Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 90
■ ■ KVIKMYNDIR
✓ 17.00 Anima Reykavík kynnir
Jólamartröð í Mír. Sýndar verða fjöl-
margar íslenskar hreyfimyndir ásamt er-
lendum meistaraverkum eftir Max
Fletcher, Jiri Trinka, Svankenmajer,
Norman Mc Laren, David Lynch og
fleiri. Hátíðin verður haldin í húsarkynn-
um MÍR við Vatnsstíg 10a og stendur til
miðnættis.
■ ■ TÓNLEIKAR
15.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands
verður með jólatónleika fyrir alla fjöl-
skylduna í Háskólabíói. Hljómsveitar-
stjóri er Bernharður Wilkinson.
16.00 Saxófónleikararnir Jóel Páls-
son og Sigurður Flosason árita og
kynna plötu sína, Stikur, í verslun Tólf
tóna við Skólavörðustíg.
✓ 19.00 Quarashi verður með tón-
leika á NASA við Austurvöll. Þrettán ára
aldurstakmark.
20.00 Mínus, Maus, Dr. Gunni,
Kimono, Einar Örn Ghostigital, Stein-
tryggur og Dópskuld koma fram á
Smekkleysu-hátíð á Gauknum.
20.00 Kristján Jóhannsson og
Sigga Beinteins syngja á jólatónleikum
til styrktar krabbameinssjúkum börnum,
sem haldnir verða í Smáralind. Einnig
koma fram Ólafur M. Magnússon, Kristín
Sigurðardóttir og Páll Rósinkranz, ásamt
Raddbandafélagi Reykjavíkur, Karlakór
Kjalnesinga, hljóðfæraleikurum úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og fleiri tónlistar-
mönnum. Stjórnandi á tónleikunum er
Sigrún Grendal.
✓ 21.00 Kammerhópurinn Camer-
arctica heldur sína árlegu kertaljósatón-
leika í Kópavogskirkju. Verkin sem þau
leika eru Divertimento nr. 3 K. 138 eftir
Wolfgang Amadeus Mozart, Kvartett fyrir
klarinett og strengi í Es-dúr op. 2 nr. 1
eftir Bernhard Crusell og Kvartett í D-dúr
fyrir flautu og strengi eftir Wolfgang
Amadeus Mozart.
✓ 22.00 Slagverkshópurinn Benda
verður með vetrarsólstöðutónleika og
jólagleði í Borgarleikhúsinu í tónleika-
röðinni 15.15. Flutt verða m.a. verk eftir
Crumb Steef van Oosterhout Pétur Grét-
arsson, Eggert Pálsson og Snorra Sigfús
Birgisson.
22.30 Söngkonan Elísabet Ólafs-
dóttir og Sigurjón Alexandersson gítar-
leikari flytja jólalög í djassútsetningum á
Café Central, Skólabrú 1.
23.00 Tuttugustu og fimmtu jóla-
söngvar Kórs Langholtskirkju verða
haldnir í Langholtskirkju. Auk Kórs Lang-
holtskirkju syngur Gradualekór Lang-
holtskirkju á tónleikunum. Kórinn býð-
ur tónleikagestum upp á jólasúkkulaði
og piparkökur í hléi. Einsöngvarar verða
Bergþór Pálsson og Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir auk einsöngvara úr röðum kór-
félaga. Stjórnandi er Jón Stefánsson.
✓ 23.59 Quarashi verður með tón-
leika fyrir tvítuga og eldri á NASA við
Austurvöll.
Óskar Pétursson syngur í Bíóhöll-
inni, Akranesi.
■ ■ LEIKLIST
✓ 15.00 Grease með Birgittu og
Jónsa í Borgarleikhúsinu.
16.00 Litli leikklúbburinn á Ísafirði
sýnir Jóladraum - jólafjölskylduleik-
sýningu á Sundhallarloftinu á Ísafirði.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Salsa-partí með Eduardo
Rodriguez í Caffé Kúlture, Alþjóðahús-
inu við Hverfisgötu.
23.00 Hljómsveitin Feðgarnir leika
á Fjörukránni.
23.59 Dr. Gunni verður með út-
gáfutónleika á Grand Rokk.
Geir Ólafs og hljómsveit skemmta í
menningar- og kaffihúsinu Aðalstræti
10, einnig þekkt undir nafninu Hús Silla
og Valda.
Sváfnir Sigurðsson spilar á Café
Catalina. Ókeypis aðgangur.
Forgotten Lores spila á Setu-
stofunni, Lækjargötu 10.
Páll Rósinkranz syngur í Leikhús-
kjallaranum.
Óskar Einarsson trúbador spilar og
syngur á skemmtistaðnum de Boom-
kikker við Hafnarstræti.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
kemur fram í Vélsmiðjunni, nýjum
skemmtistað á Akureyri.
Plötusnúðarnir Áki og Balli á
Pravda.
Hermann Ingi jr. skemmtir gestum
Búálfsins í Hólagarði, Breiðholti.
Páll Óskar skemmtir í Valhöll, Eski-
firði.
Danska plötusnúðadúóið Filur, sem
er skipað þeim Kasper Björke og
Thomas Barfod, verður á Kapital í
kvöld ásamt dj. Margeiri. Filur eru
þekktir víða um Evrópu og þeim hefur
verið líkt við heimsþekkt plötusnúðadúó
á borð við Basement Jaxx og Masters At
Work.
