Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 36
Ertu frá þér? Hvernig átti mérað detta þetta í hug? Eiginlega má heita fáránlegt að einhver gamlingi úti á landi sé að ná svona langt með plötu sína,“ segir Óskar Pétursson, tenórinn snjalli að norðan, aðspurður hvort hann hafi búist við þessari velgengni. Plata hans ‘Aldrei einn á ferð’ hefur nú náð platínusölu, sem er 10 þúsund seld eintök. Skífan er útgefandi og kynnir plötuna sem tenór-dægur- laga plötu. Óskar er yngstur hinna fræknu og söngglöðu Álftagerðis- bræðra þannig að ekki getur þetta hafa komið algerlega flatt upp á hann. Bræðurnir saman hafa selt upp undir 30 þúsund plötur. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Óskar er einn á ferð í plötuútgáfu. Reyndar ekki alveg einn því Diddú og Jón Jósep syngja með honum dúetta á plötunni. Bræðurnir gráta kannski í hljóði Þegar Fréttablaðið náði tali af Óskari var hann að koma frá því að syngja við jarðarför á Dalvík og á leið heim á Akureyri. „Júbbsss, ég veð hérna krapa og elg. Hvenær viltu taka þetta við- tal? Núna? Jæja, það er þá best að ég slái úr niður í 140,“ segir Óskar og hlær. Hann er búinn að týna handfrjálsa búnaðinum sín- um og leggur því mitt milli Akur- eyrar og Dalvíkur, hallar sér aft- ur í sætinu og svarar spurningum blaðamanns. Hann hafnar því al- veg að hann finni fyrir öfund hjá bræðrum sínum. „Neinei... jahh, þeir fara þá af- skaplega vel með það. Gráta kannski í hljóði. Við bræðurnir vorum náttúrlega saman búnir að ryðja brautina. Þetta er náttúr- lega ekki alveg nýtt. En ég hef aldrei verið einn áður og það virðist vera að virka.“ Óskar er fjölskyldumaður, á konu og þrjá krakka og starfar sem bifvélavirki. „Við eigum ég og félagi minn saman bílaverk- stæði sem heitir því lítilláta nafni Erró bílar.“ Þarna er ekki verið að vísa til þess að þeir séu svona frammúrskarandi listfengir við sínar bílaréttingar heldur er þarna stuðst við upphafsstafi fé- laganna og þeim fannst fremur snubbótt að láta fyrirtækið heita RÓ bílar. En Óskar hefur lítinn tíma nú um stundir að sinna verkstæðinu því hann er um allar koppagrundir að syngja og fylgja plötu sinni eftir. Ég er frægur kallinn minn! „Já, það má heita að þetta sé full vinna núna. Annars hef ég alltaf unnið með þessu. En það eru miklir snúningar í kringum sönginn núna og fer lítið fyrir jólaundirbúningi hjá mér,“ segir Óskar, sem er þrátt fyrir það jólabarn. „Já, ég verð 50 ára á jóladag. Þannig að ég hef nú svo sem slitið barnskónum. Við eig- um sameiginlegan þennan af- mælisdag félagarnir, ég og Jesú.“ Óskar segir sönginn stundum fara illa saman við bílastússið. „Allavega var ég ekki orðinn í húsum hæfur í vinnu hjá öðrum. Maður hefur svo sem fengið þá í hárið atvinnurekendurna í gegn- um tíðina vegna þessa gauls. Nú þarf ég hins vegar ekki að spyrja kóng né prest, er eigin herra, enda var ég búinn að fá nóg af því eins og svo margir aðrir.“ Tenórinn hefur verið lengi að og segist hafa byrjað á öfugum enda. Hann hóf feril sinn í kórum en þangað liggur yfirleitt leiðin þegar menn byrja að eldast. Hann var starfandi með Karlakór Akur- eyrar allt frá því í upphafi 8. ára- tugarins og í Karlakór Reykjavík- ur var Óskar meðan hann var bú- settur syðra til nokkurra ára. „Ég var meira að segja einsöngvari hjá þeim, þannig að ég er frægur, kallinn minn. Og svo er það nátt- úrlega karlakórinn Heimir.