Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 41

Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 41
anum þurfa þó varla að örvænta en klipptu atriðin munu örugglega skila sér í DVD-útgáfunni á næsta ári. Sérstakar DVD-útgáfur fyrri myndanna bæta, hvor um sig, um það bil 40 mínútum við myndirnar eins og þær voru í bíó þannig að Hringadróttinssaga á enn eftir að lengjast og ævintýrið er síður en svo úti þó sagan sé öll. Íslenskir aðdáendur myndanna hafa tekið þessum viðbótum tveim höndum en The Fellowship of the Ring hefur selst í rúmlega 20.000 eintökum og The Two Towers í vel yfir 15.000 og mynd- irnar eru fyrir vikið langmest seldu DVD-myndirnar á Íslandi. The Return of the King verður frumsýnd í níu bíósölum í Reykja- vík á öðrum degi jóla en hörðustu aðdáendur sögunnar munu vænt- anlega freista þess að sjá allar myndirnar þrjár í einum rykk um helgina í um það bil 10 klukku- stunda maraþoni. Rúmlega 180.000 miðar hafa selst á fyrri myndirnar tvær þannig að það mun væntanlega allt keyra um kolla þegar endataflið hefst um jólin. thorarinn@frettabladid.is Molar úr sögu Hringsins 100.000.000 manns hafa lesið Hringadróttinssögu frá því hún kom fyrst út árið 1954. 3.000.000 fet af filmu voru notuð við tökur þríleiksins. 48.000 sverð, axir, skildir og önnur vopn voru búin til fyrir myndirnar þrjár. 20.602 aukaleikarar tóku þátt í gerð myndanna. 250 hestar voru notaðir í ein- stökum atriðum, auk 70 sér- þjálfaðra gæðinga. Leikararnir í helstu hobbita- hlutverkunum notuðu saman- lagt 1600 gúmmíeyru og hobbitafætur á meðan á tökum stóð. Fjölskylda Tolkiens fær greidd 104.602 pund fyrir kvik- myndaréttinn á sögunni. Laun og hagnaðartengdar greiðslur til leikstjórans Peters Jacksons verða ríflega 60 milljónir punda. Tökur myndanna á Nýja-Sjá- landi skiluðu sér í 110 milljón punda innspýtingu í efnahagslíf landsins. Tónlistarmaðurinn David Bowie kom á tímabili til greina í hlutverk álfakonungsins Elrond og Daniel Day-Lewis afþakkaði hlutverk Aragorns sem féll því Viggo Mortensen í skaut. 90.000 ljósmyndir voru tekn- ar á tökustað. Samkvæmt sögunni var Mið- garður til fyrir 7.000 árum síðan. 2.400 manns komu að gerð myndanna þegar mest gekk á. Þegar mest var að gera í mötuneytinu á tökustað voru 800 máltíðir framreiddar í einu og þegar mest lét fékk tökuliðið 1.460 steikt egg í morgunmat. Ferðalag föruneytis Hrings- ins tekur 13 mánuði. 4 hobbitar fóru í teygjustökk á Nýja-Sjálandi á meðan tökur stóðu yfir. The Return of the King er lengsta myndin í þríleiknum; 3 klukkustundir, 20 mínútur og 44 sekúndur að lengd. 114 leikarar taka til máls í þríleiknum. The Two Towers er í 4. sæti yfir aðsóknarmestu bíómyndir allra tíma. Þríleikurinn var tekinn á yfir 100 tökustöðum. 200 orkagrímur voru hand- gerðar fyrir myndirnar og 180 manns unnu við tölvutækni- brellur í myndunum. Þríleikurinn hefur verð þýdd- ur á yfir 40 tungumál. Elijah Wood fékk að eiga Hringinn eina sem minjagrip að tökum loknum, Cate Blanchett hélt eftir bronslitum álfaeyrum. Viggo Mortensen keypti hest Aragorns og fékk að taka sverð- ið sitt með sér heim. Peter Jackson, sem er síétandi, fékk gulrót að gjöf. Allir helstu leikararnir í föru- neyti Hringsins létu húðflúra sig með álfatákni að John Rhys- Davies undanskildum sem sendi áhættuleikara sinn í tattúið. Viggo Mortensen tá- brotnaði í öllum látunum á tökustað auk þess sem hann var nærri drukkn- aður. Orlando Bloom brákaði rifbein og fékk heilahristing nokkrum sinnum. ■ LAUGARDAGUR 20. desember 2003 Rolex Explorer II. Krónómeter í stáli. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla GOLLRIR OG HOBBITARNIR Hinn fláráði og slímugi Gollrir fylgir Fróða og Sámi síðasta spölinn að Dómsdyngju og hefur vitaskuld illt eitt í huga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.