungan, glæsilegur
sjónarhóll um Húnavatnsþing.
Nafn Pálma er gróið í Húna-
vatnsþingi, en Pálmi móðurfaðir
hans bjó á Æsustöðum í Langadal,
en móðurfaðir þess Pálma var
Pálmi í Sólheimum, mikill ættfaðir
búhölda og forystumanna.
Sigríður Gísladóttir, amma
Pálma í Holti var af hinni tónelsku
og fjölmennu Eyvindarstaðaætt og
ekki fór hann á mis við þá gáfu þó
fáar stundir gæfust frá önnum bús-
ins, en hann tók þátt í kórstarfi með
Karlakórnum Húnum sem starfaði
á Blönduósi.
Ég leita í smiðju til Jónasar Hall-
grímssonar að kveðja Pálma
frænda minn, þenna hógværa
mann, sem ekki lagði öðrum til og
vildi fremur veita greiða en þiggja:
Hörðum höndum
vinnur hölda kind
ár og eindaga.
Siglir særokinn
sólbitinn slær,
stjörnuskininn stritar.
Traustir skulu hornsteinar
hárra sala.
Í kili skal kjörviður.
Bóndi er bústólpi,
– bú er landsstólpi, –
því skal hann virður vel.
Ingi Heiðmar Jónsson.
Vorið 1947 flutttu nýir ábúendur
að Holti á Ásum. Það voru hjónin
Pálmi Ólafsson og Aðalbjörg Þor-
grímsdóttir, sem þá voru í blóma
lífsins. Þangað fluttu einnig foreldr-
ar Pálma, Ólafur og Jósefína, og
voru feðgarnir báðir skráðir bænd-
ur, þótt Pálmi yrði þegar aðalbónd-
inn. Hann hafði þá keypt hálfa jörð-
ina en eignaðist hana mestalla
síðar.
Í Holti var verk að vinna. Bú-
skapur hafði að miklu leyti fallið
niður síðustu eitt eða tvö árin, túnið
var lítið, ræktun og útihús frá göml-
um tíma. Skömmtunarárin greiddu
lítið götu framkvæmdamanna en
samt var vor í lofti. Vélaöldin var að
taka við af tíma hestaverkfæranna
og áreiðanlega bjó sóknarhugur í
brjósti ungu hjónanna í Holti.
Pálmi hófst þegar handa við
framkvæmdir. Mér finnst að ótrú-
lega skammur tími hafi liðið þangað
til túnin breiddu úr sér þar sem áð-
ur voru víðlendar mýrar og ný úti-
hús höfðu verið byggð fyrir allan
búsmala. Síðasta stórátakið í fram-
kvæmdum Pálma var bygging íbúð-
arhúss sem tengt var litla steinhús-
inu sem reist hafði verið á jörðinni
áður en hann og hans fólk fluttist
þangað.
Pálmi í Holti var prúður maður
og yfirlætislaus. Hann var glaður
jafnan, léttur í máli og oft með
spaugsyrði á vörum. Hann var
vinnusamur, hygginn og hagur til
verka. Honum vannst því vel eins
og verk hans sýndu og betur en
mörgum öðrum. Hann var góður
bóndi, fór vel með fénað sinn og var
snyrtimenni í umgengni.
En hann stóð ekki einn. Aðal-
björg var dugleg með afbrigðum og
myndarleg í verkum sínum. Pálmi
gaf sig lítið að félagsmálum en sat
þó m.a. í hreppsnefnd um skeið.
Hann söng í karlakórnum í hér-
aðinu, hafði góða bassarödd og
söngur veitti honum ánægju. Trú-
lega hefur honum þó hvergi liðið
betur en heima og þar vann hann
sína stóru sigra.
Það var ávallt gott að koma að
Holti og er enn. Hvort sem komið
var til eldri eða yngri húsráðenda
voru móttökur hlýlegar og rausn-
arlegar. Aldrei heyrðist orð um erf-
iðleika í sambúð fólksins þótt
þröngbýlt hafi verið í gamla húsinu
og ber það öðru framar vott um
mannkosti húsmæðranna, sem báð-
ar voru skörungar á þeirri tíð.
Það sést ef komið er að Holti, að
margir draumar þeirra Pálma og
Aðalbjargar hafa ræst. Þau sáu líka
börnin sín vaxa úr grasi og taka
myndarlega til hendinni og þegar
þau tóku að festa ráð sitt byggðu
sum hinna eldri hús sín og heimili í
Holti.
Nú búa þar afkomendur þeirra
hjóna í þremur íbúðarhúsum af
fjórum. Mikil saga hefur gerst og
hún heldur áfram.
Við fráfall nafna míns, sem í senn
var sveitungi minn og frændi, flyt
ég honum þakkir fyrir samskipti
okkar öll. Ég leyfi mér einnig að
flytja honum og eftirlifandi eigin-
konu hans þakkir fyrir framlag
þeirra til okkar í nágrenninu, bæði í
verkum og arfleifð.
Við Helga sendum Aðalbjörgu
sem nú er hnigin að aldri, börnum
þeirra hjóna og öllu venslafólki ein-
lægar samúðarkveðjur.
Pálmi Jónsson.
Á sólbjörtum vormorgni leiðir lít-
il hnáta afa sinn um grænkandi tún
þeirra erinda að huga að lambfé.
Vinnulúin hönd reynist stúlkunni
öruggt haldreipi á fyrstu skrefun-
um í margslunginni náttúrunni.
Hlýleg rödd svarar sífelldum
spurningum um allt og ekkert af
stakri ró og fágætri þolinmæði.
Hvergi munu skilin lífs og dauða
jafn augljós og á sauðburði í ís-
lenskri sveit. Ekki einasta er dag-
urinn kominn vel á veg með að sigra
nóttina, heldur byrjar hvert lífið á
fætur öðru sigurgöngu sína. Eitt og
eitt fær ekki einu sinni að byrja
þessa sigurgöngu og sérhver slík er
dæmd til tímabundinnar tilveru. Sá
er lífsins gangur.
Afinn með vinnulúnu höndina og
hlýju röddina hefur lokið farsælli
sigurgöngu sinni. Litla hnátan er
orðin stór en saknar haldreipisins
sem hún átti víst hvenær sem þörf
var á. Nú stendur þetta haldreipi
ekki til boða lengur og hið eina sem
nýtast má þess í stað er dýrmæt
minning. Sú minning er umvafin
birtu vormorguns og tónlist sem
samanstendur af vinhlýrri, hjart-
kærri rödd og ómþýðum söng nátt-
úrunnar.
Elsku afi minn, hafðu hjartans
þökk fyrir allt og allt. Það þyrftu
allir að eiga afa eins og þig.
Hafdís, Einar, Atli og Alma.
✝ Klemens Jóns-son bygginga-
meistari fæddist á
Kálfsá í Ólafsfirði
22. febrúar 1918.
Hann lést á dvalar-
heimilinu Horn-
brekku 10. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin frá Auðnum,
Jón Jónsson bóndi,
f. 13. september
1886, d. 11. febrúar
1939, og Anna Guð-
varðardóttir ljós-
móðir, f. 19. júní 1890, d. 5. ágúst
1933. Systkini Klemensar voru
Garðar, f. 18. mars 1919, d. 27.
febrúar 1921, Aðalvarður Karl, f.
10. desember 1920, d. 25. febrúar
1921, Garða, f. 5. maí 1922, Að-
janúar 1949. Börn þeirra eru: a)
Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 24.
janúar 1967, gift Árna Jónssyni
kennara, f. 4. ágúst 1964, börn
þeirra eru Kolbeinn Arnar, f. 5.
september 1995, og Katrín Eva, f.
