Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 8

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 8
8 20. desember 2003 LAUGARDAGUR ■ Evrópa Hvað á að gera við Saddam? „Það á að mála hann bleikan og setja hann í galtarbúning og láta hann dansa fyrir almenning á hátíðisdögum um alla heims- byggðina.“ Þorsteinn Örn Gunnarsson, 12 ára nemi í Austurbæjarskóla í DV 19. desember. Jólaskreytingar á húsum „Ég hef alltaf verið mikill ljósamaður og svo er bara gam- an að hitta fólk hér úti á götu sem slær á öxlina á manni af því að því finnst þetta svo flott.“ Magnús Sigurðsson í Morgunblaðinu 19. desember. Eftirlaunafrumvarpið „Flest bendir til að það sem stjórnarliðar kalla „ys og þys út af engu“ hafi breytt framvindu stjórnmálanna á Íslandi það sem eftir er kjötímabilsins.“ Birgir Guðmundsson í Fréttablaðinu 19. desember. Orðrétt Kristinn H. vegna ummæla sjávarútvegsráðherra: Ég vinn ekki óþinglega SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég hafna því al- farið að það hafi verið óþinglegt af mér að leggja fram tillögu um línuívilnun í sjávarútvegs- nefnd,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson, sitjandi formaður sjáv- arútvegsnefndar, vegna þeirra ummæla Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í Frétta- blaðinu að þessi aðferð Kristins hefði verið óþingleg. Kristinn bendir á að Grétar Mar Jónsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, hefði lagt fram breyt- ingartillögu við frumvarp sjávarútvegsráðherra um línu- ívilnun. Sú tillaga hefði verið óskyld frumvarpinu þar sem hún sneri að úthaldi dagabáta. „Það var ekkert athugavert við tillögu Grétars Mars og ég bendi á að þá gerði sjávarút- vegsráðherra ekki athugasemd fremur en aðrir og tillagan var samþykkt,“ segir Kristinn. Hann segist ekki eiga von á öðru en heimildir til að nota byggðakvóta, sem ráðherra hef- ur boðað að farið verði sparlega með, verði nýttar að fullu. „Það er rétt hjá ráðherra að hann hefur heimild til að úthluta en ég minni á að skipuð hefur verið nefnd til þess að fara yfir málið og gera tillögur til hans,“ segir Kristinn. ■ Gæti sparað 75% í stórum kúrsum Stúdentaráð vinnur að tillögum sem geta sparað Háskólanum stórfé. Formaður ráðsins segir að forysta stúdenta verði að „hugsa í lausnum“. Hann leggur áherslu á að skólagjöld og fjöldatakmarkanir komi ekki til greina. MENNTUN Forysta Stúdentaráðs Háskóla Íslands vinnur að tillög- um um stjórfellda hagræðingu í rekstri skólans. Davíð Gunnars- son, formaður SHÍ, segir að ver- ið sé að skoða hagræðingar- aðgerðir sem borið hafa mikinn árangur í Bandaríkjunum. Hann segir að lagt verði til að farið verði að fordæmi banda- rískra háskóla þar sem tekist hafi að draga úr kostnaði við fjölmenn námskeið um allt að 75%. „Við viljum hugsa í lausn- um og þess vegna vinnum við nú að upp- b y g g i l e g u m leiðum til þess að bæta starfið í skólanum en jafnframt hag- ræða í rekstri. Þessar hugmynd- ir munum við leggja fram í byrj- un næsta árs og kynna þær há- skólayfirvöldum, menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Davíð. Hann segir hug- myndirnar unnar í samvinnu við prófessor við Háskóla Íslands. Davíð segir ástand fjármála Háskóla Íslands vera mjög al- varlegt. „Deildirnar munu þurfa að taka erfiðar ákvarðanir um hvernig hægt sé að mæta því misræmi sem er á milli fjölda nemenda og þeirra greiðslna sem skólinn fær frá ríkissjóði,“ segir Davíð. Hann segir að það sé mjög hættulegt ef stefnu- markandi ákvarðanir um Há- skóla Íslands þurfi að taka vegna skammtímavandamála. Stúdentaráð vill leggja áher- slu á að leitað verði að langtíma- lausnum í fjármálum Háskól- ans. „Við stöndum vörð um jafnt aðgengi fólks til náms í Háskóla Íslands. Þetta teljum við vera