Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 6

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 6
6 20. desember 2003 LAUGARDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.5 -0.08% Sterlingspund 128.11 0.03% Dönsk króna 12.09 -0.20% Evra 89.95 -0.22% Gengisvísitala krónu 124,09 -0,25% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 235 Velta 3.948 milljónir ICEX-15 2.059 -0,01% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 160.793.170 Landsbanki Íslands hf. 111.274.388 Bakkavör Group hf. 38.095.700 Mesta hækkun Vaki-DNG hf. 25,00% Jarðboranir hf. 3,06% Medcare Flaga hf. 0,79% Mesta lækkun Sláturfélag Suðurlands svf. -4,76% Kögun hf. -3,03% Vinnslustöðin hf. -2,78% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.250,4 0,0% Nasdaq* 1.943,2 -0,7% FTSE 4.412,3 0,3% DAX 3.898,4 0,7% NK50 1.306,1 0,5% S&P* 1.086,3 -0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Við hvaða sendiráð í Reykjavík erbúið að byggja tennisvöll og 2.70 metra háa girðingu? 2Hvað heitir breski barnaníðingurinnsem hlaut tvöfaldan lífstíðardóm fyrir morð á tveimur stúlkum? 3Páfinn hefur séð kvikmynd sem MelGibson leikstýrir. Um hvern fjallar myndin? Svörin eru á bls. 90 ÍSRAEL Bandarísk stjórnvöld hafa varað Ísraelsmenn við einhliða aðgerðum við að girða sig af frá Palestínumönnum á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. Tilefnið er svonefnd „lausnaráætlun“ sem Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kynnti í stefnuræðu sinni í fyrradag. Hún gerir ráð fyrir því að komið verði upp bráðabirgða- landamærum ef Palestínumenn standa ekki við skuldbindingar sínar og einnig að byggingu varnarmúra verði hraðað auk þess sem sumar landnemabyggðir verði færðar til að tryggja öryggi þeirra. Bæði Palestínumenn og land- nemar á heimastjórnarsvæðunum hafa fordæmt þessa áætlun Shar- ons og Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, sagði að bandarísk stjórnvöld byggðu afstöðu sína á gerðu samkomulagi um land- nemabyggðir samkvæmt alþjóð- lega vegvísinum til friðar. „Við munum hafna öllum einhliða að- gerðum sem hindra framgöngu friðarviðræðna,“ sagði McClellan. Ahmed Qurei, forsætisráð- herra Palestínumanna, gagnrýndi áætlunina harðlega og sagði að hótanir Sharons í garð Palestínu- manna hefðu valdið sér vonbrigð- um. „Við stöndum við okkar hluta vegvísisins,“ sagði Qurei. Nabil Abu Rudeina, ráðgjafi Yassers Arafats, sagði að áætlunin væri atlaga að vegvísinum og að Sharon væri að tæta hann niður. ■ Samþykkt eftir maraþonfund Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt eftir fjórtán klukku- stunda langan fund sem stóð langt fram á nótt. 18 breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar en tillögur minnihlutans felldar. FJÁRHAGSÁÆTLUN Það var komið langt fram yfir venjulegan hátta- tíma þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var loks af- greidd í fyrrinótt. Borgarfulltrú- ar sem mættu til fundar klukkan tvö á fimmtudag tókust á um fjár- hagsáætlunina fram á nótt áður en niðurstaða fékkst og var fund- urinn orðinn nær fjórtán tíma langur þegar honum lauk á fjórða tímanum um nóttina. F j á r h a g s - áætlunin var samþykkt með 18 breytingum meir ih lutans , þar sem er meðal annars gert ráð fyrir lækkun leik- s k ó l a g j a l d a fimm ára barna og að boðið verði upp á heitar máltíðir í öllum grunnskólum borgarinnar frá næsta hausti. Útgjöld borgarinnar eru um 38 milljarðar en tekjur nokkuð minni. Breytingartillögur minnihlutans voru felldar. „Það er margt vel gert hjá borginni en engu að síður getur ekki verið eðlilegt að stjórnkerfi borgarinnar hafi þanist út um 100% í valdatíð R-listans,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Frjálslyndra og óháðra. Hann segir margar framkvæmdir