Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 73

Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 73 MINNINGAR hjúkrunarkonu og séra Sjöfn Þór. Þá langar mig líka að þakka fé- lögum Finns í Lions sem veittu okkur ómetanlega hjálp. Guð blessi ykkur öll. Þín systir Karlotta. Ævi manns í alda straumi er sem lítið strá, heljarafli brims og bylja borið til og frá. Hún er tár, sem tindrar yfir tregans þöglu storð, bjarmaskin frá loga lífsins lagt á dauðans borð. Annars vegar vorsins eldar verma hjartans blóm, þar sem trú og tignar ástir talar einum róm. Húmar svo, er hausta tekur, hlaðast fönnum skjól. Dauðinn, þegar drottinn kallar, dregur ský að sól. Farðu vel til friðarsala firrtur sorg og þraut. – Fylgja þér að æviaftni ástvinir á braut. Geislar þér í gengnum sporum gullinn vefa krans; þannig heillavættir varða veg hins góða manns. Meðan aftansólin sígur, sofðu friðarrótt. – Eilífð verpur árdagsljón yfir dauðans nótt. Ljóma foldir fjarskabláar fyrir handan sæ. Vekur þig til verka nýrra vorið sól og blæ. (Jón Magnússon.) Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Hvíl þú í friði, kæri bróðir. Þinn vinur og bróðir, Kristján. Fimmtudagurinn 8. desember rann upp. Aðventan í algleymingi. Ég mætti í vinnuna mína í leikskól- anum. Börnin orðin svolítið óróleg og spennt. Jólin voru að koma. Allt í einu birtust systkini mín þau Kristján og Karlotta á ganginum. Ég gersamlega fraus. Ég vissi ná- kvæmlega hvað hafði gerst. Þú elsku, elsku Finnur minn, varst dá- inn. Við vorum fimm systkinin, þrír strákar og tvær stelpur. Oft var mikið fjör og mikið gaman. Það var líka oft rifist eins og gerist og gengur í svona stórum systkina- hópi. Mínar fyrstu minningar um þig eru afar ljúfar. Þú varst með ljósasta hárið af okkur öllum, bros- ið þitt var svo fallegt. Þú hefur sjálfsagt oft fengið það hlutverk að passa litlu systur enda voru sjö ár á milli okkar. Áhugi þinn á dýrum og fuglum var mikill. Oft fékk ég að trítla með þér í svoleiðis skoðunarleiðangra. Var það mér mikil ánægja. Árin færðust yfir og þessi stóri systk- inahópur óx og dafnaði. Þú áttir alltaf flotta bíla og alltaf voru þeir fallega bónaðir, hreinir og flottir. Svoleiðis vildir þú hafa allt í kring- um þig, hreint og fínt. Þegar ég fór að heiman í fyrsta skipti fór ég í skóla til Reykjavíkur. Við leigðum saman þrjú, ég, þú og Karlotta í Efstalandinu. Það var mér ómetanleg stoð og styrkur að hafa ykkur hjá mér þegar ég var að ganga þessi fyrstu spor í stórborg- arlífinu aðeins 16 ára gömul. Þá stóðst þú við hlið mér sem klettur. Í þrjú ár leigðum við saman íbúð í Hraunbænum. Oft varstu með Steindór son þinn hjá þér. Það var mjög ánægjulegur tími. Þú varst mikið fyrir að eiga falleg föt. Þú áttir t.d. flotta leður- og gallajakka. Áttu þeir það til að bretta upp á ermarnar alveg sjálfir inni í skáp. Hafði þá litla systir fengið þá lán- aða og gleymt að laga þá aftur. Við höfum svo oft hlegið að þessu sam- an. Síðasta árið sem við leigðum saman kynntist ég Pálma og fljót- lega upp úr því varð ég ófrísk að henni Særúnu. Það var alveg ótrú- legt hvað þú varst nærgætinn og góður við mig á þeim tíma og lýsir það svo vel góðmennsku þinni og væntumþykju. Síðan kom að því að þú kynntist henni Ásdísi þinni og stuttu seinna fæddist hún litla Ása Guðrún þín. Sex árum seinna kom svo litli Halldór og síðan liðu fimm ár, þá fæddist Bryndís en það var eftir að þú tókst við hálfum Skerð- ingsstöðunum af Halla frænda. Á þessum tíma fór þessi hræði- legi sjúkdómur þinn að koma í ljós. Þú reyndir að fá hjálp en það tókst ekki. Þið Ásdís slituð samvistum. Þú seldir jörðina og fluttir inn að Reykhólum. Þar varstu í svo góðu návígi við börnin þín sem þú elsk- aðir algerlega út af lífinu. Einnig kom Steindór elsti sonur þinn oft til þín. Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þú varst orðinn mikið veikur í lokin og vanlíðan þín mikil. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum og rita þessi orð, horfi ég á mynd af þér sem tekin var í ferm- ingunni hennar Hörpu í vor. Þar ertu brosandi, það finnst mér gott. Elsku Finnur minn, við munum reyna að hlúa eins vel og við getum að börnunum þínum. Þau eru í mik- illi sorg að missa eins góðan föður sem þú varst þeim. Viljum við fjölskyldan þakka öll- um þeim sem stutt hafa okkur á þessum erfiðu tímum. Þó sérstak- lega Ingibjörgu í Garpsdal, séra Sjöfn Þór og einnig Lionsklúbbi Reykhóla fyrir ómetanlegan stuðn- ing. Elsku, elsku Finnur minn, nú veit ég að þér líður betur og að hann Halli frændi hefur tekið þig í faðm sinn. Guð veri með þér. Agnes og Pálmi. Elsku frændi. Í þau skipti sem stórfjölskyldan kemur saman, er mér alltaf sagt að ég sé svo lík þér í útliti þegar þú varst yngri. Ég skildi það ekki þá og sá ekkert sem við gætum hugsanlega átt sameig- inlegt. Nú þegar þú ert farinn frá okkur, sé ég það betur og betur með hverjum deginum sem líður. Þú varst móður minni alltaf góð- ur bróðir og var hláturinn og grínið alltaf haft við hönd þegar þið hitt- ust. Hláturinn þinn er eitthvað sem ég mun seint gleyma. Nú þegar ég hugsa um þig, heyri ég alltaf hlát- urinn þinn sem fékk fólk alltaf til að brosa og hlæja með þér. Ég man þegar þið systkini mömmu gáfuð mér farsíma í fermingargjöf og þú fékkst þá sniðugu hugmynd að vera búinn að hlaða símann áður en hon- um var pakkað inn og hringja svo í hann á meðan á veislunni stóð. Þið létuð þó ekki verða af því en þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og mun geyma í hjartanu svo lengi sem ég lifi. Elsku besti Finnur frændi, ég mun aldrei gleyma þér eða öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Ég veit að nú ertu á góðum stað og að þér líður vel. Megi Guð geyma þig. Þín frænka, Særún Ósk. Elsku Finnur frændi. Núna þeg- ar þú ert farinn þá koma upp í huga minn margar góðar minningar um þig. Mér fannst alltaf svo gaman þegar þú komst með hundana og hvolpana þína til ömmu og afa þeg- ar ég var þar. Þú varst alltaf svo góður við mig og eitt sem ég man sérstaklega eftir var þegar þú komst í ferminguna mína í vor þótt þú hafir verið með gubbupest. Þú komst af því að þú vissir að margir komust ekki og þú vissir að mér þætti það mjög leitt. Þetta sýnir hvað þú varst góður maður. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Guð blessi þig, elsku frændi. Þín litla frænka, Harpa Rán. Þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir að Finnur frændi minn væri látinn, setti mig hljóða og ég fann hvernig ég fylltist doða inni í mér. En þegar ég fór svo að hugsa til baka um Finn var það fyrsta sem ég sá fyrir mér, sposki svipurinn á honum og annað augað örlítið dreg- ið í pung og oftast kom glettin eða stríðin athugasemd á eftir og síðan skellihlátur sem var svo smitandi að það var erfitt að halda svipnum og vera reið, maður hló ósjálfrátt með, hann gat