Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 74

Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorsteinn Þor-steinsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 13. júní 1947. Hann lést á Land- spítalanum 9. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson, f. 17.1. 1927, og Laufey Ei- ríksdóttir, f. 5.6. 1926, d. 14.12. 1992. Systkini hans eru Kolbrún, f. 1948, Kristín, f. 1950, Ei- ríkur, f. 1954, og Gunnar, f. 1959. Hinn 11. desember 1976 kvænt- ist Þorsteinn Brynju Friðþórs- dóttur, f. 3.9. 1956. Foreldrar hennar eru Friðþór Guðlaugsson, f. 11.10. 1926, d. 19.6. 2004, og Margrét Karlsdóttir, f. 8.1. 1930. Börn Þorsteins og Brynju eru: Margrét, f. 15.4. 1977, og Þor- steinn Ívar, f. 20.7. 1987. Að loknu skyldu- námi við Gagn- fræðaskóla Vest- mannaeyja hóf Þorsteinn störf hjá Raftækjaverslun Haraldar Eiríksson- ar hf. og starfaði þar fram að ársbyj- un 1973. Meðan á Vestmannaeyjagosi stóð vann hann í fataverslun Ander- sen & Lauth við Vesturgötu í Reykjavík. Hinn 1. febrúar 1974 opnaði hann fata- verslunina Steina & Stjána í Vest- mannaeyjum sem hann rak til ársins 1990. Síðustu árin starfaði hann við skrifstofu- og sölustörf hjá kertaverksmiðjunni Heimaey. Útför Þorsteins verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Elsku hjartans pabbi minn, ég á svo bágt með að trúa þessu. Ég sem hélt að þú kæmir heim um jólin og að við yrðum öll saman, en ég verð að reyna að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Ég trúi því að þú sért kominn á betri stað þar sem Guð er búinn að ráða þig í æðra hlutverk. Ég er svo tóm og það er svo margt sem mig langar til að segja en ég ætla ekki að gera hér vegna þess að ég vil eiga það á milli mín og þín. Mér finnst lífið ósanngjarnt núna, loksins þegar fór að birta til í þínu lífi vegna þess að lífið hefur ekki farið mjúkum höndum um þig, elsku pabbi minn. Þið mamma búin að gera húsið ykkar svo fallegt og þú færð ekki að njóta þess. Ég sakna þín svo sárt, sakna þess að geta ekki leitað til þín, vegna þess að þú varst alltaf til staðar fyrir mig og vildir allt fyrir mig gera. Það eru forréttindi að hafa átt pabba eins og þig. Það var ekki vandamálið þegar heimasætan ákvað að fara í skóla að ég flytti aftur til ykkar mömmu, vegna þess að þér var mikið í mun að ég færi í nám. Ó, þú varst svo stoltur af mér og ég skal lofa þér því að ég á eftir að gera þig enn stoltari. Síðustu vikur voru okkur erfiðar en ég verð ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú tókst veikindum þínum af æðruleysi og talaðir um þau af skynsemi, þú hafðir meiri áhyggjur af mömmu, mér og Þorsteini Ívari, en sjálfum þér. Við lofum þér því að við stönd- um saman og verðum dugleg að taka utan um hvert annað. Nú ert þú kominn á góðan og fal- legan stað þar sem þrautir og þján- ingar eru ekki til. Ég veit að þú færð góða heimkomu, amma Laufey, afi Friðþór og Ólöf umfaðma þig. Minningin um þig lifir, elsku hjartans pabbi minn, og yljar mér um hjartarætur. Guð blessi elsku mömmu mína og okkur öll sem elskuðum þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Hvíl þú í friði, elsku hjartans pabbi minn. Guð geymi þig. Þín Margrét. Elsku pabbi minn. Þá er komið að kveðjustund, baráttan