Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 66
62 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
Exellence
borðbúnaðurinn sígildi
Bankastræti 6 – Sími: 551 8588
Úra og skartgripaverslun
Kornelíus ehf Framsóknarfélag Mosfellsbæj-ar hefur afhent Ásdísi Jóns-
dóttur og Birki Emil syni hennar
ágóðan af jólabingóinu sem haldið
var laugardaginn 13. des sl.,
60.000 krónur. Opnaður var sér-
stakur söfnunarreikningur Birkis
Emils, sem er með Goldenhar-
heilkenni, og er reikningsnúmerið
315-13-800175. ■
Ég fékk hugmyndina fyrirtveimur árum þegar ég fékk ítrekun frá innheimtufyrirtækivegna reiknings í vanskilum. Þeg-
ar ég sá hvað var verið að rukka
mig um varð ég alveg foxill því ég
var búin að borga skuldina. Ég var
svo reið að ég óskaði þess að ég
ætti vúdúdúkku sem ég gæti pynt-
að og fengið útrás á.“
Það er Anna Helgadóttir, skrif-
stofustjóri hjá Internet á Íslandi,
sem þannig útskýrir tilkomu
galdradúkkunnar, sem hún hefur
nú hannað í mörgum útgáfum.
„Ég var fljót að ná mér,“ segir
Anna og hlær, „en datt samt í hug
að svona dúkkur gætu verið
sniðugar, til dæmis fyrir fyrir-
tæki að senda viðskiptavinum sín-
um með jólakortinu. Þau gætu þá
látið fylgja með að upplagt væri
að fá útrás á dúkkunni frekar en
að skeyta skapi sínu á sínum nán-
ustu. Ég seldi fyrirtæki þessa
hugmynd og þannig urðu galdra-
dúkkurnar til.“
Anna segir að fyrsta dúkkan
hafi verið afar illfyglisleg, en þar
sem dúkkurnar voru fyrst og
fremst hugsaðar sem grín reyndi
hún að gera þær geðþekkari.
„Þær urðu svo sætar að mig
langaði sjálfa í eina. Þegar ég
horfði á dúkkurnar datt mér í hug
að það væri alveg eins hægt að
nota þær til þess að einbeita sér
að einhverju jákvæðu og góðu
frekar en að fá útrás fyrir illsku
út í fólk eða fyrirtæki. Þannig að
dúkkurnar, eins og þær eru núna,
eru mjög langt frá upprunalegu
hugmyndinni og vúdúdúkkum al-
mennt.“
Anna segir að það gæti jafnvel
virkjað undirmeðvitundina að
hafa þessa jákvæðu hluti fyrir
framan sig á dúkkunni og velja
einn, eða fleiri, með prjóni til þess
að einbeita sér að. „Og hver veit.
Kannski er það allt sem þarf til
þess að öðlast þessa hluti? Mér
finnst það í það minnsta skemmti-
leg hugmynd.
Ég bjó svo til einn karl til að
hrella manninn minn og sagði að
hann væri ómissandi fyrir „bitru
konuna“, en auðvitað þurfa allar
konur að eiga einn svoleiðis,“ seg-
ir Anna og hlær.
Galdradúkkurnar eru til sölu á
anna.is/galdur, en Anna verður á
handverksmarkaði á Garðatorgi í
dag þar sem hún er með dúkkurn-
ar til sölu. ■
Ég er ekki alveg búin að áttamig á því að það eru að koma
jól enda eru núna stífar æfingar í
Hafnarfjarðarleikhúsinu,“ segir
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona.
„Ég vakna í myrkri, fer í leikhúsið
og kem heim í myrkri. Við stefn-
um á að frumsýna Meistarann og
Margarítu þann 6. janúar, þannig
að ég fæ þriggja daga jólafrí.
Þetta er gaman og ákveðin stemn-
ing en svo allt í einu eru jólin kom-
in og það er svolítið skrítið.“
Elma Lísa segir misjafnt
hversu mikið hún leggur upp úr
jólaundirbúningi. „Í fyrra var ég
ekki að vinna svona rétt fyrir jól-
in og það var mjög gaman að hafa
nógan tíma og upplifa jólin
þannig. Við hjónin erum eitthvað
búin að gera, fórum til dæmis í
Byggt og búið um helgina og
keyptum jólaseríur og skreyttum
aðeins. Ég ætlaði líka að baka
konfekt með vinkonu minni en við
verðum bara að sjá hvort það
verður einhver tími í það. Svo
erum við í fríi á sunnudaginn og
þá ætla ég að kaupa jólagjafir. En
þegar við fórum í Kringluna um
daginn var svo troðið og mér
fannst einhver græðgi í loftinu.
Þá ákvað ég að taka ekki þátt í því
og detta ekki inn í eitthvert
kaupæði. Ég ætla bara að einbeita
mér að vinnunni og njóta þess,
það er svo auðvelt að detta í eitt-
hvað stress. Hins vegar er alltaf
gaman að labba í bænum á Þor-
láksmessu og upplifa þannig jóla-
andann. Við röltum yfirleitt um og
kaupum kannski eina gjöf sem
eftir er. Þær verða þó ábyggilega
fleiri núna.“ ■
SAFNAÐ FYRIR BIRKI
Birkir sést hér í fanginu á móður sinni, Ásdísi Jónsdóttur. Bryndís Bjarnarson, formaður fé-
lagsins (t.h.), og Sigríður Sigurðardóttir (t.v.) eru með þeim á myndinni.
Bingó fyrir Birki Emil:
Söfnuðu 60.000
GALDRADÚKKUR
Virkja undirmeðvitundina til góðs, en
karlinn er reyndar fyrir reiðar konur.
Hamingjan höndluð með títuprjóni:
Galdradúkka
getur bjargað
deginum
ANNA HELGADÓTTIR
Hefur hannað galdradúkkur, sem á fyrst og fremst að nota í góðum tilgangi. „Hamingja,
ást og góð heilsa er það sem alla dreymir um og af hverju ekki að nota svona dúkku til
að minna sig á það einfalda sem skiptir mestu máli.“
ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR
Stífar æfingar fram yfir jól.
Desembermánuður:
Allt í einu eru
jólin komin