Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 10
10 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR KIPPA AF SELSKINNUM Við austurströnd Kanada standa nú yfir mestu selaveiðar sögunnar. Talið er að veiðarnar muni skila um 20 milljónum dollara í tekjur en verð á selskinni er mjög hátt um þessar mundir. ÍTALÍA, AP Aðalmeðferð í spillingar- máli sem tengist Silvio Berlu- sconi, forsætisráðherra Ítalíu, er hafin í Mílanó. Berlusconi er sakaður um að hafa reynt að múta dómurum til þess að hafa áhrif á viðskipta- samning sem tengdist kaupum fyrirtækis sem var í samkeppni við viðskiptaveldi Berlusconis á níunda áratugnum á ríkisrekna matvælafyrirtækinu SME. Taka átti málið fyrir í fyrra en þá samþykkti þingið lög sem tryggðu Berlusconi friðhelgi í mál- inu. Í janúar komst stjórnarskrár- dómstóll að því að lögin brytu í bága við stjórnarskrána og því hef- ur málið nú aftur verið tekið upp. Berlusconi heldur fram sak- leysi sínu og segir þetta einfald- lega tilraun pólitískra andstæð- inga sína til að koma honum frá völdum. Berlusconi hefur átt í vök að verjast í heimalandi sínu vegna Íraksstríðsins, en nokkrir Ítalir voru teknir í gíslingu í Írak og einn tekinn af lífi. Þá hefur ítalski efnahagurinn einnig verið mjög bágur undanfarin misseri. Talið er að dómur verði ekki kveðinn upp í spillingarmálinu fyrr en eftir tvo mánuði því dóm- stóllinn þarf að fara yfir gögn sem safnað hefur verið saman síðast- liðin þrjú ár. ■ Nauðgunarlyf geta leitt til dauða Þekktustu nauðgunarlyfin eru Rohypnol, sem er lyfseðilsskylt svefnlyf, og ólöglega efnið smjörsýra. Þau eru sljóvgandi, orsaka tímabundið minnisleysi, hægja á hjartslætti og öndun og geta leitt til dauða. Forsvarsmenn skemmtistaða segjast ætla að vinna saman til að stöðva misnotkun þessara lyfja. Þekktust nauðgunarlyfja eruRohypnol og smjörsýra. Rohypnol er lyfseðilsskylt svefnlyf en smjörsýra, eða „liquid ecstacy“, er ólöglegt efni. Bæði lyfin sljóvga þann sem neytir þess, geta orsakað tímabundið minnisleysi og valdið dauða, samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöð Landspítala - há- skólasjúkrahúss. Lyfin fara að virka innan fimmt- án eða tuttugu mínútna frá neyslu og virka í þrjár til átta klukkustund- ir. Minnisleysi getur verið algjört frá því að vart verður við verkan lyfsins og þar til það hættir að virka. Lyfin verkar á svipaðar taugar og áfengi en ef þeirra er neytt með áfengi magnast slævandi áhrif þess. Í því ástandi ræður fólk ekki við gerðir sínar og veit ekki hvað það er að gera. Lyfin eru hættuleg því þau slæva öndun og geta valdið meðvitundar- leysi í ákveðnum skömmtun. Það getur valdið ógleði og fólk getur kafnað í eigin ælu ef það kastar upp liggjandi á bakinu. Smjörsýra getur einnig valdið doða þar sem fólk horfir fram fyrir sig og svarar engu en er samt með meðvitund þannig að sá sem tekur það inn verður viljalaus og hægt er að stjórna viðkomandi eins og verk- færi. Smjörsýran eykur jafnframt löngun í kynlíf. Forsvarsmönnum skemmti- staða brugðið „Ég er mjög sleginn að heyra þetta og munum við tvímælalaust herða allt eftirlit á staðnum,“ segir Haukur Víðisson, eigandi Vega- móta. Staðurinn er einn þeirra skemmtistaða sem nefndir voru í Fréttablaðinu í gær þar sem sagt var frá fimm stúlkum sem sögðu að lyf hefðu verið sett út í drykkinn sinn að sér óafvitandi, svokölluð nauðgunarlyf. Hinir skemmtistaðirnir sem stúlkurnar nefndu voru Hverfisbar- inn, Kaffibarinn, Astró og Bíóbar- inn. Tveir þeir síðastnefndu eru ekki lengur í rekstri. Lögreglan seg- ir þó að ekki sé um að ræða ákveðna skemmtistaði þar sem þetta sé al- gengara en annars staðar. Þetta eigi sér líklegast stað á mörgum stöðum borgarinnar. Stúlkurnar fimm sem Frétta- blaðið ræddi við höfðu allar neytt áfengis í litlu magni og engra fíkni- efna en fóru skyndilega að finna fyrir vanlíðan og misstu rænu eftir að hafa neytt drykkjar á skemmti- stað. Þær höfðu lagt frá sér drykk- inn skamma stund. Vanlíðan þeirra lýsti sér þannig að hún kom skyndi- lega yfir, þær fóru að sjá óskýrt, misstu stjórn á útlimum, varð óglatt og liðu síðan út af. Tvær af stúlkunum fimm slösuð- ust í fallinu, en önnur þeirra kjálka- brotnaði svo alvarlega að kjálka- beinið gerði göt á eyrnagöngin. Hún braut einnig fimm tennur. Ein stúlknanna segir frá því hvernig vinur hennar hirti hana upp hálf- meðvitundarlausa í porti í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafði einungis drukkið einn bjór það kvöld. Þörf á samvinnu skemmtistaða „Þótt það sé ekki okkar sök að illa innrættir menn séu að láta lyf út í glös hjá ungum stúlkum