var erfið. Þú varst staðráðinn í að vera kominn heim fyrir jól og eiga góðan tíma með fjölskyldunni á Skólaveginum. Þetta tók nú ekki langan tíma, frá því þú veiktist og þar til þú fékkst að hvíla þig. Aðeins tvær vikur og þess- ar tvær vikur voru mér sem margir mánuðir. Ég veit það að þú ert kom- inn á góðan stað og vakir yfir okkur. Tíminn sem framundan er verður erfiður, en eins og þú varst nú vanur að segja manni bara að bíta á jaxlinn og standa sig, sama hvað bjátar á. Þú varst frábær í því sem þú tókst þér fyrir hendur, ég gat alltaf leitað til þín ef eitthvað bjátaði á. Þú fórst með mér í feðgaferðir og ég gleymi því aldrei þegar við fórum upp í Hvammsvík í Kjós með tjald og veiðistangir. Þetta voru án efa stór- kostlegustu tímar sem ég hef upp- lifað. Það lá við að maður hefði þurft að standa frívaktina vegna þess að það var svo mikið fiskerí. Hreint út sagt frábær ferð með frábærum manni og ferð sem gleymist seint eins og allt það sem við gerðum sam- an. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Góðar minningar skal varðveita. Allir ættu að eiga sérstaka manneskju sem þeir virða og dá, einhverja sem þeir læra af, einhverja sem þeir elska. Þessa vegna ættu allir að eiga pabba eins og þig. Þinn Þorsteinn Ívar. Mig langar að segja nokkur orð um hann afa Steina. Elsku afi Steini, þú varst alltaf svo góður við mig. Þú og amma Brynja gerðuð alltaf allt fyrir mig. Mér fannst svo gaman þegar við fórum saman í skýlið og keyptum nammi, og fórum síðan upp á spítala að sækja afa Dodda og buðum honum í bíltúr. Fórum við oftast að gefa önd- unum og hestunum og einn morg- uninn vildi ég gefa öllum dýrum sem ég sá og auðvitað leyfðir þú mér það. Ég á margar minningar um þig, afi Steini, sem ég mun alltaf geyma í mínu hjarta. Elsku afi Steini, það verður skrítið að koma í húsið ykkar ömmu og eng- inn afi Steini, en ég mun alltaf muna eftir þér því þú varst alveg einstak- ur. Guð geymi þig, elsku afi minn, ég skal passa ömmu Brynju, Margréti og Þorstein Ívar fyrir þig. Góða nótt og sofðu rótt um allar nætur og Guð geymi þig. Ég elska þig. Þinn afastrákur Hafþór Logi. Mig langar með örfáum orðum að minnast Þorsteins Þorsteinssonar, sem lést hinn 9. des. eftir stutta en erfiða viðureign við krabbamein. Ég kynntist Steina eins og hann var allt- af kallaður, þegar ég fluttist til Vest- mannaeyja aðeins 18 ára gömul og nýbúin að kynnast bróður Steina sem síðan varð eiginmaður minn. Steini var þá mikið í félagslífinu hér í Eyjum en hann vann mikið fyrir Íþróttafélagið Tý sem þá var í mikl- um blóma. Mannsefnið mitt var hins vegar í Hjálparsveit Vestmannaeyja á þessum árum og var oft mikið rök- rætt þegar þeir tveir bræður hittust á góðum stundum. Alltaf var Steini tilbúinn að aðstoða okkur unga kær- ustuparið þegar við þurftum ráð hjá eldri og reyndari mönnum. Þegar við byrjuðum að búa lánaði hann okkur sófasettið sitt. Ekki löngu eftir að hann lánaði okkur forláta sófasettið kom hann að máli við okkur frekar vandræðalegur og spurði hvort hann gæti nokkuð fengið sófasettið sitt aftur, því hann væri nú búinn að finna sér konu og ætlaði líka að byrja að búa. Þá hafði hann kynnst Brynju sem síðan varð konan hans. Við Brynja eignuðumst