Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 28

Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 28
28 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Hrúturinn Hinn dæmigerði hrútur vill áskorun, sækir í keppni og hreyfingu. „Hrútar vilja berjast,“ segir Gunnlaugur. „Þeir þurfa ak- sjón.“ Hvað er hægt að gefa manni eins og Kára Stefánssyni? Veiðigræjur gætu hentað, eða hlaupaskór. „Hrúturinn á í vandræðum með óþol- inmæðina,“ segir Gunn- laugur. „Það er spurning hvort jólagjöfin eigi þá nokkuð að vera innpökk- uð. Í öllu falli verður það að vera eitthvað sem hann er fljótur að taka utan af.“ Konur í hrútsmerki eru ákaflega sjálfstæðar og þær vilja áskorun. Karatenámskeið hjá Þórs- hamri gæti hentað eða bókin Sun Tzu - The Art of War. Þær vilja geta svarað fyrir sig, eins og Valgerður Sverrisdóttir. „Kon- urnar eru grófar og töff,“ segir Gunn- laugur. „Þær gætu fallið fyrir grófum, stórum skargrip- um.“ Nautið Nautið er nautnaseggur og er mikið fyrir þægindi. Lúxuskonfekt frá Belgíu myndi henta öllum nautum eða gott rauðvín. „Þú gefur naut- inu mat eða pen- inga,“ gantast Gunnlaugur. „Og svo er nautið mjög íhaldssamt.“ Sam- kvæmt þessu myndi það til dæmis ganga upp að konan gæfi manninum jakka sem er alveg eins og hinir jakkarnir. Annað sem karlar í nauti gætu fallið fyrir er Lazyboy-hægindastóll. Konur í nautsmerki vilja líka lúxus og þægindi. Nuddolíur og góður, þægilegur sloppur myndu falla vel í kramið, svo ekki sé talað um árskort í Nordica Spa. Tvíburinn „Tvíburinn talar ofsalega mikið,“ segir Gunnlaugur. „Hann er alltaf með hundrað járn í eldin- um.“ Það er því ljóst að það ætti að vera hægur vandi að velja gjöf fyrir tvíbura af báðum kynjum: Nýjustu tegundina af farsíma. Tví- burar eru mjög ginkeyptir fyrir nýjum tækjum. „Dæmigerður tvíburi er líka allur í markaðsfræðum og sölumennsku,“ segir Gunn- laugur. Og hvað hentar slíkum? Jú, námskeið eða bók með Dale Carnegie. Annað einkenni á tvíburum er það að þeir standa ekkert sérstaklega fast á skoðun- um sínum, og eru alltaf til í að breyta. Einn þeirra, Össur Skarphéðinsson, var kallaður vindhani í pólitísku debatti á árum áður, við kröftug mót- mæli. Hugsanlega gæti það einmitt hentað: fallegur vindhani á húsið. Krabbinn Krabbar eru mikið fyrir úti- vist og náttúruvernd. „Þeir eru alltaf að byggja eitthvað upp eða hlúa að einhverju,“ segir Gunnlaugur. „Allt sem hann getur verndað myndi slá í gegn.“ Samkvæmt þessu má leiða að því líkum að gæludýr henti kröbbum, til dæmis hundur, eða eitt- hvað í garðinn eins og tré. „Krabbinn vill líka vera mik- ið í vatni,“ segir Gunnlaug- ur. Árskort í sundlaugarn- ar væri því fín lausn. Yngri krabbar eru oft mjög kúl og þó þeir séu tilfinningaverur, þá hafa þeir líka þykka skel. Gaddabelti gæti hentað yngri kröbbum. Konur í krabba eru mikið fyrir sól, enda er krabbinn fæddur um sumar. Íhaldssemi og rómantík fara þar saman. Gunnlaugur stingur upp á rómantískri tónlist handa konunum. Til dæmis Dúet með Björgvini