Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 68

Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 68
Mark Wilson er kanadískur, enhefur búið á Íslandi í 19 ár og aðlagað sig íslenskum jólasiðum. „Ég borða hamborgarhrygg á að- fangadagskvöld þó ég fái alltaf magapínu á eftir, en ég læt mig hafa það. Þetta er svo gott,“ segir Mark, sem vandist því að borða kalkún á jólunum í Kanada. „Það er allt öðruvísi þar, við erum til dæmis bara með einn jólasvein sem kemur niður um strompinn aðfaranótt jóladags og pakkarnir eru opnaðir á jóla- dagsmorgun. Flestir opna þó eina gjöf 24. desember, en það kvöld er undirbúningur fyrir jólin og algengt að stórfjölskyld- an hittist. Gamlar töntur bjóða þá öllu liðinu heim til sín, sem er alveg ótrúlega leiðinlegt,“ segir Mark og dæsir. „En maður var píndur í þetta sem unglingur og lifði það af.“ Mark kaupir alltaf mistiltein fyrir jólin. „Það er fyrir róman- tíkina,“ segir hann hlæjandi, „það er nefnilega galdur í mistil- teininum.“ Hann eldar líka gjarnan sjálf- ur hreindýr eða önd á jóladag. „Mágur minn í Noregi kenndi mér sniðuga aðferð til að elda andabringur. Maður tekur bringurnar, sker í fituna og kryddar með helling af salti og pipar. Setur svo bringurnar, með fituna niður, á kalda pönnuna, kveikir undir og steikir í fimm mínútur. Slekkur á hitanum og tekur bringurnar af. Þetta end- urtekur maður svona fimm sinn- um, og hellir reglulega fitu yfir kjötið, sem er alltaf steikt á sömu hlið. Þetta tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og bragðast ofboðslega vel.“ Mark segir konuna sína, Guð- nýju, sjá um sósuna. „Hún er snillingur í því, sýður niður lauk og villisveppi og bætir sérríi eða einhverju öðru góðu út í,“ segir Mark. ■ matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Kanadísk jól: Boðin hjá „töntu“ hundleiðinleg Vínframleiðandinn FetzerVineyards er kunnur fyrir getu sína í gerð fjölbreyttra vína allt frá hinum klassísku Cabernet Sauvignon og Chardonnay-vínum til sjald- gæfari Viognier eða Roussanne. Bestu gæði og bragðeiginleikar eru ávallt leiðarljós Fetzer Vine- yards. Lífsspeki Fetzer Vineyards er að vín sé hluti ákveðins lífs- stíls og þarfa okkar sem líf- vera. Í samræmi við þær kenn- ingar framleiðir Fetzer yfir 1.500 mismunandi tegundir kryddjurta, ávaxta og græn- metis með lífrænum aðferðum í görðum sínum, ásamt því að eiga og reka fræðslusetur um mat og vín þar sem hinn þekkti John Ash er í fararbroddi. Allir víngarðar í eigu Fetzer Viney- ards eru hundrað prósent líf- rænt ræktaðir og hefur fyri- tækið sett það að markmiði að öll framleiðsla þess verði vott- uð sem lífræn árið 2010. Hin fjölbreytta ræktun er hluti af því að gera vínin óvenjuleg og skemmtileg. Þann 1. desember tóku í gildi umtalsverðar lækkanir á þeim Fetzer vínum sem boðið er upp á í Vínbúðum hérlendis. Lækkun þessi nemur allt að 18% eins og sjá má: Fetzer Valley Oaks Zinfandel var áður á 1.590 kr. en er nú á 1.390 kr. Afar gott með lambakjöti og villt- um fuglum, eins og önd og rjúpu. Fetzer Eagle Peak Merlot var áður á 1.440 kr. en er nú á 1.190 kr. Mjúkt en voldugt bragð og passar sérlega vel með önd, kálfa- og nautakjöti. Fetzer Zinfandel-Shiraz var áður á 1.390 kr. en er nú á 1.190 kr. Kröftugt en aðgengilegt vín sem hentar einna best með grilluðu kjöti, bragðmiklum tómatsúpum og gúllasi. Fetzer Chardonnay-Viognier var áður á 1.390 kr. en er nú á 1.190 kr. Þurrt óeikað vín sem hentar vel með sjávarréttum og kjúklingi. ■ Verðlækkun: Fetzer lækkar í Vínbúðum Gott á jólunum: Heitir jóladrykkir Gott er að ylja sér á desem-berkvöldum með heitum drykk. Hér eru uppskriftir að góðum heitum drykkjum með jólalegu ívafi. Heitt súkkulaði Heitt súkkulaði er klassískur jóladrykkur fyrir alla fjölskyld- una. Hægt er að bragðbæta súkkulaðið eftir smekk með smá appelsínusafa, koníaki eða Cointreau. Suðusúkkulaði brætt í potti. Smá vatn. Smá sykur eftir smekk - en athugið vel að setja ekki of mikið af honum. Þegar þetta er orðið alveg bráðið og lint er mjólk bætt í eftir smekk. Hitað að suðu. Borið fram með þeyttum rjóma. Heitur epladrykkur Einn lítri eplasafi 1/2 bolli púðursykur 1/2 msk negulnaglar 1 kanilstöng 1/8 teskeið salt Blandið saman og hitið í 20 til 30 mínútur. Lyktin og bragðið af epladrykknum kemur öllum í jólaskap. Heitt toddý 1-2 sykurmolar, gjarnan hrásykur eða 1 tsk hunang skvetta úr sítrónusafa sjóðandi vatn dökkt romm Sykurinn og sítrónusafi eru sett í könnu eða teglas. Sjóðandi vatni er bætt í þar til um þrír fjórðu hlutar glassins eru fullir. Rommi bætt út í. Rommtoddý yljar vel á köldum kvöldum. ■ WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Komið í heimsókn á www.holt.is Skoðið verðið á gistingu og veitingum Af diskinum Leikur að elda: Eplasalat ÆTLAÐ FJÓRUM 3 stk. græn epli 1 dl hálfþeyttur rjómi 50 g valhnetur 1 lauf ruccolasalat (má sleppa) rifsber til skreytingar DRESSING 1,5 dl sýrður rjómi 18% 1,5 dl majones 2 msk. flórsykur safi úr einni sítrónu Hrærðu vel saman majonesi, sýrðum rjóma, flórsykri og sítrónusafa. Skrældu eplin og skerðu í grófa bita. Saxaðu valhneturnar. Léttþeyttu rjómann. Blandaðu varlega saman dress- ingunni, rjómanum, eplunum, val- hnetunum og ruccolasalatinu. Settu í skál og skreyttu með rifsberjum. ■ Auður Eggertsdóttir og Gunnar Jóhannsson „Kalkúnn og fullt af meðlæti,“ segir Auð- ur. „Í eftirmat verður bananabúðingur eins og verið hefur síðustu þrjátíu ár. Ég elda.“ Hvað verður í matinn á jólunum? MARK WILSON Heldur jól að íslenskum sið, og lætur sig hafa það að fá magapínu eftir hamborgar- hrygginn. Heslihnetur Heslihnetur eru góðar bæði nýjar og þurrkaðar og eru reyndar oftar borðaðar þurrkaðar. Þær eru næringar- ríkar og hollar. Hesli- hnetur eru mikið not- aðar í eftirrétti. Mörgum finnst ein- staklega jólalegt að eiga hnetur í skál og það er fínt snakk með öllu sælgætinu um jólin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.