Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 100

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 100
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÁRVAKUR hf., útgáfufélag Morg- unblaðsins, hefur keypt 50% hlut í félaginu Ári og degi ehf., útgáfu- félagi Blaðsins, og var kaupsamn- ingurinn undirritaður í gær, og síð- ar samþykktur á hluthafafundi Árs og dags. Kaupin eru í samræmi við ákvörðun stjórnar Árvakurs, og eru liður í framkvæmd stefnuyfir- lýsingar félagsins í kjölfar kaupa tveggja nýrra hluthafa á hlutum í Árvakri nýverið, segir Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Ár- vakurs. Í stefnuyfirlýsingunni kom m.a. fram að stefnt væri á útgáfu á nýjum vettvangi, stækkun á dreifi- kerfi Morgunblaðsins og eflingu á starfsemi prentsmiðju blaðsins. Hörð samkeppni Með kaupunum skapast ný sókn- arfæri fyrir fjölmiðla félagana í þágu lesenda og auglýsenda, jafn- framt því sem fjölmiðlarnir styrkja stöðu sína í hörðu samkeppnisum- hverfi, segir Hallgrímur. Kaupverð er ekki gefið upp. Hallgrímur segir uppstokkun á öðru hvoru blaðanna ekki á dag- skrá, í það minnsta ekki í upphafi, og er gengið út frá því að ritstjórnir Morgunblaðsins og Blaðsins muni starfa sjálfstætt. Ekki er gert ráð fyrir starfsemi Blaðsins í nýju skrifstofuhúsnæði Morgunblaðsins við Hádegismóa sem nú er í bygg- ingu. „Við gerum ráð fyrir að ná fram samlegðaráhrifum í öðrum rekstri, eins og í framleiðslu og vinnslu blaðanna, og gerum líka ráð fyrir því að geta samnýtt sölu- og auglýs- ingadeildir. Þar sjáum við færi á að reka Blaðið enn hagkvæmar en gert er,“ segir Hallgrímur. Efling og stækkun dreifikerfis Morgunblaðsins hefur verið á döf- inni síðan nýir eigendur bættust í hóp eigenda Árvakurs, en Hall- grímur segir það geta tekið nokk- urn tíma. Þegar nýtt kerfi verður komið í notkun verður bæði Morg- unblaðinu og Blaðinu dreift að morgni dags. „Það er markmið okk- ar að auka verulega dreifingu Blaðsins og dreifa því sem víðast, eins og kostur er,“ segir Hallgrím- ur. Auk þess segir hann að færi gef- ist á því að taka að sér aðra dreif- ingu. Styrkja samkeppnisstöðu við aðra frímiðla „Kaupin styrkja auðvitað sam- keppnisstöðu Blaðsins við aðra frí- miðla,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son, stjórnarformaður Árs og dags, sem segir kaupin hafa mikil áhrif á Blaðið. „Þetta mun þýða það að dreifingarkerfið verður tekið til endurskoðunar, og reynt að ná auk- inni dreifingu og fyrri dreifingu en verið hefur.“ Sigurður segir að engir hluthafar hafi gengið út úr félaginu við kaup Árvakurs, heldur hafi allir hluthaf- ar selt helming síns hlutar. Auk Ár- vakurs munu því hluthafar í Ári og degi vera þeir Sigurður G. Guðjóns- son, Karl Garðarsson, Steinn Kári Ragnarsson og Björgvin Þorsteins- son, auk fjögurra smærri hluthafa. Kjörin var ný stjórn í Ári og degi á hluthafafundi eftir kaupin í gær. Sigurður G. Guðjónsson var kjör- inn formaður stjórnarinnar, Hall- grímur B. Geirsson varaformaður, og þeir Guðbrandur Magnússon og Steinn Kári Ragnarsson með- stjórnendur. Framkvæmdastjóri Árs og dags og ritstjóri Blaðsins er sem fyrr Karl Garðarsson. Árvakur kaupir helming hlutafjár í Blaðinu Morgunblaðið/RAX Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, og Stefán Egg- ertsson, stjórnarformaður Árvakurs, undirrituðu samninginn í gær. Styrkir stöðu miðlanna, segir framkvæmda- stjóri Árvakurs Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KRÓNAN og Bónus bjóða innfluttan nor- mannsþin fyrir jólin á innan við tvö þús- und krónur, upp í rúmlega tveggja metra há tré. Tré af sömu gerð og stærð kosta