Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 96

Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar REYNIS TRAUSTASONAR Strangur Stúfur Opið til 22:00 til jóla Nýtt kortatímabil Mér skilst að Stúfur sé strangur ákartöflur,“ sagði stúlkubarnið sem daglangt hafði farið hamförum í óþekkt sinni. Það var komið að hátta- tíma þegar barninu varð ljóst að háttalagið yrði líklega til þess að í skónum yrði grænmetistegund í stað glaðnings með sykurbragði. Grát- brostin rödd lýsti iðrun en jafnframt því að líklega væri of seint að láta í ljós þetta eitt af mikilvægustu gild- um kristinnar trúar. AÐVENTAN er sá árstími sem börnin gæta þess hvað vandlegast að jólasveinar, hvaða nöfnum sem þeir nefnast, sýni þeim ekki þá ólund að gefa kartöflu í skó í stað sætmetis eða leikfanga. Jafnvel börn sem að jafnaði eru ódæl taka upp nýja hætti á aðventunni til þess að verða ekki hlunnfarin að næturþeli vegna óspekta að degi til. KARTAFLA í skóinn er eitt það versta sem getur hent. Stúlkubarnið hafði eitt sinn orðið fyrir þeirri nið- urlægingu að fá kartöflu í skóinn. Þá var svartur morgunn í barnæsku hennar. Fremur en að viðurkenna ófögnuðinn opinberlega fleygði hún kartöflunni út um gluggann í myrkur skammdegismorgunsins. Síðan náði hún í bangsa af minnstu gerð sem lá neðst í dótaskúffunni og setti hann í eigin skó. Um morguninn þegar fjöl- skyldan sameinaðist við morgunverð- arborðið var að vanda spurt um skó- inn. Stúlkan sýndi bangsann þegjandi en látbragð hennar lýsti því einu að hún kærði sig ekki um að tala meira um þessa gjöf jólasveinsins. BARNIÐ gat alls ekki hugsað sér að fá aðra kartöflu þótt hún vissi sem var að hún hefði varla rétt til annars. Eftir sýnilega iðrun og heim- spekilegar vangaveltur um refsigleði Stúfs þóttist hún finna einu færu leiðina. Hún sótti blað og penna og hóf skrif sín til jólasveinsins: „Kæri Stúfur. Ég veit að ég hef verið óþekk. Ég stjórnaði mér ekki og missti mig óvart...,“ skráði hún með klossuðum stöfum. Bréfið lýsti ekki aðeins iðrun heldur loforði um yfir- bót. Og hún bað Stúf hinn stranga vægðar. Í fyrstu skímu morgunsins vaknaði stúlkan og með kvíðahrolli kíkti hún í skóinn. Þar var brúða sem hún hafði þráð mjög. Hún hafði skrifað sig frá kartöflunni. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.