Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 76

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 76
76 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Magnús Kol-beinsson fæddist á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu 14. júlí 1921. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Kolbeinn Guðmundsson, f. 21. september 1882, d. 9. maí 1958, bóndi og járnsmiður á Þorvaldsstöðum og síðan lengst af í Stóra-Ási í Hálsasveit, og kona hans Helga Jónsdóttir, f. 26. febr- úar 1885, d. 30. júlí 1960, hús- freyja. Systkini Magnúsar eru: Andrés, f. 7. september 1919, hljóðfæraleikari; Þorgerður, f. 8. mars 1924, húsfreyja; Helgi, f. 22. maí 1927, bifvélavirki; Steinunn, f. 20. nóvember 1928, húsfreyja. Hinn 24. júní 1955 kvæntist Magnús Þórunni Andrésdóttur, f. 4. mars 1919, frá Kollslæk í Hálsa- sveit. Foreldrar hennar voru þau Andrés Vigfússon, f. 24. maí 1891, d. 22. júní 1971, bóndi þar, og kona hans Halla Jónsdóttir, f. 26. sept- ember 1890, d. 4. apríl 1980, hús- freyja. Börn Þórunnar og Magn- 1989, c) Hrafnhildur, f. 12. október 1991. 4) Halla, f. 25. september 1964, sjúkraliði í Borgarnesi, maki Hreiðar Gunnarsson, f. 17. sept- ember 1963, rafvirki. Börn þeirra eru: a) Magnús Örn, f. 18. febrúar 1985, b) Helga Margrét, f. 23. júlí 1990, c) Gunnar Árni, f. 30. apríl 1996. Magnús átti heima á Þorvalds- stöðum þrjú fyrstu ár ævi sinnar, eða þar til foreldrar hans fluttu að Stóra-Ási 1924, en þar átti hann heima æ síðan. Hann stundaði nám við Flensborgarskóla og lauk það- an gagnfræðaprófi 1946. Starfaði hann jafnframt að búi foreldra sinna í Stóra-Ási og hóf þar bú- skap sjálfur 1954, fyrst ásamt Helga bróður sínum og síðan með eiginkonu sinni allt til 1989, er Kolbeinn sonur hans og Lára tengdadóttir tóku við búinu. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðar- og félagsstörfum í sveit sinni, sat m.a. í hreppsnefnd Hálsahrepps og var oddviti frá 1956 til 1982. Hann var einn af stofnendum karlakórsins Söngbræðra og áhugasamur um starfsemi kórsins alla tíð. Eftir að Magnús hætti búskap fékkst hann við ritstörf og rúmum mánuði fyr- ir andlát hans kom út bókin „Engjafang“ sem eru endurminn- ingar og lýsing á mönnum og mannlífi í heimabyggð hans. Magnús verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Stóra-Ásskirkjugarði. úsar eru: 1) Andrés, f. 6. janúar 1956, lög- fræðingur og fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Sonur hans og Ingibjargar Sigurðardóttur, f. 2. október 1958, er a) Þorkell, f. 22. janúar 1979. Maki Andrésar er Martha Eiríksdótt- ir, f. 25. desember 1957, viðskiptafræð- ingur. Börn þeirra eru: b) sonur and- vana fæddur 27. nóv- ember 1986, c) Davíð Helgi, f. 19. janúar 1989, d) Þórunn, f. 16. apríl 1993. 2) Kolbeinn, f. 2. febrúar 1958, bóndi og húsasmíðameistari í Stóra-Ási, maki Lára Kristín Gísladóttir, f. 29. nóvember 1967, húsfreyja. Börn þeirra eru: a) Höskuldur, f. 23. maí 1989, b) Anna Sólrún, f. 30 apríl 1992, c) Kristleifur Darri, f. 3. mars 1999. 3) Jón, f. 24. mars 1960, vélamaður í Reykjavík. Dóttir hans og Ástríðar Sigurðardóttur, f. 29. apríl 1962, er a) Svala, f. 29. nóv- ember 1980. Maki Jóns var Anna Guðrún Harðardóttir, f. 6. febrúar 1964, kennari. Þau skildu. Dætur þeirra eru: b) Þórunn, f. 3. júní Engjafang er orð sem ég hafði aldrei heyrt fyrr en tengdafaðir minn, Magnús Kolbeinsson, ákvað að nota það sem titil á bók sína sem kom út nú í október. Í formála þeirr- ar bókar segir Magnús um merkingu orðsins: „Þegar búið var að binda síðustu sáturnar á heybandslestina við heyskaparlok var skilið eftir hey- fang við teiginn. Oft mun hafa verið gengið þannig frá því að það mynd- aði krossmark. Það átti að tákna þakkarfórn til almættisins fyrir hey- feng sumarsins. Þættirnir í þessari bók eru allir skrifaðir eftir að komin voru sláttulok og farið var að hausta í ævi höfundanna. Þeir eru – auk þess að vera skrifaðir sér til dægra- styttingar – fangið sem skilið er eftir á teignum, þakklætisvottur til sam- ferðafólksins á langri leið og til landsins sem fóstraði okkur og geymir ræturnar.“ Nú þegar við kveðjum Magnús verður merking þessara orða dýpri og víðtækari og hugurinn reikar að því fangi sem hann skilur eftir á teignum handa okkur – fjölskyld- unni, vinum og samferðafólki. Það síðasta sem ég sá af Magnúsi við góða heilsu var þegar hann var að árita bók sína í Hyrnunni í Borg- arnesi í lok nóvember. Þá horfði ég á hann úr fjarlægð og hugsaði full aðdáunar að sérhver maður mætti vera sæll og glaður með ævistarfið ef hann næði sambærilegum árangri og Maggi í lífinu, þó svo ekki sé minnst á það afrek að gefa út bók fyrir jólin – kominn á áttugasta og fimmta aldursár. En þetta er ekki eina tilefnið þeg- ar ég hef hugsað með svipaðri að- dáun til tengdaföður míns. Þegar hann varð áttræður í júlí 2001 notaði hann daginn til fjallgöngu yfir Hestsskarð sem liggur milli Siglu- fjarðar og Héðinsfjarðar og fór létt með. Og jafnframt um síðustu verslun- armannahelgi þegar hann ók fullum bíl af unglingum á dansleik í Húsa- felli og allir alsælir yfir að afi skyldi vilja skutla þeim fram að Húsafelli og sækja aftur. Það var ekki að merkja mikið kynslóðabil í þeirri bíl- ferð. Það var á annan í jólum fyrir 23 árum sem leið mín lá í fyrsta sinn að Stóra Ási. Ég lagði af stað alein í litlum sportbíl í snjókomu og kaf- aldsbyl. Ég taldi mig þó færa í flest- an sjó með skóflu, í skíðagalla og kannski aðallega með viljann að vopni til að eyða áramótunum með Andrési elsta syni þeirra Magga og Doddu, en honum hafði ég kynnst þá um sumarið. Eftir á að hyggja var þessi ferð hin mesta glæfraför og hreint ótrú- legt að ég skyldi komast á leiðarenda án þess að festa fína sportbílinn sem oft stóð þó tæpt. Meðan ég braust í gegnum snjó- inn gengu þau um gólf Maggi og Dodda. Þau gengu margsinnis framhjá vesturglugganum í stofunni í Ási til að athuga hvort ekki sæist glampa á bílljós. – Þeim var ekki rótt. Loksins þegar þau sáu ljósin véku þau ekki frá glugganum og biðu þar til ég var komin heilu og höldnu í hlað. Þar var ég boðin vel- komin og mér fagnað af mikilli um- hyggju, hlýju og innileika. Síðan þá hafa ferðirnar að Stóra Ási orðið fleiri og fleiri og eftir því sem árin liðu fylgdu okkur börn, hús, fjöl- skyldumeðlimir, erlendir gestir og fjöldinn allur af vinum. Alltaf tóku þau hjón jafn vel og hlýlega á móti okkur og öllum þeim sem okkur fylgdu. Það voru því mikil viðbrigði fyrir átta árum þegar Dodda fór á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Það var erfitt að sjá þau sitt á hvorum staðnum því fyrir mér og okkar börnum voru þau eitt – amma og afi í Stóra Ási – enda hafa þau staðið hlið við hlið í 50 ár og í sumar héldu þau upp á gullbrúðkaupsafmæli sitt í Borgarnesi með fjölskyldunni. En við urðum líka þeirrar ánægju aðnjótandi að geta tekið á móti Magga á heimili okkar er við bjugg- um í Belgíu fyrir níu árum. Það var mikil upplifun. Í þeirri ferð fórum við í stutta heimsókn til Parísar. Þar elti Maggi okkur kvikur á fæti er hann hoppaði upp í neðanjarðarlest- irnar á milli staða í borginni, þá kom- inn vel á áttræðisaldur. Í þeirri ferð man ég sérstaklega eftir Magga er hann stóð fyrir fram- an málverkið af Mónu Lísu á Louvre safninu. Hann var fullur aðdáunar og lotningar og spurði: „Er þetta raunverulega frummyndin af Mónu Lísu – aldrei hefði ég trúað því að ég myndi standa hér í þessum sporum og horfa með eigin augum á þessa frægu mynd.“ Í þeirri andrá fannst mér sem ís- lenska sveitamenningin horfðist í augu við heimsmenninguna – báðar jafn merkilegar og mikilfenglegar – hvor á sinn hátt. Í seinni tíð höfum við átt ógleym- anlegar stundir í Skógarási og þá sérstaklega þegar hann hefur komið við hjá okkur í heilsubótargöngunni sinni um sveitina og gefið sér tíma fyrir morgunverð með okkur. Á þeim stundum hefur hann miðlað okkur margs konar fróðleik og sög- um um menn og málefni og lífið fyrr á tímum. Þegar ég spurði börnin mín hvað ég ætti að skrifa til að minnast afa voru svörin: „Mamma, segðu frá skemmtilegu sögunum hans um gamla tímann – hann gerði þetta ein- hvern veginn svo spennandi og skemmtilegt.“ Svona var Maggi. Hann lifði lífinu lifandi, hafði ávallt nóg fyrir stafni og framtíðarverkefnin voru næg. Nú þegar komið er að skilnaðar- stundu lýt ég höfði og kveð með söknuði og þökk fyrir það dýrmæta fang sem þú skildir eftir á teignum handa okkur – með þá von í hjarta að okkur takist að varðveita það og miðla til komandi kynslóða. Martha Eiríksdóttir. Elsku Maggi afi. Nú ertu farinn og það er sárt að missa þig svona skyndilega. Þú varst alveg einstakur maður og við erum ótrúlega heppnar að hafa átt þig fyrir afa. Þú hefur verið stór hluti af lífi okkar og við eigum svo margar yndislegar minn- ingar um þig sem við getum alltaf yljað okkur við. Við viljum þakka þér af öllu hjarta fyrir stundirnar sem við áttum saman. Okkur þykir svo vænt um þig og við munum aldrei gleyma þér. Oft er það gott að geta gefið þann tón í strengi sem eftir að ævinni lýkur ómar þar hlýtt og lengi. (S.F.) Við kveðjum þig núna, elsku afi, og vonum að þér líði vel hjá engl- unum þangað til við sjáumst næst. Þínar afastelpur, Þórunn og Hrafnhildur. Nú er hann afi minn farinn frá okkur og það tekur mig sárt. Enn einu sinni sannast það að maðurinn áætlar en Guð ræður. Eins góður afi og hann var mér, þá hefði mér þótt það afar kært ef hann hefði náð að verða langafi, og ekki er langt í það. Svona hæglátur, rólyndur og góður maður sem hann var. Svo margt kemur mér í huga þeg- ar ég læt hugann reika um tíma minn í sveitinni hjá afa og ömmu á sumrin; sækja beljurnar, fara í fjós, fara á hestbak, læra á traktor sem og að læra að skrifa dagbók, en það er eitt af því sem afi minn kenndi mér. Þessir smáhlutir sem maður tekur oft ekki eftir en eru svo ljóslifandi í minningunni og gott er að varðveita í hjarta sínu. Nú er hann farinn til himna og vona ég að Guð geymi hann um alla eilífð. Vertu sæll, elsku afi minn. Ég vil votta ömmu minni, henni Þórunni, og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Svala. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okk- ur. Ég man hvað það var gaman að komast í sveitina til ykkar ömmu á vorin. Allar sögurnar sem þú sagðir mér og öll kennileitin sem þú kennd- ir mér að muna. Á seinni árum var gaman að heyra hvað þú mundir mikið frá gamalli tíð og hversu dug- legur þú varst að segja frá. Og hversu heilsuhraustur þú varst og gekkst á hverjum einasta degi 4–5 km, venjulega eldsnemma á morgn- ana, og á kvöldin skrifaðir þú í dag- bókina þína. Í henni eru margar heimildir. Það gladdi mig mikið þeg- ar ég vissi að þú ætlaðir að gefa út bók, og þér tókst það. Þinn nafni, Magnús Örn Hreiðarsson. Í dag kveðjum við hann Magga frænda. Hann var næstelstur systk- inanna í Stóra-Ási, en eftir lifa Andr- és, Þorgerður móðir okkar, Helgi og Steinunn. Lát hans bar brátt að og við syrgjum góðan frænda og vin. Maggi tók við búi foreldra sinna að Stóra-Ási um miðja síðustu öld. Hann kvæntist Þórunni Andrésdótt- ur frá Kollslæk og eignuðust þau fjögur börn. Maggi var góður bóndi og ræktunarmaður og þótti vænt um dýr og menn. Dodda og Maggi ráku myndarlegt og gestkvæmt heimili þar sem ávallt var gott að koma, gestrisni þeirra var einstök og glað- værð ríkjandi. Við sem dvöldumst í sveit á sumrin í Stóra-Ási á sjötta og sjöunda áratugnum, eigum þaðan margar góðar minningar og náðum að kynnast síðustu árum þeirra bú- skaparhátta sem nú eru að mestu horfnir, þá var ennþá rakað með hrífu, slegin engi með orfi, sætt í galta og mokað í blásara. Í minning- unni var alltaf sólskin í sveitinni. Maggi var áhugasamur um um- hverfið og hafði einstaklega gaman af því að ferðast og skoða landið sitt. Hann þekkti hvert kennileiti í um- hverfi sínu og örnefnin voru honum töm. Tækifæri til ferðalaga voru fá meðan hann stóð fyrir búinu en þeg- ar um hægðist notaði hann hvert tækifæri til að aka um sveitir lands- ins. Nokkrar skemmtilegar göngu- ferðir fór hann á efri árum og hélt sér í þjálfun með daglegum göngu- ferðum heima í Stóra-Ási. Á afmæl- isdaginn sinn þegar hann varð átt- ræður gekk hann upp í Hestskarð við Siglufjörð og sá yfir í Héðins- fjörð, en það hafði lengi verið draumur hans. Hann unni landinu og hafði óþrjótandi löngun til að kynnast því betur. Eftir að Maggi brá búi hóf hann að safna saman og skrifa minningar sínar frá fyrri hluta síðustu aldar, þegar hann og systkini hans voru að alast upp á heimili foreldra sinna. Heimili ömmu og afa í Stóra-Ási var stórt og gestkvæmt, þaðan lágu leið- ir til allra átta, hraðinn var minni og menn höfðu tíma til að rækta kunn- ingsskap og vináttu. Í síðasta mán- uði komu þessi minningabrot Magga út í bókinni „Engjafang“, en hún er okkur sem tilheyrum yngri kynslóð- um ómetanlegur fróðleikur um stað- hætti í sveitinni og lífshætti forfeðra okkar. Greinilegt var að umstangið í kringum útgáfu bókarinnar veitti honum mikla gleði og ánægjulegt að hann skuli hafa náð að lifa þann dag að sjá afrakstur vinnu sinnar á prenti. Maggi frændi var einstakur mað- ur, hlédrægur og hægur, en afar fé- lagslyndur og með ljúfa og létta lund. Við kveðjum því ástkæran frænda með miklum söknuði og þakklæti. Þórunni konu hans og börnum þeirra, Andrési, Kolbeini, Jóni, Höllu og fjölskyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga, Heiðveig, Kristján, Kolbeinn og Hallveig. Þegar samferðamenn falla frá verður eftir skarð í samfélagið. Stærð þess fer ekki eftir fyrirferð eða háreysti þess sem horfinn er, heldur manngildi hans, hugsunar- hætti og framkomu. Við fyrirvaralít- ið fráfall Magnúsar Kolbeinssonar er skarðið stórt í huga þeirra sem þekktu hann nánast. Víst er það svo að „ungur má en gamall skal“ og hann hafði náð háum aldri. Eigi að síður lifði hann lífinu ennþá svo lif- andi að enginn bjóst við svo bráðum endalokum. Hann var maður þeirrar gerðar að það voru forréttindi að þekkja hann og verða honum sam- ferða á lífsgöngunni. Hann var tryggastur vina, beztur góðra granna, prúðmenni og heiðursmað- ur. Hann ól allan sinn aldur á sama bænum, Stóraási í Hálsasveit. Þar hefur ætt hans setið mann fram af manni svo öldum skiptir. Að æsku- heimili hans áttu margir leið, bæði vegna þess hvernig það var í sveit sett með sóknarkirkju við bæjar- vegg og samkomuhús við túnfótinn, en ekki síður vegna þess heimilis- brags sem húsráðendur mótuðu og hafði raunar einnig ríkt í búskapar- tíð móðurforeldra hans á undan þeim og laðaði alla að. Þar var opið hús öllum sem með þurftu og stóð aldrei á neinum greiða, sem hægt var að láta í té. Þetta viðhorf til sam- félagsins tók Magnús í arf. Barnaskólinn var farskóli, sem flutti sig milli bæja þar sem skóla- skyld börn voru. Átta vikur á vetri eða þaðan af minna í fjóra vetur. Um tvítugsaldur fór hann í Flensborg- arskóla og lauk þar prófi eftir þriggja vetra nám. Það varð honum drjúg menntun. Hann festi ráð sitt rúmlega þrí- tugur er hann kvæntist Þórunni Andrésdóttur, en tók ári fyrr við búi foreldra sinna. Faðir hans var fram- farabóndi, m.a. langt á undan flest- um samtíðarmönnum að framleiða rafmagn til heimilisnota. Magnús hélt merkinu vel á lofti í sínum bú- skap. Hann var vaskur maður til allra verka þótt hann væri lengstum ekki heilsusterkur. En auk þess bættust á hann margvísleg störf að félagsmálum, oddviti hreppsnefndar á þriðja áratug, auk margs annars sem til fellur í hverri sveit. Undir það var hann búinn með starfi í ung- mennafélaginu í æsku. Hugur hans stóð ekkert sérstaklega til félags- málaforustu og honum hefði aldrei til hugar komið að olnboga sig áfram, þar né annar staðar. En hún varð hlutskipti hans og einhvern veginn var það svo, að þar urðu menn gjarnan samhentir, sem hann stýrði málum. Hann var félagslyndur maður og söngvinn. Söng lengi í kirkju, var í Brúaráskórnum og stofnfélagi í karlakórnum Söngbræðrum og mætti þar manna bezt. Magnúsi þótti vænt um landið og honum var það yndi, næstum ástríða, að ferðast um það gangandi eða akandi. Það jók hann er búskap lauk og tómstundum fjölgaði. Hann var afar léttur göngumaður og hafði yndi af hreyfingu. Gekk með öðrum, eða einn ef svo vildi verkast. Fór nú seinni árin daglega í morgungöngu, þá síðustu að morgni þess dags, sem hann fór í sína síðustu ferð á sjúkra- hús og átti þá fjóra daga ólifaða. Við hjón fórum með honum fjöl- margar ferðir á seinni árum; göngu- ferðir bæði um heimahaga og víðar, t.d. fylgdi Ragnheiður honum upp á Hestsskarð milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar daginn sem hann varð áttræður. Bílferðir höfum við farið þrjú saman víðs vegar um byggðir og óbyggðir og siglt í eyjar. Þannig hefur safnast í sjóð minninga, sem nú verður ekki framar bætt við. En allar eru þær betri og bjartari vegna ferðafélagans góða, sem upplifði þetta allt með okkur af lifandi áhuga og ást á landinu. Eftir að Magnús lét af búskap, fjölgaði tómstundum. Þær notaði hann til að rifja upp sitthvað frá fyrri tíð í umhverfi sínu sér til dægra- styttingar. Það urðu örlög hans, eins og okkar kynslóðar allrar, að sjá á bak því samfélagsmynstri, sem við bjuggum við í æsku og lengi ævi. Sveitarfélagið lagt niður, jarðir sum- ar í eyði, þar sem áður var framfleytt fjölskyldum; ungmennafélagið, sá miðpunktur sem æska okkar snerist um, er dautt, afurðasamtök bænda týnd úr héraði. Honum var í mun að varðveita minningu þess sem var. Því fór hann að skrifa þátt eftir þátt, um fólk og lífshætti liðinnar aldar. Hann átti létt með að orða frásagnir sínar, málfar og stíll lék í höndum hans, lagði sig fram um að kanna MAGNÚS KOLBEINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.