Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 53
Ég átti fimm fugla í kistunni ogég ætla að borða þá sjálfur
þessi jól, það er alveg á hreinu.
Mér var boðið hátt verð fyrir fugl-
inn, en vildi alls ekki selja þá,“
sagði skotveiðimaður norðan
heiða, sem ekki hefur látið það eft-
ir sér að fara til rjúpna að þessu
sinni enda öll sund lokuð núna fyr-
ir skotveiðimönnum.
Verðið fyrir fuglinn sem veiði-
menn eiga í kistunni er frá fimmt-
án hundruð til tvö þúsund fyrir
fuglinn og upp í tíu þúsund.
Reyndar hefur verðið lækkað eitt-
hvað síðan rjúpurnar voru keypt-
ar á um tíu þúsund, enda er það
verð allt of hátt fyrir fuglinn, þó
svo að veiðimenn megi auðvitað fá
eins hátt verð fyrir fuglinn og þeir
geta.
Flestir veiðimenn sem Frétta-
blaðið ræddi við í vikunni ætluðu
að borða annað en rjúpur, enda
áttu þeir fáar til. Einn hafði keyrt
á tvær og annar fundið eina dauða,
nokkrir áttu fáa fugla í kistunni.
„Við skulum vona að við fáum
að skjóta á næsta ári, það verður
kominn annar umhverfisráðherra,
en það versta er að það er líka
kona eins og Siv,“ sagði skotveiði-
maðurinn. „Það eru bara tófan og
minkurinn sem njóta góðs af rjúp-
unni þetta árið. Ég fékk mér labbi-
túr fyrir skömmu hérna fyrir
vestan hjá mér og fann í einu
greninu hræ af fimm rjúpum, þær
verða fáar rjúpnaveislur þetta
árið en góðar,“ sagði veiðimaður-
inn vestur á fjörðum í lokin.
Stuttar veiðifréttir
Dorgveiðimenn eru byrjaðir að
kíkja og kanna hvernig ísinn er
þessa dagana en Íslandsmótið var
ekki hægt að halda í fyrra, vegna
ísleysis. Það verður vonandi
breyting á núna, en einhverjir
veiðimenn hafa reyndar veitt á
stöng framá síðustu daga, eins og í
Tangavatni í Landssveit.
Veiðimenn ættu ekki að fara í
jólaköttinn í ár því það eru margar
góðar bækur fyrir veiðimenn eins
og bók Péturs Steingrímssonar,
Veldu flugu, Nokkrar fengsælar
laxaflugur eftir Sigurð Héðin,
Fiskar og menn eftir Ragnar Hólm
Ragnarsson og síðan Stangveiði-
árbókin, eftir Guðmund Guðjóns-
son.
„Ég hef verið að kynna bókina
víða og ég fæ mjög góðar viðtökur
við bókinni minni, en í henni eru
uppskriftir að 83 flugum,“ sagði
Sigurður Héðinn, leiðsögumaður
og fluguhnýtari, er við könnuðum
stöðuna í vikunni. En Sigurður
Héðinn var á opnu húsi hjá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að
kynna bókina um síðustu helgi og
þar var Pétur Steingrímsson líka.
„Það er búið að dreifa bókinni víða
og hún hefur fengið fínar undir-
tektir, en bókin skiptist í fjóra
meginkafla, Vetur, Vor, Sumar og
Haust,“ sagði Sigurður.
Skotveiðimenn fá líka sitt þessi
jól , þó þeir fái ekki að skjóta rjúp-
una í ár. Byssur og skotfimi eftir
Egil J. Stardal er gefin út aftur.
Sportveiðiblaðið var að koma út
fyrir nokkrum dögum en þar er
meðal annars viðtal við Siv Frið-
leifsdóttur og Gunnar Örlygsson.
Grein um Þverá í Fljótshlíð og við
stórfiskabann í Þingvallavatni
eftir Örn Þórhallsson. Veiðimaður
sem Stefán Jón Hafstein ritstýrir,
kom út í vikunni, en Heimur gefur
blaðið út. Margt gott efni er í blað-
inu, eins og viðtöl og fjölbreyttar
greinar.
Veiðifélagið Lax-á hefur tekið
yfir sölu veiðileyfa í Hörðudalsá í
Dölum en leikararnir snjöllu Sig-
urður Sigurjónsson og Jóhann Sig-
urðarson hafa núna í nokkur ár
selt veiðileyfi í hana. En Lax-á hef-
ur sem sagt tekið það yfir.
Eyþór fær bikarinn í annað
sinn
Á aðalfundi Landssambands
stangaveiðifélaga sem haldinn
var á Selfossi fyrir skömmu síðan
var veittur Hákonsbikarinn, sem
Hákon Jóhannsson gaf, en hann er
veittur fyrir stærsta laxinn sem
veiðist á sumri. Það var Eyþór
Sigmundsson sem fékk hann að
þessu sinni, en hann veiddi 26,5
punda fisk á Nessvæðinu í Laxá í
Aðaldal og var þetta stærsti fisk-
ur sumarsins, 26 punda bolti í
Presthólma á fluguna Snældu.
„Þetta er annað sinn sem ég fæ
þennan bikar og ég tók við honum
á Selfossi og sagði eina veiði-
sögu,“ sagði Eyþór Sigmundsson í
samtali við Fréttablaðið. ■
LAUGARDAGUR 20. desember 2003
Sælla er að gefa en þiggja
og hvert sem tilefnið er þá finnurðu réttu gjöfina hjá okkur
á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
32
32
12
/2
00
3
gef›u
og flú munt njóta
BIKAR FYRIR STÆRSTA LAXINN
Eyþór Sigmundsson með Hákonsbikarinn, sem hann fékk fyrir stærsta laxinn sem veiddist
síðasta sumar.
Á veiðum
GUNNAR BENDER
■ skrifar um veiðiskap.
M
YN
D
:/
VA
LD
IM
AR
S
VE
R
R
IS
SO
N
Margir verða að borða annað en rjúpur um jólin að
þessu sinni. Einhverjir veiðimenn eiga þó rjúpur í
frystinum sem ganga kaupum og sölum. Verðið á
þeim hefur verið mjög flöktandi.
Rjúpur seldar fyrir
tíu þúsund krónur