síðan stelpurnar okkar á svipuðum tíma og man ég að þegar kom að því að ég færi heim af fæðingardeildinni var minn maður fjarverandi. Ekki tóku þau Steini og Brynja það í mál að ég færi ein heim með stelpuna og buðu mér að dvelja hjá þeim á meðan. Var ég þeim æv- inlega þakklát fyrir það. Steini rak á þessum árum verslunina Steina og Stjána sem var herrafataverslun, ásamt vini sínum Stjána. Það var fastur liður að koma við í búðinni og skoða og fá smáspjall í leiðinni. Fyrr á árum var samgangurinn milli fjöl- skyldna okkar mikill. Sunnudags- máltíðir hjá Dodda og Laufeyju, for- eldrum þeirra, sáu til þess. Stór- fjölskyldan hittist líka á jólunum og Laufey og Doddi elduðu af miklum myndarskap. Þegar við misstum Laufeyju, misstum við mikið. Og samgangurinn minnkaði aðeins. En núna hafa bræðurnir náð saman aft- ur vegna veikinda Dodda pabba og þegar Eiki maður minn hjálpaði Steina að setja upp innréttingu. Steini og Brynja voru að gera upp húsið sitt á Skólaveginum og er gam- an að sjá hve vel tókst til. Sáu þau hjónin fram á bjartari daga, húsið klárt og lífið farið að brosa við þeim. Áttum við ekki von á öðru en að við ættum samleið nokkur ár enn. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Fyrir sex vikum skemmti Steini sér í brúðkaupi dóttur minnar. Heill að því er við héldum. Núna er hann far- inn. Orð megna lítils. Við sem eftir er- um sitjum hljóð og getum ekki ann- að. Elsku Brynja, Margrét og Þor- steinn Ívar. Missir ykkar er mikill og sorgin stór. Ég votta þér og börnum þínum tveim, Dodda tengdapabba, og systkinum alla mína samúð. Guð blessi ykkur öll. Karen. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Bessastaðir á Álftanesi voru einn af uppáhaldsstöðum Steina bróður okkar enda var hann þar í sveit á yngri árum. Steini gekk okkur við hlið í rúma hálfa öld og því teljum við okkur full- bær að votta það að þar fór hetja, heiðursmaður og ljúflingur. Við er- um stolt af því hvað okkar einlægi bróðir elskaði og bar mikla um- hyggju fyrir foreldrum okkar og sín- um yngri systkinum. Í eðli sínu vildi Steini gera enn betur og var svo lán- og hamingju- samur að hitta konu sína Brynju Friðþórsdóttur. Börnin, Margrét og Þorsteinn Ívar, sverja sig í báðar ættir og eru því gjörvuleg, hlýleg og aldeilis skemmtileg börn. Ein af mörgum fleygum setning- um Abrahams Lincolns, fyrsta for- seta Bandaríkjanna, er sú þar sem hann segir að það megi láta sig deyja – en bara að þeir sem best þekktu mig segi að ég hafi ætíð plantað blómi þar sem ég hélt að blóm gæti vaxið. Steini er eitt af þessum blóm- um í fjölskyldunni. Blómlegar minningar um Steina eru ótalmargar og gætu fyllt heila bráðskemmtilega sögubók sem föð- urbróðir okkar og alkunnur sögu- maður og grínari – Tóti í turninum – yrði fullsæmdur af. Fyrst ber að nefna hvað Steini var duglegur og gekk glaður til verka við að létta foreldrum okkar lífið. Fyrst og fremst með því að vera þægilegt barn en síðar tæknivæddi hann heimilið sem starfsmaður Raftækja- verslunar Haraldar Eiríkssonar. Ekki kom svo nýtt rafmagnstæki til Eyja að það væri ekki fljótlega kom- ið inn á gólf heima hjá okkur á Vest- urvegi 4. Eitt fyrsta sjónvarpið í bænum, ein fyrsta sjálfvirka þvotta- vélin, eins fyrsta