munum við að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að taka á þessu máli,“ segir Haukur. Hann segist ekki hafa heyrt um atvik þar sem þetta hafi gerst en um leið og hann heyrði af þessum tilvikum fyrr í vikunni hélt hann fund með dyravörðum þar sem rætt var um hvernig hægt væri að efla eftirlit. Ákveðið var að engum stúlkum í annarlegu ástandi yrði hleypt út af staðnum, hvort sem þær væru einar eða í fylgd með öðrum, án þess að sannreynt væri að þær væru ekki undir áhrifum lyfja. Það mætti gera með því að lýsa í augu stúlkunnar með vasaljósi og spyrja hana spurn- inga um ástand hennar. Ef einhver grunur vaknaði um að henni hefði verið byrlað lyf yrði tekið á því. „Þetta er mjög alvarlegt mál og mun ég mæla með því við aðra skemmtistaði að við tökum höndum saman og reynum að stöðva þetta,“ segir Haukur. Hann segist munu leita aðstoðar fagmanna við að kenna dyravörðum og öðru starfs- fólki staðarins hvernig þekkja megi einkenni þessara lyfja. Rósant Birgisson, eigandi Hverf- isbarsins, tekur í sama streng. Hann segir að ekki séu beinar aðgerðir gegn þessu á staðnum en starfsfólk fylgist vel með fólki í annarlegu ástandi, ekki síst ungum stúlkum, og reyni að koma því til hjálpar. „Við höfum það að reglu að fylgja fólki sem virðist ofurölvað í leigubíl sem keyrir það heim. Ef einhver grunur léki á að ekki væri allt með felldu myndum við hiklaust grípa inní,“ segir Rósant. Hann segir að ef tilfellum fari fjölgandi þar sem stúlkum sé gefið lyf sé full ástæða til þess að skemmtistaðir borgarinnar hefji samvinnu við að sporna gegn því. Rekstrarstjóri Kaffi- barsins segir að ekki sé vitað um nein til- felli þar sem þetta hafi gerst á staðn- um. Hún segir það algengt á skemmtistöð- um borgar- innar að f ó l k neyti Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. VORTILBOÐ ALLAR ÚLPUR OG FRAKKAR MEÐ 15% AFSLÆTTI Afríska þjóðarráðið: Öruggur sigur SUÐUR-AFRÍKA Allt bendir til þess að Afríska þjóðarráðið, ANC, hafi unnið sinn stærsta sigur hingað til í þriðju lýðræðislegu þing- kosningunum í Suður-Afríku. Hátt í áttatíu prósent kosninga- bærra manna mættu á kjörstað. Talið er að ANC hafi fengið um sjötíu prósent atkvæða, sem myndi þýða að flokkurinn hefði fengið yfir tvo þriðju hluta þing- sæta, en það gerir honum kleift að gera breytingar á stjórnar- skránni án fulltingis annarra flokka. Nýkjörið þing velur for- seta og því stefnir allt í það að Thabo Mbeki sitji annað kjör- tímabil. Afríska þjóðarráðið hefur far- ið með völdin í Suður-Afríku síð- an aðskilnaðarstefnan var af- numin fyrir tíu árum. ■ BERLUSCONI Í ÍRAK Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, heimsótti ítalskar hersveitir í Írak um síðustu helgi. Hann þarf nú að mæta fyrir ítalskan dómstól í spillingarmáli sem tengist honum. Dómsmál gegn Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu: Sakaður um að múta dómara Fréttaskýring SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifa um nauðgunarlyf. ROHYPNOL Samheitalyfin Rohypnol og Flunitraze- pam eru lyfseðilsskyld lyf sem notuð eru gegn svefnleysi. Þau eru aðeins ætluð til notkunar þegar svefnleysið er á alvar- legu stigi eða veldur örorku eða veruleg- um vandamálum hjá sjúklingnum. Lyfið er vöðvaslakandi og krampa- stillandi og er stundum notað sem bráðalyf við flogaköstum. Það veldur tímabundnum skorti á skammtímaminni, frá því lyfið er tekið og þar til áhrifin fara úr líkamanum, og hefur því verið notað sem nauðgunarlyf. Lyfið fer að virka innan tuttugu mín- útna en það varir í fjórar til átta klukku- stundir, eftir því hve stór skammtur er gefinn. Styrkleikur lyfsins er í hámarki eftir eina til eina og hálfa klukkustund frá því að þess hefur verið neytt. Lyfið slær á kvíða og tímabundið stress en er oftast einungis ávísað í viku því það er vanabindandi. Rohypnol verkar á svipaðar taugar og áfengi og veldur kæruleysistilfinn- ingu og vellíðan í smáum skömmtun. Ef lyfsins er neytt með áfengi magn- ast slævandi áhrif þess. Í því ástandi ræður fólk ekki við gerðir sínar og veit ekki hvað það er að gera. Rohypnol er hættulegt lyf því það slævir öndun og getur valdið meðvit- undarleysi í ákveðnum skömmtun. Fólk getur lagst á bakið og kastað upp og kafnað í ælunni. Ofskömmtun lyfjanna ætti ekki að vera lífshættuleg nema þau séu tekin inn með áfengi eða öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Í alvar- legum tilfellum er skortur á samhæfingu vöðva, minnkuð vöðvaspenna, lágþrýst- ingur og öndunarörðugleikar. Þá eru til dæmi um dauðadá og jafnvel dauða.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.