Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 86

Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 86
82 20. desember 2003 LAUGARDAGUR TRAUST VÖRN Sanath Jayasuriya frá Sri Lanka verst sókn Englendinga í landsleik í krikket í Colombo. Krikket Spánska deildarkeppnin Real keppir við Mallorca FÓTBOLTI Síðasta umferðin í spæn- sku deildakeppninni á þessu ári verður leikin um helgina. Valencia getur náð efsta sætinu af Real Madrid í kvöld með heima- sigri á Sevilla en meistarar Real Madrid geta endurheimt efsta sætið með sigri á Mallorca annað kvöld. Deportivo La Coruna leikur við botnlið Espnayol annað kvöld og Barcelona leikur gegn Celta Vigo á Nou Camp. Real Madrid er efst og hefur ekki tapað leik í deildinni síðan í byrjun nóvember. Real lenti eins og nokkur önnur stórlið í hremm- ingum gegn smærri liðum í bikar- keppninni í vikunni. Real vann 2. deildarfélagið Leganes 4-3 eftir framlengingu og bjargaði Santi- ago Solari heiðri Madrídinga með jöfnunarmarki í blálok venjulegs leiktíma. Raúl skoraði sigurmark þeirra í framlengingu. David Beckham og Michel Salgado meiddust í leiknum og er óvíst hvort þeir verði heilir fyrir leik- inn á morgun. Mallorca er í tíunda sæti deildarinnar og er jafnan erfitt heim að sækja en félagið hefur fengið sautján af 23 stigum sínum á heimavelli. ■ Úrslitaleikur Hópbílabikars kvenna í körfubolta fer fram í dag: Stoppa þær Erlu og Hildi í Smáranum? KÖRFUBOLTI Líkt og oft áður eru það lið Keflavíkur og KR sem leika til úrslita í kvennakörfunni en liðin mætast í dag í úrslitaleik Hópbíla- bikars kvenna og hefst leikurinn klukkan 14:15 í Smáranum í Kópa- vogi. Þegar liðskipan liðanna er borin saman kemur í ljós að Kefla- vík telst vera mun sigurstrang- legra á pappírnum en það telur víst lítið þegar í úrslitaleikinn er komið og þar þekkjast þessi lið vel. Keflavík og KR hafa spilað flest alla úrslitaleikina um titla kvenna- körfunnar á síðustu árum. Liðin unnu bæði undanúrslitaleikina á heimavelli, Keflavík vann öruggan 27 stiga sigur á toppliði ÍS, 68-41, og KR vann botnlið Grindavíkur með 30 stigum, 88-58. Það félag sem vinnur leikinn í dag verður fyrsta félagið til að vinna fyrir- tækjabikar kvenna í annað sinn. Það ræður miklu í dag hvernig liðunum gengur að ráða við lykil- menn hinna liðanna, Erlu Þor- steinsdóttur hjá Keflavík og Hildi Sigurðardóttur hjá KR sem báðar hafa gert útslagið í tveimur deild- arleikjum liðanna í vetur. Hildur Sigurðardóttir hefur leikið frábærlega í vetur og er allt í öllu í KR-liðinu. Hún hefur skorað 19,7 stig, tekið 14,1 fráköst og gef- ið 5,4 stoðsendingar að meðaltali og farið fyrir sínu liði. Það vekur líka athygli að leikstjórnandi KR-liðs- ins er langfrákastahæsti leikmaður liðsins og í öðru sæti í deildinni. Hildur var með 30 stig, 16 fráköst og átta stoðsendingar í 79-69 sigri KR í DHL-Höllinni í fyrri leiknum og hitti þá úr fjögurra af fimm þriggja stiga skotum sínum. Erla Þorsteinsdóttir er lykilmaður Keflavíkur og aðalskorari liðsins. Erla er illviðráðanleg undir körf- unni og fá lið geta ráðið við hana á góðum degi. Erla hefur þrátt fyrir meiðsli og veikindi skorað 16,6 stig að meðaltali í leik í deildinni