Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 75
MINNINGAR
veg var vinsælt leiksvæði hjá stórum
hópi krakka sem ólust upp í ná-
grenninu. Þar hófst vináttu margra
leikfélaga, sem hefur varað allt lífið.
Í Lautinni hófust kynni Steina og
Stjána. Við vorum jafnaldrar, skóla-
félagar, unnum á sama vinnustað,
gerðumst sameignarmenn að versl-
unni Steina og Stjána. Þannig tvinn-
aðist okkar lífsganga. Steini í
Steindó var hress strákur og lífs-
glaður og sá oft spaugilegar hliðar á
málunum, orðheppinn, athafnasam-
ur, félagslyndur og eftirsóttur félagi.
Á barnsaldri fór að bera á sjúkdómi í
beinum sem háði honum alla tíð.
Steini lét það þó ekki slá sig út af lag-
inu heldur lifði með þessum erfið-
leikum af einstökum lífskrafti þótt
oft hafi hann þurft að bíta á jaxlinn.
Skólaganga hófst í stubbadeild
Barnaskóla Vestmannaeyja. Skóla-
námið var tekið svona mátulega al-
varlega. Það var svo margt sem var
að gerast. Athafnalífið í Eyjum var
þvílíkt á þessum árum að ungir menn
máttu ekki missa af því sem var að
gerast. Fylgjast varð með á bryggj-
unum þar sem yfir 100 bátar voru
gerðir út og iðandi mannlíf í bænum.
Steini fór þónokkur sumur í sveit
og líkaði það vel. Fastur liður var að
safna í brennu fyrir áramót. Brennu-
stæðið var alltaf það sama fyrir neð-
an Sýslumannskórinn. Söfnun í
brennuna stóð frá því í október og
fram að áramótum. Þetta var mikil
vinna og burðast var með kassa og
spýtur langt umfram getu, en sam-
heldinn og góður hópur gafst ekki
upp. Ungur gekk Steini í Knatt-
spyrnufélagið Tý og starfaði mikið
fyrir félagið alla tíð. Við undirbúning
Þjóðhátíðar var hann liðtækur með
málningarpensilinn ásamt félögun-
um Gauja, Finnsa og Magga Magg.
Þetta var magnað gengi sem gerði
frábæra hluti í Dalnum. Starf við
Grillið á Shellmóti var ómissandi
þáttur. Undirbúningur og þátttaka í
þrettándagleði með Gauja Manga
o.fl. var einnig ómissandi.
Steini var félagi í Sjóstangveiði-
félagi Vestmannaeyja, bæði sem
veiðimaður og starfsmaður við mót
sem félagið stóð fyrir. Einnig var
hann félagi í Lionsklúbbi Vest-
mannaeyja um tíma. Á þessari upp-
talningu sést að Steini kom víða að
þar sem hann lagði lið. Hægt væri að
segja margar sögur um skemmtileg
atvik og atburði sem gerðust í þessu
félagsstarfi. Þjóhátíðarundirbúningi
er ekki hægt að lýsa með orðum. Að-
eins þeir sem við hann hafa starfað
ná þeirri stemmningu. Einnig af
veiðiferðum þar sem enginn fiskur
fékkst, en margar veiðisögur. Af
ýmsu væri hægt að taka.
Eftir skyldunám í Gagnfræða-
skóla Vestmannaeyja fór Steini að
starfa sem verslunarmaður hjá Har-
aldi Eiríkssyni h/f, raftækjafyrir-
tæki. Þetta var góður skóli fyrir
unga menn, því fyrirtækið var gott
og afbragðs starfsfólk. Áhersla var
lögð á að hafa hlutina í röð og reglu
og krafa gerð um mætingar á réttum
tíma. Mikið rask kom á líf allra í gos-
inu 1973. Gosárið starfaði Steini hjá
Fataversluninni Andersen & Lauth
við Vesturgötu í Reykjavík. Steini og
hans fjölskylda var strax ákveðin í að
flytja aftur til Vestmannaeyja og það
fljótt. Mikil breyting hafði orðið í
Eyjum, vinnustaðurinn kominn und-
ir hraun og það varð að finna eitt-
hvað nýtt að gera. Á Þorláksmessu
1973 hringir Steini til mín og segir:
„Stjáni, það vantar fataverslun í bæ-
inn, við setjum upp búð.“ Ég maldaði
í móinn og sagði að það væri nú ekki
mitt fag. „Þú verður með mér,“ sagði
hann. Þar með var það ákveðið.
