Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 79

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 79
75LAUGARDAGUR 20. desember 2003 Rænt og sleppt með því að kvitta Fyrirsætan Veruska Ramirez,sem var kjörin Ungfrú Venes- úela árið 1997 og keppti ári seinna í Ungfrú Alheimi, var rænt á dög- unum. Ræningjarnir réðust inn í bíl hennar í borginni Valencia, hirtu allt lausadrasl, dágóða pen- ingasummu úr veski hennar og rifu hana svo á brott með sér. Henni var svo haldið nauðugri í þrjá tíma. Á meðal hluta sem ræningjarn- ir tóku úr bíl hennar var kassi sem innihélt fimmtán dagatöl með nektarmyndum af stúlkunni. Eftir að hafa grandskoðað myndirnar komu þeir til hennar rjóðir í kinnum og báðu hana vin- samlegast um að árita dagatölin fimmtán. Eftir að hún gerði það slepptu þeir henni út á götu og hlupu á brott með dagatölin. „Þeir voru mjög hissa þegar þeir spurðu hana um nafn og komust að því að þetta væri hin fræga Ungfrú Venesúela,“ segir umboðsmaður hennar Luigi Ratino. „Þeir meiddu hana ekki, þeir snertu hana meira að segja ekki.“ Lögreglan í Valencia rannsak- ar nú málið. ■ Umfjölluntónlist Sálindansleikurgamlárskvöld Húsið opnað kl. 23:00 Miðasala alla daga á Brodway Sími 533 1100 - broadway@broadway.is St a fr æ n a h u g m yn d a sm ið ja n / 4 0 0 6 dansleikur Tryggið ykkur miða fyrir jól! stór laugardaginn 27. desember Ég verð að viðurkenna að ég varnú ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að setja nýja breiðskífu Blink 182 í tækið. En þessari vinnu fylgja þungir hnífar, sem og annars staðar, og ég renndi henni inn af skyldunni einni saman. Og viti menn, ég veit ekki hvort það sé út af því að ég sé kominn í jólaskap, eða að ég hafi fundið nýtt jafnvægi í lífinu eða hvort það sé vegna þess að vinur minn Robert Smith úr The Cure syngur í einu laginu... en ég hef bara þó nokkuð gaman af þessari plötu. Sveitin hefur gefið út yfirlýsing- ar þess efnis að hún hafi fyllst nýj- um metnaði og að platan sé alvar- legri en þær eldri. Þó það sé vissu- lega rétt, þá er þetta ansi langt frá því að vera eitthvað þungmeti. Enn- þá sama sveitin, leikur ennþá keyrslurokk sem hentar eróbikk- iðkendum vel á köflum, en nú er bara búið að tóna niður fíflalætin örlítið. Þannig eru flest lögin í svip- uðum dúr og lagið Stay Together for the Kids af síðustu plötu, sem var að mínu mati þeirra besta fram til þessa. Til hamingju piltar, þið voruð að gera ykkar bestu plötu. Og gleðileg jól, elskurnar mínar. Guð blessi ykkur! Birgir Örn Steinarsson UNGFRÚ VENESÚELA 1997 Var rænt, en sleppt eftir að hún áritaði nektarmyndir af sér. Skrýtnafréttin UNGFRÚ VENESÚELA RÆNT ■ Mannræningjar ákváðu að sleppa Ungfrú Venesúela gegn því að hún áritaði nektarmyndir af sér. KELSEY OG UMA Uma Thurman var kampakát þegar henni var tilkynnt að hún hefði hlotið Golden Globe- tilnefningu fyrir leik sinn í Kill Bill. Vol. 1. Sjónvarpsleikarinn Kelsey Grammer, úr Frasier, var einnig ánægður með sína tilnefningu. Hann hefur oft unnið en þetta var fyrsta tilnefn- ing Umu. Verðlaunin verða afhent 15. janúar. Slíta barns- skónum BLINK 182 Blink 182 Tom Morello, gítarleikariAudioslave, og Serj Tankian úr System of a Down komu nýverið fram á styrktartónleikum fyrir starfsmenn stórmarkaða í suður- hluta Kalifoníu sem hafa verið í verkfalli. Axis of Justice, sem eru pólitísk samtök þeirra Morello og Tankian, stóðu fyrir tónleikunum. „Aðgangseyrir rennur til starfsmannanna svo þeir geti keypt jólagjafir handa börnunum sínum um jólin,“ sagði Morello. „Peningarnir munu líka hjálpa þeim að halda verkfallinu áfram.“ Starfsmennirnir fóru í verkfall þann 11. október eftir að samn- ingaviðræður um launakjör, eftir- laun og heilsugæslu fóru í strand. Að sögn Morello er þetta stærsta verkfall í Kaliforníu í fimmtíu ár en um 70 þúsund starfsmenn stór- markaða taka þátt í því. ■ AUDIOSLAVE Tom Morello úr Audioslave er einn þeirra sem standa fyrir styrktartónleikunum. Morello og Tankian í jólaskapi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.