Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 37
halda mig frá því eins og ég get. Ég er ekki gráðugur.“ Klæminn tenór Endalaust er verið að kvabba í Óskari um að syngja við hin og þessi tækifæri og það hefur versnað til muna í seinni tíð. Ósk- ar vill ekki meina að hann sé að færa sig úr klassíkinni yfir í dægurlögin. Það ráðist og verði spilað af fingrum fram. Aðdáendur Óskars eru um land allt. „Jájá, ekki síst dreifbýl- isfólk. Ég finn að þar á ég marga góða að. Enda dreifbýlislegur í orði og æði og útliti.“ Og oft er hann kynntur sem spéfugl þegar hann kemur fram. Óskar segir það til komið vegna þess að hann missi sig gjarnan í kynningum milli laga. „Já, út í einhverja vitleysu. Þá fer þetta stundum að nálgast uppistand. Það hefur verið kvabbað í mér að vera meira í því, til dæmis við veislustjórnun og slíkt, en ég hef dregið lappirnar. Ég er svo klæminn að ég yrði lögsóttur ef ég legði það fyrir mig.“ Það orð fer af tenórum að þeir séu kvensamari en góðu hófi gegnir. Óskar segir það orð blaðamannsins en ekki sín og bendir á að hann sé þriggja barna faðir og allt með sömu konunni. „Nei, ég er ekki kvensamur. Mig langar djöfullega en sleppi mér ekki,“ fíflast hann og neitar ekki að það komi stundum glampi í kvenkyns áhorfendur. „Já, kannski þegar ég fer upp í hæstu tóna. Annars er það afar tvíbent, sjáðu til, því þegar við tenórarnir förum sem hæst upp þannig að helst minnir á raddir geldinga... þá fara menn sko að efast um hversu vel vaxnir niður við erum.“ jakob@frettabladid.is LAUGARDAGUR 20. desember 2003 33 ÓSKAR TÓNAR Á AKUREYRI Tenórinn missir sig stundum í kynningum milli laga og fer þá að jaðra við uppi- standssýningu. Óskar vill þó fara varlega í þeim efnum, hann sé svo klæminn að hann gæti orðið fyrir lögsókn færi hann að feta þá braut. Jólaskákmót barna fer fram á morgun: Teflt í jólastressinu Við héldum glæsilegt barnaskák-mót á Broadway í september og nú á að gera enn betur,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson sem er allt í öllu í barnastarfi skák- félagsins Hróksins sem blæs til mikillar jólaskákveislu á Broad- way á sunnudaginn. „Þarna fer fram skákmót fyrir börn í 1. til 6. bekk og síðan verður dansað í kringum jólatréð og jóla- sveinninn kíkir í heimsókn og fær- ir krökkunum góðgæti og glaðning frá vinum og velunnurum Hróks- ins. Skemmtiatriðin eru heldur ekki af verri endanum en margir af vin- sælustu tónlistarmönnum þjóðar- innar taka lagið, þar á meðal KK og Jakob Frímann. Sveppi úr Sjötíu mínútum verður líka á staðnum og les úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.“ Allir krakkar sem tefla á mótinu fá viðurkenningjarskjal fyrir þátt- tökuna og þau sem lenda í 1.–3. sæti fá medalíu og sigurvegari í hverjum flokki hlýtur vandaðan bikar frá Árna Höskuldssyni gull- smiði. Þá verður dregið í happa- drætti Hróksins þar sem hundruð- ir vinninga frá fjölmörgum fyrir- tækjum eru í pottinum. „Hátíðin hefst klukkan 12 á há- degi og stendur til fimm síðdegis. Það eru allir velkomnir og Hrókur- inn hvetur pabba og mömmur, afa og ömmur til að taka sér smá frí frá jólastressinu og mæta með börnun- um á skákhátíðina. Það verður eng- inn svikinn af því enda er Hrókur- inn hrókur alls fagnaðar.“ Þátttaka í jólaskákmótinu er ókeypis en fullorðnir greiða 500 krónur í aðgangseyri. Hægt er að skrá sig með því að fara inn á heimasíðu mótsins www.hrokur- inn.is/jol2003 eða senda póst á skakskoli@hotmail.com. ■ BÖRN AÐ TAFLI Rúmlega 280 börn á grunnskólaaldri kepptu á Risa barnaskákmóti sem Hrókurinn og Hagkaup héldu á Broadway í lok september. Fjörið verður ekki minna á morgun þegar Hrókurinn blæs til jólaskákveislu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.