um sjö þúsund krónur þar sem þau eru dýrust. Ekki er jafn mikill munur á hæsta og lægsta verði stafafuru og rauðgrenis. Færst hefur í vöxt að fólk fari og höggvi sitt eigið tré og um helgina gefst fólki víða um land kostur á að gera það. Um 40 þús- und jólatré eru seld í landinu árlega og eru um 8 þúsund þeirra úr íslenskum skógum. Innflutt tré eru með um 80% hlut- deild. | 8 og 40 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólatré hjá Byko í Breidd hæsta tréð. Normanns- þinur á mis- jöfnu verði ÍSLENSK tunga nefnist þriggja binda verk upp á 1.700 blaðsíður sem er komið út en það er fyrsta heildstæða lýsingin á málinu sem skrifuð hefur verið. Aðalhöf- undar eru Guðrún Kvaran, Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason en meg- inefni bókanna er lýsing á íslensku nú- tímamáli en sögulegri þróun þess eru einnig gerð nokkur skil. Höfundarnir segja í samtali í Lesbók í dag að í ritunum sé meðal annars fjallað um breytingar sem séu að verða á íslensku um þessar mundir. Þau segja öll ástæðu til þess að fylgjast mjög vel með þróun máls- ins á næstu árum og þá ekki síst í ljósi auk- inna áhrifa enskunnar. Kristján segir enskuna „algjörlega yfirgengilega“ og bent er á að Íslendingar séu eina Norð- urlandaþjóðin sem ekki hafi mótað sér op- inbera málstefnu. | Lesbók Segja enskuna yfirgengilega MIKIL einbeiting ríkti meðal nemendanna í 8 ára bekk í Ísaksskóla þegar blaðamaður lagði leið sína þangað ásamt ljósmyndara í gær- morgun. Krökkunum höfðu fyrr um morg- uninn verið gefnar bækur með hundrað su- doku-þrautum í þremur styrkleikaflokkum. Aðspurðir sögðust nemendurnir hæstánægðir með nýju þrautinar þó fæst þeirra hefðu leyst sudoku áður. Aðeins örfáir krakkar svöruðu því játandi að hafa spreytt sig á þrautunum áð- ur, þá helst fyrir hvatningu frá og með aðstoð foreldra sinna. Aðspurð sagði Jenný Guðrún Jónsdóttir, um- sjónarkennari bekkjarins, gaman að sjá hversu áhugasamir krakkarnir væru um að glíma við þrautirnar enda þær ein besta leið til þess að þjálfa rökhugsun. Benti hún á að um væri að ræða sambland af krossgátum og talnaleikjum, sem gæti nýst vel í stærðfræðikennslu síðar. „Við vorum svo heppin að Þórdís Bachmann hjá Para-útgáfunni færði okkar þessar bækur að gjöf,“ sagði Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla. „Við leggjum mikið kapp á að hafa fjölbreytt verkefni fyrir börnin og þetta er kærkomin viðbót í þá átt.“ Glímt við sudoku Morgunblaðið/Þorkell Kristín, Finndís Diljá og Bryndís Inga, nemar í 8 ára bekk, sýndu sudoku-þrautunum mikinn áhuga og fengu góðar ábendingar frá umsjónarkennara sínum, Jennýju Guðrúnu Jónsdóttur. MP Fjárfestingarbanki hefur keypt tæplega 5% af stofnfjárhlutum í Sparisjóði vélstjóra á genginu 24. Þetta eru hátt í 160 hlutir. Nafnverð hvers hlutar er nú um 39 þúsund krónur og greiðir bankinn því um 936 þúsund krónur fyrir hvern stofn- fjárhlut, eða samtals hátt í 150 millj- ónir króna fyrir tæplega 5% hlut. Stjórn SPV samþykkti viðskiptin á fundi í gær, en þau eru samkvæmt lögum um fjármálastofnanir háð samþykki stjórnarinnar. Jón Þor- steinn Jónsson stjórnarformaður segir að salan hafi verið samþykkt einróma á fundinum. Sigurður Valtýsson, fram- kvæmdastjóri MP Fjárfestingar- banka, segir að bankinn vilji eignast 5–10% hlut í SPV. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sparisjóðinn sem er einn af stærstu hluthöfunum í MP Fjárfestingarbanka. Og við höf- um nú þegar upplýst Fjármálaeft- irlitið um þessi kaup,“ segir hann. Stofnfjárhlutir í SPV seldir á 936 þúsund hver  MP kaupir | 22 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.