Halldórsssyni. Ljónið Gunnlaugur er í engum vafa hér: „Ljón vilja spegil. Þau er svo hrifin af sjálfu sér. Helst speglasett, sem þau geta notað við öll tækifæri. „ Ef fólk vill virkilega gleðja ljónið má taka skrefið alla leið og kaupa risa- spegil í loftið á svefnherberginu „til að ljónið geti horft á sig sofa,“ eins og Gunnlaugur orðar það. Hið sjálfhverfa ljón myndi jafnframt verða himinlifandi með málverk af sjálfu sér og í rauninni allt sem fjallar um það sjálft. Því má yrkja til þess ljóð og líka gefa því fegrunarvörur. Ljónið vill líta vel út, sem er einmitt önnur hlið á ljóninu. Það vill föt í skærum litum og skartgripi úr gulli. „Ljón eru miklir skemmtikraftar, fædd um hásumar, með stórt bros og mikla útgeislun,“ segir Gunnlaugur. Bara eitthvað skrautlegt nægir því ljóninu. Rauð skykkja myndi nægja. „Bara ef það vekur athygli. Þá er ljónið sátt.“ Meyjan Sjálfsstyrkingarspóla frá Guð- jóni Bergmann myndi henta meyjum. „Eitthvað sem fengi meyjuna til að endurtaka að hún væri best,“ segir Gunnlaugur. „Hún þarf styrk- ingu.“ Konur í meyju eru mikið í fegrunarpæling- um. Þær vilja föt sem passa saman. „Dragt, slæða, naglalakk og skór í stíl gæti verið málið,“ segir Gunnlaugur. „Meyj- an er haldin fullkomnunar- áráttu.“ Vandað snyrti- dót myndi vekja lukku eða fín- legt silfur- hálsmen. Karlarnir eru jafnan smámuna- samir og tens. „Þeir eru alltaf að hlaupa fram og aft- ur. Dálítið eirðarlausir.“ Svona dálítið eins og Ómar Ragnarsson, sem er meyja. Í ljósi þessa gæti róandi tónlist slegið í gegn, eða eitthvað föndurdót. Orðaspilið Scrabble er líka gott fyrir meyjur. Ef meyjan er fyrir hljóðfæraleik þá á að gefa henni saxófón. Vogin Vogin er alltaf að vega og meta, og þess vegna liggur hin ein- falda lausn í augum uppi: Falleg vog í eldhúsið. „En vogin er líka ákaflega félagslynd,“ segir Gunnlaugur. „Þetta er félags- og menningarmerki.“ Þess vegna myndi áskriftarmiði í leikhúsin smellpassa fyrir vog- ir, af báðum kynjum, en Gunn- laugur tekur fram að það yrði helst að vera frumsýningar- kort, þar sem kokteill væri innifalinn. Vogin vill blanda geði. Einnig passar að gefa vog- inni listmuni, en jafnframt er það einkenni á vogum, eins og Jóhönnu Sigurðardóttur og Guð- rúnu Ögmunds, að þær eru fullar af réttlætis- kennd. Og hvað hentar fólki með ríka réttlætis- kennd? Jú, til dæmis einhver átakasaga. Bókin Ambáttin gæti virkað, eða Fólk í fjötrum - bar- áttusaga ís- lenskrar alþýðu. Sporðdrekinn. Gunnlaugur hefur ekki mörg orð um hinn dular- fulla sporðdreka. Þeir eru erf- iðir, en samt ekki svo. „Þeir hafa mjög ríka kynhneigð,“ segir hann. „Það á að gefa þeim hjálpartæki ástarlífs- ins úr Rómeó og Júlíu. Kon- urnar eiga að fá rauð und- irföt eða svartan kjól.