Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 48

Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 48
45 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Oft er það svo að þýðendur sitja úti í horni meðan kastljósið skín á rithöfunda. Þeir koma ekki til álita þegar bókmenntaverðlaunin eru annars vegar. Sárabætur gætu verið að Fréttablaðið dregur nokkra þeirra fram í dagsljósið í léttum samkvæmisleik. Þýðendurnir og bækurnar þeirra Hver þýddi hvaða bók? Er ekki tími til kominn aðtengja?“ sungu Skriðjöklar um árið og það er einmitt það sem á að gera hér í þessum skemmtilega samkvæmisleik sem Fréttablaðið bryddar upp á að þessu sinni. Að tengja bók við þýðanda. Bók- menntagagnrýnandinn skeleggi, Páll Baldvin, hefur látið þess svo getið að furðu sæti að þýðendur komi ekki til álita þegar tilnefn- ingar til hinna íslensku bók- menntaverðlauna eru annars veg- ar. Þýðendur vinna sín verk, oft hágöfug, í kyrrþey og njóta lítillar sem engrar athygli. Eru þó ýmsir í þeirra röðum sem mega heita landsþekktir menn sem eru allrar athygli verðir. Hér eru, sem sagt, komnir valinkunnir einstaklingar sem eru þekktir fyrir ýmislegt annað en þýðingar en eiga þó bækur í þessu jólabókaflóði. Ósagt er látið hvort þær bækur sem þeir þýða eru lýsandi fyrir þá eða til marks um áhugamálin. En hér á sem sagt að tengja: Hver þýddi hvaða bók? Góða skemmt- un. jakob@frettabladid.is Þýðendurnir: Bækurnar: Rétt svör: Rétt svör: G-1, F-7, E-5, D-2, C-6, B-4, A-3 Davíð Þór Jónsson Davíð Þór er landskunnur skemmtikraftur, annar Radíus- bróðirinn og kallar ekki allt ömmu sína þegar grínið er annars vegar. Radíusbræð- urnir þóttu og þykja fulltrúar afar óheflaðs húmors. Davíð Þór vakti einnig athygli fyrir störf sín sem rit- stjóri erótíska tímarritsins Bleikt og blátt. En hann hef- ur einnig fengist nokkuð við þýðingar, til dæmis þýddi hann söngleikinn Hárið og þótti takast vel, enda Davíð hagmæltur vel. Hver er bók Davíðs? 1. Gísli Rúnar Jónsson er auðvitað þekktastur sem einn helsti grín- leikari þjóðarinnar og annar Kaffibrúsakarl- anna. Hann mun láta til sín taka í Áramóta- skaupinu nú sem oft áður. Gísli Rúnar hefur einnig verið afkastamikill leikstjóri en hefur verið að færa sig meira og meira frá leiksviðinu í seinni tíð og á ritvöllinn. Hann skrifaði bókina um Bó og svo hefur hann þýtt nokkur leikrit og staðfært, sem og eina þeirra bóka sem hér eru nefndar. Hver er sú? 2. Guðni Kolbeinsson Guðni er mikilvirkur þýðandi, virtur vel á þeim vettvangi og hefur verið árum saman. Guðni er þó sennilega þekktari fyrir þátt í útvarpi fyrir nokkrum árum, Málfarsmínútan. Og olli nokkrum usla. Guðni er einnig þekktur þulur og las með eftirminni- legum hætti inn á sjónvarpsþættina „Einu sinni var“. Auk þess var hann með ógleymanlegan skemmtiþátt í sjónvarpi með Trausta veðurfræðingi Jónssyni. Hvaða bók þýðir Guðni? 3. Hallmar Sigurðssoner líklega með afkastamestuÍslendingum sem lesa inn á auglýsingar og fleira í þeim dúr. Hann er rödd Bíórásarinnar enda hefur hann afskaplega djúpa og þýða rödd. Hallmar er leikari og fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Hann á eitt áhugamál sem tengist leikhúsinu lítt, gerði sér lítið fyrir, fór upp í sumarbústað og snar- aði einu stykki bók. En hverri? 