rafmagnspannan og svo framvegis. Og í anda Steina – allt það fínasta og flottasta fyrir sitt fólk. Af öllum þessum tækniundrum síns tíma var þó sambyggða steríó- tækið það sem heillaði mest. Pabbi og mamma dönsuðu oft heima í stofu við ljúfu Eyjalögin hans Oddgeirs Kristjánssonar úr viðtækinu góða. Eins og gengur og gerist á öllum heimilum var lífið ekki bara dans á rósum. Pabbi lenti í alvarlegu slysi og var vart hugað líf þegar Steini var unglingur. Þá dreif hann sig, með að- stoð Kollu systur, og keypti tvö stór og falleg málverk sem enn prýða stofuveggina á æskuheimilinu og voru okkur öllum augnayndi. Þetta frumkvæði unglingsins í þágu for- eldra okkar á erfiðum tímum segir meira en mörg orð. Heimilið okkar var í alfaraleið í Eyjum og var þar af leiðandi móts- staður fyrir unga og spræka Eyja- peyja áður en haldið var á ball í Höll- inni eða í Alþýðuhúsinu. Þá var oft glatt á hjalla og stjanað við þessa sjarmöra sem á ballið voru að fara. Hægt er að nefna marga af þessum peyjum úr vinahópnum sem Steina þótti svo vænt um en þeir taka það til sín sem nutu gestrisninnar. Peyjar úr þessum hópi voru virkir í Knatt- spyrnufélaginu Tý og voru ætíð með uppbrettar ermar fyrir þann málstað eins og að breyta gömlum sjúkrabíl í sjoppu til að afla fjár til félagsstarfs- ins. Með uppbrettar ermar var líka mikill metnaður lagður í undirbún- ing fyrir þjóðhátíðina – dalurinn varð að vera betur skreyttur og brennan stærri en á síðustu þjóðhá- tíð hjá Þór. Þetta var heilbrigður metnaður hjá heilbrigðum strákum. Fremstur meðal jafningja úr þess- um vinahópi var án efa Kristján Eggertsson, betur þekktur sem Stjáni á Flötunum í Eyjum. Hann hefur ætíð staðið við bakið á Steina eins og klettur. Hámarki náði sam- starf þeirra vina er stofnað var til at- vinnurekstrar undir nafninu Steini og Stjáni og sýslað með karlmanna- föt og íþróttavörur. Við systkinin er- um þakklát Stjána fyrir væntum- þykjuna fyrir bróður okkar. Steini var alltaf að stússast eitt- hvað. Ef það var ekki vinnan þá var eitthvað búið til sem hægt var að bardúsa við. Þannig má nefna æv- intýrið þegar hann var einn fremstur í flokki við að setja upp endurvarps- stöð í Eyjum fyrir Kanasjónvarpið. Þá var nú bróðir flottur með aðild að sjónvarpssendi og við heima með eitt fyrsta sjónvarpstækið á Eyjum. Þá var nú heimilið enn vinsælla. Og aft- ur skömmu síðar þegar Steini og fé- lagar sáu um rekstur Alþýðuhússins fyrir Tý er þeir héldu dansleik með Rúnari Júlíussyni og Hljómum. Poppgoðunum var auðvitað boðið heim til Steina og fyrir utan var mannfjöldi eins og hjá páfanum á Péturstorginu í Róm. Undir lokin verður hér eitt að koma fram – Steini bróðir hefði aldr- ei samþykkt neina lofræðu um sig – þótt hún sé hér því miður í formi minningargreinar um piltinn nema það yrði skýrt tekið fram að Þor- steinn Þorsteinsson, sonur Dodda og Laufeyjar og bróðir okkar, hefði ver- ið Týrari með stórum staf af Guðs náð. Sína síðustu ferð hér fer hann bróðir okkur úr Landakirkju til sinn- ar hinstu grafar. Á leiðinni verður hann borinn undir hið heimsfræga kirkjugarðshlið þar sem skrifað stendur „Ég lifi og þér munuð lifa“. Við vottum Brynju og börnunum dýpstu samúð okkar. Minning Steina mun sannarlega lifa á meðan við lifum. Systkinin, Kolbrún, Kristín, Eiríkur og Gunnar. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu, og svo komi hinn langi vetur. Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó, að vorið, það má sín betur. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna... Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davíð Stef.) Elsku Steini frændi, lífið er hverf- ult og það upplifðum við svo sann- arlega fyrir nokkrum dögum síðan. Illvígur sjúkdómur felldi þig á örfá- um dögum og á örskotsstundu breyttist þessi stutta barátta úr jöfn- um leik í tapaðan. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér fyrir handan en ég harma samt ótímabært fráfall þitt. Ein af mínum fyrstu minningum um þig er líklega frá því þegar ég var fjögurra ára gamall leikskólapeyi í Vestmannaeyjum og í einhverju „skyndibrjálæði“ ákvað ég að nú skyldi ég halda með íþróttafélaginu Þór, líklega hefur blái liturinn heillað ungan dreng. Þú, þessi harði Týrari, varst nú ekki á þeim buxunum að missa litla frænda yfir til erkifjend- anna og næst þegar ég kom með mömmu í búðina til þín sagðirðu við mig að ég fengi ekki að fara inn í búðina fyrr en ég héldi aftur með Tý. Það þurfti ekki meira og var þá græni Týs-liturinn kominn í uppá- hald hjá litlum frænda á ný. Og er ég þess fullviss nú í dag að ef Guð var ekki Týrari fyrir, þá er það alveg öruggt að hann er harður Týrari í dag eftir komu þína. Minningarnar um þig eru margar elsku frændi en það sem upp úr stendur er hversu góður drengur þú varst og vel inn- rættur. Alltaf varstu tilbúinn að gera allt fyrir alla, sama hvernig stóð á hjá þér. Elsku Brynja, Margrét og Þor- steinn Ívar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Sofðu rótt, elsku frændi. Kveðja. Sigurður Jóhann. Elsku Steini, þetta kom svo snöggt að maður er ekki enn farinn að ná því að þú sért farinn. Minning- arnar streyma í huga mér en samt er svo erfitt að koma þeim frá sér. Oft talar mamma um það hvað þú og Brynja voruð góð við okkur mömmu þegar ég fæddist. Pabbi þurfti að fara til Reykjavíkur og ekki tókuð þið í mál að mamma færi ein heim með mig af spítalanum heldur kom- um við og vorum hjá ykkur á Skóla- veginum. Steini og Stjáni er ógleymanleg minning. Oft þegar við Margrét vor- um búnar í skólanum lá leiðin niður í Steina og Stjána og var frábært að fá að vera bak við búðarborðið og af- greiða á meðan þú fórst í bankann og pósthólfið. Minningarnar af Vesturveginum hjá ömmu og afa á aðfangadag eru enn til staðar, öll fjölskyldan saman að borða og opna pakkana, og svo jólaboðin hjá Kollu frænku. Þetta eru ógleymanlegar minningar og ég varðveiti þær og oft skal ég hugsa til þín. Elsku Steini frændi, nú ertu kom- inn til ömmu Laufeyjar og þið passið hvort annað. Ég sendi Brynju, Mar- gréti og Þorsteini Ívari innilegar samúðarkveðjur. Þín frænka Bergey Edda. Ég minnist ennþá okkar fornu kynna, og ennþá man ég ljómann drauma þinna, er bernskan móti báðum okkur hló. Hver dagur nýrri frægð og frama spáði, og fögur, mikil verk þinn hugur þráði. Á köllun þína engum efa sló. (Tómas Guðm.) Á kveðjustundu reikar hugurinn til liðinnar tíðar. Lautin við Vestur- ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.