hafa farið úr böndunum og vísar sér- staklega til byggingar húss Orku- veitunnar og átelur að hver fer- metri skólahúsnæðis sé dýrari hér en í nágrannasveitarfélögum. „Það sem ég lít alvarlegustum augum er að verið er að taka fé úr sjóðum Orkuveitunnar og setja í pólitísk gæluverkefni á borð við Línu.Net og risarækjueldi. Það er hættumerki að sjóðir sterkasta og dýrmætasta fyrirtækis borgar- innar séu notaðir í pólitísk gælu- verkefni. Það getur veikt fyrir- tækið það mikið að sjálfstæðis- menn sjái sér leik á borði, komist þeir til valda, og selji einkavinum sínum Orkuveituna,“ segir Ólafur. „Miðað við þær talnalegu stað- reyndir sem blasa við í þessari nýju fjárhagsáætlun er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fjármála borg- arinnar og sívaxandi skuldasöfn- um á nánast öllum stöðum í borg- arkerfinu,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. „Það að R-listinn skuli kynna þessa fjárhagsáætlun, þar sem skuldir vaxa á öllum stöðum og kostnaðarþensla í kerfinu er mikil, undir fyrirsögninni aðhald og bætt stjórnsýsla eru hrein öf- ugmæli.“ brynjolfur@frettabladid.is ÞORSKUR Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins fóru ekki að tilmælum fiskifræðinga um bann við veiðum á þorski á ákveðnum svæðum. Sjávarútvegsráðherrar ESB: Samkomu- lag um kvóta BRUSSEL, AP Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins fögnuðu nýju samkomulagi um úthlutun fisk- kvóta og áætlun um uppbyggingu þorsk- og lýsingsstofna. Eftir 30 klukkustunda samn- ingaviðræður tókst sjávarútvegs- ráðherrum Evrópusambandsins að ná samkomulagi um kvótaúthlutun ársins 2004. Ákveðið var að halda þorskkvótanum nánast óbreyttum frá síðasta ári. Þó að sjávarútvegs- ráðherrarnir hafi haft það að mark- miði að koma í veg fyrir útrýmingu fiskistofna ákváðu þeir að fara ekki að tilmælum fiskifræðinga um bann við veiðum á ákveðnum tegundum. ■ Aflagrandi: Eldur á elleftu hæð BRUNI Eldur logaði og mikill reyk- ur myndaðist vegna potts á elda- vél á elleftu hæð á Aflagranda í Reykjavík rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Eldur logaði í eldhúsinnrétt- ingunni og mikill reykur var í íbúðinni allri. Einn var fluttur á sjúkrahús með snert af reyk- eitrun. Vel gekk að slökkva eldinn og ekki þurfti að rýma stiga- ganginn. Íbúðin er tölvert skemmd sökum elds og reyks. ■ Sjóferðin sem breyttist í martröð. Flosi Arnórsson stýri- maður segir söguna alla. Af harðræði fangavistar- innar í Dubaí. Gatslitnu dómskerfi. Hrikalegum tvískinnungi í afstöðu araba til lýðréttinda, áfengis og vændis. Dagbók frá Dubaí er skyldulesning allra sem vilja fræðast um arabískt samfélag. Dagbók frá Dubaí er einstaklega fræðandi og skemmtileg. „BRÁÐSKEMMTILEG... FRÓÐLEG...VEL SKRIFUГ BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Jón Þ. Þór Morgunblaðinu 2. des. 2003 MÚRINN KLIFINN Palestínumaður klífur hér yfir múrinn sem skilur Jerúsalem frá Vesturbakkanum. Lausnaráætlun Sharons gagnrýnd: Sögð atlaga að vegvísinum ÚR BORGARSTJÓRN Tillögur sjálfstæðismanna um niðurfellingu holræsagjalds í áföngum og hærri tekjumið fyrir fasteignagjöld öryrkja og eldri borgara voru felldar. „Það sem ég lít alvar- legustum augum er að verið er að taka fé úr sjóðum Orku- veitunnar og setja í pólitísk gæluverkefni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T EKIÐ Á GAMLA KONU Ekið var á konu á níræðisaldri á Fjarðar- götu til móts við verslunar- miðstöðina Fjörð í Hafnarfirði í gærdag. Konan var flutt fótbrot- in á sjúkrahús. ÖLVUNARAKSTUR Þrír voru stöðvaðir í Kópavogi í fyrrinótt grunaðir um ölvun við akstur. Tveir voru yfir leyfilegum mörk- um en einn reyndist undir mörk- um og var bíll hans tekinn þar til runnið var af honum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.