“ Karl- kyns sporðdrekar myndu glotta ánægðir við tönn ef þeir fengju svartan leður- jakka. En vegna þess hvað sporð- drekar eru dulir og samt miklar til- finninga- verur, þá gæti líka hentað körlum, og jafnvel konum, í merki sporðdrekans eitthvað sem veitir útrás. Boxpoki steinliggur. Láta sporð- drekann berjast einan út í bílskúr. Bogmaðurinn „Bogmenn þrá frelsi og fróðleik,“ segir Gunnlaugur. „Þeir eru opnir og hressir“. Gjafakort frá Flugleiðum hentar bogmönnum, hvert á land sem er. Hann þarf að komast burt. Þá væri heldur ekki slæmt ef næðist að sameina ferða- lög og fróðleik. Í því skyni má gefa bogmönnum, eins og til dæmis Ara Trausta jarðfræðingi – sem er einmitt alltaf á fleygiferð – góða ferðabók eða bara Íslandshandbókina. En hressileiki bogmannsins og þörf hans fyrir hreyf- ingu gæti líka leitt til þess að bogmenn af báð- um kynjum yrðu afskaplega sátt við góð íþrótta- eða útivistarföt. Eða bara gönguskó. Steingeitin „Steingeitin er jarðbundin, ábyrg, samviskusöm og al- vörugefin,“ segir Gunnlaugur. „Og þau eru á tindinum. Vinna mjög mikið.“ Og vegna þess hvað þau vinna mikið, þá myndi gott nudd slá gjör- samlega í gegn hjá steingeitum, eins og Davíð Oddssyni og Ingibjörgu Sólrúnu. Nuddkrem myndi henta konunum. Annað sem stein- geitin kann mjög vel að meta er gott úr. „En það verður að vera gæðaúr,“ segir Gunnlaugur. „Stein- geitur eru sam- viskusöm vinnudýr. Eins og Alex Fergu- son. Hann er alltaf að horfa á úrið.“ Vatnsberinn Gunnlaugur bendir á að nánast allir skákmenn Ís- lands eru vatnsberar. Friðrik Ólafs, Jóhann Hjartarson, Margeir Péturs og fleiri. Vegna þess hvað vatnsberinn er mikill heili myndu karlarnir í merkinu örugglega ekki fúlsa við nýju skáksetti frá Hrókn- um. „Og þeir eru líka mikið fyrir tækni,“ segir Gunnlaugur. „Ný tölva, eða eitthvað tölvutengt, myndi falla í kramið.“ Konur í vatnsbera eru mikið fyrir alls kyns hönnun. Sérstakt listaverk eftir Koggu gæti verið málið. „Þær vilja sérhannaða skartgripi,“ segir Gunnlaugur. „Þess vegna er Skólavörðu- stígur vatnsberagatan.“ Konurnar, eins og Andrea Róberts, eru spes týpur og þær gætu fallið fyrir flottum skóm. „Þær eru hrifnar af skóm.“ Fiskarnir „Fiskar eru oft andlega sinnaðir,“ segir Gunnlaug- ur. „Eldri fiskar gætu viljað góða tónlist, eins og heildarútgáfu af Bach. Yngri fiskarnir gætu fengið Sigur Rós.“ En fisk- arnir eru líka óttalegir sveimhugar upp til hópa og því gæti bókin Að setja sér skýr markmið gengið. Og til þess að ná betri fókus gæti digital myndavél verið málið. „Konunum myndi ég gefa dansnámskeið,“ segir Gunnlaugur. „Tónlist, dans og allt sem tengist inn á ímyndaraflið er sterkt í fiskum.“ Karlar í fiskamerki eru ákaflega stórhuga, eins og til dæmis Björgúlfur Thor. Og hvað gefur maður svoleiðis manni. Jah.. til dæmis Búlgaríu. Spilið Matador gæti líka geng- ið. Það er ekki hlaupið að því að velja jólagjafir. Margir lenda í vandræðum. Getur stjörnuspekin hjálpað? Fréttablaðið leitaði til Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings eftir vísbendingum sem gætu komið að góðum notum. Spurningin er: Hvaða jólagjafir henta hvaða stjörnumerki? Stjörnumerki og jólagjafir - hvað hentar hverjum? Hvað vill hrúturinn í jólagjöf? Hvað vill sporðdrekinn?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.