mikið réttlætismál í samfélag- inu en jafnframt teljum við að þetta opna aðgengi, og aukin ásókn fólks í háskólanám, vera verðmæta auðlind fyrir Háskóla Íslands,“ segir hann. „Við höfnum því að tekin verði upp skólagjöld og við höfnum einnig þessum fjöldatakmörk- unum. Við telj- um hvorugt s a m r æ m a s t h a g s m u n u m Háskólans til langs tíma. Við lítum hins veg- ar svo á að það sé skylda okk- ar að taka þátt í uppbyggilegri vinnu við að leysa þau vandamál sem að skólanum steðja,“ segir Davíð. Hann segir að hugmynd- ir Stúdentaráðs um hagkvæmari kennslu séu hluti af þeirri vinnu. thkjart@frettabladid.is UMFERÐARÓHÖPP 282 óhöpp hafa þegar verið tilkynnt í desember. Mörg umferðaróhöpp: Mikið eignatjón UMFERÐARÓHÖPP Fyrstu átján daga desember hafa verið tilkynnd 282 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykjavík. Á sama tíma í fyrra voru þau 265. Mörg umferðaróhöpp hafa ver- ið síðustu daga þrátt fyrir að að- stæður hafi verið ágætar, hálku- laust að mestu en þó nokkuð dimmt yfir. Á næstu dögum mun lögreglan reyna að greiða fyrir umferð eins og kostur er en vill biðja ökumenn að vera tillitsama og haga akstri í samræmi við að- stæður. Einnig vill lögreglan beina þeim tilmælum til fólks að fara varlega og halda einbeitingu í jólaumferðinni. ■ Tilboð á nýjum íslenskum bókum Fram til jóla bjóðum við nýjar íslenskar bækur á sérstöku tilboðsverði. Líttu við á heimasíðu okkar eða í versluninni og kynntu þér hið margrómaða Bóksöluverð sem oftar en ekki er hagstæðasta bókaverðið í boði. Opið í dag kl. 12-18 og á morgun kl. 12-16 Bóksala stúdenta, v/Hringbrautwww.boksala.is s: 5 700 777 KRISTINN H. GUNNARSSON Bendir á að fleiri hafi beitt sömu aðferð og hann til að koma málum fram. ÁRNI M. MATHIESEN Telur að Kristinn H. hafi unnið óþinglega með því að koma tillögu um línuívilnun beint inn í sjávarútvegsnefnd. „Við teljum hvorugt sam- ræmast hags- munum Háskólans til langs tíma. EINBEITTIR NEMENDUR Stúdentaráð mun í byrjun næsta árs setja fram tillögur um hvernig hægt er að hagræða stórlega í kennslu við Háskólann. Unnið er að tillögunum í samstarfi við prófessor við HÍ. DAVÍÐ GUNNARSSON Segir stúdenta hugsa í lausnum. NEW YORK Byggingin sem reist verður á grunni World Trade Cent- er í New York verður sú hæsta í heimi. Endurskoðuð teikning af mannvirkinu var kynnt almenningi í gær. Miklar deilur höfðu staðið um hönnun byggingarinnar á milli arki- tektsins Daniels Libeskinds og eig- enda byggingarréttarins sem töldu að í verðlaunatillögunni væri ekki gert ráð fyrir nægilegu skrifstofu- rými. The Freedom Tower, eða Frelsisturninn, er því afrakstur margra mánaða samninga- viðræðna. Turninn verður 1.776 fet á hæð, eða 541,4 metrar, en það var einmitt árið 1776 sem Bandaríkjamenn lýstu yfir sjálfstæði frá Bretum. Á 71. og 72. hæð verða veitingastaðir og útsýnispallur á 73. hæð. ■ FRELSISTURNINN Nýi turninn mun teygja sig 541,4 metra til himins og verður hann því hæsta bygging heims. Gleraugnasalan • Laugavegi 65 • Sími 551 8780 HÁTÍÐARGLERAUGU KHODORKOVSKY ÁFRAM Í HALDI Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir rússneska auðkýfingnum Mikhail Khodor- kovsky. Héraðsdómur í Basmanny mun taka málið fyrir á mánudag. Khodorkovsky, sem er fyrrum forstjóri olíufyrirtæk- isins Yukos, hefur verið í haldi síðan í október ákærður fyrir fjársvik. Hæsta bygging heims: Frelsisturninn í New York ■ Evrópa LAGT HALD Á 1,8 TONN AF HASSI Portúgalska lögreglan lagði hald á 1,8 tonn af hassi og handtók þrjá menn eftir að hafa stöðvað bifreið á hraðbraut í Algarve. Hassið kom frá Norður-Afríku og átti að fara á markað í Evrópu. Áætlað söluverðmæti efnisins nemur um 630 milljónum ís- lenskra króna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.