4. Hávar Sigurjónsson er maður sem kemur víða við. Hann hefur á undanförnum árum verið að hasla sér völl sem leikritaskáld og er nú um stundir verið að sýna eitt verka hans í Þjóðleikhúsinu. Hann er jafnframt menningarritstjóri Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur lát- ið til sín taka sem leikstjóri. Hávar kann greinilega að skipuleggja tíma sinn því hann grípur í þýðingarstörf samhliða öllu þessu. En hvaða bók vakti hina verðskulduðu athygli Hávars? 5. Artemis Fowl - læsti teningurinn eftir Eoin Colfer Glæpaheilinn Fowl er mættur til leiks og nú hefur hann búið til tölvu sem býr yfir mikl- um ofurkrafti. Komist hún í rangar hendur er voðinn vís. Útgefendur lofa hörkuspennandi sögu og sjálfsagt tekur þýðandinn í sama streng. En hver er þýðandinn? A Tommi togvagn - Tommi og Gyrðir fara af sporinu eftir W. Awdrey „Nú getur yngsta kynslóðin skemmt sér betur en nokkru sinni fyrr,“ segir í Bókatíðindum. „Bækurnar um Tomma togvagn, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víða um heim, eru nú komnar í íslenskri þýðingu.“ Það var nefnilega það. Hver þýðenda er nú líklegastur til að leggja fyrir sig þýðingar á Tomma togvagni? G Sigurður Hróarsson er enn einn leikhúsmaðurinn í hópnum sem hefur gripið í þýðingarnar. Sigurður er að sjálfsögðu kunnastur fyrir störf sín sem leikhússtjóri, bæði fyrir norðan hjá Leikfélagi Akureyrar og svo í Borgarleikhúsinu. En engin eru leikhúsfræðin í þeim bókum sem hér eru til umræðu? 6. Ævar Örn Jósepsson hinn góðkunni fjölmiðlamaður, er heimspeking- ur að mennt. Hann hefur látið til sín taka í út- varpi og er ef til vill þekktastur á því sviði, þá sem beittur spyrill í þjóðmálaþáttum Rásar 2. Ævari Erni skaut fyrst fram á sjónarsviðið í poppmyndbandaþáttum Sjónvarpsins Poppkorni en hefur á síðustu árum verið að hasla sér völl sem rithöfundur. Ævar Örn lætur sig ekki muna um að þýða bækur samhliða öðrum afrekum sínum. En hvaða bók á hann hér? 7. Þýðandi: Þýðandi: David Beckham - engum líkur eftir Stefford Hildred og Tim Ewbank Þessi bók fjallar um fótboltagoðið Beckham og er sjónarhorninu ekki síst beint að einkalífi hans og eigin- konunni Viktoríu. Hver er fótboltabullan í hópi þýðenda? B Þýðandi: Gleymið að þið áttuð dóttur eftir Michael Tierney er reynslusaga Söndru Gregory. Sandra lýsir atburðum sem leiddu til handtöku hennar, hrollvekjandi að- stæðum í Lard Yao-fangelsinu í Bangkok og þeirri tilfinningu að vera dæmd til dauða. Hver þýðenda leggur í svona átök? C Þýðandi: Hvernig stendur á því að karlar hlusta ekki og konur geta ekki bakkað í stæði eftir Allan og Barbara Pease er sennilega með lengri titlum. Hér er enn ein bókin sem fjallar um muninn á kynjunum.Hún byggir á nýjustu rannsóknum á starfsemi heilans, hvorki meira né minna. En hver þýðir? D Þýðandi: Líkami fyrir lífið - 12 vikur af andlegum og líkamlegum styrk eftir Bill Philips Þessi bók samanstendur, samkvæmt Bóka- tíðindum, af hvatningarorðum og lýsir því hvernig hægt er að ná árangri í líkamsrækt og öðlast andlegan styrk með því að fylgja einfaldri áætlun þar sem megrun er ekki markmið heldur kærkominn ávinningur. Hver af þeim þýðendum sem hér eru nefndir til sögunnar lætur sig þetta nokkru varða? E Þýðandi: Supersex - krassandi kynlíf eftir Tracey Cox Þessi bók er líklega sú um- deildasta meðal þeirra sem hér eru nefndar en nokkur styr stóð um bókaauglýsingar sem forlagið JPV stóð að. En þetta er kynlífshandbók sem fjallar um ýmsar hliðar ástalífsins, ríkulega myndskreytt. En hver þýðir? F Þýðandi:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.