í vet- ur en hún hefur þó aðeins leikið í 20,3 mínútur að meðaltali. Erla varð með 32 stig og 7 fráköst á að- eins 25 mínútum í 72-59 sigri Keflavík á KR í Keflavík í seinni leik liðanna og nýtti þar 65% skota sinna og 86% vítanna. Það er ljóst að þessar tvær snjöllu körfuknattleikskonur geta gert útslagið í dag en til þess að titillinn komi í hús þurfa þær góða hjálp frá félögum sínum. ■ KÖRFUBOLTI Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kven- na í körfuknattleik, valdi í gær 22 stúlkur í fyrsta hóp sinn en hann mun koma saman til æf- inga á milli jóla og nýárs. Tvö verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári, Promotion Cup í Andorra í júlí og Norðurlandamótið í Sví- þjóð í ágúst. Ívar valdi sex ný- liða í hópinn að þessu sinni, Bryndísi Guðmundsdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur úr Keflavík, Auði Jónsdóttur úr Njarðvík, Petrúnellu Skúladótt- ur úr Grindavík, Kristrúnu Sig- urjónsdóttur úr ÍR og Pálínu Gunnlaugsdóttur úr Haukum. ■ Íþróttamenn ársins hjá Reuters: Armstrong og Sören- stam valin HJÓLREIÐAR Bandaríski hjólreiða- kappinn Lance Armstrong og sæns- ka golfstúlkan Annika Sörenstam voru í gær valin íþróttamaður og íþróttakona ársins af Reuters- fréttastofunni. Armstrong vann erf- iðustu hjólreiðakeppni heims, Frakklandskeppnina, fimmta árið í röð, en Sörenstam vann sex stóra titla á árinu auk þess sem sem hún stóð uppi í hárinu á körlum á einu móti á PGA-mótaröðinni. alls tóku 31 blaðamaður frá 24 löndum þátt í kjörinu. ■ RUBENS BARRICHELLO Brasilíumaðurinn skilur ekkert í félaga sín- um Michael Schumacher. Formúla 1 kappaksturinn: Hissa á Schumacher FORMÚLA 1 Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello hefur viður- kennt að hann sé hissa á því að félagi hans hjá Ferrari, Michael Schumacher, hafi ekki hætt eftir síðasta tímabil þegar hann vann sjötta heimsmeistaratitil sinn. „Ég veit ekki hvað gerist í hausn- um á Schumacher en ef ég hefði verið í hans sporum þá hefði ég hætt. Það er hins vegar frábært að hann skuli halda áfram ef hann hefur enn sama metnað og sama sigurvilja,“ sagði Barrichello. ■ MILAN BAROS Byrjar brátt að æfa að nýju. Liverpool: Baros og Carragher æfa á ný FÓTBOLTI „Milan Baros verður byrjaður að æfa fyrir árslok og þá snýst það um að koma honum í leikform,“ sagði Gerald Houlli- er, framkvæmdastjóri Liver- pool. „Hann ætti að geta byrjað að sparka bolta fyrir jól. Við höfum góðan hóp leikmanna en það geta ekki allir leikið í sókn- inni. Milan sannaði ágæti sitt á síðustu leiktíð.“ Jamie Carragher er einnig byrjaður að æfa en hann og Baros fótbrotnuðu báðir í dýrkeyptum 3- 1 sigri í Blackburn um miðjan september. Svissneski varnar- maðurinn Stephane Henchoz er búinn að ná sér af meiðslum og verður í leikmannahópnum sem mætir Úlfunum í dag en Harry Kewell og Michael Owen verða ekki með. ■ LANDSLIÐSHÓPUR ÍVARS Bakverðir: Erla Reynisdóttir Keflavík Marín Rós Karlsdóttir Keflavík Rannveig Randversdóttir Keflavík Alda Leif Jónsdóttir ÍS Stella Rún Kristjánsdóttir ÍS Petrúnella Skúladóttir Grindavík Auður Jónsdóttir Njarðvík Pálína Gunnlaugsdóttir Haukum Hildur Sigurðardóttir KR Framherjar: Anna María