Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Finnur IngiFinnsson fædd-
ist á Blönduósi 20.
febrúar 1958. Hann
lést á heimili sínu
fimmtudaginn 8.
desember. Foreldr-
ar hans voru Finnur
Kristjánsson, f. 11.
apríl 1923, og Sæ-
björg Jónsdóttir, f.
14. nóvember 1926.
Finnur Ingi átti
fjögur systkini. Þau
eru Jón Árni, f. 13.
mars 1954, Kristján,
f. 8. maí 1956, Karlotta Jóna, f. 1.
maí 1959, og Agnes, f. 22. maí
1965.
Finnur Ingi átti soninn Stein-
dór, f. 10. október 1980. Móðir
hans er Nanna Jónsdóttir.
Finnur Ingi kvæntist hinn 18.
maí 1991 Ásdísi Árnýju Sigur-
dórsdóttur, f. 24. apríl 1966. Þau
slitu samvistum. Börn þeirra eru
Ása Guðrún, f. 26. október 1989,
Halldór, f. 1. október 1995, og
Bryndís, f. 22. júní 2000.
Finnur Ingi lauk
námi í bílasmíði frá
Iðnskólanum í
Reykjavík 1983.
Hann vann í Bíla-
skálanum frá 1979–
1984. Hann vann hjá
réttingaverkstæð-
inu Kyndli frá 1984–
1985, í Blikksmiðj-
unni Höfða frá
1985–1988 og í
blikksmiðjunni KK
Blikki frá 1988–
1993. Hann var há-
seti hjá Hafrann-
sóknastofnun 1993–1994, hjá
Landhelgisgæslunni frá 1994–
1995. Hann vann hjá Marel frá
1995–1996. Finnur var bóndi á
Skerðingsstöðum í Reykhólaveit
frá 1996–2003 og vann í Þörunga-
vinnslunni á Reykhólum til dauða-
dags. Á árunum 1982–1989 vann
hann sem dyravörður og barþjónn
í Þórskaffi.
Útför Finns Inga verður gerð
frá Reykhólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku Finnur, ég veit ekki hvern-
ig ég á að geta kvatt þig, því helst
vil ég geta haldið þér í fangi mínu.
Nú á þessum tíma leita minning-
arnar á mig, um öll árin okkar sam-
an, okkar fyrstu kynni, hlátur okk-
ar og grát. Þegar englarnir okkar
komu í heiminn og hve stoltur þú
varst af þeim og vel man ég þegar
þú kynntir mig fyrir Steindóri, þín-
um elsta syni. Það er svo margt
sem ég get sagt um þig og árin
okkar en það er of erfitt. Við áttum
svo marga hamingjudaga sem lýsa
skærar nú en stjörnur himinsins.
Þrátt fyrir að við skildum að skipt-
um fyrir fjórum árum höfum við
búið á sama blettinum hér á Reyk-
hólum og börnin okkar getað labb-
að á milli húsa og öllum hátíðisdög-
um höfum við eytt saman ásamt því
að fara í ferðalög sem fjölskylda.
Hún Bryndís litla dóttir okkar
skottast hér um og bíður jólanna,
skreytir allt hátt og lágt en veit þó
að pabbi verður ekki hér. Halldór
sem gengur hér um, eftirmynd þín,
hlakkar líka til en getur þó ekki
tekið þátt í barnslegri gleði systur
sinnar því hann hugsar mikið til
þín. Ása Guðrún hugsar mikið um
þig en segir ekki margt en öll erum
við þó saman hér, þú, ég og börnin
okkar, og minningin um þig mun
hjálpa okkur um hátíðarnar því það
er af mörgu að taka þar sem þú ert
annars vegar, elskan mín. Ég mun
sakna þín sárt og mun gera mitt
allra besta til að koma börnum okk-
ar til manns svo þú getir verið
stoltur af okkur öllum. Ég veit að
þú munt fylgjast með okkur ásamt
Halla frænda. Við höfum öll fundið
fyrir nærveru ykkar. Ekki hafa
áhyggjur af okkur. Þú gafst okkur
allt það sem þú áttir og meira til.
Við munum sakna þín og ætíð elska
þig. Þakka þér fyrir englana okkar
og öll árin sem við áttum saman.
Ég mun aldrei gleyma þér. Verði
góður guð með þér og umvefji þig
hlýju og ást. Við elskum þig.
Þín
Ásdís Árný Sigurdórsdóttir.
Elsku pabbi. Við söknum þín og
vonum að þér líði vel hjá Halla
frænda og guði. Við viljum þakka
þér fyrir að vera pabbi okkar. Það
var oft gaman hjá okkur á Skerð-
ingsstöðum og eftir að þú fluttir
hingað inn á Reykhóla. Það verður
skrítið að halda jólin án þín en við
vitum að þú verður hjá okkur.
Freyju líður vel, hún á núna
heima hjá góðu fólki í Mosfellsbæ.