Eyjólfur Kristjánsson og Íslands
eina von leikur á Kringlukránni.
Dj Svali á Sólon.
Hljómsveitin Karma spilar á Players
í Kópavogi.
Rokkbandið Sixties rokkar feitt á
Amsterdam.
Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í
Ögri.
DJ Einar Sonic spilar á Bar 11.
Land og synir á Gauknum.
■ ■ SAMKOMUR
16.00 Ljóðaupplestur verður á
Kaffi Borg í Kópavogi. Lesarar eru félagar
í Ritlistarhópi Kópavogs. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
■ ■ SÝNINGAR
Jólabasar í Gallerí Kling og Bang,
Laugavegi 23. Á basarnum verða til sölu
ýmis verk eftir fjölmarga listamenn.
Kling og Bang verður opið kl.14–22
fram að jólum
Innsetning Áslaugar Örnu Stefáns-
dóttur, „Kynsl“, er í Gallerí Skugga,
Hverfisgötu 39. Sýningunni lýkur á
morgun.
Opnuð hefur verið í Nýlistasafninu
sýning í tilefni af 25 ára afmæli safns-
ins. Á sýningunni eru verk eftir nokkra
af félögum safnsins og ýmislegt sem
endurspeglar sögu starfseminnar.
Raunsæi og veruleiki - Íslensk
myndlist 1960-1980 er heiti sýningar
sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands.
Sýningin er sú langstærsta sem haldin
hefur verið um þetta róttæka tímabil í
íslenskri listasögu. Safnið er opið alla
daga kl. 11–17 nema mánudaga. Sýn-
ingin stendur til 9. janúar 2004.
Í Deiglunni á Akureyri stendur nú
yfir myndlistarsýningin „þú ert’ann“. Þar
sýnir Hermann Karlsson málverk sem
öll eru unnin á þessu ári. Sýningin er
opin alla daga kl. 13–17 og stendur til
23. desember.
Á morgun lýkur í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi, sýningu á verkum
hins kunna franska arkitekts
Dominique Perrault.
Í Listasafninu á Akureyri standa yfir
tvær sýningar. Blómrof nefnist sýning á
málverkum Eggerts Péturssonar í aust-
ur- og miðsal safnsins. Í vestursal sýnir
Aaron Michel innsetningu á skúlptúrum
og teikningum sem hann kallar Minn-
ingar og heimildasöfn.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
86 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
DESEMBER
Laugardagur
Einu sinni á ári gerist sáóvenjulegi atburður að tveir
af hverjum þremur tónleika-
gestum Sinfóníunnar í Háskóla-
bíói er á barnsaldri. Þetta gerist
jafnan á jólatónleikum hljóm-
sveitarinnar, sem verða haldnir
í dag og hefjast klukkan þrjú.
„Það er fastur passi hjá mörg-
um, held ég, að fara á jólatónleika
Sinfóníunnar,“ segir Atli Rafn
Sigurðarson leikari sem verður
kynnir og sögumaður á tónleikun-
um í dag. Bernharður Wilkinson
stjórnar hljómsveitinni sem flyt-
ur jólatónlist af bestu sort af sinni
alkunnu snilld.
„Þetta er rosa gaman, að stan-
da þarna á sviðinu með áttatíu
manna band á bak við sig. Maður
skynjar það líka mjög sterkt hvað
þetta er mikil upplifun hjá krökk-
unum,“ segir Atli Rafn.
Þetta er í annað sinn sem hann
er kynnir á jólatónleikum Sinfóní-
unnar, þannig að hann hefur
reynsluna.
„Ég man að í fyrra þá voru jól-
in komin hjá mér eftir þetta.“
Auk þess að vera kynnir á tón-
leikunum er Atli Rafn sögumaður
í Snjókarlinum, tuttugu mínútna
verki eftir Howard Blake, þar
sem segir frá litlum strák sem
býr sér til sjókarl á aðfangadag
jóla. Snjókarlinn lifnar við og
saman fara þeir í ógleymanlega
ferð til að heimsækja jólasvein-
inn.
„Svo er aldrei að vita nema
það komi einhverjir leynigest-
ir,“ skýtur Atli Rafn að. „Ég er í
góðu sambandi við Lilla Klifur-
mús og fleiri aðila sem gætu lit-
ið til okkar.“ ■
Mikil upplifun fyrir börnin
KJARTAN RAGNARSSON
Mér líst ferlega vel á þetta bíó-dæmi sem þeir eru með uppi
í MÍR, sem þeir kalla jóla-
martröð,“ segir Kjartan Ragnars-
son leikstjóri. „Svo langar mig á
jólatónleika með kammerhópnum
Camerarctica í Kópavogskirkju.
Svona tónleika verð ég að komast
á einu sinni á ári. Bendu líst mér
líka vel á í Borgarleikhúsinu, og
svo myndi ég skella mér á
Quarashi í Nasa. Svo á ég líka eft-
ir að fara á Grease. Þótt ég sé bú-
inn að sjá það í öðru formi, þá
verð ég að fara, bara vinnunnar
vegna, til að sjá þessa krakka sem
eru með þetta núna.“
Þetta lístmér á!
■ TÓNLEIKAR
ATLI RAFN
Kynnir og sögumaður á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA