Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 92
92 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HLJÓMSVEITIRNAR Gus Gus og
Ghostigital leiða saman hesta sína í
kvöld á stórtónleikum sem haldnir
verða á NASA við Austurvöll. Áður
en sveitirnar stíga á svið – og eftir að
þær stíga af því – mun DJ Casanova
leika listir sínar en dagskráin hefst
stundvíslega klukkan 23.
Tónleikarnir eru haldnir til að
fagna samvinnu Gus Gus og Gho-
stigital en einnig samvinnu Smekk-
leysu og Pineapple Records sem er
plötufyrirtæki í eigu Gus Gus.
„Gus Gus remixaði eitt lag af síð-
ustu plötu okkar og nú er komið re-
mix af „Not Clean“ sem Pineapple
ætlar að gefa þetta út svo að það er
sannarlega tilefni til hátíðahalda,“
segir Birgir Thoroddsen (Curver)
tónlistarmaður og einn liðsmanna
Ghostigital. „Þar fyrir utan ætlar
Smekkleysa að byrja að dreifa þeim
plötum sem Pineapple gefur út auk
þess sem Smekkleysa mun endur-
útgefa gamlar Pineapple plötur hér
á landi.“
Birgir segir að sérstök DJ tólf
tomma af Gus Gus vs Ghostigital
komi svo út í lok janúar og á henni
verði að finna remix af „Not “Clean,
gamalt remix af Bank (Money Mast-
er) og a capella útgáfu sem skífu-
þeytarar og rapparar geti notfært
sér.
„Við höfum voðalega lítið verið
inni í þessari danssenu svo að þetta
er svona okkar leið inn. „Not Clean“
er hins vegar samið undir mjög
miklum áhrifum frá Gus Gus og þeg-
ar ég var að vinna að plötunni var ég
meira og minna með Gus Gus í eyr-
unum. Við erum núna búnir að vera
hljóðvers-nágrannar í tvö ár og ég
var enginn Gus Gus aðdáandi fyrir
en er nú orðinn harður aðdáandi –
þetta tekur ekki nema tvö ár.“
Á tónleikunum verður hægt að
kaupa Gus Gus vs Ghostigital remix
CD auk ýmiskonar varnings á vægu
verði, svo sem Pineapple Records
boli, Ghostigital boli og Casanova
Mix CD.
Tónlist | Gus Gus vs. Ghostigital á NASA í kvöld
Ljósmynd/Bisera Stankovska
Gus Gus á tónleikum í Króatíu.
Góðu ber að fagna
Miðaverð er 1.500 kr. við dyr – en
1.200 kr. í forsölu. Forsala fer fram
á NASA.
HÁTÍÐARMÓTTAKA verður
haldin í dag kl. 17 í Smáralind
þegar Ungfrú heimur 2005, Unn-
ur Birna Vilhjálmsdóttir, kemur
til landsins. Það er Fegurð-
arsamkeppni Íslands sem stend-
ur fyrir móttökunni en Unnur
Birna kemur frá Bretlandi þar
sem hún hefur dvalist und-
anfarna daga ásamt Juliu Mor-
ley, eiganda Miss World keppn-
innar, og öðru fylgdarliði.
Unnur Birna hefur verið dug-
leg við að skrifa um ævintýrið á
Fólksvef mbl.is og þar er hægt
að skoða allar dagbókarfærsl-
urnar auk mynda sem hún tók
sjálf á ferðalaginu. Í síðustu
færslunni þakkar Unnur Birna
öllu því fólki sem hjálpaði henni
að hljóta titilinn:
„Mig langar að þakka svo
mörgum, fyrir hjálp, stuðning og
hlýju að það er óraunhæft að
reyna það á þessum vettvangi.
En ég ætla að reyna þó að ég
eigi 200% eftir að gleyma ein-
hverjum og vona að mér verði
fyrirgefið það sökum við-
burðaríkra síðustu daga í lífi
mínu. Í fyrsta lagi langar mig að
þakka fjölskyldunni minni, ekki
bara þeim sem standa mér allra
næst því líka öllum hinum því ég
veit og hef fundið fyrir því að þið
hafið verið að hugsa til mín.
Svo eru það vinirnir, vinkon-
urnar og kunningjarnir sem eru
bókstaflega búin að halda í mér
lífinu síðustu vikur. Þið eruð
yndisleg, á ekkert annað orð,
YNDISLEG :)
Og svo auðvitað allir hinir sem
hafa sýnt mér hlýhug og stuðn-
ing á margan hátt. Allt þetta
fólk og þið vitið öll hver þið
eruð, er búið að hjálpa mér að
láta þennan draum rætast og ég
„segi það og skrifa“að ég hefði
ekki getað þetta án ykkar.. ;)
[...]“
Fólk | Ungfrú heimur kemur heim í dag
AP
Ævintýri Unnar Birnu er hvergi nærri á enda komið.
Hátíðarmóttaka
í Smáralind
Hægt er að lesa dagbók-
arfærsluna í heild sinni á Fólks-
vef mbl.is.
HEIMILDARMYNDIN Gargandi
snilld var frumsýnd í London í
gær en metaðsókn var á fjölmiðla-
sýninguna sem haldin var þar í
vikunni. Kvikmyndahús í New
York, París og Tókýó taka hana
einnig til sýninga á næstunni.
Myndin var jafnframt að koma út
á mynddiski.
„Gargandi snilld er ein eftirsótt-
asta kvikmynd sem komið hefur
frá Íslandi, hún hefur verið sýnd á
yfir 30 kvikmyndahátíðum um all-
an heim og fær hvarvetna frábæra
umfjöllun,“ segir í tilkynningu frá
Zik Zak kvikmyndum.
160 mínútur af aukaefni
„Á disknum eru 160 mínútur af
aukaefni. Hljóðið er í mestu gæð-
um, unnið í 5.1 surround og Dolby
Digital. Myndatakan er vönduð og
upplifun áhorfandans nálgast það
að vera á tónleikum. Bergsteinn
Björgúlfsson hlaut Edduverðlaun í
ár fyrir kvikmyndatökur í þessari
mynd,“ segir þar.
Myndin fjallar um þá ótrúlegu
grósku sem verið hefur í íslenskri
popptónlist undanfarin ár og land-
vinninga íslenskra tónlistarmanna
um allan heim. Í myndinni koma
fram Sigur Rós, Mugison, Björk,
NilFisk, Steindór Andersen, Appa-
rat, múm og fjölmargir aðrir lista-
menn. „Hér er eigulegur diskur á
ferð og á erindi til allra sem kunna
að meta góða tónlist og kvik-
myndagerð.“
Leikstjóri myndarinnar er Ari
Alexander Ergis Magnússon.
Framleiðendur eru Sigurjón Sig-
hvatsson og Ari Alexander auk Zik
Zak kvikmynda.
Kvikmyndir | Gargandi snilld kemur út á mynddiski
Frumsýnd í London
Morgunblaðið/Golli
Sigur Rós er á meðal þeirra sveita
sem fram koma í myndinni.
screamingmasterpiece.com
STÓRHLJÓMSVEIT
Benna Hemm Hemm
kemur fram í kvöld
ásamt þrumusveitinni
Reykjavík! á sérstökum
jólatónleikum Stúd-
entakjallarans. Er þetta
í fyrsta skipti sem þess-
ar sveitir leiða saman
hesta sína og búast má
við því að stuð-andi
jólanna verði allsráð-
andi.
Í fréttatilkynningu
segir að von sé á óvænt-
um gestum, en því mið-
ur sé ekki hægt að
greina frá því hverjir
þeir eru fyrr en í kvöld. Það sé þó gulltryggt að kvöldið verði ógleymanlegt.
Þess má geta að fyrsta upplag samnefndrar plötu Benna Hemm Hemm er
uppselt en næsta upplag kvað vera á leiðinni til landsins.
Auk þess má geta að Benni Hemm Hemm hlaut þrjár tilnefningar til Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna; fyrir besta umslag, björtustu vonina, og bestu
plötuna. Samkvæmt leiðtoga sveitarinnar Benedikt Hermanni Hermanns-
syni vinnur sveitin nú að því að færa út kvíarnar og er Japan þar fyrst á dag-
skrá en samnefnd breiðskífa hljómsveitarinnar mun koma út þar í landi í jan-
úar næstkomandi. Hljómsveitin Reykjavík hefur komið eins og stormsveipur
inn í íslenskt tónlistarlíf en sviðskraftur sveitarinnar þykir með ólíkindum
með Bóas Hallgrímsson í broddi fylkingar. Um þessar mundir vinnur
Reykjavík! að hljóðversfrumburði sínum í samstarfi við Valgeir Sigurðsson,
en útgáfa er áætluð snemma á næsta ári.
Tónlist | Benni Hemm Hemm og
Reykjavík! í Stúdentakjallaranum
Stuð-andi í Kjallaranum
Benni Hemm Hemm á Grandrokki.
Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangseyrir aðeins 700 krónur. Selt verður
inn við inngang.