Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 42
Ég veit það ekki? Hvernig ámaður að telja? Stórar plötur segirðu? Albúms? ... þá er þetta númer sex. Kannski. Eitthvað svo- leiðis. Það er nú ekki meira. Eða það held ég,“ segir Dr. Gunni, sem nýverið var að senda frá sér plöt- una Stóri hvellur. Rétt er að taka það fram áður en lengra er haldið að Dr. Gunni er vog og hann á erfitt með að ákveða sig. „Ég er alltaf að skipta um skoðun. Minn helsti veikleiki er óákveðnin. Er það ekki annars?“ Losnar seint við prumpið Þessi óákveðni kemur strax fram við fyrstu spurningu sem varðar heiti plötunnar: Stóri hvellur. „Já, hún átti að heita Flat- us lifir! eftir veggjakroti sem er á malarnámu á Kjalarnesi. Áletrun sem hefur valdið mörgum heila- brotum. Mér þótti þetta mjög svo dularfullt og ætlaði að kalla plöt- una þetta. Svo komst ég að því að flatus er læknisfræðilegt orð yfir viðrekstur. Ég vildi að sjálfsögðu þvo mig af öllu slíku. Búinn með þann pakka þannig að ég breytti þessu í Stóra hvell sem er eitt lag- ið á plötunni.“ Árið 1997 sendi Dr. Gunni frá sér lagið „Prumpufólkið“ sem naut fádæma vinsælda og lifir enn góðu lífi. Það sem verra er þá gæti Stóri hvellur útlagst sem ein- hvers konar útfærsla á prumpi. „Jú, það er víst. Ég ætla seint að losna undan þessu.“ Ekkert listrænt steitment Í hljómsveit með Dr. Gunna eru þrír hressir strákar, þeir Gummi, Grímur og Kristján og höfuðpaurinn segir tónlistina svona „beisikk“ rokk og ról. „Þeg- ar útgefandinn Smekkleysa heyrði þetta – Ásmundur Jónsson – sagði hann að þetta væri ekki listrænt „steitment“ heldur væri þetta skemmtilegt. Ég er ánægður með það enda lagt upp með slíkan pakka. Ég á enn eftir að koma með eitthvað sem gæti kallast listrænt steitmennt. Eða, er það ekki? Ég verð vonandi aldrei svo leiðinleg- ur að ég fari út í það.“ Dr. Gunni starfar nú sem út- varpsmaður á útvarpsstöðinni Skonrokk FM 90,9. Það er því til- valið að spyrja hann hvort þetta megi teljast útvarpsvæn plata. „Jahh, það fer eftir því hvaða út- varpsstöð maður er að tala um. Það eru þá aðallega einhverjar skemmtilegar stöðvar á borð við Rás 2 og X-ið... já, og Skonrokk eft- ir 10 ár. Þetta er ekki svo útvarps- vænt að maður fari að neyða lögin inn á fólkið á Létt FM eitthvað.“ Og Dr. Gunni skammast sín ekkert fyrir að misnota aðstöðu sína gróflega. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að á Skonrokk sé ekki leikin nýleg tónlist þá gildir öðru máli þegar hann sjálfur á í hlut. „Jájá...jújú, hún var plata vikunn- ar í síðustu viku. Reglur eru bara til að brjóta þær.“ Í sporum Braga Ásgeirssonar Dr. Gunni hefur fengist við ýmislegt og er meðal annars þekktur sem tónlistargagnrýn- andi. Var hann frægur fyrir að skirrast ekki við að fara háðuleg- um orðum um afurðir kollega sinna í poppinu. Má þetta ekki heita sérkennileg staða? „Ég er bara eins og Bragi Ás- geirsson listmálari og listgagn- rýnandi á Mogganum. Þetta er nú ekki sérkennilegra en svo. Þeir sem fjalla um tónlist eru allir meira og minna eitthvað að gutla í músík. Kannski sérkennilegt hvað ég hef þó náð langt miðað við það að vera fyrrverandi gagnrýnandi. Oftast eru gagnrýnendur svona wannabe lið.“ Dr. Gunni hallast að kenningunni um að þeir sem ekki geta, gagnrýni. Og hann sé undan- tekningin sem sannar regluna. Eða hvað? Nei, ekki er það nú al- veg því Dr. Gunni botnar þessa hugleiðingu með orðunum: „Neinei. Gagnrýnendur eru frábærir! Ég ætla nú ekki að vera eins og Mikki Torfa sem segir að allir séu vangefnir. Ætla nú aldeil- is ekki að byrja á því að kynna plötuna með slíkum látum.