Við erum með Bínu hjá okkur og
líka ástargaukana þína og þeir
syngja með okkur jólalögin, en það
gekk ekki vel í gær því litlu gauk-
arnir sluppu út inni í kompu og
mamma þorði ekki inn til að ná í
jóladótið okkar en okkur tókst að
lokum að plata þá inn aftur með
mat. Það var mjög fyndið hvernig
þeir flugu alltaf yfir hausnum á
mömmu og hún skríkti eins og þeir.
Elsku pabbi. Megi guð vera með
þér.
Ástarkveðjur.
Halldór og Bryndís.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Mamma og pabbi.
Fimmtudagurinn 8. desember
rann upp, ósköp venjulegur dagur.
Ég fór í vinnuna eins og venju-
lega en svo dimmdi skyndilega.
Bróðir minn Kristján kom til mín
og um leið vissi ég að eitthvað
hræðilegt hafði komið fyrir. Nú sit
ég og fer yfir ævi okkar Finns.
Minningarnar flæða og ég sé
hvernig við einhvern veginn vorum
alltaf samferða og samleiða í lífinu.
Aldursmunur okkar var bara rúmt
ár og í minningunni sé ég okkur
alltaf saman þrjú, Finn, mig og vin-
konu okkar Soffu frá Hamarlandi
sem var góð vinkona okkar beggja.
Við vorum fimm systkinin frá
Skerðingsstöðum og eflaust hefur
ekki alltaf verið auðvelt fyrir
mömmu og pabba að ala okkur upp,
enda heyrðist oft í mömmu að
„aldrei á byggðu bóli hafi verið til
eins miklir óþekktarangar“.
Við Finnur vorum alla tíð miklir
vinir þó að sjálfsögðu slettist stund-
um upp á vinskapinn eins og geng-
ur. Þegar skólaganga byrjaði þá
hjóluðum við systkinin, Kristján,
Finnur og ég, saman inn að Reyk-
hólum og æði oft þurftu þeir bræð-
urnir að hvetja systur sína áfram
og bíða við brúsapallinn á Höllu-
stöðum eftir að ég næði þeim. Í
skóla var Finnur alla tíð hrókur alls
fagnaðar og ef einhvers staðar
heyrðist hlegið mikið var hann að
segja brandara eða gera prakkara-
strik.
Eftir skóla lágu leiðir okkar út á
vinnumarkaðinn og þá vorum við
ætíð nærri hvort öðru við Finnur. Í
fyrstu ætluðum við ekki að vera
það en einhvern veginn leið mér
aldrei vel nema ég væri einhvers
staðar í lítilli fjarlægð að minnsta
kosti til að komast á sömu böllin.
Þegar við fluttum svo til Reykjavík-
ur þá leigðum við saman systkinin,
Finnur, Kristján og ég. Þá var oft
gaman og við skemmtum okkur
mikið.
Kristján flutti síðan þegar hann
gifti sig og inn kom Agnes yngsta
systir okkar. Þau Agnes bjuggu
síðan saman en þar kom að Finnur
keypti sína fyrstu íbúð í Spóahól-
unum. Þar var yndislegt að koma.
Þegar hann flutti þangað inn fékk
hann Guðnýju þáverandi mágkonu
okkar, sem hann alla tíð hélt mikið
upp á og hefur reynst honum góður
vinur, til að koma til sín og hjálpa
til að raða upp styttum og skraut-
munum svo vel færi og það hefði
hver fullkomin húsmóðir verið stolt
af því heimili, enda var snyrti-
mennskan honum mikilvæg.
Aldrei sá maður Finn öðruvísi en
hreinan og vel klæddan og alla tíð
var hann mikill smekkmaður á
fatnað og var vel klæddur þegar
hann fór á mannamót.
En samleið okkar Finns var svo
sannarlega ekki lokið þegar ég gifti
mig. Í veisluna mætti stúlkan sem
hann elskaði alla tíð síðan, en hún
er systurdóttir mannsins míns.
Þess er líka að geta að Ásgeir mað-
urinn minn var vinnufélagi og vinur
Finns þegar ég kynntist honum. Ég
minnist þess þegar við Ásgeir buð-
um Ásdísi og Finni í hrygginn í
Efstalandinu, en þá voru þau ný-
byrjuð að vera saman og við vildum
leggja okkar lóð á vogarskálarnar
til að það yrði nú eitthvað meira úr
þessu. Þannig æxlaðist það að föð-
uramma og föðurafi dætra minna
eru langamma og langafi barna
Finns og Ásdísar. Er hægt að
flækja þetta meira saman?
Finnur var mikill náttúruunn-
andi. Hann þekkti í æsku hvern
einasta fugl sem yfir flaug og átti
stórt og mikið safn af eggjum. Einu
sinni fórum við í mikinn leiðangur
upp á fjall ég og Finnur. Þá keyrði
pabbi okkur inn á Hrafnanes og þar
fórum við upp fjallið. Ástæðan var
sú að Finnur hafði frétt af him-
brimahreiðri og við hættum ekki
fyrr en við fundum hreiðrið sem
var úti í miðju vatni en heim kom-
um við glöð, ánægð og blaut með
eggið.
