Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 24
24 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
■ Nýjar bækur
Atlantshafsbandalagið, Nató,tók við friðargæslu í Bosníu
þennan dag árið 1995.
Eftir stutta athöfn í Sarajevó
tók bandaríski flotaforinginn
Leighton Smith formlega við frið-
argæsluhlutverkinu, fyrir hönd
Nató, af franska herforingjanum
Bernard Janvier, yfirmanni frið-
argæslusveita Sameinuðu þjóð-
anna.
Friðargæsla Sameinuðu þjóð-
anna í Bosníu hófst í byrjun árs
1992 eftir að Bosníu-Serbar vildu
fá sjálfstæði frá Bosníu-
Hersegóvínu og sameinast Serbíu.
Þótt friðargæslusveitir Samein-
uðu þjóðanna hefðu reynt allt sem
í þeirra valdi stóð tókst þeim ekki
að koma í veg fyrir stríð. Um 25
þúsund manns tóku þátt í friðar-
gæslu Sameinuðu þjóðanna í þau
þrjú og hálft ár sem hún stóð.
Rúmlega hundrað þeirra biðu
bana, 831 særðist og hundruð
voru tekin til fanga. Meira en 200
þúsund íbúar fyrrum Júgóslavíu
létu lífið á meðan á stríðinu stóð.
Þegar Nató tók við friðargæsl-
unni komu um 60 þúsund her-
menn til Bosníu til að knýja fram
Dayton-samkomulagið sem leið-
togar fyrrum Júgóslavíu höfðu
skrifað undir. ■
PETER CRISS
Úr rokkhljómsveitinni Kiss fæddist þennan
dag árið 1945.
20. desember
■ Þetta gerðist
1699 Pétur mikli skipar svo fyrir að ára-
mót í Rússlandi verði flutt frá 1.
september til 1. janúar.
1790 Fyrsta bómullarverksmiðjan í
Bandaríkjunum tekur til starfa.
1946 Kvikmyndin It’s a Wonderful Life
eftir Frank Capra er forsýnd, degi
fyrir frumsýninguna. James
Stewart og Donna Reed fóru með
aðalhlutverkin.
1963 Berlínarmúrinn er opnaður í fyrsta
sinn fyrir íbúa í Vestur-Berlín. Múr-
inn var aðeins opinn yfir hátíðarn-
ar en lokað aftur 6. janúar 1964.
1968 Rithöfundurinn John Steinbeck
deyr, 66 ára að aldri.
1991 Kvikmyndin JFK eftir Oliver Stone
er frumsýnd.
1996 Læknar tilkynna að kona frá Kýp-
ur gangi með ellefubura. Hún
hafði tekið inn frjósemislyf.
2001 Fernando De la Rua, forseti
Argentínu, segir af sér eftir að
hafa verið tvö ár við völd.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
■ tók við friðargæslu í Bosníu til að
reyna að binda enda á stríðið sem
geisað hafði þar í fjögur ár.
20. desember
1995
SUNNA BORG
Afmælið hefur stundum
farið fyrir ofan garð og
neðan þetta stuttu fyrir jól.
Út er kom-in bókin
Jóhann
Helgason 25
vinsæl lög.
Bókin er
vönduð
nótnabók
með laglínu
og hljómum
fyrir píanó
og gítar. Bók-
in hefur að geyma mörg af lands-
þekktum lögum Jóhanns Helga-
sonar s.s. Söknuður, Í Reykjavík-
urborg, Karen, Ástarsorg, Mary
Jane, Yakkety Yak, o.fl. Í bókinni
er einnig að finna sérkafla með
textum/ljóðum við öll lögin,
ásamt skrá yfir upprunalegan
plötutitil, flytjanda, útgáfuár og
útgefanda. Þá er í bókinni fjöldi
ljósmynda af þeim hljómsveitum
og flytjendum sem Jóhann hefur
starfað með. Geisladiskur með
einu nýju lagi, „I Believe“, fylgir
bókinni frítt. Hugverkaútgáfan
gefur bókina út.