“ „Næs“ gagnrýni Vingulshátturinn ríður ekki við einteyming þegar vogin Dr. Gunni er annars vegar. „Það þykir ægi- lega kúl að segja að manni sé al- veg sama hvað gagnrýnendur segja af því að maður er svo viss um að þetta sé svo frábært. Það er náttúrlega ekkert satt því maður bíður skjálfandi eftir því að eitt- hvað fólk sem maður kannast við fari að krukka í plötuna og kveða upp sinn dóm.“ Og Dr. Gunni er ægilega fúll yfir því að platan hafi ekki verið tilnefnd fyrir til íslensku tónlistar- verðlaunanna. „Sem fagmaður á mínu sviði tel ég það hneyksli. Svo er platan hans Bó þarna! Dúetts til- nefnd sem hljómplata ársins! Af hverju er ekki Sjónvarpshandbók- in tilnefnd til bókmenntaverðlauna eins og platan hans Bó?“ Doktorinn segist gegnheill í því að vera þátttakandi á tónlist- arsviðinu og þurfi ekkert að skipta sér milli þess að vera gagn- rýnandi og tónlistarmaður. „Eða... kannski. Ég er löngu hættur að skrifa gagnrýni um plötur. Ætla aldrei aftur í þann pakka. Frekar leiðinlegur starfi. Maður á í eilífri baráttu með sjálfan sig: Hvort maður á að segja það sem manni finnst? Eða á að vera „næs“? Ég öfunda ekki þetta fólk sem þarf að hlusta á allt þetta rusl sem verið er að gefa út og þarf að vera næs.“ Erfið fæðing Í hljómsveitinni með Dr. Gunna, sem heitir einfaldlega Dr. Gunni, verða meðlimirnir að sætta sig við að lúta stjórn höfuð- paursins sem ekki trúir á lýðræði í hljómsveitum. „Nei, þeir fá ekki einu sinni að heita hljómsveitar- nafni og verða að sætta sig við að vera undir þessu vörumerki. Strákarnir fá nú samt aðeins að setja sitt mark á þetta, mála í númer, en það er ekki við þá að sakast ef þetta er vont eða fólki finnst þetta leiðinlegt.“ Allir grunnar voru teknir upp helgi eina í apríl og svo var hamast í bílskúr við Freyjugötu við að full- vinna verkið. „Þetta var erfið fæð- ing en við Bibbi Curver lentum í leiðinlegu veseni. Tvisvar hrundi harður diskur þannig að allt sem við vorum búnir að gera strokaðist út. En ég er gífurlega ánægður með útkomuna og tel þetta eitt það allra besta sem ég hef gert.“ Þegar útgefandinn Smekkleysa heyrði þetta – Ásmundur Jónsson – sagði hann að þetta væri ekki listrænt „steitment“ heldur væri þetta skemmti- legt. Ég er ánægður með það enda lagt upp með slíkan pakka. Ég á enn eftir að koma með eitthvað sem gæti kallast listrænt steit- mennt. Eða, er það ekki? Ég verð vonandi aldrei svo leiðinlegur að ég fari út í það. ,, 38 20. desember 2003 LAUGARDAGUR DR. GUNNI OG HLJÓMSVEIT Doktorinn er fúll yfir að hafa ekki fengið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna. „Svo er Bó þarna! Af hverju er ekki Sjónvarpshandbókin tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna?“ Hann segist eiga betra með að taka neikvæðri gagnrýni en því sem hann kallar smjaður. „Erfitt að hlusta á það,“ segir hann. „Maður verður svo asnalegur eitthvað. En ég get svo sem alveg tekið góðri gagnrýni...,“ Dr. Gunni er vog og óákveðnin er hans stóri ókostur. Eða það heldur hann. Nú velkist hann milli þess að henda ónotum í gagnrýnendur og að vilja hafa þá góða því hann var að senda frá sér nýja plötu. Bíður skjálfandi eftir gagnrýni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.