Verslunin Steini og Stjáni var opnuð
l. febrúar l974 í Drífanda við Báru-
stíg. Verslunin var gott innlegg í
bæjarlífið á þessum tíma. Steini ann-
aðist búðina af sinni einstöku snyrti-
mennsku, allt í röð og reglu. 1978 var
keypt húsnæði fyrir verslunina á
Skólavegi 4 og hún starfrækt þar til
ársins 1990.
Árið 1975 hitti Steini hana Brynju
sína sem staðið hefur með honum í
lífsbaráttunni frá þeim tíma. Baráttu
sem ekki hefur alltaf verið áfallalaus.
Fljótlega keyptu þau Grímsstaði við
Skólaveg og hefur fjölskyldan átt
þar yndislegt heimili. Velferð
barnanna Margrétar og Þorsteins
Ívars voru þeirra hugðarefni.
Kveðjustundin er komin, ótíma-
bær og óvænt. Eftir sitja minningar
um góðan dreng.
Elsku Brynja, Margrét, Þorsteinn
Ívar, Doddi, Magga tengdó, systkini,
tengdafólk og fjölskyldur.Við Guðný
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð styrkja
ykkur til að takast á við sorgina.
Kristján G. Eggertsson
(Stjáni).
„Nei, nei, er nú ekki búið að leggja
nóg á mig!!!" sagði Steini, þegar
hann sá mig í dyragættinni, þegar ég
heimsótti hann á Landspítalann.
Þegar hann hafði lýst því hvernig
komið væri fyrir sér, varð mér strax
ljóst að vinur minn væri helsjúkur og
ætti því miður ekki langt eftir.
Við áttum gott spjall saman og
hann sagði mér að hann hefði rætt
við séra Kjartan Örn fyrr um morg-
uninn. Steini sagðist hafa játað það
fyrir prestinum að hann skuldaði
Kjartani Erni enn hjónavígsluna
þeirra Brynju fyrir margt löngu!!! og
við yrðum nú að fara að telja þetta
fram, en ég hefi um árabil aðstoðað
þau hjónin við framtalsgerð.
Þar áður hafði ég til margra ára
annast bókhald og uppgjör fyrir
„Steina og Stjána hf.“, herrafata-
verzlun, sem Steini rak af myndar-
skap um árabil. Þar eins og annars
staðar var mikill metnaður í gangi,
og var það ófrávíkjanleg regla að
fyrsta uppgjörsverkefni hvers árs
var bókhald og skattskil fyrir
„Steina og Stjána hf.“
Undanfarin ár hefur Steini unnið í
Kertaverksmiðjunni Heimaey og nú
í sumar útvegaði hann okkur sér-
staklega falleg kerti við brúðkaup
dóttur okkar. Við hugsum ávallt til
þín er við tendrum Heimaeyjarljós
með þökk fyrir liðna tíð.
Kæru Brynja, Margrét og Þor-
steinn Ívar. Við Jenna sendum ykk-
ur samúðarkveðjur og biðjum Guð
að vera með ykkur og blessa minn-
ingu góðs vinar.
Ágúst Karlsson.
Það er laugardagskvöld fyrir um
það bil 35 árum. Fimm ungir menn
eru á leið á dansleik í Höllinni. Einar
í Valhöll, Geir á Reynistað, Goggi í
Klöpp, Árni í Gerði og Steini í
Steindó. Við erum staddir í norð-
austur-herberginu á Vesturvegi 4,
heimili Steina. Reykjarmökkurinn í
herberginu er ógurlegur, þrír reykja
vindla, einn sígarettur og einn reykir
ekki. En þetta var fyrir öll reykinga-
bönn, svo að menn létu sig hafa það.