Í BOSNÍU
Nató tók við friðargæslu í Bosníu þennan
dag árið 1995.
Nató tekur við friðargæslu í Bosníu
Ég er svo mikið barn í mér enn-þá að ég hlakka alltaf til þegar
ég á afmæli,“ segir Sunna Borg
leikkona sem er 57 ára í dag. Hvað
verður gert í dag er þó óvíst. „Ein-
hver úr fjölskyldunni verður að
koma mér á óvart.“
Sunna segir að það hafi ekki
alltaf verið gaman að eiga afmæli
svona stuttu fyrir jólin, enda hafi
afmælið stundum farið fyrir ofan
garð og neðan. „Það hafði enginn
tíma til að hugsa um afmælisboð
því það var svo mikill undirbún-
ingur fyrir jólin,“ segir Sunna,
sem er sjálf komin langt á veg
með jólaundirbúninginn. Henni
líkar heldur ekki að vera útkeyrð
þegar jólin loks koma.
Minnisstæðasta afmæli Sunnu
er frá hennar yngri árum. „Ég
fékk dúkkulísur að gjöf, en stelp-
an var búin að klippa þær út sjálf.
Þá var grátið allan daginn því það
var aðal sportið að klippa þær út.“
Sunna er fædd og uppalin í
Reykjavík, en býr nú á Akureyri
þar sem hún var lengi leikkona
hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún
sagði upp samningnum við leik-
húsið og sneri sér að fjögurra ára
fjarnámi í smáskammtalækning-
um og þarf því að ferðast reglu-
lega til Reykjavíkur. „Þetta er al-
veg ótrúlega skemmtilegt og ég
hefði ekki getað ímyndað mér
hvað ég fæ mikið út úr þessu.
Áhugi fyrir þessari tegund með-
ferðar hefur aukist, því fólk er
farið að kynna sér þetta og þetta
er svo gott með öðrum aðferðum.
Ég hef notað þetta á mig og mína
og þetta er alveg skothellt,“ segir
Sunna, sem á ár eftir í náminu.
Hún á þó ekki von á að hverfa al-
veg frá leiklistinni að námi loknu.
„Leiklistin er búin að vera mitt
lífsstarf og ég á ekki von á að gefa
hana alveg upp á bátinn.“
Það voru nokkur viðbrigði að
setjast aftur á skólabekk, enda
felst í því mikill lærdómur í líf-
fræði og lífeðlisfræði á latínu.
„Það sögðu allir að þetta yrði ekk-
ert mál að læra þetta utan að, því
ég væri svo vön slíku. Það var
bara ekki rétt og þetta var mikil
áskorun,“ segir Sunna Borg af-
mælisbarn. ■
Afmæli
SUNNA BORG LEIKKONA
■ Er 57 ára í dag. Hún er í hléi frá
leikhúsinu til að læra smáskammta-
lækningar.
Af fjölunum
í hómópatíu
Magnús Ólafsson
ljósmyndari
„Magnús var ljósmyndari Reykjavíkur
og hann veitti okkur fjölþættari sýn
á Reykjavík heldur en aðrir
ljósmyndarar.“
Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Ólafsson og
framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar, 2000.
„...grein Eiríks um ljósmyndarann
og heim hans heyrir til tíðinda
í íslenskri menningarrýni.
... Hann dregur saman ólíka
þræði tilvísana og kenninga,
undirbyggir hugmyndir sínar
jafnt á vísunum í Gröndal,
Barthes og Sontag, og
spinnur úr listavel skrifaðan
vef.“
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.
„...tvímælalaust
einn merkasti þátttakandinn
í íslenskri ljósmyndasögu“
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.
Yfir 100 myndir af gömlu Reykjavík
er að finna í bókinni ásamt vönduðum
greinum á íslensku og ensku eftir
Eirík Guðmundsson útvarpsmann
og Guðmund Ingólfsson ljósmyndara.