Einu sinni fórum við Finnur sam-
an á hestum yfir Tröllatunguheiði.
Það var skemmtileg ferð sem lifir í
minningunni að eilífu. Þar kom í
ljós sú mikla væntumþykja sem
Finnur hafði alla tíð á dýrum. Við
hefðum sjálfsagt getað verið 5–6
klukkutíma en við vorum 12 því
Finnur þurfti alltaf að vera að
stoppa annaðhvort til að hvíla hest-
ana eða til að skoða náttúruna í
kring. Við lögðum af stað kl. 8.30 að
morgni og ætlaði pabbi svo að
sækja okkur í Tröllatungu. Það er
sýnilegt að pabbi hefur þekkt börn-
in sín því að við vorum að spretta af
hestunum í Tröllatungu þegar bíll-
inn birtist.
Í eitt af síðustu skiptunum sem
ég heyrði í Finni þá tilkynnti hann
mér að hann hefði skírt hvolpinn
sinn í höfuðið á mér, þ.e. Lotta.
Hann hló mikið og spurði hvort það
yrði ekki gaman þegar yrði farið að
sýna Lottu frá Skerðingsstöðum á
kynbótasýningum. Ég hló með hon-
um og sagði það mikinn heiður að
fá nöfnu.
Síðustu árin hafa verið Finni og
öllum þeim sem að honum standa
erfið.
Þegar ég settist niður til að
skrifa þessi örfáu orð þá var ég full
af reiði. Þegar ég les síðan þessi
orð aftur þá sé ég að kannski á ég
frekar að vera þakklát. Þakklát fyr-
ir að hafa orðið þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að alast upp með
honum og læra af honum umhyggj-
una sem hann sýndi öllu því lífi sem
í kringum hann var.
Elsku bróðir, ég trúi því að allir
þeir ættingjar sem farnir eru á
undan þér taki á móti þér og hjálpi
þér. Við systkinin vorum búin að
skipuleggja ferð vestur um helgina
til að taka til í húsinu þínu á meðan
þú værir á sjúkrahúsi. Við ætluðum
að gera allt svo fínt eins og þú vild-
ir hafa allt í kringum þig. Við kom-
um vestur en í allt öðrum tilgangi.
Elsku Steindór, Ása Guðrún,
Halldór og Bryndís, munið að pabbi
elskar ykkur meira en allt annað í
heiminum. Honum líður vel núna
hjá Halla frænda og öllum hinum.
Elsku pabbi og mamma og systk-
ini mín, guð gefi okkur öllum styrk
til að komast í gegnum þennan erf-
iða tíma.
Mig langar að þakka þeim fjöl-
mörgu sem hafa hjálpað okkur á
þessum erfiðu stundum. Sérstakar
þakkir vil ég senda Ingibjörgu
FINNUR
INGI FINNSSON
Innilegar þakkir færum við ættingjum, vinum og
öllu því góða fólki sem sýndi okkur samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BÁRU HÓLM,
Hátúni 11,
Eskifirði.
Kristinn G. Karlsson,
Einar Hólm, Lilja Berglind Jónsdóttir,
Súsanna Kristinsdóttir, Halldór Árnason,
Þórunn Kristinsdóttir, Skúli Jónsson,
Pétur Karl Kristinsson, Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir,
Guðrún Björg Kristinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og vinarþel við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
EINARS ODDSSONAR
fyrrverandi sýslumanns,
Úthlíð 6,
Reykjavík.
Halla Þorbjörnsdóttir,
Karl Einarsson, Kristín Bragadóttir,
Páll Einarsson,
Andrea Ösp Karlsdóttir,
Berglind Ýr Karlsdóttir
og Birkir Örn Karlsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR ARADÓTTUR,
Aragötu 5
og síðustu ár á Skjóli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Skjóli fyrir um-
hyggjuna á liðnum árum.
Ari H. Ólafsson, Þorbjörg Þórisdóttir,
Björn G. Ólafsson, Helga Finnsdóttir,
Jónas Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTVINS JÓSÚA HANSSONAR
húsasmíðameistara,
Efstasundi 94,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli.
Anna G. Hallsdóttir,
Þorbjörg Kristvinsdóttir, Bjarni B. Sveinsson,
Höskuldur Kristvinsson, Barbara J. Kristvinsson,
Hallur Kristvinsson, Sigrún Einarsdóttir,
Katla Kristvinsdóttir, Jóhann Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS SIGURÐSSON
lést á Hrafnistu Reykjavík miðvikudaginn 7. des-
ember.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu
fyrir hlýhug og góða umönnun.
Kristrún Jónasdóttir,
Viðar Jónasson, Anna Kristín Einarsson,
Amanda Roberts,
Mark Roberts,
Þórunn Viðarsdóttir,
Linda Viðarsdóttir,
Jónas Páll Viðarsson.