“ Æfir sig aldrei Tenórinn glaðbeitti er búinn að syngja bókstaflega allt, frá messum og óratóríum, einsöng með kórum og nú eru það dægur- lögin. „Ég hef alltaf haft mest gaman að því að hlusta á góða dægurlagatónlist. Ég hlusta ekki á klassíska tónlist heima hjá mér þó ég hafi alla tíð fengist við þá tegund tónlistar. Það er nú svo skrítið sem það er. Hlusta fremur lítið á tónlist nema bara í bílnum. Jájá, ég má svo sem heita ólík- indatól.“ Óskar segist hafa áður fyrr sungið við bílaviðgerðirnar en það sé nánast liðin tíð. Hann syngur orðið ekkert nema opin- berlega. Og æfir sig ekkert sem heitið getur. „Já, ég laug því að kerlingu á tónleikum um daginn að ég væri svo hjátrúarfullur að ég æfði mig aldrei. Ég held hún hafi trúað mér, svei mér þá.“ Ekki vantar tenórana fyrir norðan. Álftagerðisbræður eru ekkert skyldir Kristjáni Jóhanns- syni, það er annar leggur. „Ég held að það séu fleiri tenórar í Skagafirðinum en á öllu Reykja- víkursvæðinu. Þetta er í genun- um. Þarna eru nokkrar söngættir sem ná langt aftur, bæði hjá Konnurunum og hjá okkur bræðrum. Þetta liggur í bæði móður- og föðurætt okkar bræðra. Við vorum að rekja þetta að gamni okkar í Heimi og þessi sönggleði er mikið til komin út af tveimur körlum aftur í rassi. Kári þarf að fara í þetta mál.“ Tenórar í stórum stíl Óskar segir svo frá að Mart- einn H. Friðriksson dómkirkju- organisti hafi brugðist svo við þegar verið var að jarða móður- systur bræðranna í Hafnarfiðri og þeir sungu yfir henni að „... þetta væri ótrúlegt helv***. Mað- ur getur ekki fengið tenóra í einn kór hér fyrir sunnan og svo koma bara fjórir á einu bretti og það úr einu sveitafélagi.“ Álftagerðisbræður sem fyrir- bæri urðu einmitt til við svipað tækifæri. „Við pússuðum okkur saman þegar pabbi dó 1987. Okk- ur þótti við hæfi að syngja yfir honum og gerðum það. Mönnum þótti þetta stórmerkilegt og við gengumst upp í þessari vitleysu og höfum vart stoppað síðan. Það þurfti þann gamla til að fá vængi svo við gerðum þetta.“ Óskar syngur mikið í kirkjum við jarðarfarir. „Séra Pétur Þór- arinsson í Laufaási, sá frægi prestur, hafði orð á því í fertugs- afmælisveislu minni að ég væri orðinn meira ómissandi en líkin við jarðarfarirnar.“ Tenórnum líkar vel að syngja við jarðarfarir. „Það á vel við mig. Kirkjurnar eru yndislegar og andrúmsloftið, þar eru sungin þannig lög með fallegum textum. Þetta er svo mikilsverð stund í lífi hvers manns þegar verið er að kveðja sína nánustu. Ég verð afskaplega hamingjusamur innra með mér þegar vel tekst til á þeim vettvangi. Þá finnst mér þetta þjóna einhverjum tilgangi. Gefur mér meira en að syngja á árshátíðum og slíku. Ég reyni að 32 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Svissnesk gæðaúr Candino Titan, 100 m. Safir glas Verð kr. 14.500 Fæst hjá flestum úrsmiðum Óskar Pétursson, tenórsöngvari að norðan, hefur gersamlega slegið í gegn með fyrstu sólóplötu sína sem komin er í platínusölu sem þýðir 10 þúsund eintök seld. VIÐ BÍLINN SINN Óskar er sannfærður um að í Skagfirðingum einum séu fleiri góðar tenórar en á Reykjavíkursvæðinu öllu. Á BIFVÉLAVERKSTÆÐINU Óskar æfir sig nánast aldrei, að eigin sögn, og hlustar sáralítið á tónlist... það er þá helst dægurlagatónlist í bílnum. Dreifbýlislegur til orðs og æðis M YN D IR /D AG SL JÓ S AK U R EY R I Annars er það afar tvíbent, sjáðu til, því þegar við tenórarnir för- um sem hæst upp þannig að helst minnir á raddir geldinga... þá fara menn sko að efast um hversu vel vaxnir niður við erum. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.