Sveinsdóttir Keflavík Birna Valgarðsdóttir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík Sava Ósk Stefánsdóttir Keflavík Lovísa Guðmundsdóttir ÍS Svandís Sigurðardóttir ÍS Sólveig Gunnlaugsdóttir Grindavík Ingibjörg Vilbergsdóttir Njarðvík Helena Sverrisdóttir Haukum Kristrún Sigurjónsdóttir ÍR Miðherjar: Erla Þorsteinsdóttir Keflavík María Ben Erlingsdóttir Keflavík Signý Hermannsdóttir Tenerife MARÍA BEN ERLINGSDÓTTIR María Ben Erlingsdóttir er einn sex nýliða í hópi Ívars og jafnframt sú yngsta. Landslið kvenna í körfuknattleik valið: Sex nýliðar hjá Ívari SAMANBURÐUR Á TÖLFRÆÐI KR OG KEFLAVÍK: Stig skoruð að meðaltali: 1. sæti Keflavík 82,9 2. sæti KR 65,8 Stig fengin á sig að meðaltali: 2. sæti KR 64,4 3. sæti Keflavík 65,8 Hlutfall frákasta: 1. sæti Keflavík 56,8% 4. sæti KR 50,6% Skotnýting: 1. sæti Keflavík 41,9% 4. sæti KR 34,9% 3ja stiga körfur í leik: 4. sæti Keflavík 3,6 5. sæti KR 3,5 Vítanýting: 1. sæti Keflavík 74,2% 4. sæti KR 64,0% Skotnýting mótherja: 2. sæti KR 32,9% 4. sæti Keflavík 35,7% Tapaðir boltar í leik: 3. sæti Keflavík 20,2 4. sæti KR 22,4 Þvingaðir tapaðir boltar í leik: 3. sæti Keflavík 21,5 5. sæti KR 19,3 Stig frá bekk í leik: 1. sæti Keflavík 30,0 4. sæti KR 13,0 ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR, KEFLAVÍK Hefur skorað 16,6 stig á aðeins 20,3 mín- útum með keflavík í vetur. KEFLAVÍK VANN Í FYRRA Keflavíkurkonur unnu 26 stiga sigur á KR í úrslitaleiknum í Smáranum í fyrra. SAMANBURÐUR Á TÖLFRÆÐI LEIKMANNA KEFLAVÍKUR OG KR: Flest stig í leik: Katie Wolfe, KR 22,8 Hildur Sigurðadóttir, KR 19,7 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 16,6 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 16,2 Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 12,4 Flest fráköst í leik: Hildur Sigurðadóttir, KR 14,1 Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 9,4 Lilja Oddsdóttir, KR 8,5 Katie Wolfe, KR 8,3 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 7,1 Flestar stoðsendingar í leik: Hildur Sigurðadóttir, KR 5,4 Erla Reynisdóttir, Keflavík 4,8 Kristín Blöndal, Keflavík 4,6 Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík 3,4 Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 3,1 Hæsta framlag í leik: Katie Wolfe, KR 25,3 Hildur Sigurðadóttir, KR 22,2 Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 19,3 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 17,8 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 17,0 RAUL Skoraði sigurmark Real gegn 2. deildar- félaginu Leganes í bikarkeppninni. LEIKIR Í DAG Atlético Madrid - Santander Valencia - Sevilla LEIKIR Á MORGUN Real Betis - Villarreal Barcelona - Celta Vigo Real Sociedad - Valladolid Osasuna - Real Zaragoza Albacete - Athletic Bilbao Real Murcia - Málaga Deportivo La Coruna - Espanyol Real Mallorca - Real Madrid STAÐAN Real Madrid 16 11 3 2 33:17 36 Valencia 16 10 4 2 30:12 34 Deportivo 16 9 3 4 24:13 30 Osasuna 16 7 6 3 18:12 27 Atlético Madrid 16 8 2 6 21:20 26 Athletic Bilbao 16 7 3 6 21:19 24 Villarreal 16 6 6 4 17:16 24 Málaga 16 7 2 7 21:19 23 Barcelona 16 6 5 5 22:21 23

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.