Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2004, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 17.04.2004, Qupperneq 11
11LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 Blóm á betra ver›i Allt í garðinn á einum stað ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 43 70 04 /2 00 4 Stórir pálma r 260 lítrar 3.990 kr. Moltutunnur Gullpálmi Aðeins 2.990 kr. áður 5.990 kr. Aloe Vera 999 kr. Orkideur 999 kr. Sívinsælar Græðandi Sýpris 100 sm 999 kr. Vorlaukaútsala 20-50% afsláttur af öllum vorlaukum SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eft- ir viðræðum við ríkið um hugsan- leg skipti á fjallinu Skjaldbreiði og jörðinni Kaldárhöfða í þeirri von að það megi verða til þess að auðveldara verði að koma til móts við Bláskógabyggð varðandi framtíðarvegarstæði Gjábakka- vegar. Tæki ríkið tilboðinu myndi það þýða að Skjaldbreiður yrði hluti þjóðgarðsins á Þingvöllum en mörgum þykir eðlilegt að allur fjallhringurinn á þessu svæði verði innan þjóðgarðsmarka. Þannig mætti kynna stærri og glæsilegri þjóðgarð til heims- minjaskrár Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, en hugmyndir stóðu til. Innan Bláskógabyggðar hef- ur verið barist gegn hugmynd- um Þingvallanefndar um legu Gjábakkavegar. Þingvallanefnd vill tengja hann Þingvallavegi við Miðfell en sveitarstjórn vill tengingu á Þingvallavegi við Gjábakka. Hefur það fallið í grýttan jarðveg þar sem Gjá- bakkaland er hluti af Þingvalla- þjóðgarði eins og hann hefur þegar verið kynntur UNESCO og er talið að það sé umsókninni ekki til framdráttar. ■ Bláskógabyggð býður ríkinu skipti á jörðum: Skjaldbreiður í stað Kaldárhöfða SKJALDBREIÐUR Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill makaskipti á Skjaldbreiði og Kaldárhöfða. fíkniefna og áfengis í bland og geti verið í alls kyns ástandi. Hún segist ekki þekkja einkenni naugunarlyfja og eftirlit geti reynst erfitt. Hins vegar sé reynt að aðstoða fólk sem virðist hafa neytt of mikils áfengis. Hún nefnir dæmi þar sem hún fylgdi ungri stúlku sem virtist ofurölvi á skrifstofu sína og sat með henni í klukkustund þar til hún var farin að jafna sig. Haukur segir jafnframt að nú þegar sé strangt eftirlit á Vegamót- um með fíkniefnaneyslu. Hann seg- ir að bætt hafi verið við tveimur dyravörðum í kjölfar umræðunnar um aukna fíkniefnaneyslu ungs fólks á skemmtistöðum borgarinn- ar. Fólki sé til að mynda ekki leyft að fara á klósettið í pörum og starfs- fólk sinni gæslu inni á staðnum sjálfum, ekki bara við innganginn. Á morgun verður rætt við um- sjónarhjúkrunarfræðing neyðar- móttöku nauðgana á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Einnig verður rætt við lækna um hvers vegna ekki sé meira um að efna sé leitað í blóð- eða þvagsýnum stúlkna sem telja þetta hafa kom- ið fyrir sig. ■ BÖRN Í GERVI VÍGAMANNA Palestínskir drengir klæðast skæruliðabún- ingi og bera leikfangabyssur í mótmæla- göngu í Gaza-borg í gær. Mótmælaaðgerð- irnar voru skipulagðar af Hamas-samtök- unum. SMJÖRSÝRA Smjörsýra er ólöglegt efni sem einnig gengur undir nafninu „liquid ecstacy“. Smjörsýran er í vökvaformi, lyktarlaus og bragðlaus þannig að fólk verður lyfs- ins ekki vart sé því laumað í drykki. Áhrif lyfsins eru mikil syfja, svimi og jafnvel doði þar sem fólk horfir fram fyrir sig og svarar engu en er samt með meðvitund þannig að sá sem tekur það inn verður viljalaus og hægt er að stjórna viðkomandi eins og verkfæri. Verkun lyfsins hefst innan fimmtán mínútna frá því þess er neytt og vara áhrifin í þrjár til sex klukkustundir. Smjörsýra getur valdið ógleði og uppköstum og skyndilegri svefnþörf. Einnig getur fólk fundið fyrir líkamleg- um óróa og fengið krampa eða jafnvel flog. Lyfið getur einnig valdið ofkæl- ingu og er því lífshættulegt ef stúlkur missa meðvitund utandyra. Lyfið er vöðvaslakandi, minnkar blóðþrýsting og hægir á öndun. Það getur valdið meðvitundarleysi og jafn- vel dauða. Ef lyfið er tekið samhliða neyslu áfengis aukast áhrif lyfsins. Lyfið eykur jafnframt löngun í kynlíf. Lyfið er þekkt í Austur-Evrópu þar sem þjófar lauma því í drykki fólks til að ræna eigum þess.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.