Svo var drukkið Dimple Whisky og
Vodka í kók og síðast en ekki síst
Sjenni. Doddi pabbi Steina skýtur
inn kollinum við og við og segir sög-
ur, en af þeim kunni hann nóg. Þegar
menn héldu að þeir væru tilbúnir, þá
var haldið á ball. Við þurftum ekkert
að flýta okkur því að Óli þjónn hélt
fyrir okkur sama borðinu í nokkur ár
(kostaði eitt-tvö sjennaglös). Yfir-
leitt var eitthvað spáð í kvenfólkið og
gekk nú misjafnlega í þeim málum.
En það var auðvitað eitt aðalum-
ræðuefnið daginn eftir, er við hitt-
umst á Vesturvegi 4 í norðaustur–
herberginu hans Steina. Eitthvað
mundu menn misjafnlega vel hvort
þeir hefðu verið með stelpu, hver það
hefði verið og hvar hún átti heima.
Þegar menn voru nánast að andast
úr reykjarmekki, þá var haldið í bíl-
túr á Skodanum hans Dodda, þar
sem enn var reykt. Síðan um kvöldið
var annaðhvort spilað eða farið í bíó.
Afþreyingin fyrir unga menn á þess-
um tíma var ekki mikil. Kannski
heppilegt að pubbar voru ekki komn-
ir til sögunnar. Eitthvað þessu líkt
stóð þetta samband í nokkur ár.
Þannig nokkurn veginn munum við
félagarnir eftir okkar bestu árum
með Steina. Á þessum tíma hefði
okkur ekki grunað að tveir úr þess-
um hópi væru nú látnir. Fyrst Goggi
og nú Steini. Það væri að æra óstöð-
ugan að rifja meira upp frá þessum
árum, en ef einhver gæti og kynni
það þá hefði það verið Steini, því að
hann hafði mikla frásagnargáfu, ýkti
svolítið og átti til að enda sögurnar:
„Þetta er alveg satt.“ Þá vissum við
hinir að hún var kannski ekki alveg
sönn. Minningin er góð og mun lifa
um ókomna tíð.
Elsku Brynja, Margrét og Þor-
steinn. Innilegar samúðarkveðjur.
Einar Friðþjófsson,
Geir Sigurlásson,
Árni G. Gunnarsson.
Þegar Steini vinur minn hringdi
og sagði að hann ætti að koma í rann-
sókn á Landspítalanum, óraði mig
ekki fyrir því að það yrði hans síð-
asta ferð. Næsta dag kom hann í
sjúkraflugi og var lagður inn á
bráðamóttöku til rannsókna og
lækninga. Hann hafði verið greindur
með ólæknandi sjúkdóm sem engu
eirir og eftir aðeins sextán daga var
hann allur.
Þegar ég hóf störf hjá Rafveitu
Vestmannaeyja í ágúst 1968 og hafði
verið kynntur fyrir starfsfólkinu,
fóru starfsmenn Rafveitunnar með
mig í verslun Haraldar Eiríkssonar
og kynntu mig fyrir ungum og hress-
um afgreiðslumanni, sem hét Þor-
steinn Þorsteinsson. Með okkur
tókst vinátta sem staðið hefur óslitið
í þrjátíu og sjö ár. Steini var einn
hressasti maður sem ég hef kynnst,
hafði ánægju af lífinu og deildi gam-
ansemi sinni óspart með öðrum. Þar
sem ég var án fjölskyldu minnar að
vinna í Eyjum langtímum saman
tóku Steini og hans félagar mig að
sér að nokkru leyti og sáu um að mér
leiddist ekki.
Frá þessum árum minnist ég
endalausra skemmtilegra stunda
með Steina og atburða sem aldrei
gleymast. Svo tók alvaran við og
Steini stofnaði fjölskyldu. Gæfan
birtist honum er hann kynntist ungri
blómarós, Brynju Friðþórsdóttur,
sem varð lífsförunautur hans. Saman
eignuðust þau Margréti og Þorstein
Ívar, sem eru stolt foreldranna.
Með fjölskyldum okkar varð svo
náið samband, að segja má að við
værum ein fjölskylda, hvort sem var
úti í Eyjum eða í Kópavoginum.
