Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 62

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 62
20. desember 2003 LAUGARDAGUR Hin magnþrungna spennusaga um Árna Magnússon er ein mest selda bókin á Norðurlöndum. Árni elst upp í klaustri á 12. öld, lærir vopnaburð og verður stríðsmaður. Leiðin til Jerúsalem er framundan. MILLJÓN EINTÖK SELD BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Módel IS 1000 3+1+1 verð áður 265.000,- Verð nú 198.000,-stgr. 3+2+1 verð áður 285.000,- Verð nú 219.000,-stgr. Litir: Koníaksbrúnt, Antik-brúnt og ljóst Einnig til sem horn- sófar, svefnsófar og hornsófar með svefnsófa. gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Opið til kl. 22 til jóla. Stórglæsileg ítölsk leðursófassett 67.000,- króna afsláttur Hollusta yfir jólin: Má ekki gleyma hreyfingunni Nú í desember höfum við hjárannsóknaþjónustunni Sýni verið með hádegisfyrirlestra á vinnustöðum til að hvetja fólk til að huga að heilsunni og mataræðinu í desember ekki síður en aðra mán- uði ársins,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur. „Það er svo algengt að fólk fari í átak á haustin til að koma heilsu og holdum í gott form en sleppi svo fram af sér beislinu þegar desem- ber gengur í garð, hætti að hreyfa sig og borði eins og það getur í sig látið þar til nýtt átak hefst í janúar. Við viljum svo sannarlega ekki taka ánægjuna af fólki og láta það sleppa jólamatnum. Jólin eru nú einu sinni til þess að njóta, en kannski ekki bara í mat og drykk. Einföld ráð eru til dæmis að velja bara það besta af veisluborðinu. Margt af því sem er á borðum er ekki endilega bundið við jólin. Eins getur það verið fullt eins mikil nautn að njóta fárra góðra konfekt- mola eins og að tæma allan kass- ann. Svo megum við auðvitað ekki gleyma hreyfingunni. Það er um að gera að leggja bílnum aðeins lengra frá verslunarkjörnunum, losna við stressið og fá sér heilsubótargöngu í leiðinni. Ef fleiri eru saman að versla getur svo sá sprækasti skot- ist eftir bílnum og sótt þá sem burð- ast með stærstu pakkana.“ ■ Kormákur á Ölstofunni: Allir á barnum Ölstofan er einn vinsælasti bar-inn í bænum og þar eins og á öðrum vinsælum börum er mikið að gera rétt fyrir jólin. „Fólk hitt- ist oftar á þessum tíma ársins. Þeg- ar skólafólkið er búið í prófum og þeir sem búa í útlöndum eru komn- ir heim þá fer fólk á barina og hitt- ir félaga og vini,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Öl- stofunnar. Kormákur segir mikið að gera alla vikudagana rétt fyrir jólin. Föstudagur og laugardagur nægi fólki ekki til þess að hitta alla fyrir jólin. Sjálfur stendur hann vaktina, stundum á bak við barborðið, stundum hinum megin við það, en í heildina er jólatörnin í ár rólegri en í fyrra: „Við opnuðum Ölstofuna í lok nóvember í fyrra, ég og Skjöld- ur Sigurjónsson. Þá unnum við tutt- ugu tíma á sólarhring og fengum lítinn svefn. Þá var maður nær taugaáfalli en nokkru sinni fyrr,“ segir Kormákur og jólatörnin á barnum því mun þægilegri í ár. Milli jóla og nýárs er líka nóg að gera á börunum en Kormákur segir stemninguna á barnum aðeins öðru- vísi þá en í geðveikinni fyrir jól. „Fólk er fínna í tauinu, það er mjög oft að koma beint úr jólaboðum. Margir eru í fötum sem þeir fengu í jólagjöf og því fylgir að sjálfsögðu mikil gleði. Það er gaman að sýna nýju fötin eða nýja úrið.“ Þrátt fyrir annir í vinnunni nær Kormákur að sinna jólaundir- búningnum. „Það hittist hins vegar þannig á í ár að konan mín er að vinna í sjónvarpsmynd þannig að hún kemur heim tólf á kvöldin og fer út fyrst á morgnana,“ segir Kormákur – sem hlakkar mikið til jólanna og lætur stressið ekki ná tökum á sér. sigridur@frettabladid.is ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Vill ekki ræna fólk ánægjunni af jólamatn- um. Á ÖLSTOFUNNI Kormákur vann 20 tíma á sólarhring um síðustu jól – álagið er aðeins minna í ár þó mikið sé að gera. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.