gert grín að öðrum án þess að særa, en jafnoft var hann að gera grín að sjálfum sér og segja brandara á eigin kostnað og hló þá ekki minna. Þegar ég, átta ára gömul, kom vestur að Skerðingsstöðum í sveit tókst strax mikil vinátta með okkur Finni og undum við okkur vel sam- an. Uppátæki okkar féllu þó ekki alltaf í góðan jarðveg og ósjaldan fengum við bágt fyrir. Var okkur meðal annars kennt um að hænsnin hættu að verpa. Við vorum hins vegar bara að athuga hvort þau gætu flogið, höfðum þó vit á að gera það í skjóli hænsnakofans þar sem ekki sást til okkar frá bænum. Okkur var stranglega bannað að blóta en við Finnur tvinnuðum og tefldum hvort væri betra þegar enginn heyrði til okkar og oftast vann hann. Einnig mönuðum við Karlottu systur hans til að gera það fyrir framan Dædu (eins og ég kalla hana) móður þeirra og lágum svo skellihlæjandi á glugganum þegar hún var sett í stofufangelsi. Seinna kom svo Finnur suður til náms og vinnu og varð þá einn af setuliðinu í Drápuhlíðinni hjá for- eldrum mínum ásamt Karlottu systur sinni. Systkinin öll voru einstaklega samrýnd og þá sérstaklega Finnur og Karlotta enda ekki nema eitt ár á milli þeirra. Oft þegar maður tal- aði um Finn var Karlotta nefnd líka. Ég fór ung utan og þegar ég níu árum seinna kom heim, dottin úr sambandi við gömlu félagana, fannst þeim systkinum alveg sjálf- sagt að „ættleiða“ mig inn í þeirra vinahóp og ég yrði ein af þeim. Síðast þegar við Finnur hittumst vorum við að grínast með að núorð- ið hittumst við bara við fermingar og jarðarfarir en ekki grunaði mig að næsta jarðarför yrði Finns. Elsku Finnur minn, það rifjast upp margar góðar og skemmtilegar minningar um þig þennan ljúfa og góða dreng sem þú alla tíð varst. Er það mín hjartans von að þú haf- ir öðlast þá ró og frið sem þú leit- aðir eftir. Hvíl í friði. Þín frænka Jóhanna. Kæri mágur og vinur. Nú skilja leiðir um stund. Hafðu bestu þakkir fyrir samfylgd- ina, tryggðina og einlægnina alla tíð. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi) Ásgeir Þór Árnason. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir færum við ættingjum, vinum og öllu því góða fólki sem sýndi okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og frænku, HJÖRDÍSAR INGVARSDÓTTUR fyrrv. kaupkonu. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á deild L5, Landspítala, Landakoti, fyrir einstaka um- hyggju og hlýju í veikindum hennar. Systkini og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför JÓNS VALGARÐS GUÐJÓNSSONAR, Hvítingavegi 12, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR ÍVARSSONAR, Suðurengi 7, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sveinsdóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér og öðrum aðstandendum samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, BENEDIKTS BJÖRNSSONAR vélstjóra, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild L1, Landspítala, Landakoti, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Hólmgeirsdóttir. Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vinsemd okkur sýnda vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRNS VIGNIS SÆMUNDSSONAR, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal. Kolbrún Matthíasdóttir, Matthías Jón Björnsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Ingi Már Björnsson, Hjördís Rut Jónsdóttir, Kristín G. Ólafsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.