Steini og fjölskylda hans voru au-
fúsugestir sem dvöldu til lengri eða
skemmri tíma á mínu heimili og
þannig treystust fjölskyldu- og vina-
böndin bara enn betur.
Margar ánægjustundir áttum við
saman og er þá margs að minnast
eins og ferðanna til Portúgals. Ekki
var hægt að hugsa sér traustari vin
en Steina. Hann var ekki síður vak-
inn og sofinn yfir velferð fjölskyld-
unnar, sem var honum allt. Þrátt fyr-
ir að lífið væri ekki alltaf dans á
rósum vegna veikinda, var alltaf
stutt í glaðværð og góða skapið hjá
honum.
Nú þegar komið er að kveðjustund
allt of fljótt er þakklæti fyrir allar
ánægjustundirnar, sem við áttum
saman, mér efst í huga.
Elsku Brynja, Margrét, Þorsteinn
Ívar og aðrir aðstandendur, innilega
samúð vottum við, ég og fjölskyldan,
ykkur. Megi minningin um góðan
dreng lifa með okkur öllum um
ókomna framtíð.
Haukur Ársælsson.
Týrari að vera, það talið er hér
töluvert hnoss, svona rétt eins og ber.
Fræknustu englar sem ferðast um ský,
forðum á jörðinni voru í Tý.
Þetta vísukorn kom upp í huga
mér við fréttir af andláti vinar, Þor-
steins Þorsteinssonar, eða Steina
Steindó, eins og hann var alltaf
nefndur í vinahópi. Nú hafði enn einn
frækinn bæst í englahópinn. Ég er
búinn að þekkja Steina í rúm fjörutíu
ár. Leiðir okkar fóru að skarast og
skarast meira og meira vegna starfa
í SJÓVE og Tý. Á þessum árum
höfðum við marga hildi háð, eins og
sagt var til forna. Þetta voru ekki allt
úrslitaorustur fyrir þjóðfélagið, en
við tókum þær alvarlega. Að mála
stofurnar á Grímsstöðum fyrir jólin
eða mála eins og eina þjóðhátíð,
halda stjórnarfundi hjá SJÓVE eða
draga í sveitir á bátana, allt voru
þetta háalvarleg mál í okkar huga.
Öll voru þau leyst sem slík.
Steini var að mörgu leyti furðu-
legur. Þegar allir voru að springa úr
hátíðleika læddi Steini einni skrítlu í
hópinn, sem sprakk og öll verk voru
unnin af léttleika úr því. Þessu er
ekki slegið hér fram til að ófrægja
Steina, onei, onei, hann hafði svo
stórar áhyggjur af málum, sem hann
hafði tekið að sér, að hann átti vont
með svefn, ef illa miðaði að hans
mati. Við vorum báðir í þeim hópi
bæjarbúa sem tigna guðinn Tý og
Týr því okkar félag og þar voru
mörg handtökin unnin og ekki alltaf
frá átta til fimm. Oft í kringum
peyjamótin og þjóðhátíð var sólar-
hringurinn of stuttur. Oft á tíðum
brá hann sér á handfæri með Gauja
vini sínum í Gíslholti á Barðanum og
veiddist þá sem aldrei fyrr.
Menn gætu haldið af þessum lín-
um að Steini hafi verið einhleypur
sprangari, en svo var nú aldeilis
ekki. Steini átti yndislega eiginkonu,
hana Brynju sína, fallegt heimili og
falleg börn.
Við sem eftir lifum erum mörg
hver betri af að hafa kynnst Steina
Steindó og margir Týrarar eiga eftir
að sakna hans.
Að lokum, Brynja mín, þú mátt
vita að frá okkur vinum Steina send-
ast bænir til Guðs um styrk handa
þér og börnum ykkar.
Góður drengur er genginn, góð
minning lifir.
Magnús Magnússon.
Desember er mánuður ljóss og
friðar og þá kveikjum við á kertum
til þess að minnast fæðingar frels-
arans. Margir kveikja á kertum til að
minnast þeirra sem kvatt hafa jarð-
neskt líf á árinu. Okkur óraði ekki
fyrir að við myndum tendra á kerti í
minningu Steina á aðventunni í ár.