2. september 2001. b) Klemenz
húsasmiður og dúklagninga- og
veggfóðrarameistari, f. 10. apríl
1968, sambýliskona María Magn-
úsdóttir sjúkraþjálfari, f. 22. apríl
1972, börn þeirra eru Helga, f. 9.
mars 1999, og Tinna, f. 13. nóv-
ember 2002. c) Rósa nuddari, f. 20.
júlí 1973, sambýlismaður Sigur-
björn Þorgeirsson lögreglumaður,
f. 16. febrúar 1971, börn þeirra eru
Þorgeir Örn, f. 29. mars 1999,
Guðrún Fema, f. 9. ágúst 2000, og
Sara, f. 16. febrúar 2003. 2) Arnar
verkamaður, f. 11. október 1949.
Klemens var búsettur á Ólafs-
firði alla sína tíð. Hann stundaði
sína iðn sem byggingameistari til
áttræðs.
Útför Klemensar verður gerð
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
algeir, f. 29. ágúst
1925, d. 29. ágúst
1982, Guðfinna, f. 22.
apríl 1927, og Unnur
Guðbjörg, f. 29. apríl
1931.
Eiginkona Klem-
ensar er Sumarrós
Helgadóttir húsmóð-
ir, f. 20. mars 1926.
Foreldrar hennar
voru hjónin frá Syð-
stabæ, Helgi Jóhann-
esson, f. 20. desem-
ber 1883, d. 26.
febrúar 1978, og
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, f.
20. október 1897, d. 26. desember
1991. Börn þeirra Klemensar og
Sumarrósar eru: 1) Jón Ævar
húsasmíðameistari, f. 7. apríl 1946,
kvæntur Helgu Jónsdóttur, f. 13.
Þegar við hugsum til þín, afi Klem-
ens, þegar þú ert borinn til grafar í
dag leita margar minningar á hug-
ann. Afi Klemens, eins og við köll-
uðum þig í fjölskyldunni, varst alveg
einstakur persónuleiki. Ætíð varstu
góðlegur í viðmóti og léttur í lundu.
Þú hafðir fjölskylduna í forgrunni
alla þína tíð.
Þú varst einn færasti í þínu fagi
sem trésmiður og vannst sem slíkur í
60 ár. Við í fjölskyldunni nutum
krafta þinna mjög mikið og ekki var
það sjaldan að þú smíðaðir fyrir okk-
ur.
Oft hafðir þú á orði að það hafi nú
verið aðrir tímar hér áður fyrr sér-
staklega þegar þú varst að byggja á
Ólafsveginum og barðist við múrpíp-
una forðum.
Duglegur varstu til vinnu og sér-
staklega vandvirkur smiður því það
var ekki á hvers manns færi að smíða
alla gluggana í kirkjuna svo og öll hin
húsin sem þú vannst við, í Ólafsfirði
og nærbyggðum. Einnig er vart hægt
að sleppa að minnast á hjálpsemi þína
á verkstæðinu því margir komu og
fengu þig oftar en ekki til að gera ým-
is viðvik fyrir þá. Ég átti því láni að
fagna að fá að koma á verkstæði Tré-
vers en þar varst þú og Siggi að
stússa við kirkjugluggana. Ég fékk
leyfi til að smíða eitt rúm fyrir strák-
inn minn hann Kolbein. Ég var varla
byrjaður að efna niður er þú varst
kominn til aðstoðar og fékk ég sann-
ast sagna lítið annað að gera en að
pússa og pæla í smíðinni. Þér var svo
umhugað um að rúmið yrði sterkt og
fallegt. Meira að segja léstu mig
fræsa með sömu tönn og þú fræstir
kirkjugluggana, ég segi nú til guðs-
blessunar. Síðan hefur þetta rúm
gengið á milli barna og þau sofið
vært, þökk sé þér, minn kæri. Annars
var vinnan þitt líf og yndi. Þú naust
þess að smíða og búa eitthvað til. Á
þinni starfsævi stækkaði bærinn þinn
mikið og dafnaði og þú lagðir svo
sannarlega þín lóð á vogarskálarnar.
Þú hafðir mikið yndi af músík og
áttu Geirmundur og Álftagerðis-
bræður vísan stað í spilaranum hjá
þér. Öll dansiböllin sem þið amma
Rósa fóruð á og þá var aldeilis tekið á
því í dansinum. Við vorum ekki svo
sjaldan búnir að rifja upp þá tíma.
Einnig var uppáhaldsþátturinn í
sjónvarpinu alltaf klukkan fimm og
það þurfti nú ýmislegt að ganga á til
að þú myndir sleppa honum. Sumir
höfðu nú á orði að þetta væri nú orðn-
ir ansi margir þættir en það skipti
ekki máli, fólkið var svo fallegt og það
vel klætt.
Gott fannst okkur að koma í heim-
sókn til ykkar ömmu Rósu á Ólafs-
veginn og var þar gestrisnin alltaf í
fyrirrúmi hjá ykkur. Vínarbrauð,
partar, kleinur og annað góðgæti var
alltaf indælt svo og auðvitað að
spjalla saman en það var nú ekki erf-
itt að finna umræðuefni fyrir okkur.
Börnunum okkar Guðrúnar varstu
mikill vinur og naust samvistanna við
þau. Margar sögur eru til af sam-
skiptum þínum við barnabörnin.
Rósa kann nú söguna þegar þú gafst
alltaf stefnuljós þegar þú keyrðir yfir
Vaðlaheiðina en það var nú ekkert
skrýtið, hún var svo hlykkjótt.
Af og til síðustu tvö ár voruð þið
amma Rósa hjá okkur því þú varst að
leita þér lækninga hér í Reykjavík.
Við héldum margar veislur ykkur
til heiðurs og það var góður tími sem
við áttum saman. Hægt væri að halda
mun lengur áfram en í minningunni
átt þú alltaf stað í hjarta okkar sem
einstaklega hjartgóður og hjálpsam-
ur maður.Við þökkum þér kærlega
fyrir allt og minning þín lifir með
okkur.
Árni Jónsson.
Elsku langafi Klemens. Það verður
nú ansi tómlegt í Ólafsveginum þegar
þú ert farinn, en við vitum að þú ert á
góðum stað og þér líður vel. Við
þökkum þér langafi fyrir allt og allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Minningin lifir í hjörtum okkar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þín langafabörn
Kolbeinn Arnar og Katrín Eva.
Elsku afi Klemens, okkur langar
að kveðja yndislegan afa. Þú varst
alltaf svo glaður þegar við komum í
heimsókn. Iðulega sastu í fína stóln-
um þínum í stofunni við gluggann. Þá
var svo gaman að koma að stofu-
glugganum og banka. Gleðin skein úr
augunum þínum, þegar þú sást okk-
ur, því langafabörnin þín, sjö, voru
þér allt.
Við áttum sameiginlegt áhugamál
með þér, allavega núna síðustu árin
þín, það var að setja spólu í mynd-
bandstækið til að horfa á. Við völdum
þá eina af gamanmyndunum þínum
og nutum þess að hlusta á hlátra-
sköllin í þér. Þú hafðir sérstaklega
smitandi hlátur.
Amma átti það til að hræra í lumm-
ur eða pönnukökur. Þá var sko veisla.
Við kveðjum þig með lítilli bæn
sem amma Rósa hefur kennt okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku amma Rósa, afi Jónsi, amma
Helga og Addi. Guð gefi ykkur styrk í
sorginni. Með kveðju frá litlu engl-
unum ykkar allra,
Þorgeir Örn, Guðrún
Fema og Sara.
KLEMENS
JÓNSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningar-
greinar