Ef hægt er að tala um konung
kertanna þá komst Steini næst því
að vera það því hann vissi allt um
þau. Hann stjórnaði framleiðslu á
bestu kertum landsins, Heimaeyjar-
kertum, af einstakri röggsemi og
ósérhlífni. Örfáum dögum áður en
Steini dó var hann harðákveðinn í að
ná heilsu til að fara á vinnustaðinn
sinn fyrir jól til að athuga hvort allt
væri ekki örugglega eins og það ætti
að vera.
Innra með honum sló hjarta úr
gulli og hann var ávallt traustur og
áræðinn. Við erum Steina afar þakk-
lát fyrir ógleymanlega samveru,
samvinnu og vináttu.
Við færum fjölskyldu hans og vin-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann lifir.
Gísli Matthías og Olga Björt.
Það er sárt að kveðja Steina sem
við höfum þekkt svo lengi og hefur í
reynd verið sem einn af fjölskyld-
unni. Okkar kynni hófust löngu fyrir
gos í Vestmannaeyjum. Við hjónin
kynntumst Steina og Brynju þegar
þau voru að byrja að draga sig sam-
an, við hittum þau eitt laugardags-
kvöld á skemmtistaðnum Sigtúni við
Suðurlandsbraut. Steini gisti þá sem
oftar á Hrauntungunni. Hann hafði
áhyggjur af því hvort ekki væri hægt
að stækka sófann sem hann svaf á
svo hann gæti boðið þessari fallegu
konu að gista hjá sér. Við sögðum að
sjálfsögðu væri ekkert mál að
stækka sófann og við útlistuðum
hvernig það væri gert. Þetta var
náttúrlega allt „lygi“. Það var engan
veginn hægt að stækka sófann en
þau sváfu nú saman þessa nótt og
hafa gert síðan. Steini hundskamm-
aði okkur síðar fyrir þetta en að
sjálfsögðu meinti hann ekkert með
því. Ávöxtur þeirra sambands eru
yndislegu börnin þeirra Margrét og
Þorsteinn Ívar sem sárt sakna föður
síns nú á þessari sorgarstund. Við
viljum senda þeim okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Við viljum þakka
fyrir allar skemmtilegu stundirnar
og allar sögurnar sem Steini sagði,
hann var ótrúlega skemmtilegur
sögumaður. Einnig viljum við þakka
fyrir þær góðu móttökur sem við
fengum þegar við komum til Eyja
með strákana okkar á peyjamótin en
Steini starfaði við þau í mörg ár.
Elsku Brynja, megi Guð gefa þér
styrk á þessari sorgarstund. Við vilj-
um votta þér og fjölskyldu þinni okk-
ar dýpstu samúð.
Ársæll og Helga.
Það er svo erfitt að átta sig á,
skilja og sætta sig við þegar fólk á
besta aldri skilur við okkur. Eftir
stöndum við, án útskýringa en með
minninguna að leiðarljósi.
Við kynntumst honum Steina fyrir
rúmum ellefu árum og höfum síðan
þá átt með honum margar góðar
stundir úti í Eyjum. Oft hittumst við
um jól, áramót, og á þjóðhátíðum,
þar sem fjölskyldan hefur verið sam-
an komin og glatt á hjalla. Það sem
kemur fyrst upp í huga okkar er
hversu jákvæður og gamansamur
hann var og alltaf mjög umhyggju-
samur um okkar hagi. Nærvera hans
var afar góð. Við útigrillið var Steini
sannarlega á heimavelli og þar urðu
lambalærin að miklum meistaramál-
tíðum.
Elsku Steini, takk fyrir okkur.
Minning þín lifir sem ljós í hugum
okkar.
Ég horfinn er úr heimi,
minn hugur er á sveimi
um ókunn undralönd.
Ég finn mig léttan líða
á ljóssins örmum víða,
mig leiðir einhver æðri hönd.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku Brynja, Margrét og Þor-
steinn Ívar. Við biðjum þess að guð
gefi ykkur styrk, varðveiti ykkur og
umvefji með hlýju og yl.
Diljá, Vilhjálmur og María Ósk.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta